Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 45
sem fyrr en varir mun leiða til yf-
irgangs gagnvart minnihlutasjón-
armiðum af ýmsu tagi, bæði póli-
tískum og menningarlegum.
Mannkynssagan er raunar til vitn-
is um þetta. Sovétríkin eru
gleggst dæmi í nútímanum, en þau
voru þó ekki annað en framhald af
ríkisheild rússneska keisaradæm-
isins.
Fjölmenning í hættu
Ef ríkisheildir eiga eitthvað
sameiginlegt þá er það þörfin og
viljinn til að þynna út alla fjöl-
menningu, sem er þó eitt þeirra
orða sem margir bera sér í munn
og láta sér vafalaust annt um inn-
tak þess, en átta sig ekki á því að
fjölþætt þjóðarmenning minni-
hluta á í vök að verjast í mið-
stýrðum ríkisheildum. Þetta á
ekki síst við um tungumál fá-
mennra þjóða.
Íslenskan er þar engin und-
antekning ef á reynir. Því meir
sem Íslendingar gerðu sig háða
ofurvaldi alríkismáls Bandaríkja
Evrópu (ensku) því meir mundi
það leiða til afræktar íslenskrar
tungu, sem með tíð og tíma tæki
sér stöðu hnignandi útskagamáls á
borð við írsku eða tómstundagam-
ans á félagsfundum áhugamanna
um forntungur eins og háðfuglar
hafa á orði um útlæg og löngu af-
slegin keltnesk tungumál á Bret-
landseyjum.
Eftir reynslu sögunnar að
dæma er tungumáladauði óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur rík-
isheildar, sem gerð er úr smá-
þjóðasöfnum á fámennum
málsvæðum í bland við stórþjóð
með yfirþjóðlegt tungumál sitt til
hagnýtra samskipta innan rík-
isheildar.
Ef tungur minnihluta og þjóð-
arbrota deyja ekki út með öllu á
tiltölulega skömmum tíma (sem er
algengt á enskuráðandi mál-
svæðum) þá koðna þær niður fyrir
áhugaleysi og vanrækslu og tóra í
afkimum eins og svipur hjá sjón.
Þá gildir einu þótt þær eigi þús-
und ára bókmenntaarf að baki.
Írska og velska eru fornfræg bók-
menntamál, þrautreynd skálda-
mál, en enskan hefur þjakað þær
eins og ambáttir og sogið úr þeim
vaxtarþróttinn, gelt þær. Írar
(með skáldskapinn í blóðinu) gera
sig ekki skiljanlega á írsku, þeir
tala og rita á ensku. Ok! Eins er
um Walesbúa.
Enskan er þeirra mál í borg og
byggð, ekki velska svo neinu nemi.
Velska kvað vera ágætt skálda-
mál. Aftur á móti er það eins og
hver annar sérvitringsháttur að
yrkja á velsku eins og komið er.
Og svo halda Íslendingar að ís-
lenska, fámennistunga á þröngu
málsvæði, hafi einhverja sérstöðu
sem standi allt áreiti af sér.
Forheimskun bjartsýninnar læt-
ur sig ekki án vitnisburðar.
Höfundur er fyrrv. alþm. Framsókn-
arflokks og nú stjórnarmaður í
Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna
í Evrópumálum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 45
UMRÆÐAN
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Hrísmóar
Mjög falleg og björt 86 fm íbúð á 2.
hæð. Sérinngangur er af svölum. For-
stofa, hol, eldhús m. borðaðstöðu, stór
og björt stofa m. útg. á 20 fm suður-
svalir, tvö stór herbergi, baðherbergi
og þvottaherbergi. Verð 16,9 millj.
Grenimelur
Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð
175 fm efri hæð og ris á frábærum
stað, auk sérstæðs bílskúrs. Sérinn-
gangur í forstofu, fallegur stigi á efri
hæð, sem skiptist í hol, eldhús með
miklum nýjum innrétt. góðri borðaðst.
og útg. á svalir, tvær stórar og bjartar
stofur samliggj. m. rennihurð, 2 herb.,
og baðherb. Um viðarstiga í ris sem
skiptist í stórt sjónvarpsherb., rúmg.
baðherb., 3 herb. og svalir útaf einu
herb. Verð 41,9 millj.
Hátún - Bessastaðahreppi
Glæsilegt og afar vandað 236 fm tvílyft
einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Á
neðri hæð eru stór forstofa, sjónvarps-
skáli, gestaw.c., afar rúmgott eldhús
með góðri borðaðstöðu, þvottaherb.
m. bakútgangi, stórar stofur og sólskáli
m. hita í gólfi. Uppi eru fjögur góð
svefnherb. og glæsil. flísal. baðherb.
Suðursvalir út af hjónaherb. Vandaðar
innréttingar og gólfefni. Falleg, við-
haldslítil, ræktuð lóð. Hiti í innkeyrslu.
Áhv. byggsj. 6,1 millj. Verð 26,5 millj.
