Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „HVORT er þetta klám eða erótík?“ spurði vinnufélagi sem ekki var búinn að sjá 9 söngva eftir Michael Winter- bottom en hefur áhuga á leiknum veruleika og mannlegum samskiptum líkt og ég. Ég hugsaði mig um hvort ég ætti að skilgreina eitthvað vit- rænt, listrænt eða fag- legt um muninn á þessu tvennu, en vafðist tunga um tönn og lýsti svo stutt og laggott hvernig mér leið eftir sýninguna; „snilldarlegt og þarft leiðindaverk“. Þessi umdeilda kvik- mynd sem nú er sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð á Íslandi hefur vakið sterk við- brögð og umtal. Það er merkilegt að svo „leiðinleg“ bíómynd geti vakið svo lífleg viðbrögð um kynlíf og ást. Lík- lega er það af því að leiðindunum er lýst af svo mikilli snilld, skilningi á samtímanum og húmor fyrir því vél- ræna – sorglega. Jafnvel firringin er fáguð og lýst af æðrulausu fálæti. Menn átta sig ekki alveg á hvar á þá stendur veðrið. Í raun er myndin unn- in af miklu næmi fyrir samtímanum og gefur boð um veruleika og fyrirbæri sem fólk er að glíma við í dag. Hún gæti næstum verið fræðslu- og um- ræðumynd um parsamband, fé- lagstengsl, uppátæki og lífsmáta okk- ar tíma: Tómið í tengslunum er nær algjört. Fjarlægðin í sambandi þeirra tveggja einstaklinga sem koma við sögu er jafnmikil og fjarlægðin og kyrrðin í hinu víðfeðma, kalda heimskautalandi. Dimman, þrengslin og hávaðinn í tón- leikasalnum eru jafn mikil og tær birt- an, friðurinn og óendanleikinn í hvítu landi suðurheimskautsins. Í báðum til- vikum eru engin mörk nema – ólíkur – sjóndeildarhringurinn. Parið snertist, fagurlega tæknilega og eingöngu líkamlega, án nándar. Þess vegna getur myndin hvorki verið klám né erótík. Hún lýsir leiðindum sem aðeins fíkniefni geta rifið þau upp úr til kynferð- islegra athafna. „Hverju á myndin að lýsa?“ spurði ráðvilltur en áhugasamur kvik- myndahúsagestur Kier- an ÓBrien, annan aðal- leikara myndarinnar, sem var mættur til að svara spurningum í um- ræðum eftir sýningu. Kieran klóraði sér í kollinum eins og hann hefði aldrei leitt hugann að þessu eða hann ætlaði að koma með „eitthvað alveg glænýtt“ eða ófyrirsjáanlegt. Skyndilega hysj- aði hann upp buxurnar og rykkti til öxlunum og hrópaði upp: „Þetta er ástarsaga … bara ástarsaga“, já, Mike sagði það! Leikarinn góði endurvarp- aði áhrifum myndarinnar eins og hold- gervingur boðskaparins og líklega vinnuferlisins við tökurnar. Hver spurning sem hann fékk virtist fram- andi og vakti með honum einhvern holan vandræðagalsa. Hvernig vörn- um verður við komið þegar persónu- helgin hefur verið leyst upp? Við- brögðin bentu til þess að „þetta tæki maður nú ekki alvarlega“... þetta væri bara eitt grín. Annars væri Mike séní og hann mundi geta svarað þessu öllu því hann vissi hvað hann er að gera! Hans eigið sjálf virtist einhvers staðar víðsfjarri, engin forsaga, ekkert sam- hengi, aðalatriði urðu aukaatriði, mörk persónu og hlutverks þurrkuð út: Hví- líkt hnoss að vera dottinn niður á sjálft Ísalandið í staðinn fyrir Mike – og komast þar á bar! 9 söngvar er eins og önnur góð lista- verk, unnin af tilfinningu og skilningi. Sjálft sköpunarferlið er í samhljómi við, kallast á við fyrirbærin sem verið er að túlka. Það vekur