Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er ófögur mynd sem birst hefur
hjá Ríkisútvarpi-Sjónvarpi, RÚV, að
undanförnu. Ekki hafði mig órað fyrir
að þessi stofnun, Ríkisútvarp-sjón-
varp allra landsmanna, ætti við að
stríða slík aga- og hegðunarvandamál
stórs hóps starfsmanna, sem svo ber-
lega hefur komið í ljós með háttalagi
þess fólks sem hlut á að máli. Ekki er
langt síðan að dregin var fram í dags-
ljósið sú viðurstyggð sem hafði lengi
viðgengist við suma skóla, það er ein-
elti. Þetta ömurlega mál var meðal
annars tekið til umfjöllunar á þessari
stofnun sem hér er fjallað um. En
þarna voru nú börn og unglingar.
Manni bregður heldur betur í brún
þegar þetta vel menntaða starfsfólk
sem hefur gefið sjálfum sér og hvert
öðru háar einkunnir um hæfni, fag-
mennsku og vönduð vinnubrögð gríp-
ur til slíkra fyrirlitlegra og svívirði-
legra vinnubragða að leggja einn
umsækjanda um starf hjá þessari
stofnun í einelti. Aðferðirnar við að
koma höggi á þennan umsækjanda
segja sína sögu og var reyndar lýst af
sumum þessara manna er þeir vísuðu
til; orðróms, sögusagna, viðtala við
ótilgreinda menn úti í bæ sem áttu að
hafa upplýst þá um að áðurnefndur
umsækjandi ætti kunningja sem væri
í pólitískum flokki. Gróa á Leiti sagði
er heimilda var leitað fyrir sögum
hennar: Sannorður maður sagði mér.
Þetta fólk lét ekki þar við sitja, bætti
um betur og réðst með fáheyrðum
hætti að yfirmanni sínum. Van-
traustsyfirlýsingin var auðvitað fífla-
leg og marklaus og ber vitni um alvar-
legan dómgreindarbrest. Mun
einhver axla ábyrgð á að hafa staðið
fyrir henni og verða þá maður að
meiri? Það hefur ekki farið framhjá
neinum hvernig hluti starfsfólks hefur
misnotað aðstöðu sína á þessari stofn-
un í eigin þágu og lagst svo lágt að
rægja samborgara sína vegna póli-
tískra skoðana og sverta með dylgjum
um spillingu. Ekki er neitt við það að
athuga nema síður sé að starfsfólk
stofnunarinnar hafi pólitískar skoð-
anir. En á ekki að viðhafa fag-
mennsku, vönduð vinnubrögð og gæta
hlutleysis? Hvað varðar frétta-
mennskuna þá getur hún tæplega
fengið mjög háa einkunn. Það væri
synd að segja að þar sæist alltaf mikill
metnaður. Staglið um Írak er eitt
dæmi þar um. Oft á tíðum eru þaðan
frekar það sem menn kalla ekki-
fréttir. En svo er þetta tuggið í öllum
fréttatímum heilu sólarhringana og
jafnvel lengur. Minnir þetta frekar á
innrætingu eins og hjá nasistum og
kommúnistum á velmerktardögum
þeirra.
Það hefur vafalítið fáum komið á
óvart að viðvera nýráðins fréttastjóra
Auðuns Georgs Ólafssonar yrði stutt í
ljónagryfjunni eins og einn fréttamað-
ur komst að orði er til umræðu var
hvernig móttökur hann fengi í þeirra
hóp. Er líklegt að nokkur hafi búist
við að svo stór hópur starfsfólks á
þessari stofnun léki hana svo grátt
sem raun er á og sýndi opinberlega
slíka mannlega niðurlægingu eins og
birtst hefur. Það kom svo verulega á
óvart er ráðinn var í fréttastjórastöðu
einn úr áðurnefndum hópi. Maður
sem ekki hafði látið sitt eftir liggja að
rústa trausti stofnunarinnar og verið
vel liðtækur við að veitast að yfir-
manni hennar.
Hin tilbúna uppákoma þegar frétta-
menn fóru með svokallað ákall á hið
háa Alþingi og bjuggu til frétt í leið-
inni var aumkunarverð. Þegar forseti
Aþingis stóð frammi fyrir kór frétta-
manna í Alþingishúsinu býður mér í
grun að hafi bærst með honum hvort
hann ætti að hlæja eða gráta, eða
hvort tveggja. En hann er nú ýmsu
vanur svo sem að hlaupið sé á eftir
honum með óhljóðum í þingsölum.
