Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  „VIÐ höfum verið að horfa til þess að þróa annan fjölþáttökuleik á Net- inu og á þeim forsendum tökum við þátt í Seed Forum,“ segir Ívar Krist- jánsson, framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs og meðstofnandi CCP sem þegar hefur vakið mikla athygli með fjölþátttökuleiknum EVE-Online sem slegið hefur rækilega í gegn. Hjá fyr- irtækinu starfar nú 40 manna hópur sem að sögn Ívars er áhrifarík blanda af listamönnum, vísindamönnum og sérfræðingum í hugbúnaðargerð. Auk þess séu rúmlega 20 stöðugildi hjá Símanum sem er samstarfsaðili CCP og sjái um rekstur þjónustuvers fyrir leikinn hér á landi ásamt því að annast rekstur hýsingarmiðstöðvar fyrir leikinn í London. „Við sáum fyrir okkur að fara af stað í næsta verkefni, sem yrði fjár- magnað sérstaklega, seinni part þessa árs. Síðan kemur það upp að við erum valdir á Seed Forum og við ákváðum að taka þátt í því og fara að undirbúa jarðveginn og þreifa kannski á fjármálageiranum fyrir næsta verkefni. Ef hlutirnir fara að snúast eitthvað hraðar og það er hægt að tryggja frumfjármögnun á næsta verkefni strax getum við ein- faldlega flýtt þróun næsta verkefnis. En um leið er hugmyndin að hámarka virði þeirrar þekkingar sem er til staðar í fyrirtækinu. Þetta er gíf- urlega verðmikil sérhæfð þekking sem hefur skapast innan CCP og það væri illa farið með hana að fullnýta hana ekki. Við viljum þannig há- marka virði félagsins fyrir hluthaf- ana þótt EVE sé í stöðugri þróun og líftími leiksins sé langur.“ Ívar segir Seed Forum klárlega vera góðan vettvang fyrir sprotafyr- irtæki. „Ég held að þetta sé gífurleg lyftistöng fyrir frumkvöðla og sprotastarfsemi í landinu að fá vett- vang þar sem óháð samtök, sem ekki eru rekin með hagnaðarsjónarmið í huga, komi saman góðum viðskipta- hugmyndum og fjármagni. Og Seed Forum er búin að greina fyrirtækin vandlega þannig að þau sem taka þarna þátt eru með góðar hugmyndir og hæfa einstaklinga á bak við þær. Það auðveldar mönnum að ná í al- vöru fjárfesta. Það er því viðurkenn- ing fyrir fyrirtækin að vera boðið að taka þátt en um leið mikilvægt tæki- færi fyrir þau,“ segir Ívar. Þekking sem þarf að fullnýta Morgunblaðið/Sverrir CCP „Þetta er gífurlega verðmikil sérhæfð þekking sem hefur skapast inn- an CCP og það væri illa farið með hana að fullnýta hana ekki.“ HARÐKORNA skósólar, kenndir við Græna demantinn, eru íslensk uppfinning sem nú er tilbúin til fjöldaframleiðslu. Harðkornin voru upphaflega þró- uð til að nota í vetrarhjólbarða hér á landi og eru nú framleidd víða er- lendis. Sólarnir í skóm frá Græna demantinum er búnir til með sömu aðferð, sérstökum kornum er bland- að út í náttúrulegt gúmmí til að auka grip á sleipu yfirborði. Rannsóknir hafa sýnt að grip harðkornaskósóla er allt að 30 sinnum betra en skósóla úr venjulegu gúmmíi. Að sögn Óskars Jónssonar, fram- kvæmdastjóra GDTS, byggist við- skiptahugmyndin á reynslu, þekk- ingu og frammistöðu stærsta hlut- hafans í fyrirtækinu síðastliðin 15 ár. „Undanfarin þrjú ár hefur starfið einkum beinst að því að þróa við- skiptahugmyndina. Þessu ferli er nú lokið og fyrirtækið er nú tilbúið til að hefja framleiðslu og sölu á harð- kornaskó og sóla,“ segir Óskar. Í október árið 2001 gengu Nýiðn, handhafi einkaleyfis á harðkorna- dekkjum og eigandi vörumerkisins Græni demanturinn, og GDTS frá samningi sem veitir síðarnefnda fyr- irtækinu einkarétt á notkun vöru- merkisins og frekari þróun, sölu og markaðssetningu á harðkornaskó- sólum í framtíðinni. Og Óskar segir brýna þörf fyrir skósóla úr harðkornagúmmíi, eða fyrir „ósleipa skósóla, ef svo má að orði komast. Föll og byltur eru helsta orsök banaslysa og meiðsla á bandarískum vinnustöðum. Alls deyja um 1.500 manns af þessum völdum árlega og um 300.000 slas- ast. Af þeim sem detta í vinnunni missa um 80% einn eða fleiri daga úr vinnu og um 12% þurfa að leggj- ast á sjúkrahús. Þessi slys valda meðal annars beinbrotum, togn- unum, höfuðmeiðslum og mænu- skaða.