Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Bónus
Gildir 21.–24. apr. verð nú verð áður mælie. verð
KF grillsósur kaldar, 200 ml .................. 99 159 495 kr. ltr
KF hrásalat, 350 g ............................... 99 139 283 kr. ltr
Laxabitar roð- og beinlausir .................. 699 999 699 kr. kg
Saltfisksporðar .................................... 499 799 499 kr. kg
KS lambasúpukjöt, 1 fl. ........................ 399 499 399 kr. kg
Pepsi í gleri, 250 ml ............................. 49 0 196 kr. ltr
Appelsín í gleri, 275 ml ........................ 49 0 178 kr. ltr
KF kartöflusalat, 350 g......................... 99 139 283 kr. ltr
KF grill lambaframpartssneiðar .............. 599 998 599 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 21.–23. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Marmaraostakaka, 8 manna................. 879 998 879 kr. stk.
Borgarnes framhryggjarsneiðar.............. 1314 1752 1314 kr. kg
Stjörnu kartöflusalat 390 gr. ................. 179 239 459 kr. kg
KF úrb. hangiframpartur ....................... 1259 1779 1259 kr. kg
KF reyktar svínakótilettur ...................... 840 1528 840 kr. kg
Svínalundir kjötborð............................. 1398 1778 1398 kr. kg
Maís stubbar, litlir, 8 í pakka................. 298 398 37 kr. stk.
Maís stönglar, stórir, 4 í pakka .............. 298 398 75 kr. stk.
Macain súkkulaðiterta, 510 gr. ............. 356 448 698 kr. kg
Borgarnes grill lærissneiðar................... 1415 1887 1415 kr. kg
Hagkaup
Gildir 20.–24. apr verð nú verð áður mælie. verð
Bezt grísakótilettur m/beini, koníaksl. .... 975 1498 975 kr. kg
Bezt grísahnakki úrb., koníaksl. ............. 975 1498 975 kr. kg
Kjötb. nautaribeye ............................... 2279 2849 2279 kr. kg
Kjötb. nautalundir ................................ 3183 3979 3183 kr. kg
Holta ferskar kjúklingalundir ................. 1467 2095 1467 kr. kg
Sól appelsínu-, ávaxta- og eplasafi........ 249 319 249 kr. ltr
Néstle Nesquick ís ............................... 299 347 399 kr. ltr
Freschetta brickoven pepperoni pizza .... 399 598 798 kr. kg
Innfl. Kjúklingabringur .......................... 1299 1499 1299 kr. kg
Nettó
Gildir 20.–24. apr verð nú verð áður mælie. verð
Nettó þurrkryddaðar lambagrillsneiðar ... 844 1 1 kr. kg
Bautabúrs brauðskinka ........................ 641 1 1 kr. kg
Myllu samlokubrauð ½......................... 89 132 132 kr. stk.
Matfugls kjúklingamánar – allar teg. ...... 398 499 499 kr. kg
Nettó ofnsteik...................................... 799 1 1 kr. kg
Úrbeinuð grísasteik í neti ...................... 799 1 1 kr. kg
Steiktar kjötbollur ................................ 299 469 469 kr. stk.
Úrbeinaður svínahnakki........................ 799 1 1 kr. kg
Rauðvínsleginn svínahnakki.................. 999 1 1 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 20.–24. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Camembert, 150 g .............................. 198 239 1320 kr. kg
Höfðingi, 150 g ................................... 198 298 1320 kr. kg
Bautabúrið, bacon í bunkum ................. 745 1064 745 kr. kg
Bautabúrs dönsk sælkerasteik .............. 896 1299 896 kr. kg
Matfugl, steiktir kjúklingaleggir .............. 942 1178 942 kr. kg
Vínber, rauð og græn............................ 199 299 199 kr. kg
Appelsínur .......................................... 89 149 89 kr. kg
Ostakaka hindberja, 800 g ................... 799 1069 999 kr. kg
Matfugl kjúklinga snitsel ....................... 942 1178 942 kr. kg
Spar, Bæjarlind
Gildir 20.–26. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Gulrófur .............................................. 169 98 98 kr. kg
Pepsi Max, 50 cl. ................................. 49 89 98 kr. ltr
Nauta fille, úr kjötborði......................... 1875 2678 1875 kr. kg
Lamba Prime F+, úr kjötborði ................ 1348 2450 1348 kr. kg
Nautahamborgarar, 10x80 g................. 499 998 499 kr. kg
Kolding sinnep, sætt, 450 g ................. 31 153 69 kr. kg
Helwa Franch Wafers kex, 110 g............ 89 148 809 kr. kg
Mc Vities Hobnobs Nobbly kex, 300g .... 55 183 183 kr. kg
Lambasaltkjöt, ódýrt ............................ 298 398 298 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 21.–27. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Maryland kex, 4 teg.............................. 89 113 587 kr. kg
Merrild 103 kaffi, 500 g ....................... 339 389 678 kr. kg
Búr brauðskinka .................................. 1390 1738 1390 kr. kg
F&F baconbollur .................................. 303 379 303 kr. pk.
Findus Tex Mex réttur, 700 g ................. 349 399 488 kr. kg
Holber bruður, 400 g............................ 139 178 347 kr. kg
Jacobs pítubrauð, 400 g ...................... 109 168 272 kr. kg
Grísasteik, ostar og gosdrykkir
HELGARTILBOÐIN|Neytendur@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Baby Ruth-kaka
3 eggjahvítur
1 dl sykur
20 Ritzkex
100 g saltaðar hnetur
1 tsk. lyftiduft
Eggjahvítur, sykur og lyfti-
duft er stífþeytt.
