Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 10

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 10
10 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  H inn 30. mars 1926 fæddist sölumaður. Þessi sölu- maður heitir Ingvar Kamprad og sagan segir að strax frá byrjun hafi hann vitað hvar hæfileiki hans lá. „Eitt árið seldum við blómanælur fyrir góð- gerðarstarfsemi. Hann seldi fleiri en nokkur annar. Hann er fæddur sölu- maður,“ hefur einn fyrrum skóla- félaga hans sagt um Kamprad en lík- lega hefur hann ekki grunað að um sjötíu árum síðar yrði þessi fyrrum skólafélagi hans einn af auðugustu mönnum heims, og gildir þá einu hvort farið er eftir útreikningum Veckans Affärer eða Forbes sem setur Kamprad í sjötta sæti yfir rík- ustu menn heims og metur auð hans á 23 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar tæplega 1.500 milljörðum króna eða 1,5 billjónum. Byrjaði að selja eldspýtur Það er sagt að snemma beygist krókurinn og á það svo sannarlega við um Ingvar Kamprad. Sagt er að ferill hans sem athafnamanns hafi hafist á því að selja eldspýtur þegar hann var fimm ára en sagan hermir að hann hafi pantað þær í magn- pakkningum frá Stokkhólmi og selt svo í smærri einingum til íbúa í þorp- inu Agunnaryd í Smálöndum og bændanna í nágrenninu með hæfi- legri álagningu. Smám saman færði hann út kvíarnar og tók að selja jóla- kort, penna og fisk og þegar hann var ellefu ára tók hann að selja fræ til ræktunar. Skólagöngu Kamprads lauk árið 1943 þegar hann var sautján ára en hann ku hafa verið ágætis náms- maður þrátt fyrir að hafa verið önn- um kafinn við viðskiptastarfsemi sína. Námsárangur hans var svo góður að faðir hans gaf honum pen- inga sem nota átti til áframhaldandi náms. Hinn athafnasami unglingur ákvað þess í stað að nota peningana til þess að stofna fyrirtæki, sem hann nefndi IKEA. Þetta nafn, sem þekkt er í flestum löndum heims í dag, er samsett á eftirfarandi hátt: Ingvar Kamprad Elmtaryd Ag- unnaryd, en Elmtaryd er nafn býlis foreldra hans og Agunnaryd er þorpið sem Elmtaryd tilheyrir. Ekur um á Volvo Kamprad er þekktur fyrir að vera maður afar hagsýnn þótt sumir vilji eflaust kalla hann nirfil og hagsýni hans nánasarhátt. Hann er lítið gef- inn fyrir prjál og hefur einfaldleik- ann í fyrirrúmi eins og kannski sést best á húsgögnum þeim sem hann selur. „Ég er svolítið nískur, en hvað með það? Þegar ég er að fara að eyða einhverjum peningum spyr ég mig fyrst hvort viðskiptavinir IKEA hefðu efni á því,“ hefur hann látið hafa eftir sér en Kamprad hefur vak- ið athygli fyrir að fljúga með lágfar- gjaldaflugfélögum og gista á ódýrum hótelum auk þess sem hann keyrir um á tólf ára gömlum sænskum eð- alvagni. Eins og vel flestum er kunnugt sérhæfir IKEA sig í sölu húsgagna og húsbúnaðar á lágu verði. Fyr- irtækið er meðal Svía stundum sagt persónugera einnotahugsunarhátt- inn, þ.e. þegar varan hefur verið not- uð er henni hent og önnur keypt í staðinn. Það var þó ekki fyrr en fjór- um árum eftir stofnun IKEA að hægt var að kaupa húsgögn hjá fyr- irtækinu en fram að þeim tíma hafði Kamprad selt ýmsan varning svo sem veski, dúka, úr, skartgripi og nælonsokka. Það var svo árið 1951 að hann sá möguleikana sem fylgdu því að sérhæfa sig í sölu húsgagna og hætti allri sölu á öðrum varningi. Um leið ákvað hann að stækka markaðssvæði sitt og fór að gefa út vörulista. Þar með hafði grundvöll- urinn að heimsins mesta hús- gagnaveldi verið lagður. Brunaútsalan mikla En rekstur IKEA hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Þegar opna átti fyrstu verslun fyrirtækisins í Stokk- hólmi árið 1965 hafði Kamprad látið setja upp tvö skilti fyrir utan húsið. Annað þeirra var úr tré og hitt var neonljósaskilti. Tréskiltið var hengt þannig upp að það blakaði í vindinum og ekki vildi betur til en svo að í einni vindhviðunni sveiflaðist skiltið svo hressilega til að það slóst í neon- skiltið og braut það. Út frá því kvikn- aði eldur og það er skemmst frá því að segja að húsið brann til grunna. Kamprad lét þetta þó ekki draga úr sér kjarkinn, frekar en annað, og opnaði nýja verslun í Stokkhólmi sama ár. Hann auglýsti mikla bruna- útsölu sem varð til þess að þúsundir manns stóðu í biðröð fyrir utan verslunina. Þegar fólkinu var svo hleypt inn var örtröðin svo mikil að ekki var nokkur