Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 1
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  STOFNANDI IKEA ER KYNLEGUR KVISTUR | 10  SPROTAFYRIRTÆKI  SVIPMYND: HÖRÐUR BENDER | 24 Fall er fararheill HUGMYNDIRNAR HITTA FJÁRMAGNIÐ Óendanlega þolinmóður KANADÍSKA álframleiðslufyr- irtækið Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, hefur í tilkynningu borið til baka frétt Financial Times um að Alcan þyrfti að draga fram- leiðslu sína í Evrópu saman um 20%. Samkvæmt FT eru það hátt orkuverð og hátt gengi evru sem neyða Alcan til niðurskurðarins. Blaðið hefur eftir Richard Evans, aðstoðarforstjóra Alcan, að stærst- ur hluti álvera fyrirtækisins sé bú- inn nýjum búnaði og hafi auk þess hagstæða orkusamninga til langs tíma. Þó séu nokkur þeirra gömul og að þeim verði væntanlega lokað. Ennfremur segir í frétt FT að um sé að ræða þrjú af níu álverum Al- can í álfunni sem samanlagt standa fyrir 20% af framleiðslugetunni. Í tilkynningu Alcan segir að þessi frétt sé röng. Ekki standi til að loka álverum. „Vissulega er hátt orku- verð ógn við einhver álvera okkar en þó er enn of snemmt að álykta að þessum álverum verði lokað. Áliðn- aðurinn í heild sinni hefur orðið fyrir áhrifum af langtímakostnaði á orku og sveiflum í evrunni. Þetta á hins vegar ekki einungis við um ál- iðnaðinn heldur hefur þetta áhrif á allar orkufrekar iðngreinar,“ segir Evans í tilkynningunni. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan á Íslandi, segir að ekki standi til að skera niður hjá Alcan á Íslandi. Þarf Alcan að skera niður? ENEX hf., sem er sameiginlegt útrásarfyrirtæki orku- og ráðgjafar- fyrirtækja á Íslandi, hefur samið við raforkuveituna LaGeo í El Salvador í Mið-Ameríku, um 8 megavatta stækkun á 56 megavatta virkjun La- Geo. Framkvæmdir munu hefjast í maí og standa í 19 mánuði en verk- efnið er 13 milljóna dollara, eða 800 milljóna króna, virði. Lárus Elíasson, framkvæmda- stjóri Enex, segist vongóður um að geta átt frekara samstarf við LaGeo á Mið-Ameríkusvæðinu og jafnvel víðar. Hann segir að nýja virkjunin muni nýta raforku úr afgangsvarma í skiljuvatni frá 56 megavatta gufu- aflstöðinni sem fyrir er og kennd er við þorpið Berlín í El Salvador. La- Geo fékk fjögur tilboð í verkið, frá Ísrael, Ítalíu, Bandaríkjunum og Ís- landi en tilboð Enex reyndist hag- stæðast. „Einnig skipti miklu máli sú jákvæða ímynd og reynsla sem El Salvador-búar hafa haft af samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarð- varma í gegnum árin. Og tengsl við fyrrum nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem rekinn er á Íslandi sem hluti af þróunaraðstoð Íslands, hjálpuðu til,“ segir Lárus. Segir hann virkjunina í El Salva- dor mjög svipaða Kröfluvirkjun og upplýsir að reyndar væri á svipaðan hátt hægt að nýta afgangsvarma í Kröflu, en það sé reyndar ekki hag- kvæmt sem stendur vegna markaðs- aðstæðna hér á landi. Enex hf. er útrásarfyrirtæki á sviði umhverfisvænnar orku og út- flutnings á íslenskri orkuþekkingu. Það er í eigu flestra íslenskra fyr- irtækja á orkumarkaði, bæði veitu- fyrirtækja og ráðgjafarfyrirtækja. Stærstir eigendur með jafnan hlut eru Hitaveita Suðurnesja, Jarðbor- anir, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur. Meðal annarra eru Norðurorka, Nýsköpunarsjóður, Ís- lenskar Orkurannsóknir og Íslands- banki auk fjölmargra verkfræðistofa og ráðgjafa á svið orkumála. Lárus segir að Enex sinni ýmsum verkefnum á sviði jarðvarmaráð- gjafar, s.s. fyrir Alþjóðabankann, sölu búnaðar og undirbúnings eigin virkjana á erlendri grundu. Í eina tíð var áhersla lögð á að selja til út- landa þekkingu Íslendinga á orku- málum í formi ráðgjafar en Lárus segir slíkt ekki hafa gengið eins og menn vonuðust til. „Við lítum á ráð- gjöfina sem tæki til að afla þekk- ingar á viðkomandi mörkuðum og þó svo að við sinnum alltaf einhverri ráðgjöf með, þá er Enex fremur fjárfestir en ráðgjafi. Við þróum verkefni í samvinnu við heimamenn í hverju landi,“ segir Lárus og bendir á að með því móti sé styrkur og þekking Enex sameinaður við það besta á erlendri grundu. Sex virkjanaleyfi erlendis Fyrirtækið nú sex virkjanaleyfi er- lendis. Fjögur leyfanna eru í Þýska- landi, í Geretsried og Wolfratshau- sen, Kehl, Tutzing og Dudenhofen, og hefur Enex leyfi til að byggja á hverjum stað 3–20 megavatta raf- orkuvirkjun með hitaveitu. „Boranir munu líklega hefjast á Geretsried svæðinu um næstu áramót,“ segir Lárus. Um er að ræða u.þ.b. 30–40 milljóna evra (í kringum 3 milljarða króna) fjárfestingu í hverri virkjun. Tvö virkjanaleyfi Enex eru í Bandaríkjunum, í Kaliforníu er ver- ið að hefja tilraunaborun og í Alaska er unnið að áreiðaleikakönnun. „Við höfum unnið mikið markaðs- og sölustarf á undanförnum árum sem nú er að skila sér í framan- greindum verkefnum auk þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á ýms- um stigum allt frá þátttöku í útboð- um til samningaviðræðna um sam- eiginlegar fjárfestingar í löndum eins og Kína, Eþíópíu, Slóvakíu, Pól- landi og ekki síst Ungverjalandi þar sem við unnum ráðgjafarverkefni fyrir olíufyrirtæki í Ungverjalandi um hitaveitu- og rafmagnsvirkjun.“ Enex reisir raforku- virkjun í El Salvador Afgangsvarmastækkun við gufuaflsstöð á stærð við Kröfluvirkjun Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is LÁRUS Elíasson skrifaði undir samninga við LaGeo í El Salvador í vikunni Hann segir að miklu hafi skipt sú jákvæða ímynd og reynsla sem El Salva- dor-búar hafi af samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðvarma. Hagstæðasta tilboðið Fimmtudagur 21. apríl 2005

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.