Ritzkexið sett í lítinn plast-
poka, honum lokað og síðan er
kexið mulið með kökukefli. Það
sama er gert við söltuðu hnet-
urnar.
Þessu er svo blandað varlega
saman við eggjahvítuhræruna.
Sett í hringlaga form og bakað í
heitum ofni við 175°C í 35 mín.
Þegar kakan er bökuð á að
hvolfa henni á kökudisk og hún
látin kólna inni í plastpoka.
Suðusúkkulaði er brætt í vatns-
baði og smurt ofan á.
Spínatpæ
Smjördeig
500 g frosið spínat
2 dl sýrður rjómi
1 egg
rifinn ostur
hvítlauksrif
salt og pipar
Smjördeigið er flatt út og
sett í eldfast mót. Spínatið er
soðið í litlu vatni í nokkrar mín-
útur. Síðan er vatnið sigtað frá
og látið renna af. Gætið þess að
sigta vatnið vel frá. Ýta á það
með skeið þegar það er í sigtinu
til að ná sem mestu vatni í
burtu.
Sýrða rjómanum, egginu og
kryddinu er blandað saman og
spínatinu sömuleiðis.
Osturinn er rifinn niður og
honum blandað saman við. Bak-
að í ofni.
Hægt er að nota brokkolí í
stað spínatsins og einnig má
steikja fjóra lauka í stað spín-
atsins og bæta einni msk. af
hveiti saman við.
Ég er gjörsneydd áhuga ámatreiðslu og hef ekk-ert ímyndunarafl þegarkemur að matargerð.
Það verður bara að viðurkennast
og helst er ég á því að rekja megi
þetta áhugaleysi til tímaskorts.
Eldavélin er nánast upp á punt í
pínulitla eldhúsinu mínu og það er
alltaf það sama á borðum þegar ég
held saumaklúbba, eitthvað sem ég
er viss um að mér tekst að gera
skammlaust.
Baby Ruth-kakan mín klikkar til
dæmis aldrei,“ segir Ragnheiður
Hall, söng- og tón menntakennari,
þar sem við stöndum inni í miðri
Hagkaupsverslun í Skeifunni.
Ragnheiður hefur undanfarin
sex ár rekið söng- og leiklist-
arskólann Sönglist með vinkonu
sinni Erlu Ruth Harðardóttur.
Sönglist er í samstarfi við Borg-
arleikhúsið, þar sem skólinn er
rekinn, og fara sýningar fram á
Litla sviðinu. Í skólanum starfa
þrír söngkennarar og sjö leiklist-
arkennarar.
Lífrænt í uppáhaldi
Ragnheiður tekur sér í hönd hand-
körfu enda segist hún aldrei þurfa
að gera „stórinnkaup“ þar sem
hún búi einsömul. Eftir að hafa
skellt undanrennu í körfuna, tekur
hún beina stefnu á hillurnar sem
geyma lífrænar vörur og segist
vera komin á uppáhaldssvæðið sitt
í búðinni.
Hún teygir sig eftir kornfleksi
úr bókhveiti í efstu hilluna og epla-
og ananassafa frá Voelkel. „Þetta
er morgunmaturinn minn. Ég fæ
mér alltaf kornfleks og lýsi á
morgnana og drekk svo þennan
fína safa til að skola lýsisbragðið.“
Pokar af þurrkuðum ávöxtum,
blönduðum hnetum og súkkulaði
með „bio“-merkinu á fá líka að
fljóta með í körfuna úr lífrænu
hillunum.
„Ég er alveg svakalegur sælgæt-
isgrís og til að friða samvisku
mína, tel ég sjálfri mér trú um að
þetta súkkulaði sé ívið hollara en
annað. Þegar ég hef tak á sjálfri
mér, borða ég mjög hollan mat, en
svo þess á milli þegar mikið álag
er í vinnunni, hættir mér til að
detta niður í nammisukk og meiri
óhollustu.“
Ragnheiður segist vera lítið fyr-
ir mjólkur- og brauðvörur, en hún
þurfi þó alltaf að eiga Úrvals-
flatkökur, sem eru sykurlausar, og
hringlaga kartöflukökur frá
Drangabakstri, sem hún segist
borða í hádeginu með osti og
smjöri.
Þrettán grænmetisréttir
Aðalmáltíð dagsins borðar söng-
kennarinn svo um klukkan þrjú á
daginn þar sem kennsla stendur
oft yfir langt fram á kvöld. Máltíð
dagsins er oftar en ekki keypt á
matsölustaðnum Á næstu grösum
við Suðurlandsbraut.
„Þar er frábær og spennandi
matur á mjög góðu verði. Á hverj-
um degi eru þrettán grænmet-
isréttir í boði auk salata og ger- og
sykurlausra brauða úr grófu heil-
hveiti, byggi, sólblóma- og
sesamfræjum og vatni. Ég kaupi
alltaf minnsta skammtinn af þrem-
ur og fæ afgreiðslukonuna Vigdísi
Andersen gjarnan til að raða í
bakkann fyrir mig því hún hefur
smakkað matinn og veit hvað mér
líkar. Fyrir þetta borga ég 550
HVAÐ ER Í MATINN?|Söngkennarinn Ragnheiður Hall kaupir í matinn fyrir einn
Er alveg
svakalegur
sælgætisgrís
Á meðan nammi og lífrænt ræktaðar vörur vega
salt í huga söngkennarans Ragnheiðar Hall
þvertekur hún fyrir að kunna nokkuð fyrir
sér í eldhúsinu. Jóhanna Ingvarsdóttir fór
með henni í matarinnkaupin.
Morgunblaðið/Eyþór
Kornfleks úr bókhveiti er í uppáhaldi hjá Ragnheiði sem og aðrar vörur í „lífræna“ horninu.