Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 34
Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þenn- an falda glæp og ræðum vanda- málið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar 34 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR Alþýðuflokkurinn stóð und- ir nafni, átti þjóðin öruggan mál- svara. Svo komu menn sem ekki vissu mátt sam- stöðunnar. Þeir skildu ekki að ef flokkurinn missti traust, gerðu þeir það líka. Hagsmunapoti þeirra svaraði fólkið á viðeig- andi hátt. Jón Baldvin rak svo endahnútinn á ófarirnar með matarskattinum og öðrum leiðindum. Þar með voru jafnaðarmenn rúnir trausti og nafn- ið Alþýðuflokkur ónýtanlegt. Nú er snjallt fólk farið að átta sig á því, að það má spila á þjóðarsálina og hagn- ast vel án þess þó að gera viðunandi gagn. Það sést víða, líka hjá þeim sem nú ráða R-listanum. Á þeim bæ er hugsunarleysið um hagsmuni aldraðra og fatlaðra augljóst. Nú- verandi borgarstjóri er jafnvel erf- iðari þessu fólki en Sólrún var. Hennar fyrsta verk var að hækka gjöld með ferðaþjónustu fatlaðra um helming og stórhækka gjöld fé- lagsþjónustu, sem frekar átti að fella niður. Sólrún stórlækkaði kaup skúringakvenna, en Valdís knýr stjórn félagsþjónustunnar til að fá meiri vinnu út úr illa launuðu þjón- ustufólkinu, sem bitnar svo á skjól- stæðingum. Borgarbúar þurfa því að athuga vel sinn gang, því R-listinn er ekki sá manneskjulegi flokkur sem búist var við. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið verri. Ég mun frek- ar kjósa hann. Aldrei aftur R- listann. Á landsfundi Samfylking- arinnar 20. eiga allir sem hafa skiln- ing á slæmum kjörum þeirra stétta sem verst eru leiknar, mikið undir að vel takist. Ef Sólrún sigrar og fær sér hliðhollan varaformann gef ég ekki mikið fyrir jafnréttið í flokkn- um. Því skora ég á Jóhönnu Sigurð- ardóttir að gefa kost á sér sem vara- formaður. Hún hefur mest þjóðarfylgi, en innanbúðarklíkan er einslit. ESB þráhyggja margs sam- fylkingarfólks, er Akkelesarhæll. Jóhanna metur þjóðarhagsmuni um- fram útlenda, og hafnar ESB-aðild. Hún vill að við getum sjálf ráðið hvaða þjóðir við semjum við um gjör- valla hagsmuni okkar. Hún er því eina manneskjan sem getur verið þjóðinni og Samfylkingunni trú sem varaformaður. Enginn annar getur varið jafnvægið, því bæði Sólrún og Össur eru ESB-sinnar. Það væru mikil afglöp að hafna Jóhönnu, ef hún gefur kost á sér. ALBERTI JENSEN Sléttuvegi 3, Reykjavík. Jóhönnu í varaformannssætið Frá Alberti Jensen: Albert Jensen ÞAÐ BER að fagna þeirri ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar að bjóða sig nú fram til varaformennsku í Samfylkingunni. Ágúst er frjáls- lyndur jafn- aðarmaður sem býr yfir ríkum skipulags- og stjórnunarhæfi- leikum. Hann hefur lag á að skapa frið í kringum störf sín og virðist frá- hverfur pólitískum hráskinnaleik og æsingum en lætur hugsjónir og langtímahagsmuni flokksins stýra ferðinni. Það skiptir miklu máli fyr- ir framtíð hreyfingar jafnaðar- manna á Íslandi að einmitt núna veljist til varaformennsku ein- staklingur sem býr yfir eiginleikum og styrk Ágústs Ólafs. Það væri að mínu mati gæfuspor fyrir flokkinn að velja ungan og hæfileikaríkan mann í embætti varaformanns mann, sem getur orðið tákn um eðli- lega endurnýjun í forystusveit flokksins. G. ÁGÚST PÉTURSSON, formaður félagsins „Jafn- aðarmenn í atvinnurekstri“. Styðjum Ágúst Ólaf til vara- formennsku í Samfylkingunni Frá G. Ágústi Péturssyni: G. Ágúst Pétursson ÞAÐ var mikil gleði á Suð- urnesjum þegar Norðurál, Reykja- nesbær og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu vilja- yfirlýsingu um að skoða hagkvæmni þess að reisa álver í Helguvík. Við Suð- urnesjamenn höfum fylgst með nokkrum iðnaðarráðherrum vinna að því að fá ál- ver á Keilisnes en án árangurs þrátt fyrir að aðstæður hafi ver- ið taldar hagkvæmar og aðgangur að vinnuafli og orku góður. Iðnaðarráðherra Norðurlands Sá iðnaðarráð- herra er nú situr, Valgerður Sverr- isdóttir, lýsti því yfir að ekki væri tilefni til að fagna yfirlýs- ingu þess efnis að ál- ver eigi að rísa ann- ars staðar en á Norðurlandi. Í sjón- varpsviðtali á Stöð 2 sagði ráð- herrann orðrétt: „Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi“ og „Vonast til að samkomulagið þrýsti á Norðlend- inga til að sýna nauðsynlega sam- stöðu.