Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ                           ! "        !" # # $  %  &     #" $ %$           !    Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ÞETTA HELST… BAUGUR Group hefur fest kaup á 121,5 millj- ónum hlutabréfa í Straumi fjár- festingarbanka og er það tæp- lega 2% af heild- arhlutafé bank- ans. Eftir kaupin eru 6,05% af heildarhlutafé Straums í eigu Baugs. Að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, framkvæmdastjóra norrænnar fjárfestingar hjá Baugi, er Straumur vænlegur fjárfesting- arkostur og kaupin eðlilegur liður í áhættudreifingu Baugs. Baugur kaupir í Straumi ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 0,4% og er lokagildi hennar 4.031 stig. Bréf Jarðborana hækkuðu um 5,3%, Vinnslustöðvarinnar um 2,4% og Össurar um 1,8%. Bréf Atorku lækk- uðu hins vegar um 0,8% og Actavis um 0,7%. Viðskipti með hlutabréf námu rúmum 2,8 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með bréf í Ís- landsbanka fyrir 1,7 milljarða og hækkaði gengi þeirra um 0,8%. Hækkun í Kauphöllinni HEILDARGJÖLD meðalbanka- viðskiptavinar á Íslandi eru mun lægri en í nágrannalöndunum. Hér á landi greiðir meðalviðskiptavinur um 3 þúsund krónur í gjöld á ári en í Danmörku, þar sem gjöldin eru næst lægst, greiðir meðalviðskipta- vinurinn ríflega 5 þúsund krónur á ári. Í Svíþjóð og Noregi er taxtinn enn hærri en þar borga viðskipta- vinir yfir 15 þúsund krónur á ári að meðaltali. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Elínar Sigfús- dóttur, framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs Landsbankans, á ráð- stefnu sem Félag kvenna í atvinnurekstri og Félagið Auður héldu í gær undir yfirskriftinni Samkeppnishæfni fyrirtækja í breyttri heimsmynd. Í máli Elínar kom jafnframt fram að lánveitingar Landsbanka Íslands til erlendra aðila voru um síðustu áramót orðnar 27% af heildarlán- veitingum bankans og námu alls ríf- lega 148 milljörðum króna. Til sam- anburðar voru lánveitingar bankans til erlendra aðila 9% af heildarlán- veitingum bankans í lok árs 2002. Þá námu lánveitingar alls um 19 milljörðum króna. Í krónum talið hafa lánveitingar bankans til er- lendra aðila aukist um 680% á þessu tveggja ára tímabili. Miðað við þær tölur sem hér er stuðst við hafa heildarútlán bankans aukist um 160%, nær þrefaldast, á tíma- bilinu. Heildarútlán bankans námu í lok síðasta árs um 550 milljörðum króna en voru ríflega 211 milljarðar í árslok 2002. Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækis- ins CCP, var einnig meðal ræðu- manna og sagði hann að þar á bæ gerðu menn ráð fyrir að tekjur af leikjum fyrirtækisins yrðu um 800 milljónir króna á þessu ári. Gjöld lægri hér en í nágrannalöndunum Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Setti fundinn Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var meðal gesta á ráðstefnu FKA og félagsins Auðar. VERÐ á neysluvöru hefur að und- anförnu hækkað heldur meira á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og á evrusvæðinu. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs, á tólf mánaða tímabili fram til mars sl., var 2,0% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 2,5% á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Mest var verðbólgan í þessum löndum 6,6% í Lettlandi og 4,8% í Eistlandi. Minnst var verðbólgan 0,5% í Svíþjóð og 0,9% í Finnlandi. Í marsmánuði hækkaði sam- ræmd vísitala neysluverðs í EES- ríkjum um 0,5% frá í febrúar. Fyr- ir Ísland hækkaði hún um 0,4%. Samræmda vísitalan er frá- brugðin okkar hefðbundnu neyslu- verðsvísitölu, en samkvæmt henni er verðbólga hér á landi 4,3%, að því leyti að ekki er reiknað með eigin húsnæði í þeirri samræmdu. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að ekki sé til samræmd vísi- tala neysluverðs með húsnæð- isliðnum inni í. Af þeim sökum sé erfitt að bera saman verðbólgu milli landa á þann mælikvarða sem hér á landi er helst stuðst við. Þó sé ljóst að verðhækkanir á íbúðar- húsnæði hafi verið meiri hér á landi en í flestum nágrannalönd- um okkar að undanförnu og verð- bólgan þess vegna vafalítið há hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga eykst meira hérlendis '  #( ) * $ +,' ) * $ -# - .*( $  / ,01! 2# ((  34(   '# $  ! 5#( 2   "# # ,-678* &  "   '# 9$  5#:5# # 9 - #*; -$ <#5 #$5 #  /. #*=8 -*( $ ;   5 #5:5 *  -" , * = (   > 5?> $"<        ATLANTSOLÍA hóf sölu á díselolíu af sjálfsafgreiðslutanki við höfnina á Akranesi síðstliðinn mánudag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að opnun tanksins marki mikil tímamót fyrir Atlantsolíu þar sem hann sé fyrsta skref fyrirtækisins í sjálfsafgreiðsluþjónustu á Vest- urlandi. „Fleiri slíkir tankar eru á teikniborðinu en allir verða þeir út- búnir kraftdælingu sem er ætluð stórnotendum og minnkar áfylling- artíma um 60%,“ segir í tilkynning- unni. Atlantsolía selur olíu á Akranesi HLUTHAFAR í breska mat- vöruframleiðslufyrirtækinu Geest Plc. hafa samþykkt kauptilboð Bakkavarar Group frá 8. mars síð- astliðnum í allt hlutafé félagsins. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Bakkavör til Kauphallar Ís- lands í gær. Segir í tilkynningunni að fyr- irhugað sé að samruni félaganna fari fram hinn 13. maí næstkom- andi og að fyrirhuguð greiðsla fyr- ir hlutaféð muni eiga sér stað hinn 27. maí. Þá segir í tilkynningunni að í kjölfar kaupa Bakkavarar á öllu útgefnu hlutafé Geest Plc. sé fyrirhugað að félagið verði afskráð úr kauphöllinni í London (London Stock Exchange) hinn 16. maí 2005. Heildarverðmæti viðskiptanna í tengslum við yfirtöku Bakkavarar á Geest er um 694 milljónir punda, eða um 83 milljarðar íslenskra króna. Hluthafar í Geest sam- þykkja tilboð Bakkavarar Morgunblaðið/Þorkell Bakkabræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör Group.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.