Nú blasir við sá ömurlegi veruleiki
að umrædd stofnun er gjörsamlega
rúin öllu trausti og ekki séð að hægt
verði að byggja það upp í næstu fram-
tíð. Forsendur fyrir því eru ekki í
sjónmáli, því til þess þyrfti að verða
mikil uppstokkun. Það fólk sem hefur
gefið sér og hvert öðru þessar háu ein-
kunnir og opinberað fyrir hvað undan-
farið svo ekki verður skýrar gert er
ekki það sem þessi stofnun þarf á að
halda. Þess er ekki að vænta að sá
hópur á fréttastofunni sem hefur
þverbrotið reglur stofnunarinnnar og
misnotað aðstöðu sína hjá stofnuninni
í eigin þágu blygðunarlaust meðal
annars pólitískt án þess að stjórn-
endur fá rönd við reist sjái að sér og
bæti ráð sitt ekki síst eftir að einn að-
ilinn í ófögnuðinum er nú orðinn
fréttastjóri. Hvað þá sýni þá ábyrgð
og siðferðislegt þrek að pakka saman
og taka pokann sinn og verða maður
að meiri.
Hvað er svo framundan? Óhjá-
kvæmilegt er að beina þeirri spurn-
ingu til þeirra sem kjörnir hafa verið
til að hafa yfirstjórn og bera ábyrgð á
þessari stofnun, en það eru að sjálf-
sögðu alþingismenn. Er það viðunandi
að almenningur verði áfram skikk-
aður til að greiða skatt eða gjöld til að
halda stofnuninni gangandi þegar
ábyrgðaraðilinn og stjórnendur henn-
ar hafa í reynd ekkert vald yfir henni
og starfsfólk fer sínu fram að því er
virðist af fullkomnu skeytingarleysi,
án tillits til hagsmuna og trúverðug-
leika stofnunarinnar?
JÓN SIGURÐSSON,
Hánefsstöðum.
RÚV – Stofnun með
starfsmenn rúna trausti
Frá Jóni Sigurðssyni,
Hánefsstöðum:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HÚN hefur farið hljótt aðförin sem
forystumenn sóknarnefndar og
djákni í Garðaprestakalli hafa staðið
fyrir gegn sóknarpresti sínum. Al-
gerlega umboðslaus af hálfu sóknar-
innar hafa þau reynt að grafa undan
trúverðugleika Hans Markúsar Haf-
steinssonar og æru. Þetta fólk geng-
ur fast fram og það undarlega er að
það virðist vera bera árangur, þeim
er að takast ætlunarverk sitt nema
almenningur rísi nú upp og mót-
mæli.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar
lagði í síðustu viku til við Karl Sigur-
björnsson biskup, að séra Hans
Markús Hafsteinsson, sóknarprest-
ur í Garðasókn, yrði fluttur til í
starfi. Hafnaði nefndin öllum kröf-
um prestsins í deilu sem ríkt hefur
innan sóknarinnar. Úrskurðar-
nefndin byggði niðurstöðu sína m.a.
á óhróðri sem biskup hafði sjálfur
dæmt að ekki ætti við rök að styðj-
ast þegar hann úrskurðaði í sama
máli í júlí í fyrra.
Það er ekki auðvelt að setja sig
inn í persónulegar deilur sem þessa
og sjaldan veldur einn er tveir deila.
Það er ekki kjarni málsins heldur
snýst það um mannréttindi sókn-
arprestsins sem hefur gefið sig allan
í að þjóna sóknarbörnum sem allra
best og eiga þau heimtingu á að
koma að þessari deilu með beinum
hætti áður en starfsheiðri sóknar-
prestsins er fórnað án dóms og laga.
Hvað á það að þýða að færa mann-
inn til í starfi? Ef hann er ekki hæfur
í Garðasókn hvaða sókn á þá skilið
að fá hann til sín? Ef dæma á hann
frá starfi sínu hver er þá glæpurinn?
Ég skora á alla Garðbæinga að
rísa upp og mótmæla harðlega að
fjórir eða fimm einstaklingar nái
með frekju og yfirgangi að flæma
burt farsælan sóknarprest okkar
sem kjörinn var með miklum yfir-
burðum á sínum tíma og hefur tekist
að leiða ákaflega farsælt starf innan
Garðasóknar.
Hvað getur almenningur gert?
Það eru ýmis úrræði fyrir hendi
sem kynnt eru á heimasíðunni
www.internet.is/hansmarkus. Hans
Markús hefur aðstoðað margar fjöl-
skyldur sem hafa átt um sárt að
binda, hann hefur skírt, fermt og gift
fjölmarga í sókninni. Hann þarf nú á
þér að halda, stöndum þétt að baki
honum í þessum erfiðleikum.
LÚÐVÍK ÁSGEIRSSON,
Löngufit 15, Garðabæ.
