Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki streitast gegn náttúruöflunum í
dag og farðu gætilega í samskiptum
við aðra. Það er ekki auðvelt að afla
sér liðsinnis núna, taktu það rólega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að stilla þig um að eyða pen-
ingum í eitthvert óhóf í dag. Dóm-
greind þín í fjármálum er ekki upp á
marga fiska. Ótrúlegt, en satt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Yfirboðarar, t.a.m. foreldrar, kenn-
arar og lögreglan, eru ekki á sama
máli og tvíburinn í dag. Nú veistu
það og átt að láta lítið á þér kræla á
meðan.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki reyna að sannfæra aðra um þitt
sjónarmið núna. Ekki láta einhvern
annan sannfæra þig heldur. Þú upp-
skerð bara mótþróa.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinir eru ekki á sama máli og þú
varðandi eitthvað sem tengist sam-
eiginlegum eigum eða ráðstöfun fjár-
muna. Ágreiningur um sameiginlegt
eignarhald kemur upp.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Samskipti við nána vini og maka
krefjast mikillar þolinmæði af þinni
hálfu núna. Hugsaðu þig tvisvar um
áður en þú talar. Ekki segja neitt
sem þú átt eftir að sjá eftir á morg-
un.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er ekki auðvelt að sýna sam-
starfsmönnum þolinmæði í dag. Fólk
virðist hreinlega bara fyrir þér.
Reyndar er það þitt viðhorf sem er
vandamálið, a.m.k. í sumum tilvikum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn á að láta sem minnst á
sér kræla í dag. Settu undir þig höf-
uðið og haltu þínu striki við vinnuna.
Gættu þess að hafa allt þitt á þurru.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ósætti heima fyrir teflir samskiptum
við maka og nána vini í dálitla tví-
sýnu í dag. Þegar ástandið er svona
er best að segja bara sem minnst.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki láta það á þig fá þótt sam-
starfsfólkið virðist ósamvinnuþýtt í
dag. Það sér þig hugsanlega í sama
ljósi. Haltu þér að verki og einbeittu
þér að því sem að þér snýr.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn verður fyrir von-
brigðum í ástamálum í dag. Mundu
að hljóðar væntingar leiða bara til
vonbrigða. Ekki samt segja það upp-
hátt núna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Jafnvel hamingjusamasta fjölskylda
upplifir stundum neikvæðni og von-
brigði. Það tilheyrir einfaldlega.
Sýndu ástvinum biðlund í dag.
Stjörnuspá
Frances Drake
Tvíburar
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hæfileikarík manneskja og jafn-
framt mjög kraftmikil, nánast óviðráð-
anlega framkvæmdasöm. Margir sem
fæddir eru þennan dag laðast að
skemmtanaiðnaðinum og kennslu.
Þú nýtur þess að vera foreldri.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Fella- og Hólakirkja | Þingeyingakórinn
heldur vortónleika í Fella- og Hólakirkju kl.
15.30. Á efnisdagskrá verða íslensk og er-
lend lög. Stjórnandi er Kári Friðriksson,
undirleikari er Árni Ísleifsson. Verð að-
göngumiða er kr. 1000. Kaffiveitingar
verða í hléi.
Laugarborg | Sigrún Hjalmtýsdóttir og
Anna Guðný Guðmundsdottir flytja íslensk
sönglög og verk eftir Schubert og Alabieff.
Kvenfélagið Iðunn býður uppá sunnudags-
kaffi að tónleikum loknum.
Seljakirkja | Sönghópurinn Norðurljós
heldur sína fyrstu vortónleika kl. 17.00.
Einsöngvari er Elmar Þór Gilbertsson og
stjórnandi er Arngerður M. Árnadóttir.
Efnisskráin er fjölbreytt með íslenskum og
erlendum lögum. Sjá: http://www.this.is/
kor.
Tónminjasetur Íslands | Tónleikar kvenna-
kórsins Léttsveit Reykjavíkur verða í Tón-
minjasetri Íslands á Stokkseyri kl. 15.00.
Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir og undirleikari er Aðalheiður Þor-
steinsdóttir. Á dagskránni eru m.a. íslensk-
ar og erlendar dægurperlur og þjóðlög frá
ýmsum löndum, m.a. Írlandi og Rússlandi.
Myndlist
Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see
a dark sail“.
Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar
Kjartansson.
Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ-
mundsson.
Elliheimilið Grund | Jeremy Deller.
Gallerí I8 | Ólafur Elíasson. Lawrence
Weiner.
Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor-
steins Eggertssonar.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um
helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is.
Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst.
Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub,
Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard
Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus
Staeck, Dik Jungling, Werner Richter.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan
Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir opnar einkasýningu í dag
kl. 14. Sýningin ber heitið Straumur og eru
myndverkin öll ný.
