Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 19 ERLENT London. AFP. | Breski þingmaðurinn George Galloway sneri vörn í sókn er hann kom fyrir bandaríska þing- nefnd til að svara ásökunum um, að hann hefði tekið við mútum frá Sadd- am Hussein, fyrr- verandi Íraksfor- seta. Eru flest dagblöð sammála um það. Galloway lét ekkert upp á sig standa er hann kom fyrir nefnd- ina, sem rannsak- að hefur ýmislegt misferli varðandi þá áætlun Sameinuðu þjóðanna að leyfa stjórn Saddams að selja olíu fyrir lyfjum og mat. „Þannig átti þetta ekki að vera,“ sagði í breska blaðinu Daily Mirror. „Þegar Daníel lenti í ljónagryfjunni, lét hann það vera að auðmýkja og hrella ljónið. Það var þó einmitt það, sem Galloway gerði í Washington. Hann varði sig ekki aðeins, heldur vísaði hann ásökununum heim til föðurhúsanna.“ Mirror sagði, að bandarísku nefndinni hefði sviðið mest undan þeim orðum Galloways, að hann hefði aðeins tvisvar farið til Íraks, jafnoft og Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefði hitt Saddam tvisvar á níunda áratugnum í því skyni að selja hon- um vopn. „Breskur þingmaður hæðist að öldungadeildarmönnum“ var fyrir- sögnin í stórblaðinu The New York Times. Galloway sneri vörn í sókn George Galloway Antonio Villaraigosa var í gær kjörinnborgarstjóri Los Angeles. Þetta er ífyrsta skiptið í meira en 130 ár semmaður af rómönskum uppruna er kjör- inn æðsti embættismaður þessarar næstfjölmenn- ustu borgar Bandaríkjanna. Villaraigosa, sem er 52 ára, lýsti yfir sigri þegar um 82% atkvæða höfðu verið talin. Þá hafði hann fengið 59% atkvæðanna en keppinautur hans, James Hahn, sem sóttist eftir endurkjöri, 41%. Úrslitin höfðu ekki verið formlega staðfest en öruggt þótti að Villaraigosa hefði sigrað. Hahn hringdi í hann um klukkan sjö að íslenskum tíma í gærmorgun og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Kjörsóknin var lítil, um 30%. „Ég mun aldrei gleyma uppruna mínum. Ég ætla mér að vera borgarstjóri sem leggur sig allan fram á degi hverjum ykkar vegna,“ sagði Villaraigosa er hann fagnaði sigri. Ólíkur uppruni Hann er sonur innflytjenda frá Mexíkó og hætti námi í framhaldsskóla sem hann sótti í fátækra- hverfi í austurhluta borgarinnar. Aðstæður á heimilinu voru erfiðar m.a. vegna drykkjusýki föðurins. Síðar vann Villaraigosa fyrir sér með námi og lauk lögfræðiprófi. Hann hefur m.a. verið forseti þings Kaliforníu en sinnt borgarmálum að undanförnu. Keppinautur hans, James Hahn, var á hinn bóginn fulltrúi hinnar auðugu og valdamiklu, póli- tísku yfirstéttar Los Angeles. Faðir hans var ára- tugum saman háttsettur innan borgarkerfisins. Í Los Angeles búa um 3,7 milljónir manna. Nú er svo komið að 46,5% íbúanna rekja uppruna sinn til Rómönsku-Ameríku. Hins vegar hefur maður af því bergi brotinn ekki verið borgarstjóri í meira en 130 ár eða frá því að Cristobal Aguilar lét af embætti árið 1872. Þá bjuggu tæplega 6.000 manns í Los Angeles. Sitjandi borgarstjóri hefur jafnan náð endurkjöri frá árinu 1933. „Ég hefði betur gortað mig meira af afrekum mínum,“ sagði Hahn þegar ósigurinn blasti við. Baráttan um borgarstjóraembættið var afar hörð að þessu sinni. Hins vegar tókust þessir sömu menn á um embættið í síðustu kosningum árið 2001 en þá fór Hahn með sigur af hólmi eftir að hafa tryggt sér mikinn stuðning í röðum blökkumanna (sem eru um 11% íbúanna). Í þetta skiptið var Hahn í vörn bróðurpart kosningabar- áttunnar og þurfti m.a. að bregðast við ásökunum um óeðlilegar fjármögnunaraðferðir sem virðast hafa skaðað hann. Raunar vændi hann Villarai- gosa um hið sama enda slíkar ásakanir viðteknar í bandarískum stjórnmálum. Lögðu áherslu á aukna löggæslu Frambjóðendurnir tilheyra báðir Demókrata- flokknum og báðir lögðu áherslu á að brugðist yrði við þeim margháttaða félagslega vanda sem þjakar íbúa Los Angeles. Þeir lögðu ríka áherslu á mikilvægi þess að auka löggæslu og hindra glæpa- starfsemi auk þess sem viðbrögð við meintri spill- ingu af ýmsum toga voru þeim ofarlega í huga. Villaraigosa sótti hart að Hahn sökum þess síðast- nefnda en á vettvangi alríkisstjórnarinnar stend- ur nú yfir rannsókn á ýmsum verkefnum sem borgin hefur samið við um verktaka og þykja byggjast á vafasömum samningum. Hins vegar hefur Hahn ekki verið bendlaður persónulega við þetta fyrirkomulag. Þá kvarta íbúar Los Angeles undan aukinni spennu í samskiptum kynþátta, kæfandi mengun, glæpatíðni, húsnæðisskorti og viðvarandi umferð- artöfum á hraðbrautum borgarinnar sem nær yfir gífurlega stórt landsvæði. Skólakerfið þykir held- ur óskilvirkt og erfitt í rekstri enda tala börnin sem þangað sækja menntun sína 92 ólík tungumál á heimilum sínum. Viðlíka fjölbreytileiki hvað þetta varðar þekkist tæpast í heimi hér. Fjármál borgarinnar þykja hins vegar í góðu horfi. Sigur Villaraigosa er hafður til marks um þá breytingu sem orðið hefur í Los Angeles nú þegar rétt tæpur helmingur íbúanna rekur rætur sínar til landa Rómönsku Ameríku. Hann þykir því um leið til vitnis um síaukinn skriðþunga þessa þjóð- félagshóps í bandarískum stjórnmálum. „Ég hef sagt að ég kunni að verða sá fyrsti en ég verð ábyggilega ekki sá síðasti,“ sagði Villaraigosa m.a. er hann ræddi framboð sitt. „Ábyggilega ekki sá síðasti“ Sonur fátækra innflytjenda frá Mexíkó kjörinn borgarstjóri Los Angeles Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Reuters Antonio Villaraigosa þykir eiga svo auðvelt með að ná til kjósenda að hæfileikar hans á því sviði eru taldir jaðra við að teljast „clintonískir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.