Rauðagerði
Fallegt 295 fm einbýlishús á tveimur
hæðum, vel staðsett innst í botnlanga
á rólegum stað. Á efri hæð er stór stofa
með arni, borðstofa, rúmgott opið eld-
hús með nýrri innréttingu, sjónvarpshol
með útgengi í garðskála með heitum
potti, þrjú herbergi og stórt baðher-
bergi. Auk þess er séríbúð á neðri
hæð. Parket og flísar á gólfum. 34 fm
bílskúr. Stór skjólgóður og gróinn
garður. Verð 59,0 millj.
Ljósheimar
Vel skipulögð 96,8 fm endaíbúð á 2.
hæð í endurnýjuðu álklæddu lyftuhúsi.
Eldhús með vönduðum sérsmíðuðum
nýlegum eikarinnréttingum og góðri
borðaðstöðu, rúmgóð stofa og tvö
herbergi með góðu skápaplássi. Skjól-
góðar suðursvalir. Afhending fljótlega.
Verð 17,9 millj.
Kristnibraut
Falleg 109 fm íbúð á 3. hæð í glæsi-
legu lyftuhúsi. Eldhús með fallegri
innréttingu, rúmgóð stofa með útg. á
stórar suðvestursvalir, tvö rúmgóð
herbergi, baðherbergi með baðkari og
sturtu, þvottahús Sérgeymsla á
jarðhæð. Falleg ræktuð lóð. Verð 22,3
millj.
Flétturimi
Glæsileg 85 fm íbúð á 3. hæð í góðu
fjölbýlishúsi. Sérinngangur og útsýni.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús,
rúmgóða og bjarta stofu m. útg. á suð-
vestursvalir með miklu útsýni. Tvö
rúmgóð herb., baðheb. og þvottaherb.
þar innaf. Verð 18,5 millj.
Sumarbústaður - Hvítársíðu
Til sölu 57 fm nýlegur sumarbústaður
við Dalflöt, Hvítársíðu. Bústaðurinn,
sem stendur á u.þ.b. 2ja ha leigulandi,
skiptist í forstofu, eldhús, stofu, 3 her-
bergi og baðherbergi. Kjarrivaxið land.
Frábært útsýni yfir á Langjökul, Strút
og Eiríksjökul. Stutt í alla þjónustu.
Arnarvatnsheiðin í næsta nágrenni.
Teikningar á skrifstofu. Verð 9,9 millj.
BLIKAÁS 34 - HAFNARFIRÐI
OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 22. MAÍ MILLI KL. 15 OG 16
Vorum að fá í sölu þetta fallega tvílyfta raðhús
í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Húsið er sam-
tals 202,7 fm, þar af er bílskúrinn 41,9 fm.
Vönduð gólfefni: Gegnheilt parket og flísar.
Þetta er falleg eign á þessum eftirsótta stað.
Verð 36,5 millj. 102824. Sölumaður frá
Hraunhamri verður á staðnum.
BYGGINGARLÓÐ ÓSKAST
Fjársterkur aðili leitar að byggingarlóð á góðum og fjölförnum stað í Reykjavík eða Kópavogi. Helstu
kröfur eru að mögulegt sé að byggja ca 2.000 fm húsnæði á einum fleti og gott útisvæði. Góður kostur
er að staðsetningin sé vel í sveit sett með tillliti til auglýsingagildis o.fl. Mögulegt er að kaupa upp
húsnæðið að hluta til með stækkunar- möguleika. Allar upplýsingar gefur Hilmar á skrifstofutíma eða í
síma 892 9694.
Atvinnuhúsnæði
AUSTURBAER.IS
Fallegt verslunarhúsnæði á
mjög góðum stað í Bryggju-
hverfinu. Húsnæðið er bjart
með gluggum á þrjá vegu.
Tilvalið fyrir veitingastarfsemi,
pizzastað, grill, vídeóleigu
o.s.frv. Húsnæðið þarfnast
standsetningar. Til afhendingar
við kaupsamning. Verð 15,5
millj. Áhv. 9 millj. langtímalán.
Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634
Magnús Kristinsson, verkfr., sími 861 0511
ATVINNUHÚSNÆÐI
BRYGGJUHVERFI - VEITINGASTARFSEMI
Skrifstofuhúsnæði á góðum
stað í Kópavogi. Húsnæðið er á
jarðhæð, 123,6 m². Inngangur
og bílastæði eru Auðbrekku-
megin. Skiptist upp í nokkrar
skrifstofur og fundaherbergi.
Eldhús og salerni. Parket á
gólfum. Til afhendingar við
kaupsamning. Verð 15,0 m.
Áhv. 9,0 m.
ATVINNUHÚSNÆÐI
NÝBÝLAVEGUR - SKRIFSOFUHÚSNÆÐI
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9-17:30.
Sími 588 4477
á Reykjavíkursvæðinu sem þarfnast lagfæringar.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir Bárður í síma 896 5221
eða Ellert í síma 893 4477.
Vantar íbúðir eða hús
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn