Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Núpasveit | „Ég er mikil keppnis-
manneskja, verð helst alltaf að
vinna,“ segir Sigurlína Jóhanna Jó-
hannesdóttir í Hjarðarási í Öx-
arfjarðarhreppi. Hún vann fyrstu
og önnur verðlaun í lopapeysu-
samkeppni Áburðarverksmiðj-
unnar, Ístex og sauðfjárbænda og
búið í Hjarðarási var verðlaunað
fyrir góðar afurðir á aðalfundi
Fjallalambs á Kópaskeri. Sigurlína
fæst við ýmislegt annað, sumt er
skráð við nafn hennar í síma-
skránni, annað ekki.
Sigurlína og maður hennar,
Helgi Árnason, eru á kafi í sauð-
burði þessa dagana. Gengur sauð-
burðurinn vel. Þegar blaðamaður
sló á þráðinn norður voru komin
130 lömb og 85% ánna voru tví-
lembdar. Þau eru með um 500 ær á
fóðrum. „Það er alveg nóg að gera,
manni leiðist ekki neitt þegar svona
margt er í gangi,“ segir Sigurlína. Í
miðjum sauðburði vinnur hún að
því að gera fuglahræður og setja
upp og leggur metnað sinn í það
verk, eins og síðar segir frá.
Það vefst aðeins fyrir Sigurlínu
að skýra út jarðarheitið. Þau hjónin
hófu búskap á Hvoli á árinu 1979 en
fluttu sig síðar í Hjarðarás og sam-
einuðu jarðirnar. Þótt þau búi í
Hjarðarási er Sigurlína áfram
kennd við Hvol og kölluð Lína í
Hvoli. Í opinberum gögnum heitir
jörðin hins vegar Snartarstaðir 2,
þar sem báðar jarðirnar þeirra
voru nýbýli út úr Snartarstöðum og
sameinaða jörðin heldur því nafni.
Fjallalamb verðlaunaði sauð-
fjárbúin í Sveinungsvík í Þistilfirði
og Hjarðarás fyrir góðar afurðir á
síðasta ári, það er að segja mestu
vöðvafyllingu skrokkanna og
minnstu fituna. Hún segir þetta
nokkuð einkennilegt, því árið hafi
verið slakt hjá þeim eins og öðrum
sauðfjárbændum á Melrakkasléttu.
Fallþungi lambanna hafi til dæmis
verið tveimur kílóum minni en árið
áður. „Á móti er vöðvahlutfallið
betra og sláturhúsið þarf minni fitu
að skera í burtu. En það var skrítið
að fá verðlaun fyrir þetta,“ segir
hún.
Fallegasta peysan var ekki með
Sigurlína er ekki skráð sauð-
fjárbóndi í símaskránni, heldur
ökukennari. Hún kannast við það
og segist kenna svolítið á bíl og
vinna nokkuð utan búsins eins og
margir sauðfjárbændur þurfa að
gera. Þau taka til dæmis að sér að
svíða hausa og lappir fyrir slátur-
húsið á haustin.
„Það kemur ekki fram í síma-
skránni að ég skógarbóndi. Við er-
um þátttakendur í Norðurlands-
skógum frá 2002 og höfum
skuldbundið okkur til að rækta
skóg á 130 hekturum lands á tíu ár-
um.“ Hún segir að skógræktin
gangi ágætlega. Þau gróðursetji 20
þúsund trjáplöntur á ári. Árang-
urinn komi ekki strax fram, nema
hvað fljótt sjáist hvað drepst og
hvað lifi af. Þau eru að gera til-
raunir með ýmsar trjátegundir til
að sjá hvað dafni best svo norð-
arlega, á Melrakkasléttu. Mikið
hafi verið gróðursett af lerki og
svolítið af birki. Svo hafi verið próf-
uð stafafura og sitkabastarður.
Það kemur heldur ekki fram í
símaskránni að Sigurlína er prjóna-
kona, í meira lagi dugleg og list-
feng. „Ég hef stundum tíma til að
prjóna og ef það hleypur kapp í mig
prjóna ég á hverju kvöldi.“ Hún
hefur áður tekið þátt í prjóna-
keppnum og unnið til verðlauna,
segist ekki geta staðist mátið þegar
keppnir eru auglýstar. Á sam-
keppni Áburðarverksmiðjunnar, Ís-
tex og sauðfjárbænda átti hún tvær
bestu peysurnar, að mati dóm-
nefndar. Sjálf fór Sigurlína ekki
suður til að vera á árshátíð sauð-
fjárbænda þar sem verðlaunin voru
afhent.
