Morgunblaðið - 15.05.2005, Qupperneq 34
34 | 15.5.2005
Það eru ekki allir golfboltar hvítir. Um tíma var
vinsælt að nota gula golfbolta, appelsínugula og
nú nýverið notuðu atvinnumenn á Masters-mótinu
svartan golfbolta sem Nike framleiðir.
Konur eiga sinn lit að sjálfsögðu. Og er sá bleikur.
Fljúgandi hefðarfrúin, Flying Lady, hefur verið á
markaðnum lengi en það er Top Flite sem fram-
leiðir boltann. Boltinn hentar þeim sem eru með
hæga sveiflu og er frekar auðvelt að pressa hann
saman og ná honum á flug. Margir karlmenn og
þá sérstaklega þeir sem eldri eru hafa laumast til
þess að nota boltann en láta ekki bera mikið á því
– líklega út af litnum. En það eru til fjölmargar
tegundir ætlaðar konum og eru allir þeir boltar
frekar mjúkir og ætlaðir kylfingum sem eru með
hægari sveiflu.
Á bleiku skýi
SMÁMUNIR…
Ég er alveg sérstaklega óeðlilegur. Það er í þaðminnsta álit kærustunnar þegar hún reynir að takaaf mér ljósmyndir. „Brosa!“ skipar hún mér og ég
reyni að þóknast henni. „Nei, ekki svona gervibros, alvöru-
bros!“ segir hún þá pirruð. „En það er ekkert til þess að
brosa að,“ bendi ég á. Því sé gervibrosið það allra eðlileg-
asta eða miðað við kringumstæður. Ég kreisti fram bros en
myndinni er eytt samstundis. Sögufölsunin heldur áfram
þar til ég þyki nokkuð nálægt því að vera eðlilegur sem sam-
kvæmt henni er þegar ég brosi út að eyrum. Sem ég geri
aldrei nema þegar mér þykir eitthvað fyndið eða er af-
skaplega ánægður, einhverra hluta vegna.
Að vísu er það rétt að brosandi fólk virkar yfirleitt betur
á mann en alvörugefið fólk en ég sækist eftir raunsæi í
myndatökum. Reyni helst að taka
ljósmyndir fólki að óvörum. Þannig
tel ég að fólk sýni sitt rétta andlit, hið
eðlilega ástand. „Ojjj nei eyddu þess-
ari, ég er með svo mikla undirhöku,
skipar kærastan mér fyrir en ég mót-
mæli og bendi á að ljósmyndin ljúgi
ekki, undirhakan sé bara svona mik-
il. Fæ högg að launum. Önnur mynd
er tekin, að þessu sinni er húð undir
höku ekki sjáanleg. Undirhaka er þó
ekki eina vandamálið heldur einnig
líkamsstaða og séu handleggir berir
þá verður að halda þeim út frá líkamanum þannig að hinn
svonefndi „bingó-vöðvi“ klessist ekki upp við búkinn.
Tengdamóðir mín og mágkona komu í heimsókn fyrir
skömmu og þá fyrst byrjaði myndatökuballið. Ég fékk það
verkefni að taka hina fullkomnu ljósmynd af þeim mæðg-
um. Brosið eðlilegt, engin undirhaka, enginn bingóvöðvi,
hárið í lagi. Það sem flækti myndatökur enn frekar var að
allar þrjár urðu að koma jafnvel út á myndinni. Ef ein var
óvart að horfa á matseðil eða ekki brosandi þá varð að taka
aðra mynd. Þegar linsunni var síðan beint að mér var við-
kvæðið iðulega: „Nei, Helgi, ekki svona, vertu eðlilegur!“
og ég tók á öllum mínum eðlilegheitum til að þóknast
kvensunum. Benti þeim þó á að hér væri verið að draga úr
minningargildi ljósmyndarinnar því hún myndi alls ekki
endurspegla sálarástand mitt á þeirri stundu sem hún væri
tekin. Ég væri t.d. mjög svangur og æstur í að panta mér
mat og því væri ég ekki skælbrosandi innan í mér. Þar að
auki væri „slæmum“ ljósmyndum alltaf eytt og því sæist
aldrei hið rétta andlit þess ljósmyndaða. Vanar slíku rausi
létu þær sér fátt um finnast og sögðu engu betra að vera að
gretta sig og fíflast, það væri enn síður mitt rétta andlit.
Varð ég því að láta undan enda þrjár á móti einum.
Í framhaldi af þessum heimspekilegu vangaveltum um
hvenær maður væri eðlilegur og hvenær ekki fór ég að
skoða betur ljósmyndir af mér. „Er ég svona rosalega asna-
legur?“ spurði ég kærustuna sár og svekktur, hver myndin á
eftir annarri af stórfurðulegum náunga með hárið út í loftið
og einhvern óræðan kjánasvip. „Já, elskan mín, þú ert bara
svona asnalegur,“ var svarað af miklum kvikindisskap. Nið-
urstaðan varð sú að mitt eðlilega ástand, af ljósmyndum að
dæma, væri að vera frekar asnalegur. Kannski ekki skrítið
að fólk glotti þegar það sér myndina af mér á debet- og
kreditkortinu. Og ég sem hélt að þetta væri vingjarnlegt og
mjög eðlilegt afgreiðslubros. Jafnvel daður, hver veit. En
nei, myndin er bara mjög asnaleg.
Einu sinni fyrir langa, langa löngu var það merkisvið-
burður að láta taka af sér ljósmynd. Fólk fór í sparifötin og
stillti sér síðan bísperrt upp eins og það stæði frammi fyrir
aftökusveit. Það myndi enginn brosa út að eyrum yfir því.
Það væri óeðlilegt. | helgisnaer@mbl.is
Og brosa svo!
Pistill
Helgi
Snær
Kannski ekki skrítið
að fólk glotti þegar
það sér myndina af
mér á debet- og kred-
itkortinu.
Shiseido hefur bryddað upp á þremur nýjungum fyrir
karla. Lykilorðin eru orka, úthald og hraustlegri lík-
ami. Energizing Formula er rakagel sem ætlað er að
endurlífga húðina; kælandi gel sem hressir þreytta
húð. Moisturizing Self-Tanner er brúnkugel fyrir and-
lit sem kemur í staðinn fyrir hefðbundið rakakrem.
Hvorttveggja má bera á húðina eftir rakstur og
hreinsun. Body Creator Abdomen Toning Gel er gel
sem sagt er vinna á svæðum á maga og mjöðmum til
þess að móta líkamann.
Karlalína frá Shiseido