tilfinningar sem geta ekki látið mann í friði lengi á eftir. Einstök atriði halda áfram að koma upp í hugann – vekja upp ný hugrenn- ingatengsl. Leikararnir eru stórkostlegt tæki fyrir leikstjórann, gera „allt“ sem hann segir þeim að gera í átrúnaði á að tilgangurinn helgi meðalið – fyrir hann, þá sjálfa, og ég vil bæta við, að ég vona að áhorfendur verði sem flest- ir. 9 söngvar – snilldarleg leiðindi Sigrún Júlíusdóttir fjallar um kvikmyndina 9 söngvar ’Tómið í tengslunum ernær algjört. Fjarlægðin í sambandi þeirra tveggja einstaklinga sem koma við sögu er jafnmikil og fjarlægðin og kyrrðin í hinu víð- feðma, kalda heim- skautalandi. ‘ Sigrún Júlíusdóttir Höfundur er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og starfar við meðferð á eigin stofu. JÓHANN Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, beinir orðum til mín með grein í Mbl. 19. apríl sl. vegna full- yrðinga minna um „birgðafalsanir“ á eldri stofnstærð- armælingum þorsks. Þó Jóhann gefi mér lélega einkunn – þakka ég honum svarið. Ágreiningur okkar er ágreiningur um viss grundvall- aratriði sem verður að ræða. Ég rökstyð mitt mál hér enn frekar til að útskýra ágreininginn: ICES (Alþjóða- hafrannsóknaráðið) virðist mér gam- aldags og úreltur einokunarklúbbur – og í reynd ólöglegur. Klíka ráðgjafa ICES hefur komið sér upp einokun á veiðiráð- gjöf – og einokun á því hvað fer úrskeið- is – í eigin ráðgjöf. ICES ástundar einn- ig opinber pólitísk afskipti af stjórn- völdum sjálfstæðra aðildarríkja – sem ég tel ólöglega íhlutun í innanrík- ismál sjálfstæðra aðildarríkja – sbr. Færeyjar, Norðursjó, Bar- entshaf o.fl. Hafrannsóknastofnun virðist mér föst sem gísl í klóm ICES. Einstaka ráðgjafar innan Haf- rannsóknastofnunar eiga enga möguleika á að ræða frávik – eða viðra ný sjónarmið – nema með „leyfi“ eða í „anda“ ICES. Sam- keppni í veiðiráðgjöf er því engin – og „bannað“ að fjalla um mis- tök. Nokkrir einstaklingar hér- lendis, sem hafa bent á mistök í aðferðafræði ICES, hafa í tvo áratugi mátt þola eitthvert gróf- asta einelti hérlendis frá því Sölvi Helgason og Einar Ben. voru hundeltir um allar jarðir! Samkeppni um ný sjónarmið eða hugsanleg mistök í ráðgjöf ICES er bönnuð! Er þá ekki voðinn jafnvís og í Rússlandi og allri annarri einokun og stöðnun. Ég rökstyð sjónarmið mitt um falsanir eftirfarandi: Stofnstærð þorsks mældist – skv. frum- gögnum árið 1999 – 1.031 þús. tonn. Stofninn átti að stækka í 1.150 þús. tonn árið 2002 – með 25% aflareglu – samkvæmt „upp- skrift“ ICES (sjá heimasíðu Hafró). Árið 2002 mældist stofn- inn aðeins 680 þús. tonn! Frávik frá áætlun var 470 þús. tonn af þorski á þrem árum! Ég hef oft beðið um ábyrga umfjöllun um þetta frávik – hvað hafi farið úr- skeiðis – en einungis fengið út- úrsnúning í svör og villukenn- inguna „ofmat“. Líka á „fyrirspurnaþingi“ 2002. Þann gjörning ICES og Haf- rannsóknastofnunar að „reikna út“ nýja stofnstærð árið 1999 með „stærðfræðilegri fiskifræði“ skv. „uppskrift“ ICES – tel ég fölsun á frumgögnum ársins 1999. Frumgögn ársins 2002 – 680 þús. tonn – eru þá notuð sem grunnur til að „bakreikna“ með 20% ág- iskuðum dánarstuðli og „reiknuð út“ ný stofnstærð – 717 þúsund tonn árið 1999 – í stað 1.031 þús. tonna. Þessi aðferðafræði