„Mér fannst þessar tvær peysur
ekkert sérstaklega fallegar þegar
ég sendi þær en hafði ekkert annað
við þær að gera, fyrst ég var búin
að prjóna þær.“ Eitthvað höfðu þær
þó við sig sem heillaði dómnefnd.
Það fréttist þó norðan frá Kópa-
skeri að Sigurlína hefði ekki náð að
klára fallegustu peysuna áður en
skilafresti lauk og því hefði hún
kannski misst af verðlaunum fyrir
þriðju peysuna. Hún kannast við að
hafa sýnt þá peysu á tískusýningu
heima í héraði og jafnvel að hafa
verið að stæra sig af henni. Þetta er
peysa sem er eingöngu úr þæfðri
ull en ekkert prjónuð eða saumuð.
Segist Sigurlína hafa þæft hana í
fjárhúsunum enda fylgi verkinu dá-
lítið sull.
Mikið lagt í fuglahræðurnar
Enn eitt starfið sem Sigurlína
sinnir og ekki er getið um í starfs-
titli hennar í símaskránni er fugla-
hræðugerð. Hún setur tuttugu til
þrjátíu fuglahræður út í æðarvarp
sem þau hjónin sinna. Hún segist í
raun ekki vita af hverju fólk sé að
setja veifur og drasl í æðarvarp.
Viti ekki til þess að það fæli frá
varg eða dragi að æðarkollur. „En
þetta hlýtur að hafa einhverja þýð-
ingu því það hefur verið gert frá
alda öðli. Og fyrst maður er á ann-
að borð að gera þetta finnst mér
skemmtilegra að hafa þarna fólk og
leggja svolítið í það.“ Fuglahræð-
urnar eru afar skrautlegar.
Í nokkur ár hefur Sigurlína verið
með fuglahræður við heimreiðina
að Hjarðarási. Hún byrjaði á því að
setja upp jólasveina sem voru að
klifra yfir girðinguna. Síðar kom
Grýla með pott og hún skipti um föt
eftir árstíðum. Nú er sú gamla kom-
in með mann, sannan víking, sér við
hlið og Sigurlína á alveg eins von á
því að skötuhjúin eignist börn í
sumar. „Þetta er bara til skemmt-
unar. Ferðafólkið stoppar mikið
hér til að taka myndir. Mig grunar
að þetta sé það eina sem sumir
muna úr ferðalagi um Kópasker og
nágrenni,“ segir hún en í raun hef-
ur fjölskyldan við veginn hagnýtt
gildi. Vegfarendur hægja gjarnan
ferðina og því virka þær eins og
hraðahrindrun. Kemur það helst
æðarkollunum til góða sem þurfa
að fara yfir þjóðveginn með unga
sína síðar í sumar.
Sigurlína Jóhannesdóttir fær útrás fyrir sköpunargleðina í prjónaskap og fuglahræðugerð
Margt sem ekki
kemur fram
í símaskránni
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Vafasamur félagsskapur Sigurlína Jóhannesdóttir er þessa dagana að
koma fuglahræðunum fyrir í æðarvarpinu. Á myndinni sjást hún, til hægri,
og Kunzi Heidi frá Sviss í félagsskap fólksins sem á að hræða fuglana.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Staðardagskrá | Hreppsnefnd Borg-
arfjarðarhrepps samþykkti í síðasta mán-
uði 1. útgáfuna af Staðardagskrá 21 fyrir
sveitarfélagið. Staðardagskráin gildir til
ársins 2020 og í henni er að finna ítarlega
framkvæmdaáætlun með 54 verkefnum
sem á að vera lokið fyrir þann tíma. Stað-
ardagskrárgerðin í sveitarfélaginu tók að-
eins um þrjá mánuði og þar með hafa Borg-
firðingar að öllum líkindum slegið íslenska
sveitarfélagametið sem mun hafa verið í
höndum Fljótsdalshéraðs. Frá þessu grein-
ir á vef Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi, ssa.is.
Sameining | Verkefnisstjórn verkefnisins
Efling sveitarstjórnarstigsins heldur kynn-
ingarfund í Grunnskólanum í Mjóafirði á
morgun, föstudag. Fundurinn hefst kl.
