Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Með merkilegustu plötu-fyrirtækjum Bretlandser smáfyrirtækið stóraFat Cat, sem Íslend-
ingar þekkja væntanlega mæta vel
fyrir samstarf við Grindverk, Sigur
Rós og múm, en Fat Cat hefur gefið
út þessar sveitir allar og gefur enn
út þá síðastnefndu. Fat Cat er gott
dæmi um fyrirtæki sem rekið er
með listina að leiðarljósi, ars gratia
artis, og fyrir vikið er útgáfusaga
þess ævintýraleg á köflum; á milli
þess sem fyrirtækið gefur út inn-
blásna snilld á við Sigur Rós (reynd-
ar komin á mála hjá EMI núna),
múm, Animal Collective, Max Richt-
er, To Rococo Rot og Mice Parade,
koma plötur með suði, braki, bjögun
og brjálæði á við Janek Schaefer,
The Dead C, Merzbow og Xinlis-
upreme. Ekkert gefur þó betri
mynd af fyrirtækinu en útgáfuröð
sem kallast einfaldlega Split Series,
sem snara má sem klofaröðin, en í
þriðju syrpu þeirrar raðar komu til
að mynda út tvær plötur um daginn
með tónlist sem spannar allt frá
tregaskotnu þjóðlagapoppi í geggjað
Kongóstuð við viðkomu í gítarsýru
og tilraunarokki.
Fat Cat var plötubúð í Crawley,
skammt frá Lundúnum, sem sér-
hæfði sig í tilraunakenndri raf-
tónlist. Plötusnúðarnir og félagarnir
Dave Cawley og Alex Knight stofn-
uðu búðina 1990 og ráku hana með
svo góðum árangri að 1991 fluttu
þeir sig í miðborg Lundúna, komu
sér upp búð í Covent Garden.
Úrvalið fyrsta flokks
Plötuúrvalið í búðinni var æv-
inlega fyrsta flokks, enda þeir báðir
vel með á nótunum sem virkir plötu-
snúðar, og smám saman varð versl-
unin Mekka raftónlistaráhuga- og
atvinnumanna. Ekki var þó bara að
menn kæmu til að kaupa plötur,
heldur varð æ algengara að þangað
kæmu menn með forvitnilegar upp-
tökur sem þeir vildu endilega koma
út. 1996 stóðust þeir félagar ekki
lengur mátið og hrintu úr vör plötu-
fyrirtæki, samnefnt búðinni, til að
gefa út álíka tónlist og þeir seldu –
tilraunakennda raftónlist. Fyrstu
plötunum var vel tekið en 1997 lentu
þeir í erfiðleikum með að reka búð-
ina, enda dýrt að reka svo sérhæfða
verslun í túristahverfinu í kringum
Klausturgarðinn í miðborginni þar
sem leigan er himinhá. Sumarið
1997 lokuðu þeir því búðinni og ein-
beittu sér að plötuútgáfu, framan af
með stuðningi og velvild One Little
Indian.
Þriðji Fat Cat maðurinn slóst svo
í hópinn fljótlega eftir að búðin lagði
upp laupana, David Howell, ritstjóri
tímaritsins Obsessive Eye, sem
lagði aðaláherslu á tilraunarokk.
Meðal þess sem hann lagði með sér
var sú hugmynd að gefa út röð af 12"
sem skipt yrði á milli listamanna,
ráðsettra sem ókunnra, en á plöt-
unum myndu þeir fá að láta gamm-
inn geisa án skuldbindinga og
ábyrgðar. Útgáfuröðin fékk heitið
Split Sides, eins og getið er, og
fyrsta platan í röðinni, Split #1, með
tónlist eftir Third Eye Foundation á
annarri hliðinni og V/Vm á hinni,
kom út 1. mars 1998.
Hvít götótt umslög
Plöturnar í útgáfuröðinni eru nán-
ast eins útlits, umslögin hvít með
götum á sem segja til um hvar í röð-
inni viðkomandi plata er. Í hverri út-
gáfusyrpu eru átta plötur og framan
af var útgáfan nokkuð hröð. Það
setti útgáfuna þó útaf sporinu um
tíma þegar í ljós kom að tónlist sem
fyrirtækinu var send sem væri hún
frá Pole og rataði á Split #8 (James
Plotkin / Pole) var eftir allt annan og
óþekktan tónlistarmann, þannig að
sú plata var innkölluð og eyðilögð.
#8 kom svo út ári síðar og þá sem
James Plotkin / Pimmon.
Smám saman sótti fyrirtækið í sig
veðrið og náði til að mynda afar
góðri sölu á 12" með endurgerð
Funkstörung á Bjarkarlaginu All Is
Full Of Love. Sú plata seldist reynd-
ar svo vel fyrstu vikurnar að hún
hefði komist inn á vinsældalistann
breska ef umslagið hefði ekki verið
ómerktur hvítur flötur og ekkert
strikamerki.
Sigur Rós vendipunktur
Ákveðinn vendipunktur varð í
rekstri fyrirtækisins þegar það
gerði útgáfusamning við Sigur Rós,
en þeir félagar Cawley og Knight
komu hingað sem plötusnúðar á
fyrstu Airwaves-hátíðina og hrifust
svo af sveitinni að þeir gerðu við
hana útgáfusamning. Meðal annars
vegna anna við að sinna mikilli eft-
irspurn eftir Sigur Rós drógu þeir
félagar úr útgáfuhraða á klofaröð-
inni, kláruðu útgáfusyrpu eitt, Split
#1 til #8, sumarið 1999 og en það
tók þá fjögur ár að ljúka við syrpu
tvö, Split #9 til #16 – til að mynda
kom aðeins ein 12" út 2001, tvær
2002 og svo loks síðasta platan í
syrpunni 2003. Á síðasta ári kom svo
engin 12" og það er ekki fyrr en nú
sem þeir félagar hrökkva í gang aft-
ur – í mars komu út tvær plötur í
þriðju syrpunni, Split #17 og #18.
