Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari Klifurhjól í reynslu- akstri Bílar á morgun FLUTNINGASKIP Eimskips munu frá 25. þessa mán- aðar koma við í hafnarborginni Teesport á austurströnd Bretlands á leið sinni frá Austfjarðahöfnum til meg- inlands Evrópu. Með þessari breytingu á siglingaáætlun vill Eimskip koma til móts við þarfir fiskútflytjenda á Austfjörðum og Norðurlandi eystra, sem þurfa að koma ferskum fiski á markað í Evrópu. Breytt siglingaáætlun gildir um skip félagsins sem sigla á svokallaðri Norðurleið en þau sigla frá Reykjavík til Eskifjarðar og þaðan til Þórshafnar, Teesport, Rott- erdam, Hamborgar, Gautaborgar og Árósa. Að und- anförnu hafa skipin Dettifoss og Goðafoss siglt á þessari leið og munu gera það áfram. Skipin munu hafa viðkomu í Teesport hverja aðfaranótt sunnudags, en tímasetn- ingin er mjög mikilvæg þar sem verslun á fiskmörkuðum er jafnan mest á mánudögum. Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að á síðustu ár- um hafi útflutningur á ferskum fiski til Evrópu aukist verulega en frystar sjávarafurðir séu nú í vaxandi mæli fluttar til Kína. Miklu varði fyrir ferskfiskútflytjendur að geta komið vörunni til kaupenda á skjótan og öruggan hátt. Markmið Eimskips með breyttri siglingaáætlun sé að gera útflytjendum á Austfjörðum og Norðurlandi eystra þetta mögulegt. Breytingin skapi einnig útflytj- endum í Færeyjum ný tækifæri því skipin munu koma við í Þórshöfn á leið sinni til Teesport. Eimskip með vikulega við- komu í Teesport Morgunblaðið/Eggert FISKISTOFA svipti þrjú skip leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í aprílmánuði. Haukur ÍS var svipt- ur leyfinu vegna afla umfram afla- heimildir og gildir leyfissviptingin í tvær vikur eftir að aflamarks- staða skipsins hefur verið lag- færð. Þá voru Sóley ÍS og Sig- urvon GK svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna vanskila á afla- dagbókarfrumriti vegna veiða bátanna í mars. Þrír sviptir veiðileyfi VESTURBYGGÐ fær mestan byggðakvóta af þeim 2.753 þorsk- ígildistonnum sem Fiskistofa hef- ur úthlutað til stuðnings byggð- arlögum. Í heild verður úthlutað 3.200 þorskígildistonnum en af- ganginum verður úthlutað eftir reglum sem ákvarðaðar eru af sveitarstjórnum en eru háðar sam- þykki sjávarútvegsráðuneytisins. Alls er um að ræða 2.187 tonn af þorski, 960 tonn af ýsu, 747 tonn af ufsa, og 149 tonn af stein- bít. Alls fá 32 sveitarfélög út- hlutað byggðakvóta að þessu sinni og er úthlutað til 283 skipa. Mest- an kvóta fær Vesturbyggð, alls 218 þorskígildistonn og er kvót- anum skipt á 31 bát í þremur byggðarlögum; Bíldudal, Brjáns- læk og Patreksfirði. Ísafjarðarbær fær næstmest, 210 tonn sem skipt- ist á 30 báta á Flateyri, í Hnífsdal, á Suðureyri og á Þingeyri. Þá koma 205 tonn í hlut Siglufjarðar og Stykkishólms og 200 tonn koma í hlut Austurbyggðar. Enn á þó eftir að úthluta nærri 450 tonnum til einstakra skipa en það eru sveitarstjórnir í viðkom- andi byggðarlögum sem ákveða úthlutunina sem þó er háð sam- þykki sjávarútvegsráðuneytisins. Þannig á eftir að úthluta öllum 100 tonna byggðakvóta Bolung- arvíkur, sem og öllum 60 tonna byggðakvóta Tálknafjarð- arhrepps. Átta önnur sveitarfélög eiga eftir að úthluta hluta af byggðakvótum sínum til einstakra skipa. + +     +      +      +      +     ! " # !  # $%  &  #' ()  $ ** #    + , ! " - ! $ ** &    .  , $ ** ./ () #"!" 0 ! $ ! $ ** 1 !!  # !  2'* (/ $ ** #(3!43 5! 6% $ ! $ ** . ,%" -% ()  $ ** -' 7 ( 58 ! $ ** 2 ()   #    $ ** 9  ! $ ** ./ ! $ ** : / # !  /* ! $ **  ,  $ ** : $ ** #&;9&<#         ! !     "  #" #" #" #" # # # #   ! !  !$ %&    %# 0* 1( Vesturbyggð fær mestan byggðakvóta HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði var tæp 112.000 tonn sem er 30.700 tonnum meiri afli en í aprílmánuði 2004, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni. Munar þar mest um aukinn kolmunnaafla. Engu að síður dróst verðmæti fiskaflans saman milli apr- ílmánaða 2004 og 2005, á föstu verð- lagi ársins 2003, um 2,8% en það sem af er árinu hefur það aukist um 2,5% frá fyrra ári. Botnfiskafli í aprílmánuði var tæp 49.700 tonn og jókst því um tæplega 2.900 tonn á milli ára. Þorskafli var 20.400 tonn og er það samdráttur um 1.100 tonn. Af ýsu veiddust rúm 9.900 tonn og nemur aukning ýsuafl- ans tæpum 1.500 tonnum. Kol- munnaaflinn var mjög góður í ný- liðnum aprílmánuði, alls veiddust um 58.500 tonn eða nærri helmingi meiri afli en í sama mánuði síðasta árs. Skel- og krabbadýraafli var tæp 1.300 tonn samanborið við 3.000 tonna afla í apríl 2004. Af rækju veiddust tæplega 1.000 tonn saman- borið við 2.100 tonn í fyrra. Á yf- irstandandi fiskveiðiári var rækjuafli innan íslensku lögsögunnar kominn í 2.761 tonn í lok apríl en var 9.818 tonn á sama tíma í fyrra.                            !!" !!# "$%!! &'( ! '#(# ''$ &' %& % "'$%!  $# (( #%#&# & %) &# &&&''#          !!" !!#        Meira af fiski en lægra verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.