Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi hafi ætlað að aðstoða þau við að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Hann var með vegabréf frá Singapúr, sem virtist ófalsað við fyrstu rannsókn. Fólkið er nú í haldi lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli og hefur verið yfirheyrt með aðstoð túlka. Verður yfirheyrslum haldið áfram í dag. Gott orðspor Íslands misnotað Mál þessa fólks er frábrugðið málum annarra, sem hingað til hafa verið stöðvaðir hér með vafa- söm ferðaskilríki. Aðrir hafa verið gómaðir við vegabréfaskoðun á leið út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Við höfðum grun um að menn væru að not- færa sér það góða orðspor sem fer af eftirliti hér,“ sagði Jóhann. „Þeir kæmu hingað frá Lund- únum, sem eru utan Schengen-svæðisins, og færu beint í flug til Bandaríkjanna án þess að fara í gegnum landamæraeftirlit Schengen- svæðisins hér á landi. Við vorum því með sérstakt FJÖGUR ungmenni, þrjár konur og einn karl, auk meints fylgdarmanns þeirra, voru stöðvuð af lögreglu á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrra- dag. Talið er að ungmennin hafi ætlað að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Jóhann R. Bene- diktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, seg- ir vísbendingar vera sterkar um að hér sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Fólkið kom hingað til lands frá London og var á leið til Orlando. Ungmennin voru með vega- bréf frá Singapúr sem ekki eru talin þeirra eig- in. Enn hefur ekki fengist staðfest af hvaða þjóð- erni ungmennin eru. Talið er að þau séu í kringum tvítugt en erfitt er þó að segja til um aldur þeirra, að sögn Jóhanns. Meintur fylgd- armaður unga fólksins, karlmaður fæddur 1961, var einnig stöðvaður en grunur leikur á að hann eftirlit með Lundúnaleggnum og það bar þennan árangur. Þetta sýnir að eftirlitið hér er í lagi og hvað landamæraverðir okkar eru árvakrir. Þetta sýnir einnig hvað afbrot á þessu sviði eru út- hugsuð. Þegar þessi mál komu upp síðast tókum við mjög hart á þeim. Þær rannsóknir hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og við verið beðin um að kynna þær erlendis. Við viljum viðhalda því orðspori að hér sé eftirlit öflugt og að menn noti ekki Ísland sem áningarstað við þessa skipu- lögðu glæpastarfsemi. Þau skilaboð viljum við senda eins skýr og við getum.“ Jóhann sagði sterkar vísbendingar um að hér væri um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Of snemmt væri að fullyrða um hvers konar afbrot væri að ræða, en rannsóknin beinist m.a. að þeim þætti. Reynt verður að staðfesta ríkisfang fólks- ins og hefur verið haft samband við lögreglu- yfirvöld í öðrum löndum og leitað upplýsinga um fólkið í því skyni. Fjögur ungmenni stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með ólögleg ferðaskilríki Sterkar vísbendingar um skipulagða glæpastarfsemi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SELMA Björnsdóttir fulltrúi Íslands stígur ásamt dönsurum sínum á sviðið í Kænugarði í kvöld þar sem undankeppni Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, Eurovision, fer fram að þessu sinni. Selma og dansararnir æfðu stíft í gær og klæddust þá þeim búningum sem þær verða í í kvöld. Selmu er spáð góðu gengi og hún stefnir að því að komast í aðalkeppnina, sem fer fram á laugardagskvöld. Morgunblaðinu í dag fylgir sérstakur blaðauki um Eurovision þar sem fyrri árang- ur Íslendinga í keppninni er meðal annars rifjaður upp, en Ísland tekur nú þátt í henni í 18. sinn. Besti árangurinn er 2. sætið. Morgunblaðið/Sverrir Selmu spáð góðu gengi í Kænugarði í kvöld LEIKHÓPNUM Vest- urporti hefur verið boð- ið að taka þátt í Golden- mask-leiklistarhátíðinni sem Listaleikhúsið í Moskvu stendur fyrir í fjórða sinn í september næstkomandi, og sýna verk Jóns Atla Jón- assonar, Brim. Á hátíð- inni er slegið saman úrvali af evrópskum uppsetningum sem vakið hafa athygli og frambærilegustu sýningum á hverjum tíma