Þess má svo geta að á vefsetri Fat
Cat, fat-cat.co.uk, er að finna fyr-
irtaks prufuupptökusafn, þ.e. ýmis
lög sem aðstandendur fyrirtækisins
hafa fengið send ýmist til að setja
inn á vefinn eða í von um að þeir vilji
gefa þau út. Þar er einnig að finna
leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast
gera plötu, hvort sem þeir eru að
spá í að taka upp og gera frum-
eintak eða fara alla leið og gefa út
sjálfir.
Rafmagnað þumalpíanó
Allur þessi langi inngangur er
eiginlega að hálfri 12", tólftommunni
sem hefur að geyma upptökur með
kongósku hljómsveitinni Konono
N°1, því þar er komin ein skemmti-
legasta útgáfa Fat Cat í langan
tíma. Hljómsveitin sú var stofnuð
fyrir aldarfjórðungi og hefur æv-
inlega verið undir styrkri stjórn
Mawangu Mingiedi, sem leikur á
likembe sem lýsa má sem þum-
alpíanói – boxi sem búið er að
spenna á stálfjaðrir, oft úr gömlum
dekkjum, sem síðan er spilað á með
þumlunum. Likembe, sem ein-
hverjir þekkja kannski undir nafn-
inu mbira eins og það kallast í Zim-
babwe, setur mjög sterkan svip á
tónlist Konono N°1, enda eru þrjú
slík notuð og rafmögnuð í botn. Ann-
að sem gefur tónlistinni sérstakan
blæ er að hingað til hefur hljóm-
sveitin notast við heimagerða hljóð-
nema sem smíðaðir eru úr seglum
sem hirtir hafa verið úr bílhræjum
og síðan settir í tálguð tréhús. (Set-
ur hljóðnemasnobb sumra söngvara
óneitanlega í hlægilegt samhengi.)
Skæld og knúsuð
Tónlist Konono N°1 dregur dám
af leiðslutónlist frá Vestur-Kongó,
en einnig hefur sveitin þurft að laga
hljóminn og lagasmíðar að takmörk-
unum hljóðkerfisins, ekki bara
hljóðnemanna, heldur hafa að-
alhátalarar hennar verið gjall-
arhorn. Getur nærri að tónlistin sem
sveitin leikur sé skæld og knúsuð.
Konono N°1 á tvö lög á Split #18
og tekur gersamlega í nefið þá lista-
menn sem eiga lög á hinni hliðinni,
The Dead C, fyrir frumleika, spila-
gleði og baneitraða keyrslu.
Crammed útgáfan belgíska gaf
fyrir stuttu út breiðskífu með Ko-
nono N°1 í útgáfuröð sem fyrirtækið
kallar Congotronics, en önnur plata
í þeirri röð er væntanleg síðsumars
og hefur að geyma upptökur með
fleiri kongóskum sveitum sem
standa víst Konono N°1 lítt eða ekk-
ert að baki.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Fat Cat og
Konono N°1
Breska útgáfan Fat Cat er Íslendingum að góðu kunn
fyrir samstarf við íslenska listamenn en hún er líka
með merkilegustu útgáfum Bretlands nú um stundir.
Kongóska hljómsveitin Konono No1.
Sýnd kl. 12, 2 og 4 m. ísl talikl. 12 og 3.40 m. ísl tali
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 6 og 8
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
HL mbl l
HL mbl l
kl. 11, 2, 5, 8 og 11 B.I 16 ÁRA
SK.dv
HL mbl SK.dv
Miðasala opnar kl. 10.30
kl. 10 og 00.15 e.miðnætti B.I 12 ÁRA
kl. 12, 3, 6, 9 og 00 á miðnætti
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 1.50 og 8 Sýnd kl. 5.20 og 10 B.I 16 ÁRA
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
„Allt sem maður getur mögulega viljað í
Star Wars-mynd og rétt rúmlega það“
Tómas Valgeirsson, kvikmyndir.is 1/2
„Lucas tekst það sem
Stjörnustríðsaðdáendur vonuðu: Að
loka hringnum með glæsibrag“
Sæbjörn Valdimarsson, MBL „
“
, .
„
:
“
,
STJÖRNUSTRÍÐ ER HAFIÐ!
Sýnd í smárabíó kl. 11, 1, 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11
„Revenge of the Sith er áhrifamesta Star Wars
myndin síðan The Empire Strikes Back gerði
allt vitlaust árið 1980.
Dramatíkin og slagkrafturinn í þessum
magnaða lokakafla er með ólíkindum.
Máttur Lucasar er mikill og hér eyðir hann
engum tíma í óþarfa kjaftæði.
Þetta er einfaldlega 100% Star Wars.“
Þórarinn ÞóraRinsson, Fréttablaðið „
.
.
.
.“
,
Sýnd í Borgarbíói kl. 12, 2.40, 5.20, 8 og 10.45 Kraftsýning
b.i. 10 ára