Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 51
Málþing Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur. Ráðstefnur Háskóli Íslands | Ráðstefna um vísindi og trú verður í Háskóla Íslands Lögbergi 101, 23. apríl kl. 10–16.30. Fyrirlesarar: Atli Harð- arson heimsp., Carlos Ferrer sóknarpr., Guð- mundur Ingi Markúss. trúabragðafræð., Gunnjóna Una félagsráðgj., Pétur Hauksson geðlækn., Steindór Erlingsson líf- og vís- indasagnfræðingur. Allir velkomnir. Námskeið MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk um MS sjúkdóminn verður haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með nýlega greiningu MS, upp að 2–3 árum. Taugasér- fræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræð- ingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi MS félags Íslands að Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýs- ingar veitir Margrét, félagsráðgjafi í síma 5688620, 8970923. www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18–22, alla dagana. Verð kr. 14.900. Einnig er boðið upp á fjarnám. Nemendur fá eigin vefsíðu og eru í tengslum við sinn leiðbeinanda í gegn- um tölvupóst. Skráning á www.ljosmynd- ari.is eða síma 898–3911. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á fimmtudögum er farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Ganga í dag, lagt af stað frá BSÍ kl. 10.30. Brynjudalur – Kjölur, 785 m – Stíflisdalur. Vegalengd 17–19 km. Göngutími er 7–8 tímar, verð kr. 2.400/2.900. Fararstjóri: Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Hópferðamiðstöðin–Vestfjarðaleið ehf. | Sumri heilsað á Snæfellsnesi 23.–24. apríl. Útivera og söguskoðun með léttum göngu- ferðum undir Jökli í fylgd heimamanns, Sæ- mundar Kristjánssonar, sem þekkir svæðið. Gist að Hofi. Pantanir hjá Hópferðamamið- stöðinni–Vestfjarðaleið s. 5629950 og Ferðafélagi Íslands s. 5682533. Stafganga í Laugardal | Stafganga í Laug- ardalnum kl. 17.30–18.30, gengið er frá Laugardalslauginni, tímar fyrir byrjendur og lengra komna. Nánari upplýsingar á www.stafganga.is og gsm: 6168595 & 6943571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur Bjarnadóttir Stafgönguþjálfarar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 51 DAGBÓK Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13.00. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Lokað í dag, sumardaginn fyrsta. Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir þátttakendum félagsstarfs- ins, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt bestu óskir um gleðiríkt og ánægjulegt sumar, með þakklæti fyrir góðar stundir, samstarf og stuðning liðins vetrar. Háteigskirkja | Á föstudögum kl. 13 spilum við brids í Setrinu. Aðstoð ef óskað er eftir því. Kaffi kl. 15. Upp- lýsingar í síma 511 5405. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–13 bútasaumur o.fl. hjá Sigrúnu. Boccia kl. 10–11. Hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16. Félagsvist kl. 13.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Sumargleði Hæðargarðs 31, verður haldin 29. apríl kl. 20–23. Skemmtiatriði og hljómsveit Hjördísar Geirs. Miðasala hafin. Upplýsingar í síma 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl 13–16 kóræfing, kl. 13–16 gler- bræðsla, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fóta- aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, gler- skurður og frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17 í dag. Samsöngur undir stjórn organ- ista, kaffi og meðlæti. Allir velkomn- ir. TEN-SING starfið, æfingar leik-, söng- og hljómsveitarhópa milli 17– 21. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar alla fimmtudaga kl. 10–12. Allar nán- ari uppl. eru á www.kirkja.is. Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bænar- efnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grensáskirkja | Hvert fimmtudags- kvöld er hversdagsmessa í Grens- áskirkju. Mikil áhersla á söng og létta tónlist í umsjón Þorvaldar Hall- dórssonar. Guðsþjónustan hefst kl. 19.00. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn á fimmtudögum kl. 16.30– 17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kvennamót á Akureyri laugardaginn 23. apríl kl. 10–21. Þátttökuskráning í síma 561 3203 og 562 0788. Þátt- tökugjald kr. 2.000. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Sum- argleði unglingahóps sumardaginn fyrsta kl. 20. Vöfflusala, happdrætti, skemmtiatriði frá unglingum og sumarlögin sungin. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- hjálparsamkoma kl. 20. Ræðumaður Egon Falk, kristniboði í Tanzaníu. Samkoman fellur niður í þríbúðum og „Eldurinn“ fellur einnig niður. Allir velkomnir. www.gospel.is. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænaganga kl. 9.30. Ath! 10 göngu- leiðir, ein hefst í Fíladelfíu, nánari upplýsingar í síma 535 4700. Sam- koma kl. 20. Ræðum. Egon Falk. Samhjálp sér um stundina, sam- koman í þríbúðum fellur niður. Sjá nánar dagskrá m/Egon Falk á www.gospel.is. KFUM og KFUK | Sumardagurinn fyrsti. Enginn fundur í AD KFUM. Minnum á kaffisölu Skógarmanna KFUM sem hefst kl. 14. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Dan Wiium lögg. fasteignasali SÖLUMENN Ólafur s: 896 4090 Kristinn s: 896 6913 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA ELDRI BORGARAR BOÐAHLEIN - M/BÍLSKÚR Húsið stendur við Hrafnistu í Hafnarfirði. Mjög gott raðhús á einni hæð um 84,0 fm og bílskúr um 22,4 fm. Vel staðsett hús í góðu viðhaldi. Rúmgóðar stofur og tvö svefnherbergi. Hellulögð stétt og timbur- verönd á móti suðri. Sérbyggður bílskúr. Laus strax. Verð 25,9 millj. nr. 5102 3JA HERB. KIRKJUTEIGUR - LAUS STRAX Mjög góð og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð, um 77,4 fm, í fjórbýli. Eld- hús er með nýlegri innréttingu. Parket á gangi, stofu og herbergjum. Frábær stað- setning við Laugardalinn. Laus strax. Verð 15,7 millj. nr. 5096 4RA HERB JÖTNABORGIR-M/BÍLSKÚR Glæsileg og fallega innréttuð 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð, efstu, í fjögurra íbúða stigahúsi, ásamt innbyggðum bílskúr. Sér- þvottahús. Stórar suðursvalir. Fallegt út- sýni. Verð 24,3 millj. nr. 5114 EINBÝLI LJÁRSKÓGAR M/AUKAÍBÚÐ OG TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR - ÚTSÝNI Húsið er á tveimur hæðum, staðsett í lokaðri götu. Stærð er 300 fm m/tvöf. innb. bíl- skúr, jeppaskúr. Húsið er í góðu ástandi, en ekki nýjar innréttingar. Í dag er íbúð á neðri hæðinni. Arinn í stofu á neðri hæð. Afhending fljótlega. Verð 48,0 millj. REYNIHVAMMUR - KÓPAV. Einbýlishús með stórum bílskúr, alls 210 fm. Einn skjólsælasti staðurinn í Kópavogi. Útsýni. Húsið er klætt að utan. Ágætt ástand. Afhending samkomulag. Góður garður. Verð 34,0 millj. nr. 3125 FASTEIGNASALA Súpersól til Salou 20. maí frá 34.995 Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu, menningu og litríku næturlífi. Nú býður Terra Nova þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.995 í 5 daga / kr. 49.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. Kr. 39.990 í 5 daga / kr. 59.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Karlakórinn Stefnir Síðari tónleikar Karlakórsins Stefnis á þessu vori verða í Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 23. apríl kl. 16.00. Gestir verða Karlkór Eyja- fjarðar. Kórarnir koma fram hvor í sínu lagi og syngja auk þess nokkur lög saman SKÁTAMESSA verður í Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl, og hefst hún kl. 11 f.h. Fyrir messu, kl. 10.30, munu skátar ganga fylktu liði frá Arnarhóli upp Skólavörðustíg að Hall- grímskirkju. