Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 26

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 26
RAGNHEIÐUR Gestsdóttir er handhafi Barnabókaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur 2005 fyrir bestu frumsömdu barnabókina, „Sverðberann“, sem kom út árið 2004. Verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar hlaut Guðni Kolbeins- son fyrir þýðingu bókarinnar „Ab- arat“ eftir Clive Barker. Steinunn Valdís Óskarsdóttir afhenti verð- launin við athöfn í Höfða í gær. Þetta er í 33. sinn sem fræðslu- yfirvöld í Reykjavík veita höfundum og þýðendum barnabóka verðlaun. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýð- ingar fyrir börn og vekja athygli á því sem vel er gert á þessum mik- ilvæga vettvangi íslenskrar bókaút- gáfu. Úthlutunarnefndin er skipuð af menntaráði og í henni sitja: Katr- ín Jakobsdóttir formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eiríkur Brynjólfsson. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að í „sögunni er glímt við sígildar spurningar um gott og illt, mjúkt og hart. Sverðberinn hlýtur barna- bókaverðlaun menntaráðs Reykja- víkur 2005 sem besta íslenska bókin enda er hún vel skrifuð, söguþráð- urinn spennandi og sögusviðið frum- legt og heillandi“. Útgefandi Sverð- berans er Mál og menning. Í umsögn dómnefndar um þýð- ingu Guðna Kolbeinssonar segir m.a.: „Hann hefur unnið mikið afrek með þýðingu sinni enda bókin löng og efnismikil. Málið á sögunni er al- mennt kjarnyrt og gott, oft er leyst listilega úr erfiðum þýðingarvanda og textinn er í heild sinni afar læsi- legur.“ Útgefandi Abarat er JPV út- gáfa. Ragnheiður Gests- dóttir verðlaunuð fyrir Sverðberann Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafarnir Ragnheiður Gestsdóttir og Guðni Kolbeinsson. Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2005 26 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hver þátttakandi hefur 10 mínútur til ráðstöfunar og getur nýtt þann tíma að eigin vild (leikur, söngur, dans). Í Þjóðleikhúsinu þri. 26/4 kl. 16:15 og mið. 27/4 kl. 16:15 Áhugasamir geta skráð sig með því að senda tölvupóst á hlin@leikhusid.is eða með símtali í s. 585 1231. Taka þarf fram nafn, símanúmer og netfang. Skráningu lýkur föstudaginn 22. apríl. Nánari upplýsingar er að finna á www.leikhusid.is Áheyrnarpróf fyrir atvinnuleikara ÞAÐ er ekki auðvelt að vera lítill strákur og eiga vin sem enginn trúir að sé til í raun og veru. Það fær Brói litli að reyna þegar hann kynnist Kalla á þakinu, skrýtnum karli sem á hús uppi á þaki og er með þyrlu- spaða á bakinu svo hann getur flogið um eins og fugl. En svo gerast ósköpin. Einhver kemur auga á Kalla á flugi og stórfé er heitið þeim sem getur upplýst ráðgátuna um þennan dularfulla fljúgandi furðu- hlut. Þegar tveir skuggalegir náung- ar, sem svífast einskis til að komast yfir verðlaunaféð, brjótast inn til Bróa til að handsama Kalla eru góð ráð dýr. En Kalli á þakinu hefur reyndar ráð undir rifi hverju. Svo er lýst sögunni af Kalla á þak- inu eftir ástsælu sænsku skáldkon- una Astrid Lindgren. Blásið verður lífi í þennan skrítna og skemmtilega karakter á stóra sviði Borgarleik- hússins í dag kl. 14, þegar Sverrir Þór Sverrirsson, betur þekktur sem Sveppi, bregður sér í hlutverk hins fljúgandi Kalla. Það er Óskar Jón- asson sem leikstýrir þessu ævin- týraverki. „Hún er mjög litrík og fjörug, þessi leiksýning, og full af brellum og uppátækjum,“ segir Óskar og bætir við að þannig sé Kalli/Sveppi líka. „Kalli er dálítið sjálfumglaður, hæfileikaríkur og veit af því. En fyrst og fremst er hann stríðinn, og mikill prakkari í honum.