Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 22

Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Borgarfjörður | Tvísýnt virðist um niðurstöðu sameiningarkosninga í Borgarfirði, sérstaklega í minni sveitarfélögunum. Formaður sam- einingarnefndar hefur fulla trú á að sameiningin verði samþykkt en odd- viti Skorradalshrepps telur að úrslit- in verði tvísýn. Íbúarnir greiða at- kvæði á laugardag um sameiningu sveitarfélaganna fimm norðan Skarðsheiðar. Vinna við að undirbúa sameining- arkosningarnar hófst fyrir rúmum tveimur árum að frumkvæði hrepps- nefndar Borgarfjarðarsveitar. Árið áður varð alger endurnýjun í hreppsnefndinni og hafði listi þeirra sem varð sjálfkjörinn sameiningar- mál á stefnuskrá sinni. Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð og Hvítársíðuhreppur kusu samein- ingarnefnd. Síðar óskaði Skorradals- hreppur að taka þátt og síðast bætt- ist Kolbeinsstaðahreppur í Snæfellsnessýslu við. Sameiningar- nefndin, þar sem oddvitar allra sveit- arstjórnanna eiga sæti ásamt fleiri fulltrúum, var einhuga um að leggja málið fyrir kjósendur. Stefnt var að atkvæðagreiðslu síð- astliðið haust en Sveinbjörn Eyjólfs- son á Hvanneyri, oddviti Borgar- fjarðarsveitar og formaður sameiningarnefndar, segir að ákveð- ið hafi verið að bíða eftir landsátak- inu sem til stóð að fara í nú í apríl. Ekki hafi verið hægt að hætta við þegar því hafi verið frestað fram á haustið. „Við höfum lokið okkar vinnu og vorum tilbúin,“ segir Svein- björn. Liðlega 3.500 manns búa á sam- einingarsvæðinu. Sveitarfélögin eru þó afar ólík. Borgarbyggð varð til fyrir nokkrum árum með samein- ingu Borgarness og nokkurra sveita- hreppa í Mýrasýslu. Íbúar eru 2.600. Í Borgarfjarðarsveit, sem varð til með sameiningu nokkurra hreppa í Borgarfjarðarsýslu, eru 670 íbúar. Í sveitahreppunum þremur eru 60 til 100 íbúar. Sveinbjörn segir að þjón- ustustig sé afar misjafnt. Borgar- byggð hafi gott stoðkerfi og Borg- arfjarðarsveit reyni einnig að halda uppi þjónustu. Mesta breytingin verði fyrir íbúa minnstu sveitarfé- laganna sem geti gengið að almennri og ákveðinni þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi. Á móti kemur að út- svör, fasteignaskattar og þjónustu- gjöld eru yfirleitt lægri í sveita- hreppunum, sérstaklega Skorradalshreppi sem er með lág- marksútsvar og veitir afslátt af fast- eignasköttum. Aukinn slagkraftur „Þetta gefur svæðinu öllu meiri slagkraft, við að gera sig gildandi í samkeppni sveitarfélaganna. Það hefur sýnt sig að hlutirnir eru að gerast þar sem sveitarfélög hafa sameinast,“ segir Sveinbjörn. Fyrir- tæki og fólk vilji setja sig niður þar sem þjónustan er veitt. Skólamálin eru viðkvæm við sam- einingu sveitarfélaga. Á svæðinu hafa verið reknir fimm sjálfstæðir skólar en hreppsnefnd Borgarfjarð- arsveitar hefur nú sameinað yfir- stjórn Kleppjárnsreykjaskóla og Andakílsskóla á Hvanneyri þannig að skólarnir eru nú fjórir en starfs- stöðvarnar fimm. Við undirbúning sameiningar kom fram í athugun óháðs aðila að hagkvæmt væri að sameina skólana, meðal annars að leggja niður Andakílsskóla og aka börnunum frá Hvanneyri í skóla í Borgarnesi. Sameiningarnefndin leggur til að skólarnir verði reknir áfram en að yfirstjórn þeirra verði sameinuð eftir því sem þægilegt þyki. Reynslan af sameiningu sveitarfé- laga sýnir að íbúar stærri sveitarfé- laga taka yfirleitt íbúum minni sveit- arfélaga opnun örmum en meiri tortryggni gætir í smærri hreppum, sérstaklega gagnvart þéttbýlinu. Út frá því má gera ráð fyrir að samein- ingin verði örugglega samþykkt í Borgarbyggð og jafnvel Borgar- fjarðarsveit sem hafði frumkvæðið að málinu. Óvissara er um stöðuna í sveitahreppunum þremur. Svein- björn er bjartsýnn á að sameiningin verði samþykkt, segir að oddvitar hreppanna hafi staðið að niðurstöðu sameiningarnefndarinnar og í því hljóti að felast ákveðin afstaða. Davíð Pétursson á Grund, oddviti Skorradalshrepps, segist hafa staðið að því að leggja málið fyrir íbúa sveitarfélagsins. Sjálfur mæli hann hvorki með sameiningu né á