tel ég fölsun um 314 þúsund tonn í þessu eina tilviki, sem dæmi. Afleiðingar af þessum gjörningi verða svo skelfilegar að mínu mati. Haf- rannsóknastofnun lendir á villi- götum með frávik því fölsunin leiðir til falskrar skýringar – „of- mat“. Afleiðing verður svo röng veiðiráðgjöf og svo koll af kolli. Í stað þess að breyta eldri stofn- stærðarmælingu átti að viðurkenna að eina skýringin sem stenst – stærðfræðilega og rökfræðilega – er að dánarstuðull þorsks hafi hækkað sem nemur umræddu frá- viki! Engin önnur skýring stenst! Í til- felli áranna 1999– 2002 er því dán- arstuðul ógnarhár! Þetta er það sem ég krefst að verði rætt – af viðeigandi ábyrgð – í stað þess að sópa mistökunum undir teppið með fölsku skýringunni „ofmat“. Hvers vegna stór- hækkaði dánarstuðull 1999–2002? Ég tel að líklegasta skýringin sé að ofverndun smá- þorsks hafi leitt til fæðuskorts – og að röng veiðiráðgjöf ICES hafi leitt til þess að hundruð þús- unda tonna af þorski hafi drepist – en að við hefðum getað veitt þennan þorsk – a.m.k. að hluta til. Frekari sannanir fyr- ir því að þessi þorskur var til 1996–1999 er að þessi þorskur át upp rækjustofninn fyrir Norður- landi þessi ár! Hvernig gat þorskur sem ekki var til étið upp hundruð þúsunda tonna af rækju – ef hann var ekki til? Tjónið er tapaður afli – bæði í rækju og þorski – hátt í milljón tonn! Þetta er minn rökstuðningur, en ég tel rökstuðning ICES og Hafrann- sóknastofnunar dauðadæmdan – en það mætti rökræða þetta – en það er líka bannað! Dr. John Pope kom hingað til lands 1992, og skrifaði þá upp á „ofmat“ á þeim þorski sem þá týndist. Dr. Andrew Rosenberg kom svo árið 2001 til að „endur- skoða aðferðafræði Hafrann- sóknastofnunar“. Sjávarútvegsráðherra lét halda fyrirspurnaþing árin 2001 og 2002 og var allur af vilja gerður til að láta ræða þann ágreining sem er um þessi álitaefni. Eftir fyrirspurnaþing 2002 varð mér ljóst að ICES hefur stjórnað því „bak við tjöldin“ hvernig þessir „endurskoðendur“ voru valdir; Dr. John Pope er prófessor í að kenna „bakreikning“ á stofn- stærðum og líka Dr. Andrew Rosenberg sem þar að auki skrif- aði upp á sambærilegar falsanir við Labrador, þar sem hundruð þúsunda tonna af þorski hurfu – en þar var beitt var 20% afla- reglu – frá 1978 – og niðurstaðan þar er að stofninn hrundi úr hor – en það fæst hvergi rætt, nema þar sem vitað er fyrir fram að fundarstjórar séu rétt „bólusett- ir“ um að kenningar ICES eigi alltaf að hafa síðasta orðið. Er hægt að halda ráðstefnu – eða málþing um þetta – með hlut- lausum fundarstjóra – eða á ein- eltið og skoðanakúgun ICES að rústa sjávarbyggðir hérlendis með því að bannað sé að veiða þorsk – sem er að horast niður í flestum fjörðum og flóum hér- lendis – á grundvelli villukenn- inga ICES? Birgðafalsanir á stofnstærðar- mati þorsks? Kristinn Pétursson svarar Jóhanni Sigurjónssyni Kristinn Pétursson ’Er hægt aðhalda ráðstefnu eða málþing um þetta – með hlutlausum fundarstjóra – eða á eineltið og skoðanakúgun ICES að rústa sjávarbyggðir hérlendis. ‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. VIRÐULEGI ráðherra. Ég harma það valdsmannslega við- horf þitt að ég hafi verið vanhæf sem við- mælandi Sigmars í Kastljósþættinum. Mér finnst með ólík- indum að þú