Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 56
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SOLLA, Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR LEYNDARMÁL? JÁ! ÉG HELD AÐ SKÓLA- STJÓRINN SÉ NJÓSNARI FRÁ ANNARI PLÁNETU HANN ÆTLAR AÐ HEILAÞVO OKKUR SVO VIÐ SÝNUM ENGAN MÓTÞRÓA ÞEGAR GEYMVERURNAR GERA ÁRÁS Á JÖRÐINA LOFARÐU AÐ SEGJA ENGUM FRÁ ÞESSU? EKKI HAFA ÁHYGGJUR SONUR SÆLL... MAÐUR GETUR EKKI BÚIST VIÐ ÞVÍ AÐ FÁ ALLT, Í LÍFINU, UPP Í HENDURNAR Á SILFURFATI SPARAÐU ÞIG FREKAR ÞANGAÐ TIL EINHVER KEMUR MEÐ FAT ÚR GULLI!! SVONA GERA ÞEIR SJÓNVÖRP MEÐ FLÖTUM SKJÁ AÐ FLYTJA INN MEÐ HENNI ER STÓRT SKREF ÉG HLAKKA TIL... EN ÉG VEIT EKKI HVERNIG MAMMA OG PABBI TAKA ÞVÍ ÞAU ERU SVO GAMALDAGS AÐ ÞEIM FINNST ÞAÐ HRÆÐILEGT ÞEGAR FÓLK BÝR SAMAN EN ER EKKI BÚIÐ AÐ GIFTA SIG OG ÞÚ VEIST EKKI HVERNIG ÞÚ ÆTLAR AÐ SEGJA ÞEIM ÞETTA NEI... ÉG ÆTLA AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞAU VITI ÞETTA ALDREI ÞAÐ VAR GÓÐ HUGMYND AÐ GEFA FRÆNKU ÞINN TÖLVU ÞÍN HUG- MYND... ÉG FÉKK BARA AÐ FLJÓTA MEÐ ÞÚ HEFUR AÐ MINNSTA KOSTI FENGIÐ EINA GÓÐA HUGMYND UM ÆVINA SEM ER? AÐ GIFTAST MÉR... AUÐVITAÐ AUÐVITAÐ! NJÓTIÐ STUNDAR- INNAR Á MEÐAN ÞIÐ GETIÐ HERRA OG FRÚ PARKER... Dagbók Í dag er sunnudagur 22. maí, 142. dagur ársins 2005 Nú er runninn upp sáárstími sem gefur Víkverja mikla ánægju, en um leið leiðindi. Ánægjan er að njóta útiverunnar og hlúa að gróðri í garð- inum. Leiðindin eru að þurfa stöðugt að vera að þrífa upp katta- og hunda- skít úr beðum í garðinum og af gras- flötum. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fólk á höfuðborgar- svæðinu hafi fengið sér ketti og hunda. Víkverja finnst það í góðu lagi að fólk sé með gæludýr á heimili sínu, svo framarlega að þau séu ekki öðrum til ama og leiðinda. Það eru ekki allir sem kæra sig um ketti og hunda og að þeir gangi um lausir og geri þarfir sínar á lóðum þeirra eða á almenningssvæðum, þar sem börn eru að leik. Víkverji hefur oft séð fólk ganga með hunda í bandi um almennings- svæði og láta þá gera þarfir sínar þar afskiptalaust – og ganga síðan burtu frá óþrifnaðinum. Sem betur fer eru flestir hundaeigendur, sem bera virð- ingu fyrir umhverfi sínu og annarra, sem eru með plastpoka og þrífa upp eftir hundana. En það eru sóðarnir sem setja svartan blett á þá sem bera virðingu fyrir umhverfinu og öðrum. Þó nokkur áhugi varfyrir Söngva- keppni Evrópu í Kænugarði og hvernig Selma Björnsdóttir myndi standa sig. Það voru mikil vonbrigði fyrir Víkverja sem flesta Íslendinga að hún komst ekki í úrslit. Selma tók áfallinu með jafnaðargeði, en sagð- ist vera „drulluspæld“ yfir að hafa ekki komist í úrslit. Víkverji hefur það á tilfinningunni að sumir hafi verið svekktari en Selma. Það er að segja ljósvakamennirnir sem höfðu farið á kostum fyrir keppnina og oftar en ekki talað um sjálfa sig og sagt hlustendum hvað þeir væru að gera, eða þá vitnað í hina ljósvakamennina og hvað þeir höfðu að segja, eða hvað þeir væru að gera. Já, tala um sjálfan sig. Víkverja finnst með ólíkindum hvað stórum hópi ljósvakamanna, sem lýsa kappleikjum eða þá að sjá um aðrar beinar útsendingar, er tamt að líta svo á að þeir leiki stóra hlut- verkið, en ekki viðfangsefnið hverju sinni. Fréttamenn eiga að leggja höf- uðáhersluna á að segja hlustendum og áhorfendum fréttir, án þess að vera stöðugt að blanda sjálfum sér í lýsingar og fréttirnar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Lundúnir | Bandaríski leikarinn David Schwimmer sést hér á æfingu á leik- ritinu Some Girls, eða Sumar stúlkur, eftir Neil LaBute í Geilgud-leikhúsinu í Lundúnum. Verkið verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Schwimmer þreyt- ir þar frumraun sína á West End en hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ross í sjónvarpsþáttunum vinsælu Vinum. Reuters Schwimmer á West End MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. „Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagn- aðarerindinu.“ (Mark. 1, 15.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.