Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 53

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 53 MENNING Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon, Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir. Laufey Lind Sigurðardóttir. Opið virka daga kl. 9–18 LINNETSSTÍGUR 2 - HAFNARFIRÐI Vel staðsett lyftuhús með stæðum í bílageymslu í miðbæ Hafnarfjarðar Nýkomnar í einkasölu glæsilegar íbúðir við Thorsplan í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja, auk tveggja rúmgóðra þakíbúða. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna í ágúst 2005. Byggingaraðili Fjarðarmót ehf. Verð frá kr. 25,0 millj. 4ra herbergja íbúð 3ja herbergja íbúð Þakíbúð Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast suðurhluta Króatíu og hinni fallegu borg Dubrovnik í vikuferð 12. –19. maí á frábærum kjörum undir öruggri leiðsögn fararstjóra Heimsferða. Boðið verður upp á fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir um þessa perlu Adríahafsins og ægifagurt nágrennið. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Verð kr. 4.900 Netverð á mann pr. nótt, m.v. gistingu á 3 stjörnu hóteli í tvíbýli með morgunverði. Hvítasunnuferð Dubrovnik Perla Adríahafsins 12. maí frá kr. 29.990 ÞAU sorgartíðindi hafa flogið um heimsbyggðina að Niels-Henning Ørsted Pedersen hafi látist í svefni aðfaranótt hins 19. apríl, tæplega 59 ára gamall. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn litríkasti djassleik- ari er Evrópa hefur alið – eftirlæti manna á borð við Sonny Rollins, Bill Evans, Count Basies og Oscars Pet- ersons. Sjálfur kveð ég stórbrotinn vin og samstarfsfélaga, en hér hélt hann vel á annan tug tónleika á rúm- um aldarfjórðungi. Ég kynntist Niels-Henning fyrst á gamla Montmartre í Store Regne- gade árið 1967, en þá lék hann þar í hrynsveitinni með Kenny Drew og Tootie Heath; sólistar Dexter Gordon og Johnny Griffin. Auðvitað þekkti ég hann vel áður – af plötum. Hann hafði þá hljóðritað ýmsar skífur sem til- heyra klassíkinni í dag; með snill- ingum allt frá Bud Powell til Albert Aylers. Hversu margar plötur hann hljóðritaði um ævina veit ég ekki, en þær nálgast þúsundið í mínu safni. Síðast er við hittumst í Höfn gaf hann mér ótrúlega upptöku er hann gerði með Sonny Rollins árið sem við kynntumst. Sú er enn óútgefin. Niels-Henning kom fyrst til Ís- lands 1977 með tríói sínu, þar sem Ole Koch Hansen lék á píanóið og Alex Riel á trommur. Þá spilaði hann sig inn í hjörtu íslenskra djassunnenda og þar býr hann enn. Árið eftir hélt Jazzvakning fyrstu stórtónleika sína í Háskólabíói – að sjálfsögðu með tríói Niels-Hennings: Philip Catherine á gítar og Billy Hart á trommur. Þetta voru tímamótatónleikar í íslenskri djasssögu því fjöldi ungra tónlistar- manna ánetjaðist þar djassinum; má þar nefna Friðrik Karlsson og Björn Thoroddsen, sem er eini íslenski djassleikarinn, fyrir utan Gunnar Ormslev og Pétur Östlund, er hefur hljóðritað með Niels-Henning. Því átti að breyta á 30 ára afmæli Jazz- vakningar í september nk. þar sem Niels ætlaði að leika með ýmsum stórdjassistum íslenskum. Af því verður ekki, en áhrifa hans mun gæta hér svo lengi sem djassvakning ríkir á Íslandi. Þegar nánir vinir deyja hverfur hluti af manni sjálfum. Sjaldan ber svo vel í veiði að fyrir utan minning- arnar um óteljandi samverustundir, í gleði jafnt sem sorg, geti maður horf- ið á vit vinanna í mögnuðum lista- verkum. List Nielsar er vel varðveitt á plötum þótt fæstar þeirra séu merktar nafni hans. Sú fyrsta er bar NHØ-nafnið var Jaywalkin, með Ole Koch, Philip og Billy Higgins. Þar má m.a. finna sömbuna frægu er hann samdi fyrir dóttur sína: Min lille Anna. Síðan komu þær ein af annarri. Ég nefni aðeins tríóplöturnar með Philip og Billy Hart frá Montmartre, To a brother, This is all I ask og dú- ettskífurnar mörgu með píanist- unum: Oscari Peterson, Kenny Drew, Michel Petrucciani, Mullgrew Miller að ógleymdum landa hans Kenneth Knudsen. Þeir hljóðrituðu saman skífuna Pitcuers, sem var í miklu uppáhaldi hjá Niels-Henning. Niels var umdeildur bassaleikari og trúarhópur hins djúpa bassatóns sakaði hann oft um að fórna tóninum á altari tækninnar. Aftur á móti við- urkenndu allir að hann ætti ekki í erf- iðleikum með að ná þeim tóni fullorð- inn sem á æskualdri. Það sönnuðu upptökur hans og Ray Browns með Oscari Peterson á Montreux 1977. Aftur á móti hafði Niels byggt bassa sinn þannig að hann gat leikið það á hann sem gítaristar léku á sitt hljóð- færi. Það var honum nauðsyn til að koma tónhugsun sinni á framfæri. Hann æfði gjarnan heima með því að leika sellósvítur Bachs og fór létt með að slá Paganini á bassann. Samt var tæknin aukaatriði. Hin norræna draumkennda djasshugsun mótaði feril hans – og engin tilviljun að uppá- halds rithöfundur hans væri William Heinesen, þótt Gerpla væri honum einnig kær. Þegar mesti bassasnillingur Evr- ópu er kvaddur reikar hugurinn til konu hans Sólveigar, sem tvisvar heimsótti Ísland í fylgd hans, og dætranna þeirra Kristínar, Önnu og Maríu. Vini, sem aldrei brást, skal þakkað og verk hans lifa svo lengi sem sveifla og ljóð setja mark sitt á tónlist mannkynsins. Niels-Henning látinn – en lifir þó eftir Vernharð Linnet Nils Henning Ørsted Pedersen Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.