15.00. Mjóifjörður er fámennasta sveitarfé-
lag landsins og svo kann að fara, ef íbúar
samþykkja tillögu sameiningarnefndar um
sameiningu við Fjarðabyggð, Austurbyggð
og Fáskrúðsfjarðarhrepp, að þar verði
breyting á. Á fundinum mun fulltrúi sam-
einingarnefndar verkefnisins kynna til-
lögur nefndarinnar um sameiningu sveitar-
félaga. Nefndin leggur til að
sveitarfélögunum á Austurlandi verði
fækkað um fjögur og ef það gengur eftir í
kosningu íbúa þeirra sveitarfélaga hinn 8.
október nk., verða sveitarfélögin á Austur-
landi alls níu. Undirbúningur og aðferð við
sameiningarkosningarnar verða einnig
skoðaðar og fulltrúi tekjustofnanefndar
kynnir tillögur verkefnisins um auknar og
breyttar tekjur sveitarfélaga. Þá mun
fulltrúi verkefnisstjórnar kynna tillögur um
breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Þess er vænst að fulltrúar sem
flestra sveitarfélaga á Austurlandi mæti til
fundarins, ekki bara þeirra sveitarfélaga
sem tillögur sameiningarnefndar ná til. Frá
þessu greinir á vefnum ssa.is.
Seyðisfjörður | Listahátíðin Á
Seyði var opnuð sl. helgi að við-
stöddu fjölmenni og hefur opn-
unarhátíðin aldrei verið jafnviða-
mikil. Hátíðin hófst með foropnun
á sýningu Önnu Líndal í Skaftfelli
og komu gestir m.a. með hringflugi
Listahátíðar í Reykjavík og rútum
frá Akureyri. Hin formlega opnun
Á Seyði fór fram í Seyðisfjarð-
arkirkju síðar um daginn og voru
þar frumflutt þrjú tónverk eftir
Einar Braga Bragason, Maríu
Gaskell og hljómsveitina Míri.
Verkin voru sérstaklega samin fyr-
ir Á Seyði sem heldur nú hátíðlegt
tíu ára afmæli listahátíðarinnar.
Cecil Haraldsson, forseti bæj-
arstjórnar, setti hátíðina og Að-
alheiður Borgþórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Á Seyði, kynnti
dagskrá. Meðal viðburða má nefna
að á Jónsmessu mun Fjallkonan
bjóða Klink & Bank upp í dans og
er um að ræða hátíð sem stendur
frá 20. júní til 26. júní þar sem 30
tónlistar- og myndlistarmenn hafa
boðað komu sína. Vesturveggurinn
í menningarmiðstöðinni Skaftfelli
fer af stað 25. júní og Karlinn í
tunglinu, hátíð barna um svipað
leyti. Sú hátíð á sér orðið samnefn-
ara bæði á Ísafirði og Siglufirði.
11.–16. júlí verður listahátíð ungs
fólks, L-unga, með fjölbreyttu
námskeiðahaldi og tónleikum fyrir
krakka frá 16–25 ára. Bláa kirkjan
og Muff Worden verða með viku-
lega tónleikaröð frá 29. júní til 10.
ágúst og í ágúst verða einnig
Norskir dagar og verða þá opnaðar
m.a. tvær sýningar á vegum
Tækniminjasafnsins. Norskir
handverksmenn halda sýningar og
námskeið. Aðalheiður segir mynd-
list verða rauða þráðinn í listahá-
tíðinni þetta árið og byrji með sýn-
ingu Önnu Líndal í Skaftfelli.
Kvöldverður í Angró
Í tilefni opnunar Á Seyði var
rúmlega 200 manns boðið til kvöld-
verðar á vegum hátíðarinnar,
Björns Roth myndlistarmanns og
Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði.
Kvöldverðurinn var haldinn í
Angró, gömlu íbúðar- og bryggju-
húsi utarlega í bænum. Húsið,
byggt árið 1880, var bústaður at-
hafnamannsins Ottos Wathne, sem
nefndur er faðir Seyðisfjarðar og
hafði gríðarleg áhrif á athafnalíf
bæjarins á sinni tíð. Dieter Roth
hélt sýningu á Seyðisfjarðarhús-
unum í Angró árið 1995. Starfsfólk
Hótels Öldunnar sá um veitingar
og aðstöðuna í Angró og þótti tak-
ast einkar vel upp.
Margt forvitnilegra viðburða á listahátíð Seyðfirðinga
Vagga seyðfirsks atvinnulífs
Angró, hús Ottos Wathne, byggt
árið 1881 og nú hluti af Tækni-
minjasafni Seyðisfijarðar.
Á Seyði
brostin á
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hefur lyft grettistaki Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menning-
armálafulltrúi á Seyðisfirði, kynnti Á Seyði.
Beint flug | Forsvarsmenn ferðaskrifstof-
unnar Transatlantic segja beint flug á milli
Egilsstaða og Kaupmannahafnar verða að
veruleika um helgina. Reiknað er með að
flugvél frá evrópsku félagi sem ekki hefur
verið gefið upp hvert er, lendi á Egilsstaða-
flugvelli um kl. 22 nk. sunnudagskvöld og
fljúgi utan á mánudag.
AUSTURLAND