“ Óskar bendir einnig á að skó- markaðurinn í heild sinni sé gríð- arstór, alls séu framleiddir 12 millj- arðar skópara í heiminum á hverju ári eða um 48 milljón pör á hverjum degi. „Við viljum ná til okkar fjár- festum til að kaupa hlutdeild í al- þjóðlegu markaðstækifæri, með því að nýta sér þessa einstöku tækni sem getur skapað fyrirtækinu sér- stöðu á markaðnum,“ segir Óskar. Standa í harðkornaskóm Morgunblaðið/Sverrir GDTS „Við viljum ná til okkar fjárfestum til að kaupa hlutdeild í alþjóðlegu markaðstækifæri með því að nýta sér þessa einstöku tækni sem getur skap- að fyrirtækinu sérstöðu á markaðnum.“ LÍF-HLAUP, Bio-Gels Pharma- ceuticals, er sprotafyrirtæki sem stofnað var árið 1998 út frá lyfja- fræði- og tannlæknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að rann- sóknum og þróun á lyfjaformum til notkunar á slímhúðir svo og á virkni fituefna á bakteríur, sveppi og veirur. Sprotafyrirtækin Líf-Hlaup og LipoMedica sameinuðust í byrjun árs 2005 en þau byggjast á rann- sóknum rannsóknarhóps sem skip- aður er dr. Peter Holbrook prófess- or við tannlæknadeild Háskóla Íslands, dr. Þórdísi Kristmunds- dóttur prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, dr. Halldóri Þor- mar prófessor emeritus við Líf- fræðistofnun Háskólans og Skúla Skúlasyni framkvæmdastjóra Líf- Hlaup. Líf-Hlaup hlaut verðlaun Int- ernational Association for Dental Research (IADR) og GlaxoSmit- hKline (GSK) fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýk- ingum í munni í mars á þessu ári. Verðlaunaverkefnið snýr að þróun á lyfjasamsetningu sem er virk gegn herpes sýkingum í munni sem leiða til sáramyndunar, þ.e. fruns- um. „Þessi nýja lyfjasamsetning hefur tvennskonar virkni, ann- arsvegar veirudrepandi áhrif og hinsvegar hvetjandi áhrif á end- urnýjun vefjar sem hefur skaddast við sáramyndun,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri. „Eftir að tilskilin leyfi hafa feng- ist er áformað að prófa meðferð á herpes frunsum í fólki með þessu nýja lyfi. Það er mikil þörf fyrir ný lyf sem gagnast í meðferð á herpes simplex sýkingum. Nú eru á mark- aði nokkur veiruhemjandi lyf sem hefta framgang sjúkdómsins ef meðferð er hafin tímanlega. Þessi lyf virka hinsvegar ekki sem skyldi eftir að sár hefur myndast og einn- ig koma lyfjaónæmir veirustofnar iðulega fram. Í þeim tilfellum eru ekki til aðrar aðferðir en gamlar forskriftir sem þurrka upp vessa og hindra að frunsan breiðist enn frekar út.“ Líf-Hlaup hefur einnig verið að þróa lyfjasamsetningu við bólgu- sjúkdómum í slímhúð og hefur munnangur verið skoðað sér- staklega, en það er sjúkdómur sem margir Íslendingar þjást af á hverjum tíma. Hingað til hefur verið mikil vöntun á árangursríkri meðferð við munnangri og þekkja flestir meðal annars hinn hvimleiða fjólubláa vökva sem notaður var með takmörkuðum árangri. Sam- setning Líf-Hlaups hefur sýnt góða virkni í klínískri rannsókn hjá sjúklingum með munnangur, þar sem 70% einstaklinga fengu bata við 3 daga meðferð með lyfja- samsetningu Líf-Hlaups. „Það kemur sér mjög vel að vera valinn til að taka þátt í Seed For- um International og gefur okkur kost á því að kynna félagið fyrir vænlegum fjárfestum hér heima og í New York síðar í sumar. Við von- umst til að ná eyrum fjárfresta þannig að hægt verði að tryggja áframhaldandi þróun og markaðs- setningu á þeim verkefnum sem við erum að vinna að, annars vegar lyfi gegn herpessýkingum í munni og hins vegar munnangri,“ segir Skúli. Morgunblaðið/Sverrir Líf-Hlaup „Áformað að prófa meðferð á herpes-frunsum á fólki.“ Vinna að lyfjum gegn herpes-sýking- um og munnangri Vaxtarsprotar í íslensku viðskiptalífi Níu sprotafyrirtæki, átta íslensk og eitt norskt/íslenskt taka þátt í Seed Forum Iceland-fjárfestingaþinginu sem haldið verður á Nordica hóteli í Reykjavík 28. apríl en alþjóðleg dómnefnd fjárfesta valdi þau til þátttöku á þinginu þar sem leiða á saman vænleg sprotafyrirtæki og fjármagn. Fyrirtækin níu sem hér verða kynnt eru AGR, Bio-Gels Pharmaceuticals, CCP, Globodent, GDTS, Navamedic, ND á Íslandi, ORF Genetics og SimDex. SPROTAFYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.