Morgunblaðið - 15.05.2005, Side 16
Í
litlum bæ við lygnan fjörð er ekki alltaf allt sem sýnist. Skuggahliðar
mannlífsins sem ýmsir tengja aðeins stórborgum og margmenni getur
verið þar að finna, þótt hljótt hafi farið, og sú er raunin á Akureyri; fíkni-
efnaneysla ungs fólks er vandamál í höfuðstað Norðurlands. Rétt er að
taka fram, eins og margir viðmælenda blaðamanns bentu á við vinnslu
þessarar greinar, að lang stærstur hluti ungu kynslóðarinnar í bænum er til fyr-
irmyndar, en engu að síður hafa ýmsir verulegar áhyggjur af þróun mála.
Ákveðinn hópur fólks hefur vitað af ástandinu, m.a. vegna atvinnu sinnar, en
óhætt er að fullyrða að þorra Akureyringa brá töluvert í brún á dögunum þegar
fréttir bárust af því að skotið hefði verið á ungan mann úr loftbyssu í nágrenni bæj-
arins vegna fíkniefnaskuldar. Skömmu síðar voru svo sagðar fréttir af öðru atviki,
þar sem ungur maður var beittur miklu ofbeldi í bænum af fólki sem tengist vímu-
efnaheiminum. Þess ber að geta að lögreglan telur þessi tvö líkamsárásarmál ekki
endilega gefa raunsanna mynd af ástandinu í bænum; þannig hafi frekar hitst á að
þau komu upp með skömmu millibili. Fjöldi kunnugra sem Tímarit Morgunblaðs-
ins hefur rætt við undanfarið, þar á meðal lögreglan, eru engu að síður á einu máli
um að fíkniefnaneysla ungs fólks í bænum hafi aukist undanfarin misseri og sumir
fullyrða meira að segja að hún hafa tekið verulegan kipp á nýliðnum vetri. Fylgi-
fiskur þessa er aukið ofbeldi.
Fyrir stuttu kom fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Láru
Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að fíkni-
efnabrot á Akureyri hefðu meira en tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004. Þau
voru 53 fyrra árið en 113 það síðara. Lögreglan telur reyndar málafjölda og efn-
ismagn ekki alltaf segja alla söguna, allmörg mál komu t.d. upp á Akureyri um versl-
unarmannahelgina í fyrra og stundum ræður heppni nokkru um það hversu mörg
málin verða á hverju ári.
Viðmælendur Tímaritsins fagna því altjent að fíkniefnavandinn og ofbeldi hon-
um tengt skuli komast í opinbera umræðu, fyrst svo óheppilega vill til að vandinn er
fyrir hendi, og vonast til þess að hún lognist ekki útaf.
Tímaritið hefur heimildir fyrir því að 10-15 manna hópur seljenda (sem einnig
eru neytendur) sé mjög áberandi í bænum, en þeir sem noti efnin séu margfalt fleiri.
„Ég reikna með að stór hluti ungs fólks á aldrinum 16-20 ára hafi einhvern tíma
prófað eitthvað af þessum efnum. Ég hef ekki trú á að það sé öðru vísi hér en annars
staðar,“ segir Hörður Oddfríðarson, ráðgjafi SÁÁ á Akureyri. „Sem betur fer finna
lang flestir strax að þetta er ekki eitthvað fyrir þau en það breytir ekki því að þeir
sem nota áfengi fyrir tvítugt eru í hættu. Við hjá SÁÁ og hjá Félagi áfengisráðgjafa
höfum oft bent á að leiðin að ólöglegum vímuefnum er ekki bein; hún liggur í gegn-
um tóbak og áfengi. Tiltölulega litlur líkur eru hins vegar á því að einstaklingar sem
ekki prófa áfengi fyrir tvítugt leiðist út í neyslu ólöglegra fíkniefna.“
Yngri neytendur en áður
Maður sem vinnur mikið með börnum og unglingum og Tímaritið ræddi við,
sagðist rekast á ýmislegt slæmt í starfi varðandi eiturlyf. Kvaðst reyndar ekki geta
bent á vísindalegar kannanir „en það er margt sem bendir til þess að sífellt yngri
krakkar leiðist út í neyslu fíkniefna. Ofbeldið er líka að aukast og verður grófara.“
Dæmi eru til um það að grunnskólabörn á Akureyri hafi þurft að hætta í skóla
vegna fíkniefnaneyslu og séu vistuð annars staðar. Einn viðmælandi blaðamanns
sagði krakka allt niður í fermingaraldur vita hvar sé hægt að kaupa fíkniefni, og hafi
greint frá því bæði heima hjá sér og annars staðar. „Það er skelfilegt. Sumir eru farn-
ir að drekka áfengi en ég óttast að vegna mikils áróðurs gegn því hafi áróður gegn
öðrum vímuefnum setið á hakanum. Sölumenn segja krökkunum að hass sé hæt-
timinna en vín, þeir verði ekki þunnir af því og fullyrða að það sé ekki hættulegra að
reykja hass en að reykja sígarettur,“ segir viðkomandi og bætir við: „Það er ákveð-
inn veruleikaflótti að komast í vímu því okkur liggur svo andsk... mikið á í þessu
þjóðfélagi. Og krökkunum er sagt að þau komist miklu frekar inn á skemmtistaði
svolítið rauðeygð af hassreykingum en ef þau hafi drukkið.“
Nýverið var 14 ára nemandi í 8. bekk á Akureyri gripinn við hassreykingar og
tæki til reykinga hafa víða fundist í og við bæinn, m.a. nálægt skóla. Þá vita for-
ráðamenn grunnskóla um misnotkun á lyfjum. Einn þeirra sem rætt var við nefndi
að í fyrsta skipti í vetur hefðu forráðamann skólans, þar sem hann starfar, orðið var-
ið við að bílar kæmu inn á skólalóðina í frímínútum og grunur léki á að þar væru á
ferð menn sem stunduðu viðskipti við börnin. Ekki hefði þó tekist að sanna það.