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson mun þjóna til altaris. Ræðumaður verður Halldór S. Magnússon framkvæmdastjóri. Skátakórinn undir stjórn Ernu Blöndal mun leiða sönginn. Eftir hádegið munu skátafélögin í Reykjavík standa að og taka þátt í hátíðarhöldum víða um Reykjavík í samstarfi við félagsmiðstöðvar ÍTR, íþróttafélögin, kirkjur og skóla, s.s. í Graf- arvogi, Breiðholti, Árbæ, Bústaðahverfi og Vesturbænum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skátamessa og hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is VEGNA mikillar aðsóknar að sýn- ingu Tónlistarskóla Kópavogs á Töfraflautunni verður aukasýning í Salnum annað kvöld, föstudag 22. apríl. Meðal flytjenda eru Unnar Geir Unnarson, Lára Rúnarsdóttir, Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, Ragnar Ólafsson, Sigríður Kristín Helga- dóttir, Sigurður Ágúst Einarsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Anna Hafberg og Erla Steinunn Guð- mundsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Aukasýning á Töfraflautunni 60ÁRA afmæli. Í dag, 21. apríl, ersextugur Þorsteinn Ívar Sæ- mundsson, flugvirki, Bragavöllum 4, Reykjanesbæ. Hann og eiginkona hans, Magnea Guðný Stefánsdóttir, eru stödd á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Í DAG opna ríflega 100 aðilar í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæð- inu og víða um land dyr sínar með áberandi hætti fyrir almenningi og bjóða fólk velkomið undir yfir- skriftinni Ferðalangur á heima- slóð. Þetta er í annað sinn sem slík dagskrá er haldin en í fyrra tókst mjög vel til að sögn skipuleggj- enda. „Dagskráin er gífurlega fjöl- breytt og skemmtileg og óhætt að fullyrða að þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Á höfuðborgarsvæð- inu má finna þrjár stuttar kynnis- ferðir með hópbílum og leiðsögn út fyrir borgina sem bera heitið Heiðmörk og hafnfirskir álfar, Leyndardómar Hellisheiðar og Dýrð Bláfjalla,“ segir í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu. Þrettán söfn og menningarstofnanir opna sínar dyr upp á gátt og bjóða ókeypis að- gang auk ýmissa hótela og upplýs- ingamiðstöðva. Dagskrárliðurinn Afþreying fyrir alla er óneitanlega fjölbreyttastur. Þar má finna stutt útsýnisflug, hestaferðir, kajaksigl- ingu, sjóstangaveiði og hvalaskoð- un og klifur upp pósthúsið í Póst- hússtræti í umsjón Klifurhússins. Boðið verður upp á Laugavegs- göngu hina skemmri úr þvotta- laugunum og niður Laugaveginn í leiðsögn Péturs Ármannssonar arkitekts og Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarð- ar. Þeim sem horfa til fjalla er boð- ið í Esjugöngu, Guðjón Friðriksson leiðir miðborgargöngu og Birna Þórðardóttir leiðir sumargöngu. Á Norðurlandi verður m.a. boðið upp á kynnisferð um Akureyri og Mývatn, á Suðurnesjum taka fjöl- mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sig saman og bjóða tveir fyrir einn að- gang og öll söfn bjóða ókeypis að- gang. Á Austurlandi taka fyrirtæki sig saman og bjóða heimamönnum að kynnast breiddinni í ferðaþjón- ustu og hið sama er upp á teningn- um í Vestmannaeyjum. Markmið Ferðalangs er að hvetja fólk til að kynnast breidd ferðaþjónustunnar á heimaslóð með skemmtilegum og jákvæðum hætti í sumarbyrjun. Allir aðilar í ferðaþjónustu sem taka þátt í dag- skránni bjóða verulegan afslátt af sinni þjónustu eða ókeypis aðgang og fjölmargir bjóða upp á kaffi og bakkelsi í tilefni dagsins. Ferðalangur er skipulagður af Höfuðborgarstofu í góðri samvinnu við Ferðamálasamtök höfuð- borgarsvæðisins, Samtök ferða- þjónustunnar og Ferðamálaráð og ferðamálafulltrúa um land allt. Alla dagskrá Ferðalangs á heimaslóð er að finna á www.ferdalangur.is. Ferðalangur á heimaslóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.