Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 133. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Vala Matt og Innlit/útlit Hættir á Skjá einum og byrjar með nýjan þátt á nýrri stöð í haust | 52 Viðskipti | Margvísleg tækifæri í Kína  Efnahagslíf austan hafs og vestan Íþróttir | CSKA Moskva sigraði Nicklaus kveður á St. Andrews Eurovision blaðauki | Þjóðirnar aldrei fleiri  Á núllinu  Þín eigin stigatafla Viðskipti, Íþróttir og Eurovision París. AFP. | Rauður klæðnaður getur gefið íþróttamönnum forskot í keppni, segja nið- urstöður rannsóknar sem birtist í breska vísindaritinu Nature í dag. Mannfræðingar skoðuðu árangur kepp- enda í bardagaíþróttum á Ólympíuleikum, þar sem þátttakendum var úthlutað af handahófi annað hvort bláum eða rauðum búningum. Í ljós kom að í 19 af 29 þyngd- arflokkum sigraði rauð- klæddur keppandi. Evrópukeppnin í knatt- spyrnu var einnig skoðuð og þar skoruðu lið oftar og unnu frekar leiki þegar þau kepptu í rauðum búningum. Vísindamennirnir segja að rauður litur sé gjarnan tengdur árásarhneigð og því kunni þeir sem klæðast rauðu að hafa eins- konar dulið forskot í keppni. Benda þeir á að liturinn geti ráðið úrslitum þegar um annars jafna keppendur ræðir. Rauðklæddir hafa forskot ÁLFTAPARIÐ á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi spók- aði sig í gær með fimm unga, nýskriðna úr eggjum. Álftir þessar hafa átt varpstað við Bakkatjörn um árabil og komið þar upp ungum sínum. Þrátt fyrir nepjuna í gær naut fjölskyldan sólarinnar og virtist ekki láta á sig fá þótt hann blési. Morgunblaðið/Ómar Stoltir svanir sýna ungana FASTEIGNAVERÐ mun hækka um 15% fram á næsta ár en verð mun staðna árið 2007. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá Greining- ar Íslands- banka. Ingólfur Bender, for- stöðumaður deildarinnar, segir að draga muni verulega úr hækkun fasteignaverðs á næstunni og að margir þættir spili þar inn í. Þar megi meðal annars telja að áhrif aukins lánaframboðs muni fjara út sem og áhrif lækkunar vaxta á langtímalán- um. Ennfremur muni vænt- ingar um verðstöðnun og jafn- vel verðlækkun verða til þess að fólk kaupi síður fasteignir en það leiði til verðlækkunar. Spá 15% hækkun fasteigna- verðs út árið  Áframhaldandi/B2 Peking. AFP. | Matarskorturinn í Norður-Kór- eu er að breytast í hungursneyð vegna þess að birgðir WFP, Matvælaaðstoðar Samein- uðu þjóðanna, eru að verða uppurnar. Gerald Bourke, tals- maður WFP í Peking, segir ástandið orðið graf- alvarlegt enda hafi lítið borist af matvælum frá því í október. Vegna þess verði aðstoðinni hætt á næstu mánuðum við obb- ann af þeim 6,5 milljónum manna sem taldar eru í mestri þörf fyrir hana. Dreifing á matarolíu til 1,5 milljóna aldr- aðra, barna og barnshafandi kvenna var lögð niður í apríl. Í þessum mánuði hætta 1,2 milljónir barna og kvenna að fá ýmis matvæli svo sem baunir. Í næsta mánuði verður 2,1 milljón forskólabarna, aldraðra og fátækra ekki lengur gefið korn. Norður-Kóreustjórn hefur reitt sig á er- lendar matargjafir undanfarinn áratug. Um tveir þriðju hlutar íbúa landsins, sem eru alls um 23,7 milljónir, eru háðir matarúthlutun- um stjórnvalda. Minnkuðu þau nýlega korn- skammtinn úr 300 grömmum í 250, sem er aðeins helmingur af daglegri þörf. Hungrið sverfur að í N-Kóreu Munaðarlaus börn í Norður-Kóreu ♦♦♦ Kabúl. AFP. | Þekkt afgönsk sjón- varpskona var myrt á heimili sínu í Kabúl í Afganistan í gær. Grunur leikur á að bókstafstrúarmenn hafi verið að verki. Konan hét Shaima Rezayee og var 24 ára gömul. Hún hafði um skeið umsjón með tónlistarþætti á Tulo-sjónvarpsstöðinni í Afganist- an. Tulo er ein margra sjónvarps- stöðva í einkaeigu sem hófu rekst- ur í Afganistan eftir fall stjórnar talibana síðla árs 2001. Þáttur Rezayee, sem sendur var út á degi hverjum, minnti um sumt á þætti á MTV-tónlistarstöðinni. Hún var vestræn í háttum og klæðaburði og huldi hár sitt aðeins lítillega. Rót- tækir íslamskir klerkar fordæmdu þáttinn með vísan til kennisetninga bókstafstrúarmanna um siðspill- andi, vestræn áhrif á æsku lands- ins og fór svo að Rezayee var sagt upp störfum í marsmánuði. Í þau fimm ár sem talibanar voru við völd í Afganistan var Rezayee líkt og öðrum stúlkum neitað um skólagöngu. Þá var hún neydd til að klæðast jafnan „búrku“ er hún fór út á meðal fólks. Í viðtölum kvaðst hún vera fulltrúi nýrra tíma í heimalandi sínu. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl sagði óþekkta menn vopnaða skot- vopnum hafa myrt Rezayee en kvaðst ekki hafa nánari upplýsing- ar. Unnið væri að rannsókn máls- ins. Sjónvarpskona myrt í Kabúl FJÖLMÖRG íslensk fyrirtæki, stór og smá, hafa nýtt sér þau viðskipta- tækifæri sem hafa gefist í Kína síð- ustu ár. Þetta kemur glögglega fram í ítarlegri umfjöllun um tæki- færin í Kína í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í dag. Gott dæmi um þetta eru hjónin Bárður Guðfinnsson og Lára Liv Ólafsdóttir sem fyrir átta árum tóku sig upp og fluttust frá Íslandi til Kína til að stunda viðskipti. Stofn- uðu þau fyrirtækið Lexus í borginni Shanghai sem skilgreint er sem framleiðslufyrirtæki í fatnaði og fylgihlutum. Áður ráku þau hjónin fataverslunina Cha Cha í Kringl- unni. Er Lexus nú með framleiðslu í átta verksmiðjum, þar sem fólk á vegum Bárðar og Láru sinnir gæða- eftirliti. Helming á móti þeim í Lex- us eiga Guðmundur Jónsson verk- taki, Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, og Óttar Ólafsson, bróðir Láru. Milljarðssamningur Air Atlanta Í tengslum við heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, til Kína hafa nokkur íslensk fyrirtæki gert viðskiptasamninga. Þannig hefur Air Atlanta undirritað samning við fyrirtækið Ameco í Peking um viðhald og eftirlit með flugvélum félagsins. Hefur Ameco frá árinu 1999 séð um viðhald á Boeing-747 vélum Air Atlanta og fengið greiddar fyrir það 34 millj- ónir dollara, eða 2,2 milljarða króna. Andvirði samningsins nú, sem gildir í eitt ár, er 15 milljónir dollara, eða um einn milljarður króna. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við sölustjóra Ice- landair í Kína, Judy Cao, sem hefur það hlutverk að beina straumi kín- verskra ferðamanna á norðurslóðir. Hefur það gengið mjög vel en sex þúsund kínverskir ferðamenn heim- sóttu Ísland á síðasta ári. Cao segir Kínverja kunna að meta náttúru og sögu Íslands. Að sögn James T. Liu, yfirmanns skrifstofu Eimskips í borginni Qingdao í Shandong-héraði, þar sem tíu manns starfa, eru miklir vaxtarmöguleikar í Kína. Eimskip hefur áform um að opna fleiri skrif- stofur, fyrst í borginni Dalian í júní og í Suður-Kóreu í lok ársins. Liu segir að Eimskip muni hafa milli- göngu um flutninga á tvö þúsund gámum á mánuði frá júlí og fram í nóvember á þessu ári. Í sömu byggingu í Qingdao og Eimskip er með skrifstofu í eru keppinautarnir í Samskipum með sína umboðsskrifstofu. Liu Wei hjá Samskipum segir mikið svigrúm til að þróa viðskipti í Kína og fyrirtæk- inu hafi vegnað þar vel. Íslensk hjón með fram- leiðslu í átta verksmiðjum Vaxandi umsvif íslenskra fyrir- tækja á ýmsum sviðum í Kína  Tækifærin í Kína/Viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.