komir fram með svona stað- hæfingar um trúverð- ugleika minn og greinaskrif mín, þar sem græðgisvæðingu framsóknarforkólf- anna sem og annarra í viðskiptalífinu er lýst og beðið er um skýringar á sölu á ríkisfyrirtækjum. Það er framsóknarmönnum ógjörningur að fara að leikreglum við kaup og sölu á fyrirtækjum nú sem endranær í sögu þessarar þjóð- ar. Er þar engin breyting á! Þeim hefur enn einu sinni tekist að byggja upp nýtt veldi flokksbræðra þrátt fyrir gjaldþrot SÍS. Greinar mínar hafa vakið athygli og hef ég fengið gríð- arlega góð viðbrögð frá almenningi sem þráir að sjá þá skelfilegu sukk-mynd sem þú, sem viðskiptaráðherra, hefur teiknað með að- gerðaleysi þínu sem ráðherra í íslensku við- skiptaumhverfi. Þér hefur ekki tekist að halda þinni eigin hjörð við lagalegt umhverfi hvað þá öðrum kraft- meiri og hæfari við- skiptajöfrum. Sjálf hef ég reynt að afsaka þig með því að segja að þetta sé of flókið fyrir þig. Það var greinilega rangt. Ég hvet þig til þess að biðja mig afsökunar á þessum skrifum þínum sem eru að öðru leyti ekki svara- verð. Sú viðleitni mín að afsaka ykkur framsóknarmenn á þingi hef- ur greinilega verið á misskilningi byggð. Þú féllst á prófinu og eru bæði þú og Halldór Ásgrímsson vanhæf í þessa umræðu sem og ykkar flokksbræður sem setið hafa að kjötkötlum þjóðarinnar eins og úlfar. Ég vil minna þig á fund þann sem við áttum áður en bankinn var seld- ur, þar sem ég fræddi þig um að- ferðafræði þessara manna sem hér ráða meiru um viðskiptalífið en þú. Þú tókst mark á mér þá og hringdir strax í „manninn“ eins og þú kall- aðir hann og ekki stóð á aðgerðum þá og því skil ég ekki af hverju þú treystir ekki orðum mínum núna. Er það vegna þess að það þjónar ekki hagsmunum flokksins eins og það að Landsbankinn (framsókn- arbankinn þá) næði yfirráðum yfir Tryggingamiðstöðinni? Þú vilt ef til vill greina kjósendum þínum frá þeim fundi sem við áttum þá? Sjálf hef ég haldið trúnaði um þann fund þó svo að ég hafi oft spurt mig þeirrar spurningar hvort þessi ráð- herra væri ekki betri á „catwalkinu“ við tískusýningar í Mílanó en í ráðu- neyti viðskipta. Ég hef vissulega harma að hefna, mitt fólk á landsbyggðinni sem var niðurlægt af framsóknarmönnum sem leystu upp lífsstarf þeirra og skemmdu alla atvinnumöguleika, fjölskyldan mín sem keypti bréf í SÍF tapaði þúsundum, fólkið mitt sem átti hlut í Búnaðarbankanum hefur verið haft að fífli. Eru það óæðri „hvatir“ eins og þú kallar það að tjá sig um þessi mál, þegar við viljum einfaldlega vita af hverju Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafs- son urðu milljarðamæringar við að kaupa bankann okkar sem þeir ætl- uðu sér aldrei að reka! Af hverju má ekki grafast fyrir um svo einfalt mál án þess að vera refsað op- inberlega af ráðherra? Viðbrögð þín, Valgerður, voru óþægilega sterk. Opið bréf til iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jónína Benediktsdóttir ritar opið bréf til Valgerðar Sverr- isdóttur ’Það er framsókn-armönnum ógjörningur að fara að leikreglum við kaup og sölu á fyr- irtækjum nú sem endra- nær í sögu þessarar þjóðar. Er þar engin breyting á! ‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FIA.                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.