Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 57 Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hringrás óttans hefur náð hámarki kvikmyndir.is SK  K&F XFM Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. T H E INTERPRETER Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga  Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Sýnd í Sambíóunum Kringlunni Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmyndmeð ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Frá framleiðendum Tryllimögnuð hrollvekja.Ekki dæma hana eftir útlitinu Heimsfrumsýnd á Íslandi Magnaður spennutryllir SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 THE PACIFIER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 3.45 - 6 - 8.15 RING TWO kl. 10.30 B.i. 16 BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.tali. kl. 2 Sýningartímar THE INTERPREDER kl. 6 - 8 - 10.30 B.i. 16 SAHARA kl. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 10.30 B.i. 16. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 THE PACIFIER kl. 1.45 - 3.30 - 8.30 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2 - 4 - 6 THE PACIFIER kl. 2 - 4 -8 SAHARA kl. 6 - 8 - 10.20 MARIA FULL OF GRACE kl. 10,00 SAHARA kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.t. kl 4-6 LIFE AQUATIC kl 8 - 10.15 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi   Í BRÉFI sem Gottfried Leibniz skrifaði Christian Goldbach vini sín- um fyrir rétt tæpum 293 árum (27. apríl 1712) lét hann þau orð falla að sú sæla sem skapast af því að hlusta á tónlist sé í raun sælan af því að telja óafvitandi – tónlist sé ómeðvituð taln- ing. Það er í raun ágæt tilgáta um það hvað það er sem heillar mann svo við háværa og harða rokktónlist; sú gleðitilfinning sem fyllir brjóstið þeg- ar hlustað er á vel útfærða rokktón- list þar sem gítarriffin raðast hvert ofan á annað í himneskri klifun er kannski sprottin af sömu ánægju og stærðfræðingurinn upplifir þegar hann sér flókið dæmi ganga upp, töl- urnar raðast á nánast yfirnáttúru- legan hátt í hátimbraða kenninga- höll. Þessa tilgátu Leibniz er gott að máta við hljómsveitir eins og Isis, sem hélt eftirminnilega tónleika í Hellinum sl. mánudagskvöld, en tón- leikarnir voru liður í afmælishátíð Dordinguls. Þannig var upphafslag sveitarinnar, „In Fiction“ af Panopti- con, hugmyndafræðilegur miðpunkt- ur plötunnar, einkar gott dæmi um þetta. Lágvært suð magnast smám saman og flækjan eykst uns komið er að fyrstu lausninni, en ekki þeirri síð- ustu, á sjöttu mínútu – stærðfræðileg spenna leysist úr læðingi og undir eins hefst næsta lota – eftir að menn hafa kastað mæðinni sigla þeir aftur af stað. Kallar á eftirtekt og getur verið snúið að halda þræðinum en þegar það tekst er upplifunin ólýsan- leg. Það var skemmtilegt að heyra hvað þeir Isis-menn nota óhljóð markvisst til að skapa framandlegt andrúmsloft og spennu, hvort sem er í aðdraganda laga, inngangskafla, eða í lögunum sjálfum til að skerpa á ógninni, auka þungann í kraftmestu köflum. Þeir beittu því einnig til að skeyta saman lögum og gáfu þannig nýja sýn á Panopticon, byrjuðu tón- leikana á þriðja lagi plötunnar, „In Fiction“, þá kom fyrsta lagið, „So Did We“, að þessu sinni með inngangi en ekki eins og á plötunni þar sem manni er hrint út í djúpu laugina, og svo fjórða lagið, „Wills Dissolve“. Fjórða lagið af Panopticon sem fékk að hljóma þetta kvöld var svo „Backlit“, í almagnaðri útgáfu, en önnur lög á tónleikunum voru eldri, „Carry“ og „Hym af Oceanic“ og svo titillag og hápunktur Celestial. Ekki mörg lög en þó löng og því langir tón- leikar – eina uppklappslagið var til að mynda rúmar tíu mínútur. Þegar maður skjögrar út í nóttina eftir slíka tónleika, búinn að missa heyrnina að mestu (alveg á öðru eyr- anu) af að hafa staðið of framarlega, með hjartsláttartruflanir af djúp- sjávarbassanum og fötin límd við skrokkinn af svita situr gleðin eftir, gleði yfir frábærum tónleikum, stærðfræðileg fullnægja. Tröll taki Metallicu og allt hennar hyski – Isis er einfaldlega besta rokksveit sem hingað hefur komið frá því TSOL tryllti lýðinn í Kjallara keisarans fyrir tveimur áratugum eða svo. Stærðfræðileg fullnægja TÓNLIST Hellirinn: Afmælistónleikar Dordinguls Afmælistónleikar Dordinguls í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöðinni á Hólma- slóð. Fram komu Drep, Kimono og Isis. Haldnir 18. apríl. Isis  Morgunblaðið/Golli Isis er besta rokksveit sem hingað hefur komið í heila tvo áratugi, er niðurstaða umsagnar Árna Matth- íassonar um tónleika bandarísku sveitarinnar Isis í Hell- inum á mánu- dag. Árni Matthíasson TVEIR fyrrverandi knattspyrnu- menn sem höfðu á sér orðspor pörupilta, Vinnie Jones og Stan Collymore, hafa nýlega fengið hlut- verk í kvikmyndum og fetað þannig í fótspor þess þriðja, hins ástsæla Erics Cantonas. Jones hefur tekið að sér hlutverk illmennisins Jugg- ernaut í myndinni X-Men 3, en Collymore hefur fengið hlutverk í Basic Instinct 2. Juggernaut er 412 kíló að þyngd og 213 sentimetrar á hæð og þarf Jones að klæðast latex-búningi sem er 25 kíló að þyngd þegar hann gegnir hlutverkinu. Hlutverk Colly- mores er öllu minna, en hann mun að sögn Daily Mirror aðeins koma fram í byrjunaratriðum myndar- innar, áður en persónan sem hann leikur fer yfir móðuna miklu. Jones, sem gerði garðinn frægan með Wimbledon á sínum tíma, er ekki nýgræðingur í leiklistinni. Hann sló í gegn í myndum á borð við Swordfish, Snatch og Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Að sögn kunningja hans hlakkar Vinnie mjög til að leika í myndinni og „getur ekki beðið eftir því að komast í búninginn.“ Collymore, sem lék með Aston Villa og Liverpool á stormasömum knattspyrnuferli, hefur ekki áður leikið í kvikmyndum, en hefur þó komið fram í heimildarþáttaröðinni The Farm og heimildarmyndinni Stan Collymore: Confessions of a Premiership Footballer, sem gerð var á síðasta ári. Pörupiltar knattspyrn- unnar á hvíta tjaldinu Vandræðapésarnir Jones og Collymore eru náttúrlega bíói líkastir. Ben Affleck er sagður hafa beðið um hönd kærustusinnar Jennifer Garner, sem er þekkt fyrir leik sinn í myndunum um Elektru og sjónvapsþáttunum Launráð (Alias). Samkvæmt tímaritinu America’s Star gaf Affleck Garner 4,5 karata demantshring á 33 ára afmælisdegi hennar en þau hafa þó hvorugt viljað staðfeta það. Affleck gaf, sem frægt er orðið, fyrrum unnustu sinni Jennifer Lopez bleikan 6,1 karats demantshring er hann bað um hönd hennar. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.