móti, íbúarnir verði sjálfir að ráða þessu. Davíð segir að skoðanir séu skiptar meðal íbúanna og segir tvísýnt um niðurstöðu. Telur hann að það sama gildi um fleiri sveitarfélög, sérstak- lega þau minni. Borgfirðingar greiða atkvæði um sameiningu héraðsins Tvísýnt um niðurstöðu í minnstu hreppunum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDIÐ AKUREYRI Ljósmyndir | Sýning á ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar (RAX), ljósmyndara á Morgunblaðinu, stendur yfir þessa dagana á Minjasafninu á Akureyri. Ber hún heitið Framandi heimur. Þar gefur að líta mann- lífsmyndir sem Ragnar hefur tekið á ferð- um sínum víða um heim en þetta er í fyrsta skipti sem myndir Ragnars eru sýndar á Akureyri. Síðasti sýningardagur er næst- komandi sunnudag, 24. apríl. Morgunblaðið/RAX Ein mynda RAX á sýningunni.    Barnaskemmtun | Fjölskyldustemmning verður á Minjasafninu á Akureyri á sum- ardaginn fyrsta, ilmur af lummum og kakói mun fylla loftið í bland við kátínu krakk- anna. Farið verður í útileiki við Minjasafn- ið, sumarið sungið inn og sumarkort föndr- uð. Einnig verður flutt stutt dagskrá um sumardaginn fyrsta. Barnaskemmtunin stendur frá kl. 15 til 17.    Skátamessa | Messa verður í Glerárkirkju í dag kl. 11.00 en fyrir messu, eða kl. 10.30, verður skrúðganga frá Verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Predikun er í höndum Péturs Björgvins Þorsteinssonar djákna. Fjöl- skyldum skáta sem og öðrum er hjartanlega velkomið að taka þátt í skrúðgöngunni og messunni. Þá verður haldin kynning á skáta- starfi í dag að Hömrum milli kl. 14 og 16. Kynningin fyrir krakkana er í formi ratleiks, en á meðan fá foreldrar frekari upplýsingar um starfið hjá umsjónarmönnum. Einnig fer fram á Hömrum í dag undankeppni í kassak- lifri, fyrir Íslandsmeistaramótið sem haldið verður á Akureyri 30. apríl. Mótið er öllum opið en keppt er í stúlkna- og drengjaflokk- um, 13 til 15 ára og 16 til 18 ára. NEMENDUR í 9. B í Lundarskóla unnu stærðfræðikeppnina KappAbel á dögunum. Keppni þessi á upptök sín í Noregi en þetta er í fjórða skiptið sem hún fer fram á Íslandi. Vinningsliðið frá hverju Norðurlandanna keppir sem fulltrúi landsins í úrslitakeppninni sem fram fer dagana 25.-27. apríl í Reykjavík. Nemendurnir sem kepptu fyrir Lundarskóla og náðu þessum glæsilega árangri, heita Ey- þór Gylfason, Auðunn Skúta Snæbjarnarson, Kamilla Sól Baldursdóttir og Sunna Þor- steinsdóttir en kennari þeirra er Sigurveig María Kjartansdóttir. Alls tóku 45 bekkir þátt í keppninni, sem skiptist þannig að tvær lotur voru í þrauta- vinnu sem bekkurinn leysti og vann bekkja- verkefni þar sem þemað var stærðfræði og líkaminn. Í bekkjarverkefninu þurfti að vinna tvær ólíkar kynningar (munnlega- og myndræna kynningu), faglega skýrslu og framvind- uskýrslu. Í lok annarar lotu komust 11 bekkir í und- anúrslit til Reykjavíkur. Þar gilti bekkjaverk- efni 50% og þrautavinna 50%. Nemendur sem fóru sem fulltrúar bekkjar- ins í Lundarskóla í úrslitakeppnina, kynntu bekkjaverkefnið og leystu þrautaverkefni. Þau urðu langhæst úr samanlögðum stiga- fjölda bekkjaverkefnisins og þrautunum eftir fyrri dag keppninnar og komumst því á sviðið í Háskólabíói. Þrjú efstu liðin kepptu þar og varð sigurinn Lundarskóla. Sigurinn var sætur og mættu aðrir í bekknum út á flugvöll til að fagna sínu fólki við heimkomuna. Markmið með KappAbel er að vekja áhuga nemenda á stærðfræði og hvetja þá. Einnig að reyna að vinna þannig að í stað þess að þeir verði fráhverfir stærðfræði á unglingsárum þá efli þeir skilning sinn, áræði og ánægju á þessu sviði. Glæsilegur árangur nem- enda í stærðfræðikeppni Morgunblaðið/Kristján Sigurvegarar Nemendurnir fjórir sem kepptu fyrir Lundarskóla í stærðfræðikeppninni Kapp- Abel, sitja framan við bekkjarfélaga sína og kennara. F.v. Eyþór Gylfason, Auðunn Skúta Snæ- bjarnarson, Kamilla Sól Baldursdóttir og Sunna Þorsteinsdóttir. Sigurveig María Kjartansdóttir kennari þeirra stendur lengst t.v. í öftustu röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.