Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALLS bárust 140 umsóknir um skólavist í grunnnámi Lögreglu- skóla ríkisins en umsóknarfrestur rann út í byrjun maí. Af þeim upp- fylltu 115 manns almenn inntöku- skilyrði, 81 karl og 34 konur. Mennt- un og reynsla umsækjenda er með ýmsu móti og á vef skólans kemur m.a. fram að tíu hafa lokið háskóla- prófi. Valnefnd er nú að vinna úr umsóknunum og verður umsækj- endum sent bréf um mánaðamót maí og júní. Haldin verða inntökupróf og að þeim loknum verða 32 nemar teknir inn í skólann. Þeir hefja síðan nám í janúar 2006 og geta útskrifast í desember sama ár. 140 sóttu um í Lög- regluskólanum ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur lagt til í ríkisstjórn að veittar verði 1,2 milljónir króna til að minnast þess að 19. júní næst- komandi eru 90 ár liðin frá því kon- ur fengu kosningarétt. Nokkur samtök hafa tekið sig saman um að minnast þessara tímamóta 19. júní næstkomandi. Þau eru Femínista- félag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvenrétt- indafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Ís- lands, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Reykjavíkurborg hefur þegar veitt 1,2 milljónir kr. til verkefn- isins. 90 ár frá því konur fengu kosningarétt TVÍTUGUR ökumaður jeppa sem olli miklum gróðurskemmdum í óspilltum flóa við Úlfsvatn á Arn- arvatnsheiði í fyrrasumar, hefur greitt 25.000 krónur samkvæmt dómssátt. Ökumaðurinn gaf sig fram skömmu eftir verknaðinn og fór skömmu síðar að vatninu við annan mann og reyndi að bæta tjón- ið. Hjördís Stefánsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Borgarnesi, segir að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og iðrast. Þá hafi hann haft hreina sakaskrá. 25 þús. kr. sekt fyr- ir utanvegaakstur UNDANFARIN 50 ár er talið að um 4 milljónir er- lendra ferða- manna hafi kom- ið til Íslands, þar af 2,5 milljónir á síðustu tíu árum. Aukning í ís- lenskri ferða- þjónustu nam 70% á árunum 1995–2004 en var á sama tíma 24% annars staðar í heiminum. Þetta kom m.a. fram í erindi Magnúsar Oddssonar ferðamála- stjóra á nýlegri ráðstefnu um um- hverfisvottaða ferðaþjónustu. Magnús sagði kannanir sýna að er- lendir ferðamenn kæmu langflestir hingað sökum náttúrunnar, eða 70% ferðamanna að sumri til og 55% yfir vetrarmánuðina. Mikilvægt væri að markaðssetja náttúruauðlindina þannig að hún væri aðgengileg, sýnileg, nýtt til vöruþróunar en um leið varin. Þetta væri gert með nátt- úrutengdri afþreyingu sem hefði stórlega aukist á síðustu árum. Með fagmennsku og gríðarlegri vinnu hefði tekist að skapa þá ímynd að Ísland væri umhverfisvænt með einstaka náttúru. Hlýtt viðmót og bros skapa gjaldeyristekjur Magnús sagði nýsamþykkta ferðamálaáætlun til ársins 2015 vera stórmerkilegt plagg, sem bæri að þakka stjórnvöldum og þing- mönnum sérstaklega fyrir að hafa samþykkt nú í vor. Rakti hann meg- inmarkmið áætlunarinnar, m.a. þau að leggja áherslu á náttúru Íslands og byggja upp og verja ímynd umhverfistengdrar ferðaþjónustu. Lagði Magnús áherslu að umhverfið allt skipti máli í ferðaþjónustu. Í raun væru allir staðir á landinu ferðamannastaðir. Einnig væri við- mót fólks og framkoma gagnvart ferðamönnum ekki síður mikilvæg. Þannig gæti hlýtt viðmót og bros í garð erlendra ferðamanna skapað miklar gjaldeyristekjur þegar til lengri tíma væri litið. 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands síðasta áratug Magnús Oddsson Fáskrúðsfjörður | Vel gengur með framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús að Garðaholti 7 á Fáskrúðs- firði. Nú er verið að steypa húsgrunninn. Í húsinu verða 18 eignaríbúðir sem allar hafa sérinngang af svölum. Fyrirtækið Rendita byggir húsið, en verktaki er Malarvinnslan. Fjölbýlishúsið við Garðaholt er það fyrsta sem byggt er í Austur- byggð í langan tíma. Töluverð hreyfing er orðin á fasteignamarkaði í Austurbyggð síðustu misseri og hefur eftirspurn eftir eignum aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Á vef Austurbyggðar segir að fasteignaverð hafi hækkað jafnt og þétt undanfarið, þó að enn sé það töluvert undir því verði sem þekkist t.d. á Reyðarfirði og Egils- stöðum. Á Fáskrúðsfirði hefur sveitarfélagið selt jafn margar íbúðir á þessu ári og allt síðasta ár. Stefnt er því að setja 13 íbúðir til viðbótar á mark- að á næstunni, fáist viðunandi tilboð í þær. Einnig hefur töluverð hreyfing verið í sölu minni og stærri eigna í einkaeigu og ljóst er að eftirspurn eftir eignum, af öllum stærðum og gerðum fer sí- vaxandi. Á Stöðvarfirði hefur töluverð hreyfing verið á sölu eigna, þá sérstaklega einbýlishúsa, en nokkur slík hafa selst þar á síðustu vikum. Þar á sveitarfélagið 12 íbúðir í félagslega kerfinu og áformar að selja 10 þeirra fáist í þær viðunandi til- boð. Með tilkomu Fáskrúðsfjarðarganga, sem samkvæmt áætlun verða opnuð 1. október á þessu ári, mun Austurbyggð verða í seilingarfjarlægð frá einu stærsta athafnasvæði á Íslandi. Aukin hreyfing á fasteignamarkaði gefur sterklega til kynna að margir kunni vel að meta frið og ró handan ganga og líti því til Austurbyggðar sem vænlegs kosts til búsetu. Aukin hreyfing á fasteigna- markaði á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert KempUnnið við grunn fjölbýlishúss á Fáskrúðsfirði. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is TALSVERÐAR tafir hafa orðið á Miklubrautinni á annatímum til móts við Rauðarárstíg, þar sem ak- reinum um Miklubraut hefur verið fækkað niður í eina í hvora átt meðan unnið er við að tengja Miklubrautina nýju Hringbraut- inni. Reiknað er með því að þreng- ingin vari til mánaðamóta, en þá verður umferð með akstursstefnu í austur hleypt á syðri akbraut nýju Hringbrautarinnar, segir Daníel Gunnarsson, verkstjóri hjá Háfelli, öðrum tveggja aðalverktaka við verkið. Hann segir verkið á áætl- un, stefnt sé að því að hleypa um- ferð í vesturátt á nyrðri hluta nýju Hringbrautarinnar 18. júní nk, en það geti hugsanlega orðið fyrr. Unnið var að því að malbika nyrðri akreinarnar seinnipart vikunnar. Þegar umferð hefur verið hleypt á nýju Hringbrautina verður Snorrabraut lokað í 40–50 daga meðan undirgöng verða gerð undir Snorrabraut. Í sumar verður einn- ig unnið að því að leggja göngu- stíga og fegra umhverfið meðfram nýju Hringbrautinni. Morgunblaðið/Árni Torfason Umferð á hluta nýrrar Hring- brautar um mánaðamótin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.