Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 24

Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Seyðisfjörður | Tækniminjasafnið á Seyðisfirði og Seyðisfjarðarkaupstaður stóðu nýlega fyrir málþingi um stöðu gamalla húsa í skipulagi samtímans. Var það liður í yfirstandandi vinnu vegna gerð nýs aðalskipulags fyrir Seyðis- fjarðarkaupstað. Mikil áhersla er lögð á að finna gömlum hús- um á Seyðisfirði hlutverk þannig að þau megi varðveitast og nýtast á lifandi og skapandi hátt. Helstu dæmin um yfirgripsmikil verkefni eru áætlanir um nýja umhverfisvæna rafvirkjun Ís- lenskrar Orkuvirkjunar í Fjarðaránni og verk- efnið „Aldamótabærinn Seyðisfjörður“ sem er nokkurs konar hvataverkefni og hefur ungað út verkefnum á borð við endurskipulagningu Tækniminjasafnsins, Húsahótelsverkefninu „Hótel Alda“ og verkefni um bryggjuhúsin á Wathnetorfunni. Mannlíf gefur húsum gildi Jón Sigurpálsson, safnstjóri í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði, lagði í upphafi heimspeki- legan grunn að umræðunni og sagði m.a. að á sama tíma og Mozart hrærðist í sínu evrópska umhverfi ásamt öðrum vel klæddum mikil- mennum í stórum höllum voru Vestfirðingar úr torfbæjum að fást við verkefni sem lutu að endurbættu æðarvarpi og gerð lokræsa svo gangfært yrði um mýrlendi sem annars voru erfið yfirferðar. Það eru því ekki húsin ein og sér sem eru verðmæt, heldur mannlífið sem gefur gildin og stærsta mannvirkið er í raun menningararfurinn eins og hann leggur sig. Gunnlaugur B. Jónsson arkitekt sagði hús ekki aðeins vera hús sem heimili eða aðsetur manna, heldur ættu þau einnig heima einhvers staðar. Þau eltust og í afstöðu samtímans til þeirra hverju sinni birtist gildi þeirra. Gunn- laugur spurði hvenær hús verða gömul og benti á að í húsum væru oft í raun margir tímar til staðar. Til þess að geta skilið hús þarf að bera virðingu fyrir þeim og sjá til þess að þau þrífist í umhverfi sínu. Grundvallaratriði í skipulagi er að menn hafi vönduð gögn til þess að vinna með. Magnús Skúlason, framkvæmdarstjóri húsafriðunar- nefndar, fjallaði um hverfisvernd og skýrði að- ferðafræði við mat á gildi húsa sem kallað er SAFE. Aðferðin veitir samhæfðar upplýsingar um hús þannig að mun betra er að vinna heild- rænt með mannvirki í skipulagi og ná þannig árangri. Eitt af því sem mikið hefur verið fjallað um í húsaverndunarumræðu er mikilvægi þess að hús hafi hlutverk. Hlutverkin eru oft bundin skilyrðum yfirvalda t.d. með tilliti til heilbrigð- is, vinnuverndar og brunavarna. Fram kom hjá Birni Karlssyni brunamálastjóra að Bruna- málastofnun slakar aldrei á kröfum með tilliti til öryggis manna, en hins vegar eru margar leiðir til þess að gera mönnum kleift að nýta gömul hús. Þar getur t.d. almenn sem og sér- hæfð skynsemi og sérfræðivinna brunahönn- uða leyst mörg mál sem ströngustu staðlar samtímans geta ekki leyst án þess að skemma varðveislugildi húsanna og afbaka hugmyndir um nýtingu þeirra að öðru leyti. Uppbygging Síldarminjasafnsins á Siglufirði er dæmi um stórfellt átak í varðveislu minja, sem jafnframt hefur mótandi áhrif á skipulag og mannlíf staðarins. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, rakti auk sögu safnsins hvernig útlit og skipulag safnahverfisins hefur mótast og breyst meðan á uppbyggingunni stóð. Íbúar og gestir staða sjá byggðina frá ýms- um sjónarhornum. Þessu þurfa skipuleggjend- ur byggða að gera sér grein fyrir þegar skipu- lag er unnið sagði Kolbjörn Nesje Nybö arkitekt og „emanuensis“ við Arkitekt og Designhögskolen í Ósló og benti á að sjónar- hornin væru ekki eingöngu rúmfræðilegs eðlis, heldur einnig menningarlegs og mynduð í hug- um manna þar sem heildarmyndin er skipulögð eftir hughrifum þar sem huglægt mat ræður ríkjum. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar ehf., rakti sögu fyrirtækisins og sagði frá mörgum verkefnum Minjaverndar um land allt, m.a. á Seyðisfirði. Fyrirtækið hefur komið mörgum góðum verkefnum í höfn, t.d. nýja hótelinu við Aðalstræti í Reykjavík. Seyðfirðingar leggja mikla áherslu á að nýta gömul hús á lifandi og skapandi hátt Stærsta mannvirkið er menningararfurinn Eftir Pétur Kristjánsson tekmus@sfk.is Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Hlúa að menningararfi Seyðfirðingar ganga djarflega til verks í varðveislu eldri húsa. „MENN eru virkilega að vakna til með- vitundar um að það eru mörg hús á Seyðisfirði sem búa yfir mjög merki- legum menningar- og byggingarsögu- legum arfi,“ segir Sigurður Einarsson arkitekt, einn málflytjenda á Seyðis- firði. „Sumir á málþinginu töluðu þó um að byggja í gömlum stíl. Fyrir mér er það algjör firra. Árið 2005 eigum við að byggja í nútímastíl með þá tækni og stíla sem við erum að vinna með í dag. Það má gera í réttum hlutföllum og með tilfinningu fyrir því sem er gamalt.“ Sigurður segir hafa komið fram vinkla í umræðunni á Seyðisfirði sem hafi gert að verkum að menn urðu jákvæðari og bjartsýnni og ekki eins hræddir við gömlu húsin. „Núna er farin að verða meiri skyn- semi í hlutunum. Hér áður fyrr voru öfgarnar; að varðveita allt og ekkert mátti gera, eða rífa allt. Ef hús eru met- in einskis virði á ekki að hika við að rífa þau. Þeim húsum, sem við viljum hins vegar vernda og eru merkileg, á að gefa líf með því að innrétta þau, byggja við þau eða hvað sem er, til þess að þau virkilega lifi. Mér fannst það gerast á þessu málþingi að menn voru tilbúnir að berja sér á brjóst og vera ekki alltof hræddir við þetta; halda bara áfram og reisa Seyðisfjörð aðeins við.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Glæsileg endurnýjun Oddagata 6, ann- að af tveimur húsum Hótels Öldunnar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Álftanes | Fulltrúar Álftaneshreyfingarinnar í skipulagsnefnd Álftaness eru ósáttir við hug- myndir sem kynntar hafa verið varðandi svo- nefnt miðsvæði á Álftanesi, norðan hringtorgs- ins við Bessastaði. Kristinn Guðmundsson, varafulltrúi í skipu- lagsnefnd Álftaness, segir að um sé að ræða há- reistar byggingar, allt að 3 hæða, auk þess sem fjöldi íbúða sem rætt sé um að byggja hafi þre- faldast á einu ári, úr 70 í 250 íbúðir. Kristinn segir að þótt fordæmi séu fyrir 3 hæða húsum á Álftanesi verði að hafa í huga að svæðið er andlit sveitarfélagsins út á við. „Það má segja að þetta verði svolítið yfirþyrmandi þegar maður keyrir út á Nesið,“ segir Kristinn, miðað við þær hugmyndir sem nú liggja fyrir. Hann vill að kallað verði eftir fleiri sjónarmið- um og tillögum varðandi skipulag svæðisins. Viðræður við kaupanda Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri Álftaness, segir að meiningarmunur hafi ávallt