“ Óskar Jónasson stígur nú fram sem leikstjóri á sviði eftir nokkurt hlé, en undanfarin misseri hefur hann verið áberandi sem leikstjóri kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hann segir endurkomuna í leikhúsið afar ánægjulega. „Þetta hefur verið ótrú- lega fljótt að líða. Við erum búin að vera að undirbúa sýninguna í allan vetur, og þetta hefur liðið eins og hendi sé veifað. Maður trúir því varla að þetta sé að verða búið,“ seg- ir hann. Hann segir engar tvær sýningar eins á Kalla á þakinu, enda mikið af ævintýrum í gangi þar. „Þetta er mjög gamansöm sýning fyrir börn á öllum aldri, unga sem aldna,“ full- yrðir Óskar að lokum. Næstu sýningar á leikritinu verða um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 14. Prakkarinn fljúgandi Morgunblaðið/Golli Leiksýning byggð á ævintýrum Kalla á þakinu, sem Astrid Lindgren skap- aði á sínum tíma, verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í dag. Leikhús | Kalli á þakinu frumsýndur í Borgarleikhúsinu í dag Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is eftir skáldsögu Astrid Lindgren í þýðingu og staðfæringu Davíðs Þórs Jónssonar. Leikarar: Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson), Sigurbjörn Ari Sig- urbjörnsson, Örn Gauti Jóhann- esson, Arnmundur Ernst Björns- son Backman, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Jakob Þór Ein- arsson, Edda Margrét Erlends- dóttir, Rafn Kumar, Sigurður Óskarsson, Jakob Þór Einarsson, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), Þröstur Guðbjartsson og Leifur Eiríksson. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Helga Rós V. Hann- am. Lýsing: Kári Gíslason. Hljóð: Jakob Tryggvason. Förðun: Þórunn Hulda Vigfús- dóttir. Hár: Gummi Mojo/Monroe. Danshöfundur: Birna Björns- dóttir. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Kalli á þakinu ÞAÐ finnst mörgum við hæfi á tíma- mótum að staldra við og líta um öxl yfir farinn veg. Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld fagnar fertugsafmæli um þessar mundir og í dag kl. 17 verða tónleikar af því tilefni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þar sem verða flutt einleiks-, kammer- og söngverk Elínar. Kammerhópurinn Camerarctica leikur, ásamt Mörtu G. Halldórs- dóttur sópran, Hlín Pétursdóttur sópran, Miklósi Dalmay píanóleikara, Eydísi Franzdóttur óbóleikara og Magneu Árnadóttur þverflautuleik- ara. „Þetta er yfirlit yfir kammerverk mín síðustu fimm árin,“ segir Elín um tónleikana. Spurð um það hvernig tónskáldi tónleikagestir muni mæta á tónleikunum, segist Elín hafa komist að forvitnilegri niðurstöðu eftir að hún settist niður til að skrifa nokkur orð um verkin á efnisskránni. „Ég komst að því að ég er bókmenntalegt tónskáld. Ég sæki hugmyndir meira í bókmenntir en annað. Og ætli ég sé ekki impressjónískt tónskáld líka. Það eru bæði bókmenntaleg og myndræn áhrif í verkunum mínum. Verkið Spil, er kannski það eina sem er alveg absolút tónlist.“ Elín segist heppin, hún sé oftast beðin um að semja verk. Þá kvikni oft neisti við það að sækja í bókmenntirnar, og hugsa um það sem hún hefur lesið í gegnum tíðina. „En íslensk náttúra hefur líka mikil áhrif á mig.“ Elín seg- ir það erfitt fyrir sig að segja til um þróunina í tónlistinni sinni á þessum tíma. „Ég held að ég sé alltaf að breytast. Mér finnst þetta stöðug leit, og maður þarf að kafa inn á við. Ég veit hvert mig langar að fara í verk- um mínum og vinn að því. Mig langar að halda í ákveðinn einfaldleika, en skrifa um leið stærri verk. Í þessu hef ég verið að vinna og mér finnst sú vinna endalaust ferðalag – sem betur fer, því þetta er skemmtilegt.“ Elín segir ágætt að nota tímamótin til uppgjörs af þessu tagi, og gott að byrja næsta kafla fersk og klár, – en maður þarf þó að skoða sjálfan sig reglulega til að eiga ekki á hættu að festast í sama farinu. „Þegar ég fór til náms í Hollandi spurði kennari mig í fyrsta tíma hvað hefði mest áhrif á mig. Ég svaraði því að það væri nátt- úran. Hann sagði að ég væri í kolvit- lausu landi, því í Hollandi væri sagt að guð hefði skapað heiminn, en manneskjan hefði skapað Holland. Það er nefnilega líka gott að sækja stundum í það sem liggur ekki bein- ast við. Maður þarf að ögra sjálfum sér.“ Verkin sem flutt verða á tónleik- unum eru: Spil II fyrir tvær þver- flautur (2000), Sumarskuggar, fyrir sópran, klarínettu og píanó (2001/ 2002), Ásjónur kvöldsins fyrir óbó (2002), Ferð fyrir píanó, flautu, klar- ínettu, og strengjakvartett (2003/ 2004), Sálmar á atómöld fyrir sópran, flautu, klarínettu og strengjakvartett (2004). Aðgangur er ókeypis. Langar að halda í einfald- leikann Elín Gunnlaugsdóttir, önnur frá hægri, með Camerarctica í Skálholti. Tónlist | Afmælistónleikar Elínar Gunnlaugsdóttur í dag Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.