“ Þessi viðbrögð iðn- aðarráðherra eru með ólíkindum. Að ráðherra allrar þjóðarinnar skuli ekki treysta sér til að vinna að uppbyggingu iðnaðar í öðrum kjördæmum en sínu eigin. Einnig lætur ráðherra hafa eftir sér að fyrir sé álver á svæðinu en það rétta er að ekkert álver er fyrir í Suðurkjördæmi. Það reynir oft mikið á þá þing- menn sem veljast til að gegna embætti ráðherra þegar aðskilja þarf málefni eigin kjördæmis og heildarhag þjóðarinnar. Iðn- aðarráðherra virðist hafa kolfallið á þessu prófi og gleymt sér í kjördæmapoti fyrir Norðurland í stað þess að fagna allri uppbygg- ingu iðnaðar í landinu óháð staðsetningu. Í lögum um ráðherra- ábyrgð kemur fram að ráðherra sé óheimilt að misbeita valdi sínu og hlýtur það að vera um- hugsunarefni hvort þau lög séu brotin þegar ráðherra vinnur gegn uppbyggingu iðnaðar þegar hann telur það koma niður á tækifær- um eigin kjördæmis. Ráðherra biðjist afsökunar Á meðan sveit- arstjórnarmenn á Suð- urnesjum vinna að at- vinnuuppbyggingu nýtir Valgerður krafta iðnaðarráðuneytisins til uppbyggingar stóriðju í sínu eigin kjördæmi. Valgerður fer með iðnaðarmál í ríkisstjórn Íslands. Hún hlýtur að fagna samkomulagi einkaaðila um hagkvæmnisathugun iðnaðar- uppbyggingar alls staðar á land- inu. Hún hlýtur að skulda Suð- urnesjamönnum afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna. Valgerður sýnir Suðurnesjamönn- um óvirðingu Viktor B. Kjartansson gagnrýnir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Viktor B. Kjartansson ’Iðnaðarráð-herra virðist hafa kolfallið á þessu prófi og gleymt sér í kjördæmapoti ...‘ Höfundur er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ viktorbk@hotmail.com SAMFYLKINGIN hefur alla burði til að verða fjöldahreyfing, en kannanir segja okkur að rúm 30% þjóðarinnar styðji flokkinn um þessar mundir. Nú þurfum við að bretta upp erm- ar og gera flokkinn að stærsta flokki lands- ins, en það tel ég vera forsendu þess að flokkurinn hafi for- ystu í að mynda næstu ríkisstjórn eftir kom- andi kosningar. Flokkurinn hefur ekki ennþá komið að lands- stjórninni, en ég tel alveg öruggt að á því verður breyting eftir næstu kosningar ef okkur auðnast að velja Ingibjörgu Sólrúnu sem næsta formann flokksins. Fyrir mér er málið ofur einfalt. Við munum einfald- lega verða dæmd til að vera í stjórnarandstöðu um næstu framtíð með óbreytta forystu í flokknum. Sameining jafnaðarmanna og ann- ars félagshyggjufólks hefur átt sér nokkuð langa meðgöngu og við megum ekki klúðra henni með því að misstíga okkur í valinu á nýjum formanni. Ingibjörg Sólrún hefur alla burði til að verða góður leiðtogi okkar næstu árin. Hún kemur afar vel fyr- ir í fjölmiðlum er vel skipulögð og talar þá tungu sem fólk skilur. Það er hæfileiki sem er mjög mikil- vægur fyrir formann í stjórnmálaflokki. Þenn- an hæfileika sá Össur fyrir síðustu kosningar og þess vegna lagði hann til að hún yrði forsætisráðherraefni flokksins ef flokkurinn fengi nægt fylgi til að mynda ríkisstjórn. Því miður gekk það ekki eftir. Hefur eitthvað breyst? En Össur, hvað hef- ur breyst frá því þú settir þessa hugmynd fram? Þú sagðir að Ingibjörg Sólrún væri framtíðarforingi Sam- fylkingarinnar og hún hefði alla burði til að stjórna landinu. Ég er sammála þessari skoð- un og því hvet ég sam- fylkingarfólk til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu sem næsta formann flokks- ins. Í dag fimmtudag fram til kl. 18.00 eru síðustu forvöð fyrir sam- fylkingarfólk að skila sínu atkvæði á skrifstofu flokksins. Samfylkingin er orðin fjöldahreyfing Guðmundur Oddsson fjallar um formannskjör Samfylking- arinnar Guðmundur Oddsson ’Ég hvet sam-fylkingarfólk til að kjósa Ingi- björgu og skila atkvæði á skrif- stofu flokksins fyrir kl. 18.00 í dag.