verið um hæðir bygginga og hvar skuli byggja. Góð sam- staða hafi hins vegar verið í bæjarstjórn um þéttingu byggðar á þessu svæði, án þess að ákvarðanir liggi fyrir um endanlegt skipulag. Gunnar Valur segir að viðræður standi yfir við verktaka, sem eru að kaupa umrætt land, um uppbyggingu á svæðinu. Stefnt sé að því að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir vegna byggingar öryggisíbúða fyrir aldraða og þjónustumiðstöðvar fyrir hjúkrunarheimilið Eir á þessu ári og það verði tekið í notkun á næsta ári. Skipulagsvinna við svæðið í heild verði hins vegar unnin í áföngum. Fulltrúar Álftaneshreyfingarinnarinnar ósáttir við skipulag miðsvæðisins Eru ósáttir við hugmyndir um byggingarmagn og hæð húsa Kópavogur | Framkvæmdum við Gjána í Kópa- vogi miðar vel, að sögn Sigurfinns Sigurjóns- sonar, verkstjóra hjá Risi ehf. sem sér um bygg- ingarframkvæmdir á staðnum.. Stefnt er að því að ljúka yfirbyggingu að Digranesbrú í haust og í framhaldinu verður ráðist í yfirborðsfrágang og byggingu annars húss ofan á Gjánni . Að sögn Sigurjóns eru áætluð verklok um áramót 2006/7. Einhverjar tafir og lokanir Lokið er við stoðvegg á vesturbakka Gjárinnar í tengslum við yfirbyggingu hennar og fram- kvæmdir standa yfir við austurvegginn. Í júlí er áformað að vinna við þriðja stoðvegginn þegar umferð verður með minnsta móti. Þó má reikna með töfum í umferð undir Gjána meðan á þessum framkvæmdum stendur og lokunum einhver kvöld og nætur í júlí. Í haust verður holplötum komið fyrir ofan á og loks steypt yfir og þá má reikna með að Gjáin verði lokuð fyrir umferð ein- hverjar nætur meðan á því stendur. Framkvæmdum við Gjána miðar vel Lokið við að byggja yfir hana í haust Morgunblaðið/RAX Tafir Ökumenn mega eiga von á einhverjum töfum og lokunum á umferð undir Gjána í sumar. Höfuðborgarsvæðið | Hátíðin Ferðalangur á heimaslóð verður haldin í annað sinn á höfuðborgar- svæðinu og víðsvegar um landið í dag, sumardaginn fyrsta. Ríflega 100 aðilar í ferðaþjónustu taka þátt í Ferðalangnum að þessu sinni og bjóða almenningi að kynna sér starfsemi sína. Dagskráin er fjölbreytt, á höfuð- borgarsvæðinu verður m.a. boðið upp á þrjár stuttar kynnisferðir með hópbílum og leiðsögn út fyrir borgina. Þrettán söfn og menning- arstofnanir eru opin gestum. Boðið er upp á útsýnisflug, hestaferðir, kajaksiglingu, sjóstangveiði og hvalaskoðun og klifur upp póst- húsið í Pósthússtræti í umsjón Klifurhússins,svo fátt eitt sé nefnt. Gönguferðir af öllum toga Fjölbreyttar gönguferðir eru í boði, m.a. Laugavegsganga úr þvottalaugunum og niður Lauga- veginn undir leiðsögn Péturs Ár- mannssonar arkitekts og Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgar- minjavarðar. Þá eru skipulagðar Esjugöngur í boði og miðborgar- ganga undir leiðsögn Guðjóns Frið- rikssonar og sumarganga undir leiðsögn Birnu Þórðardóttur. Á landsbyggðinni verður sömuleiðis fjölbreytt dagskrá. Ferðalangur er skipulagður af Höfuðborgarstofu í samvinnu við Ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins, Samtök ferðaþjónust- unnar og Ferðamálaráð og ferða- málafulltrúa um land allt. Ítarlega dagskrá Ferðalangs 2005 má nálg- ast á slóðinni www.ferdalangur.is. Ferðalangur 2005 haldinn í annað sinn Fjölbreytt dagskrá í boði í allan dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.