von fyrir starfs- fólkið að afgreiða allar óskir við- skiptavinanna. Kamprad tók þá upp á því að bjóða fólki að fara inn á lager verslunarinnar og sækja sér þær vörur sem það ætlaði að kaupa. Þetta var upphaf sjálfsafgreiðslufyr- irkomulags þess sem er lykilatriði í viðskiptahugmynd IKEA og sannast þar með hið fornkveðna að fall er fararheill. Nasistatengsl Kamprad hefur látið hafa eftir sér að hjá fáum hafi jafnmikið farið úr- skeiðis og gerst hefur hjá honum og er bruninn í Stokkhólmi aðeins eitt dæmi. Einn besti vinur hans á ung- lingsárunum var Per Engdahl sem var einn helsti leiðtogi nasista í Sví- þjóð, bæði fyrir og eftir heimsstyrj- öldina síðari og var hann meðal gesta í brúðkaupi Kamprad árið 1950. Fyr- ir um tíu árum síðan birtust fréttir þess efnis í sænskum dagblöðum að Kamprad hafi verið meðlimur í sænskri ungliðahreyfingu nasista og hefur hann aldrei neitað því en segir það hafa verið stærstu mistök lífs síns. Þegar sögusagnir þess efnis að nasistahreyfingin hefði kostað stofn- un IKEA komust á kreik brást Kamprad hins vegar ókvæða við og sagði: „Þeir gætu hafa sakað mig um morð, en ekki um að hafa fengið pen- inga að láni.“ Þessi orð lýsa hinum hagsýna Kamprad betur en mörg önnur. Gillis þáttur Lundgren Flatar pakkningar sem ekki taka mikið pláss hafa um langa hríð verið eitt af aðalsmerkjum IKEA. Þetta er mjög einföld lausn en eins og svo margt annað sem okkur þykir einfalt í dag var hún ekki sjálfsögð. Það var ekki fyrr en árið 1956 að þessi hug- mynd varð til þegar Gillis Lundgren, fjórði starfsmaðurinn sem ráðinn var til fyrirtækisins var að reyna að troða borði í farangursgeymslu bif- reiðar. Það gekk frekar illa en allt í einu fékk Lundgren þá snilld- arhugmynd að taka fæturna undan borðinu og leggja þá við hlið þess í skottið. Flatir pakkar eru til hag- ræðis bæði fyrir kaupendur sem og fyrirtækið þar sem ódýrara er að flytja þá auk þess sem fyrirtækið getur haldið stærri lager sem eykur hagræði í innkaupum. Þetta skildi Kamprad og byrjaði hann að laga hugmyndina að þörfum fyrirtæk- isins. Auk þess hækkaði hann Lund- gren í tign og gerði hann að hönnuði hjá IKEA, sem ári áður hafði tekið að hanna eigin húsgögn vegna harðr- ar samkeppni við keppinauta sína. 211 verslanir Ingvar Kamprad verður áttræður á næsta ári en hann hefur búið í Sviss ásamt síðari eiginkonu sinni, Marg- aretha, um langa hríð. Snemma á ní- unda áratugnum seldi hann hol- lenskum sjóð fyrirtækið en sjóður þessi er í eigu fjölskyldunnar og sjá synir hans um reksturinn. Hann hef- ur byggt fyrirtæki sitt upp á mjög skilvirkan hátt og er IKEA leiðandi á sínu sviði í heiminum og eitt þekktasta vörumerki heims. Í dag eru 211 IKEA verslanir í 32 löndum um allan heim og hjá fyrirtækinu starfa um 84 þúsund manns í 44 löndum. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 12,8 milljörðum evra sem samsvarar ríflega einni billjón ís- lenskra króna. Kamprad hefur ávallt barist með kjafti og klóm gegn því að setja fyr- irtækið á hlutabréfamarkað enda er svo sem lítil ástæða til þess þar sem fyrirtækið er ekki í mikilli þörf fyrir aukið fjármagn. Hans helsta ástæða fyrir því er sú að fari IKEA á mark- að muni það draga úr hraða og skilvirkni við ákvarðanatökur sem margir telja vera eina helstu ástæðu hins öra vaxtar fyrirtækisins. Kamprad er goðsögn í lifanda lífi á heimaslóðum sínum í Smálöndum og í Svíþjóð almennt. Hann heimsækir æskuslóðir sínar á hverju sumri og er honum ævinlega tekið afar vel enda eru sveitungar hans afar stoltir af honum. Sagt er að hann gangi um og tali við alla og faðmi þá eins og gamla vini sína. Fall er fararheill Uppi varð fótur og fit í fjármálaheiminum fyrir ekki svo löngu þegar sænska vikurit- ið Veckans Affärer sló því upp á forsíðu að Ingvar Kamprad væri orðinn ríkasti maður heims. Guðmundur Sverrir Þór kynnti sér feril stofnanda IKEA. Reuters Ríkasti maður heims? Ingvar Kamprad stendur fyrir utan höfuðstöðvar IKEA í Älmhult í Smálöndum.                               !  "   "# !#   $%       $!    #      %   $   $!         "     #    &"' $ "()  *    #   (#"   "+  &" )  ,  # "( $ -! *"()        #   +   *   "./0$"(#   # )1 *   #    "2 * "   *#    334&"56  *    # ""   *    67! *   # "8! *                       #   * sverrirth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.