Svo rammt kvað að á síðastliðnum vetri að nokkrir krakkar í einum grunnskól-
anna þorðu vart út úr húsi um tíma vegna hótana, að sögn heimildamanns.
Sjö börn hafa farið í neyðarvistun frá áramótum
Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar, kannast
við að í vetur hafi aukinn þungi færst í þann málaflokk sem hér um ræðir. „Reyndar
teljum við okkur hafa séð vaxandi neyslu allt síðasta ár en í vetur, og sérstaklega eft-
ir áramót, hefur verið töluverð fjölgun mála þar sem við vinnum með börn og ung-
menni 18 ára og yngri vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu.
Guðrún segir um fleiri og erfiðari mál að ræða en áður þekktist. „Við höfum ver-
ið að vinna með krakka sem eru djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu 16 til 17 ára gömul
og það er nýtt; við höfum að minnsta kosti ekki þurft að kljást við svo unga krakka í
miklum mæli áður. Fíkniefnaneyslu fylgir svo ofbeldi, því miður, og það er það sem
fólk hefur verið að sjá undanfarið.“
Samkvæmt upplýsingum Guðrúnar hafa sjö börn frá Akureyri farið í neyðarvistun
á meðferðarheimilinu Stuðlum frá áramótum. „Það er úrræði sem ekki er notað nema
í algerri neyð, þegar taka þarf krakka úr umferð vegna þess að þau stofna heilsu sinni
og lífi í hættu.“ Þetta eru mun fleiri tilfelli en áður, 2 til 4 krakkar hafa að meðaltali far-
ið frá Akureyri á Stuðla hin síðari ár. Fleiri úrræði eru í boði, t.d. langtímameðferð
annars staðar en Guðrún segir mjög misjafnt hvað gangi best í hverju tilfelli fyrir sig.
„Það á bæði við um börn og fulloðrna, það fer eftir því hve þróunin er komin langt; ef
fíknin hefur tekið yfirhöndina þá virkar ekki alltaf meðferð.“
Guðrún segir að því miður sé umræðan, sem fór af stað eftir ofbeldisverkin tvö um
daginn, ekki óþörf. „Þetta er engin „úlfur-úlfur“ umræða. Þróunin í bænum hefur
verið mjög slæm á síðustu misserum, ekki síðast á allra síðustu mánuðum.“ Hún segir
krakka á Akureyri nota allt mögulegt til þess að komast í vímu; bjór, hass, læknadóp,
sveppi, amfetamín og e-töflur. „Alvarlegustu tilvikin eru vegna krakka á aldrinum 16
til 18 ára, en því miður höfum verið þurft að fást við mjög erfið tilvik úr grunnskólum,
og ég óttast að neysla sé að ná fótfestu þar. Það held ég að sé nýtt.“
Einstaka viðmælendur töldu ekki rétt að einblína á Akureyri eina og sér í þessum
efnum, eiturlyf hefðu lengi verið staðreynd í því samfélagi og fólk gleymdi gjarnan
hve landið væri lítið. Fáránlegt væri að halda mögulegt að kom upp fíkniefnalausu
svæði. Nær væri að skoða Ísland í heild eða jafnvel umheiminn allan og reyna að
kryfja vandann til mergjar; hvað sé að gerast og hvers vegna. Að reynt yrði að svara
EITUR Í
BEINUM
AKUREYRINGA
Aukin fíkniefnaneysla ungs fólks veldur áhyggjum í höfuðstað Norðurlands þótt stærstur hluti
ungdómsins sé til fyrirmyndar – Sjö börn frá Akureyri send í neyðarvistun á Stuðlum frá áramótum
Eftir Skapta Hallgrímsson
Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson
og Skapti Hallgrímsson