Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ HL mbl  SK.dv Miðasala opnar kl. 15.003 KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 4, 5, 8, 10 og 11 B.i. 16 ára. FORSALAN Í FULLUM GANGI EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR Sýnd kl. 4, 6 og 8 Frá leikstjóra Die Another Day Sýnd kl. 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali    HL mbl l FORSALAN Í FULLUM GANGI KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  HL mbl l Sýnd kl. 5.20,8 og 10.45 B.I 16 ÁRA EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR HL mbl Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 Frá leikstjóra Die Another Day    SK.dv kl. 8 ROKKSVEITIN Pan var stofnuð fyrir rúm- lega fjórum árum en fyrst kvað að henni á Músíktilraunum árið 2002 þar sem hún komst í úrslit. Spilamennska hefur verið regluleg síð- an og hefur hún nú gefið út sína fyrstu plötu, Virgins, og verður henni fagnað með útgáfu- tónleikum á Gauknum í kvöld. Blaðamaður ræddi við þá Halldór Örn Guðnason (söngur, gítar), Gunnar Þór Pálsson (hljómborð, raddir, gítar) og Björgvin Bene- diktsson (gítar) vegna þessa en aðrir meðlimir eru þeir Guðbjartur Karl Reynisson (bassi) og Garðar Borgþórsson (trommur, raddir). „Þetta var erfið fæðing,“ segir Halldór um plötugerðina. „Það þurfti tangir til. En þetta var líka mjög skemmtilegt.“ Virgins var tekin upp í hljóðveri sem með- limir byggðu sjálfir, Stúdíó Panland. Upp- tökur tóku um ellefu mánuði og var tímabilið mikið lærdómsferli að sögn Gunnars. Nafnið Pan er komið frá samnefndum grísk- um guð sem lék sér að því að tæla hreinar meyjar með sér út í skóg með töfrandi flautu- leik. Þaðan er nafn plötunnar, Virgins, komið en einnig vísar titillinn í það að hún er fyrstu skref sveitarinnar í plötugerð. Merkingar „Við reynum eftir megni að læða að tvöföld- um, ef ekki þreföldum merkingum í það sem við gerum,“ segir Halldór og kímir.„Pan getur þýtt hvað sem er, Pan er hellingur.“ Þó að sumir meðlimir hafi verið í ein- hverjum hljómsveitum áður en Pan hóf störf er Pan fyrsta „alvöru“ bandið hjá þeim öllum. Segja þeir að tilkoma Björgvins hafi breytt miklu en hann var síðastur inn og er enn- fremur yngsti meðlimurinn. „Fram að því vorum við samt mjög sáttir og það var góður andi í hópnum,“ rifjar Gunnar upp. „Við vorum því nett stressaðir að fá fimmta manninn inn. En hann smellpassaði svo í hópinn, bæði tónlistarlega og ekki síst vináttulega, og lyfti þessu upp.“ Það er auðheyranlegt að Pan á hjarta og sál meðlima. Halldór segir að það að vita að það er æfing um kvöldið komi honum beinlínis í gegn- um vinnudaginn. Björgvin segist þá einfald- lega ekki geta ímyndað sér tilveruna án þess að vera í rokkhljómsveit. Það er hressandi að þremenningarnir taka til alls kyns áhrifavalda á tónlist sína, en oftast vilja hljómsveitir láta í það skína að þær séu það frumlegar og stórkostlegar að tónlistin hafi í raun orðið til í tómarúmi. En nöfnum eins og Tool, Incubus og Nine Inch Nails er hent á loft og minna augljósari nöfnum eins og Björk, Jeff Buckley og Damien Rice. Einnig lofa strákarnir Sigur Rós í hástert. Frábrugðið Plötuna gefa Pan-menn sjálfir út og allur vinnsluferillinn, frá fyrstu upptöku til umslags hefur verið alfarið í höndum meðlima. Um- slagið er mjög snoturt, pappaumslag sem minnir á tvöföldu vínylplöturnar. Þessa algeru listrænu stjórn kunna Pan-menn vel að meta og er nokkuð sem þeir eru staðráðnir í að hag- nýta til góðra verka á næstu plötu. Björgvin segir Virgins vera einskonar safn- plötu yfir efni frá árinu 2001 og til þessa dags. Hann segir það mikinn létti að vera búinn að koma plötunni loksins frá, því að nú geti þeir einbeitt sér að nýju efni sem þegar er farið að hrannast upp. Það efni sé nokkuð frábrugðið því sem heyra má á Virgins. En að hafa komið upp eigin upptökuaðstöðu geri gæfumun því mikill kostur sé í því falinn að geta ýtt á upp- tökutakkann þegar hugmyndirnar fæðast. Framundan er spilamennska til kynningar á plötunni, auk þess sem útlönd eru farin að kitla. Og næsta plata kemur út fyrr en síðar að sögn meðlima sem skiljanlega eru vígreifir um þessar mundir. Tónlist | Rokksveitin Pan heldur útgáfutónleika á Gauknum Pan er hellingur Morgunblaðið/ÞÖK Fyrsta plata Pan var tekin upp í hljóðveri meðlima, Stúdói Panland, og sáu þeir sjálfir um upp- tökur, umslagshönnun og allt sem að plötugerðinni sneri. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Húsið opnað klukkan 21.00 en tónleikarnir hefjast með leik The Telepathetics klukkan 21.00. Pan fer svo á svið klukkustund síðar. Til sölu verður platan og svo bolir. www.panband.net STRENGJAKVARTETTINN amina ætlar að halda tónleika á óvenjulegum stað í kvöld. Tónleikarnir verða á Árbæjarsafni, nánar til- tekið Lækjargötu 4, sama húsi og Krambúðin er í. Tónleikarnir standa yfir á milli 20.30 og 21.15 og er aðgangseyrir enginn. Glöggir taka án efa eftir því að tónleikarn- ir eru á sama tíma og undankeppnin í Evró- visjón. Hefur amina svar við því: „Selma kemst örugglega áfram, þannig að þið getið bara horft á hana á laugardaginn, eða bara tekið hana upp.“ www.aminamusik.com Amina verður með tónleika í Árbæjarsafni. Tónlist | Tónleikar með aminu í kvöld Spila í Árbæjar- safni Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.