í Rússlandi. Hátíðin vekur jafnan mikla athygli fjölmiðla og hefur fest sig í sessi sem einn helsti leikhúsviðburður Rússlands. Þá hefur nýjasta verk Jóns Atla, Rambó 7 sem frumsýnt verður á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í kvöld, verið selt þýsku umboðsfyrirtæki sem hyggur á sýningar á því í Þýskalandi./48 Leikrit Jóns Atla til Rússlands og Þýskalands Jón Atli Jónasson FULLTRÚAR fyrirtækjanna Enex, Orku- veitu Reykjavíkur og Íslandsbanka skrifuðu í gær undir samkomulag við Shanxi CGCO orkufyrirtækið og fjárfestingarfélag Xian- yang-borgar í Kína um samstarf um að leggja hitaveitu í nýtt hverfi í borginni. Í dag er stærsta jarðvarmaveita heims í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að hitaveitan í Xianyang nái í fyrstu til 100-150 þúsund íbúa, sem er sá fjöldi sem samkomulagið nær til, en búist við að neytendurnir verði 400 þúsund, en þá yrði veitan sú stærsta í heimi. Zhang Liyong, borgarstjóri Xianyang, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að borg sín væri auðug af jarðvarma. „Við erum áfjáð í að hefja vinnslu jarðvarma og við vitum að Ísland hefur forskot í þekkingu á að þróa og nýta jarðhita,“ sagði hann og vonaðist til að geta haldið áfram að nota jarðhita víðar í borginni, helst fyrir hana alla, en íbúarnir eru um 4,8 milljónir. Nýtt fyrirtæki, Enex Kína, sem er í eigu Enex, Orkuveitunnar og Íslandsbanka, verð- ur meirihlutaeigandi að hitaveitunni, sem mun nýta jarðvarma. Ásgeir Margeirsson, formaður Enex Kína, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú vinna, sem væri fram- undan, byði upp á ýmsa möguleika, til dæmis að halda áfram að stækka í Xianyang. Samn- ingurinn er metinn á um 20 milljónir dollara, eða um 1,3 milljarða króna. Viðskiptin komust á í ferð iðnaðarráðherra í fyrra Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir það mikið fagnaðarefni að samningar hafi tekist um hitaveituna í Xianyang-borg í Kína. Þessi viðskipti hafi komist á í heimsókn sinni og viðskiptasendinefndar til Kína fyrir rúmu ári, þar sem m.a. fulltrúar Enex og Orkuveitu Reykjavíkur voru með í för. Val- gerður segist þá hafa átt góðan og árangurs- ríkan fund með borgarstjóra Xianyang- borgar. Eftir þann fund hafi Enex haldið áfram undirbúningi þess samnings sem und- irritaður var í gær. Valgerður segir að ferðin til Kína í fyrra hafi skilað miklum árangri, m.a. lækkun tolla á grálúðu um síðustu ára- mót, auk þess sem hún hafi þá nefnt mögu- leika á fríverslunarsamningi við Kínverja. Í Viðskiptablaðinu, sem fylgir Morg- unblaðinu í dag, er ítarleg umfjöllun um Kína og viðskipti Íslendinga á þessum fjarlægu slóðum. Íslendingar leggja jarðvarmaveitu í Kína  Samið/B1 KVIKMYNDIN World of Solitude eða Öræfa- kyrrð hlaut fyrstu verð- laun, „Grand Prix“, á al- þjóðlegri kvikmynda- hátíð sem haldin var í Dolna Banya í Búlgaríu 7. til 9. maí s.l. Öræfa- kyrrð (The World of Sol- itude) er eftir Pál Stein- grímsson og framleidd af Kvik kvikmyndagerð. Höfundur handrits og þulur er hinn þekkti sjónvarpsmaður Magnús Magnússon. Alþjóðleg dómnefnd hátíðarinnar ákvað að veita Öræfakyrrð (The World of Solitude) fyrstu verðlaun, Storkahreiðursverðlaunin, í heimildamyndaflokki fyrir „heillandi samþætt- ingu fallegrar kvikmyndatöku og sterkrar borgaralegrar afstöðu“. Anguel Marin, vara- forseti búlgarska lýðveldisins, afhenti verð- launin. Á hátíðinni Grænu bylgjunni, umhverf- ishátíð 21. aldar Evrópu (Green Wave 21st Century European Environment Festival) kepptu kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem fjölluðu um umhverfismál og vernd umhverf- isins. Hátíðin var styrkt af Evrópusambandinu. Öræfakyrrð var einnig valin til verðlauna á kvikmyndahátíð í St. Pétursborg í Rússlandi á liðnu hausti. „Green Vision“ (Græn sýn) hátíðin er helguð kvikmyndum um umhverfismál og var hún haldin í 9. sinn frá 21. september til 24. september síðastliðins. Öræfakyrrð fékk fyrstu verðlaun Páll Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.