Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 53 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKER´S GUIDE... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 THE WEDDING DATE Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 THE JACKET Sýnd kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 SAHARA Sýnd kl. 5.30- 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS Sýnd kl. 4 - 6 - 8 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 10.30 ÁLF BAKKI THE WEDDING DATE kl. 6 - 8.15 - 10.15 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 5.50 - 8 - 10.15 SAHARA kl. 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 6 Wedding Date Kl. 8 og 10 Hitchhiker´s... Kl. 8 The Interpreter Kl. 10.10 THE WEDDING DATE kl. 8 - 10 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 8 JACKET kl. 10   DV    FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR  MBL Fyrsta stórmynd sumarsins SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársinser komin í bíó. Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. j t f l t í i i í í . i i i l t l i i fti l . Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum Sumarskól inn í FB Netinnritun og upplýsingar á w w w . f b . i s Innritun í FB á mill i 17:00 og 19:00 virka daga. Einnig laugardaginn 21. maí frá kl. 10:00 til 13:00. MIÐASALA á tónleika Antony and the Johnsons hefst föstudaginn 20. maí kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg, Plötubúð Smekk- leysu og á midi.is. Þeir sem kaupa sér miða á Antony geta keypt miða í leiðinni á Sonic Youth, en formleg miðasala á þá tónleika hefst 27. maí. Mánudaginn 16. maí hélt Antony and the Johnsons tónleika í Loppen í Kaupmannahöfn. Dómar í Politi- ken og Jyllands Posten tala sínu máli en þar halda gagnrýnendur vart vatni og lýsa hrifningu sinni á tónleikunum, að því er segir í til- kynningu frá aðstandendum tón- leikanna. Tónleikarnir fara fram 11. júlí á Nasa við Austurvöll. Þeir eru liður í Evrópuför Antony og mun henni ljúka hér á landi. „Frá því að tón- listarmaðurinn Antony kom fram á sjónarsviðið fyrir réttum 8 árum hefur hróður hans farið ört vax- andi. Á þessu ári hefur hann tekið mikið stökk en í febrúar kom hljóm- platan Ím a Bird Now, sem gagn- rýnendur hafa keppst við að hefja upp til skýjanna. Hann hefur fengið frábæra dóma í öllum helstu tóm- listarblöðum heimsins og er Ísland ekki undanskilið,“ segir í tilkynn- ingu frá tónleikahöldurum. Miðasala á Antony and the Johnsons hefst á morgun Antony hefur hlotið afbragðsdóma fyrir tónleika sína. BENNI Hemm Hemm heldur tón- leika í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Benni Hemm Hemm sjálfur, Benedikt Hermann Hermannsson, segir aðspurður að tilefnið sé að um það bil ár sé liðið frá stofnun sveit- arinnar. „Hún varð til fyrir fimm ára afmælistónleika Tilraunaeldhússins. Ég var búinn að vera á Ítalíu að semja lög og var beðinn um að spila á þessum tónleikum. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að spila lögin með forrituðum trommum og svoleiðis, þannig að ég bjó til risahljómsveit,“ segir hann. Meðlimir sveitarinnar eru félagar Benna „og allir snillingar,“ segir hann. Hljómsveitin mun, að sögn Benna, spila öll lög sem hún kann. Flest eru eftir hann, en tvö eru eftir aðra, annað þeirra „Til eru fræ“ sem Haukur Morthens gerði frægt. Plata í sumar Benni er nýlokinn við að taka upp hljómplötu, sem væntanlega kemur út í sumar. „Það á eftir að hljóðblanda hana og hljómjafna. Við tókum eina upptökulotu í Sundlauginni, tókum sjö lög upp á 24 rása tveggja tommu segulband. Þannig gerðum við sjálf- um okkur svolítið erfitt fyrir, enda ekki hlaupið að því að finna svoleiðis vélar til að halda áfram með upptök- urnar. Einhvern veginn reddaðist þetta samt og svo tókum við aðra lotu í Klink og Bank um daginn,“ segir hann. „Hún kemur út í sumar,“ segir Benni um plötuna, „annars fæ ég taugaáfall.“ Ekki er komið nafn á gripinn. „Það á eftir að verða mikill höfuðverkur, að finna það.“ Með Benna í hljómsveitinni eru níu hljóðfæraleikarar. Leifur Jónsson og Finnur Ragnarsson leika á básúnur, Ingi Garðar Erlendsson leikur á alt- horn, Elsa Kristín Sigurðardóttir leikur á kornett, Áki Ásgeirsson leik- ur á trompet, Helgi Svavar Helgason leikur á trommur, Davíð Þór Jónsson leikur á bassagítar, Guðmundur Steinn Gunnarsson leikur á gítar og Ólafur Björn Ólafsson leikur á klukkuspil. Benedikt sjálfur syngur og leikur á gítar. Tónleikar | Benni Hemm Hemm spilar á Hótel Borg í kvöld Morgunblaðið/Sverrir Benni Hemm Hemm er þekktur fyrir að halda uppi stuðinu þegar til hans er leitað. Tökum öll lögin sem við kunnum Benni Hemm Hemm heldur tón- leika í Gyllta salnum á Hótel Borg og hefjast þeir kl. 21. Stórsveit Nix Noltes hitar upp. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is HLJÓMSVEITIN Drýsill, með Eirík Hauksson í fararbroddi, mun hita upp fyrir Megadeth á tónleikum sem haldnir verða í Kaplakrika 27. júní. Sala á tónleikana hefst sunnu- daginn 22. maí í Íslandsbanka, Kringlunni og Smáranum, á midi.is, Pennanum Akranesi og Vest- mannaeyjum, Dagsljósi á Akureyri, Tónaspili í Neskaupstað, Hljóðhús- inu Selfossi og Hljómavali í Kefla- vík. Miðaverð er 4.500 krónur. Í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna segir: „Hljómsveitin Drýsill hefur verið valin sem upp- hitun. Þessa sveit ættu margir að kannast við, en hana skipa Eiríkur Hauksson sem kemur frá Noregi, Einar Jónsson, Jón Ólafsson, Sig- urður Reynisson og Sigurgeir Sig- mundsson. Drýsill var stofnaður 1984 og starfaði til ársins 1986. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Welcome to the Show árið 1985. Þessi sveit er fyrsta alvöru þunga- rokksbandið á Íslandi og ruddi brautina fyrir marga aðra á þessum tíma. Drýsilsmenn eru miklir aðdá- endur Megadeth og ættu þessar sveitir að smellpassa saman.“ Tónleikar | Miðasala hefst á Megadeth-hljómleikana á sunnudag Drýsill hitar upp Eiríkur Hauksson, Einar Jónsson, Jón Ólafsson, Sigurður Reynisson og Sigurgeir Sigmundsson skipa Drýsil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.