‘ Höfundur er fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi. Í KLÚBBNUM Geysi eru ein- staklingar sem hafa átt í geðrænum veikindum og eru að byggja sig upp til þátttöku í samfélaginu á ný. Klúbburinn hefur starfað frá haust- inu 1999 og hélt því upp á fimm ára afmæli sitt á síðasta ári. Klúbburinn Geysir er starfræktur eftir hug- myndafræði Fountain house, sem rekur upp- haf sitt til ársins 1946, þegar útskrifaðir sjúk- lingar af geðsjúkra- húsum leituðu að vett- vangi þar sem þeir gætu fótað sig og end- urheimt sjálfsvirðingu sína eftir erfið veik- indi. Sérstaða klúbbsins sem úrræði fyrir fólk með geðsjúkdóma felst í vinnumiðuðum degi og frjálsri mæt- ingu þess í klúbbinn. Að geta tekið þátt í samfélagi á eigin forsendum er eitt fyrsta jákvæða skrefið í átt að bata í stað valds að ofan sem skikkar viðkomandi til þátttöku. Einstaklingur sem uppgötvar að hann hefur eitthvað um sín mál að segja, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm; að hann hafi rödd sem tekið er mark á er sigur. Í klúbbnum eru þrjár deildir; skrifstofu-, eldhús- og viðhalds- deild, þar sem félagar velja sér verkefni eftir getu og styrk. Í klúbbnum tekur félagi að sér fjöl- breytt verk ásamt starfsmanni og eða öðrum félaga sem hann velur að vinna með. Þjálfunin í klúbbnum miðar að því að efla sjálfstraust fé- laga og styrkja þá til þátttöku í samfélaginu. Rétturinn og löngunin til vinnu og að sjá sjálfum sér farborða er sá hluti sjálfsvirð- ingarinnar sem hvað sterkastur er hjá ein- staklingum. Þennan vilja er áhrifaríkt að sjá blómstra og ófá kraftaverkin sem átt hafa sér stað í klúbbn- um. Í klúbbnum er rekin starfsleit sem heyrir undir skrifstofudeild- ina, þar sem félagar og starfsfólk vinna að því að ná tengslum og samstarfsamn- ingum við vinnuveitendur. Sérstaða klúbbsins í atvinnumálum er ráðn- ing til reynslu (e. transitional em- ployment) sem er einstakt í starfs- uppbyggingu og þjálfun einstaklinga, og að virkja þá aftur til þátttöku á vinnumarkaði. Leitað er eftir samstafi við viðurkennd og ábyrgðarfull fyrirtæki, þar sem starfsumhverfið býður upp á mynd- un félagslegra tengsla við annað starfsfólk og viðskiptavini, og að finna til ábyrgðar við að takast á við verðug verkefni. Um leið og slíkt tekst er hulunni svipt af for- dómum í garð geðsjúkra og ekki síður fordómum geðsjúkra gagn- vart sjálfum sér um getu og mögu- leika sína. Fordómajurtirnar dafna víða en einungis í vondum jarðvegi og illa hirtum görðum. En af hverju vinnumiðaður dag- ur? Vegna þess að gefandi og skap- andi vinna með öðrum byggir upp traust, eykur félagslega færni og styrkir tengsl. Einstaklingarnir eru hornsteinar samfélagsins sem við búum í og mikilvægt fyrir hvern og einn að fá að taka þátt í því á eigin forsendum og öðlast um leið við- urkenningu og virðingu samferða- manna. Að vera viðurkenndur hluti af heild og fá að leggja sitt af mörk- um til að sjá fjölskyldu sinni far- borða er þess vegna mannréttindi. Markmið Geysis er að vera sýni- legur í samfélaginu og í góðum tengslum við stofnanir og félög sem sinna geðsjúkum. Eitt af því sem gert hefur verið til að sinna þessu markmiði er að halda aðstandenda- og kynningardag einu sinni á ári. Í dag er öðru sinni efnt til aðstand- enda- og kynningardags í Geysi. Margt verður gert til skemmtunar, auk þess sem selt verður kaffi og meðlæti til styrktar klúbbnum. Allir velkomnir sem láta sig málefni geð- sjúkra varða. Þátttaka í samfélagi er mannréttindi Benedikt Gestsson fjallar um aðstandenda- og kynning- arstarf í Klúbbnum Geysi ’Að geta tekið þátt ísamfélagi á eigin for- sendum er eitt fyrsta jákvæða skrefið í átt að bata ...‘ Benedikt Gestsson Höfundur er verkefnisstjóri í Klúbbnum Geysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.