Klerkur í klípu
Frá Lúðvík Ásgeirssyni:
ÉG verð að tjá mig um frétt sem kom
í hádegisútvarpinu, þann 16 marz.
Þar var það upplýst, að Guðrún
Jóna Gunnarsdóttir, sem situr fyrir
L-lista í sveitarstjórn Dalabyggðar,
og er auk þess í
byggðaráði, sé
með aðsetur og
vinnu í Reykjavík.
Hún er reyndar í
námi líka en
hyggst koma
heim í vor, enda
lögheimili hennar
hér.
Eru andstæð-
ingar hennar í
sveitarstjórn að
velta fyrir sér, hvort þetta sé „lög-
legt“ og hvort hugsanlegt sé að þeir
geti notað þetta sem yfirskin til að
koma henni út úr sveitarstjórn.
Sannleikurinn er sá, að það hefur
nánast staðið stanzlaust stríð í
sveitarstjórninni, síðan S-listinn tap-
aði í síðustu kosningum. Það hefur
náttúrlega verið afskaplega sárt, þar
sem meirihluti sjálfstæðismanna hélt
allsstaðar nema Í Dalabyggð.
Það hefur raunar verið yfirlýst
stefna þeirra síðan þá að koma Guð-
rúnu Jónu út.
Það er mikil bjartsýni að ætlast til
að maður geti haldið meirihluta enda-
laust. Sá sem fer út í pólitík, verður
bæði að kunna að vinna og tapa,
a.m.k. ef hann býr í lýðræðisríki.
Ég kom inn af L-lista, vorið 2003.
Ég hélt að starf sveitarstjórnar-
manna væri að vinna saman að hags-
munum íbúanna.
En hér er okkar litla samfélag
sundurtætt eftir innbyrðisdeilur og
átök og hætt við sárin verði lengi að
gróa.
Guðrún Jóna tók áskorun um að
sitja á L-listanum og kom hún inn full
áhuga.Hefur hana áreiðanlega ekki
grunað hvaða dilk það myndi draga á
eftir sér
Hún býr sig vel undir fundi, spyr
jafnan vandlega út í öll mál, vill um-
ræður og upplýsingar og skilur eftir
sig slóð af bókunum, sem virðist ein-
hverra hluta vegna fara í taugarnar á
sumum.
Óhætt er að segja að Guðrún Jóna
hefur sætt ótrúlegum ofsóknum og
einelti og og hefðu flestir guggnað í
hennar sporum, enda var það mein-
ingin.
En hún hefur kjark til að standa
við sannfæringu sína og vill heldur
ekki bregðast trausti kjósenda sinna.
Sjálfsagt hefur henni orðið á, eins
og fleirum og ef til vill stundum farið
offari, en þá ber þess að geta að þetta
var ný reynsla fyrir hana og henni
mjög umhugað um að standa sig.
Andstæðingum hennar hefur tek-
ist að hrekja hana úr vinnu hér, og
þykir mér því heldur lítilmannlega að
verki staðið, ef nota á það sem ástæðu
til að losna við hana, því einhvers-
staðar verður hún að hafa vinnu og ef
ekki hér, þá annarsstaðar. Meðan
Guðrún Jóna leggur það á sig að
keyra sunnan úr Reykjavík (á eigin
kostnað), til að mæta á fundi, þá ættu
menn að sjá sóma sinn í því að virða
það við hana.
Auðvitað hefur hún misst af fund-
um, sem er ekki undarlegt, miðað við
aðstæður, en það hafa fleiri gert sem
styttra eiga að fara, og óvíst að hún
komi verst út úr þeim samanburði.
Svo er önnur hlið á þessu máli.
Það gæti nú orðið alvarlegt
áhyggjuefni, ef smala ætti í burt öll-
um þeim, er eiga lögheimili hér en
búa og vinna í öðru sveitarfélagi.
Það yrði nefnilega ansi stór hópur
og sannarlega ekki gott að vita, hve
miklum útsvarstekjum Dalabyggð
myndi tapa á þeim hreppaflutn-
ingum.
Nú er aðeins ár í næstu kosningar
og kominn tími til að draga inn
klærnar og halda friðinn þangað til.
Þeir sem eru ósáttir við hvernig mál
hafa þróast hér á þessu kjörtímabili,
muna það vonandi þegar þeir koma í
kjörklefann að ári, þar er hægt að
velja og hafna.
SNÆBJÖRG
BJARTMARSDÓTTIR,
Fremri-Hundadal
í Dalabyggð.
Hreppaflutningar í Dalabyggð?Frá Snæbjörgu Bjartmarsdóttur:
Snæbjörg
Bjartmarsdóttir