Kling og Bang gallerí | John Bock.
Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia
Pérez de Siles de Castro.
Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese.
Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney,
Gabríela Friðriksdóttir.
Listasafn Íslands | Dieter Roth.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Diet-
er Roth, Peter Fischli, David Weiss, Har-
aldur Jónsson, Urs Fischer.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Útskriftarsýning nemenda við Listahá-
skóla Íslands.
Mokka-Kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá:
www.hugverka.is.
Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf
Opdahl.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn.
Skaftfell | Anna Líndal.
Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af
Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn
Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er
sýning á svarthvítum ljósmyndum af fólki
eftir Sigurð Blöndal í gallerí Klaustri. Sýn-
ingarnar eru opnar kl. 12–17 alla daga.
Slunkaríki | Hreinn Friðfinnsson, Elín
Hansdóttir.
Suðsuðvestur | Anna Hallin sýnir málverk,
teikningar, videó-verk, skúlptúr og videó-
auga í Suðsuðvestri.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson.
Vestmannaeyjar | Micol Assael.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og
eldri verk.
Listasýning
Handverk og hönnun | Finnskur starfs-
hópur kynnir ljósmyndir og nytjalist. Sýn-
ingin opnuð í dag kl. 17.
Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn-
skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í
Iðu, Lækjargötu.
Söfn
Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð-
arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15.
september frá kl. 13–18.
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið
er heiti sýningar sem segir frá ferðum
fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna
sem settust að í Utah.
Skemmtanir
Traffik | Á móti sól spilar sunnudagskvöld.
Fréttir
Orgelsjóður Kristskirkju | Orgelsjóður
Kristskirkju Landakoti heldur bílskúrssölu
að Hávallagötu 16 helgina 21.–22. maí. All-
ur ágóði rennur í viðhaldssjóð.
Fundir
Kvenfélagið Heimaey | Aðalfundurinn
verður mánudaginn 23. maí í Ársal Hótel
Sögu kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf,
stjórnarkjör og nefndir endurskoðaðar.
Páll Steingrímsson verður gestur fund-
arins.
SFR | Aðalfundurinn verður haldinn
þriðjudaginn 31. maí klukkan 20 hjá SFR á
Grettisgötu 89, 4. hæð. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Indlandsvinafélagið | Aðalfundurinn verð-
ur haldinn í Bólstaðarhlíð 44, 1. hæð
mánudaginn 23. maí kl.20. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Amin sýnir myndir frá nýlegri
Indlandsferð.
Námskeið
Frímerkjasafnarar | Fræðsla um meðferð
og söfnun frímerkja verður í Síðumúla 17,
laugardaginn 22. maí. Kennd verður lausn
frímerkja af pappír, meðferð og varðveisla
merkja, sýnd hjálpartæki, rit um frímerki
og uppsetning safna. Kennd verður greing
afbrigða og útgáfa. Aðgangur ókeypis fyrir
alla. Uppl. hjá Halldóri s. 693 2163.
Útivist
Ferðaklúbbur eldri borgara | Farið verður
í 6 daga ferð um Vestfirði dagana 26. júní
til 1. júlí. 4 sæti laus vegna forfalla. Allir
eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar í
síma 892 3011.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 ræfilslegt, 8 end-
ar, 9 spjald, 10 þegar, 11
virki, 13 skynfærin, 15
hafa í hávegum, 18 mjög
gott, 21 gagn, 22 rengla,
23 landspildu, 24 mikill
þjófur.
Lóðrétt | 2 rækta, 3
málms, 4 ganga hægt, 5
tigin, 6 ókjör, 7 þráður, 12
tangi, 14 ótta, 15 veiti
húsaskjól, 16 fisks, 17
lyktum, 18 spilið, 19 eðl-
inu, 20 fréttastofa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 stolt, 4 þylur, 7 offur, 8 rjúpu, 9 táp, 11 tonn, 13
ótta, 14 óláns, 15 falt, 17 auka, 20 ata, 22 ræpan, 23 gabba,
24 reisa, 25 arðan.
Lóðrétt | 1 skolt, 2 orfin, 3 tært, 4 þorp, 5 ljúft, 6 rausa, 10
áfátt, 12 nót, 13 ósa, 15 firar, 16 Lappi, 18 umboð, 19 asann,
20 anga, 21 agga.
Ferðafélagið Útivist stendur að tveggjadaga námskeiði 25. og 28. maí næstkomandi, um jarðfræði Íslands,myndun lands og mótun. „Ég mun
fjalla um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis,“
segir Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og far-
arstjóri en hún mun kenna á námskeiðinu.
„Reykjanesskaginn býður upp á óendalega
möguleika. Þar koma heimsálfumörkin á land,
þar sem skiljast hvor frá annarri Ameríka og
Evrópa. Þar höfum við allan þennan jarðhita,
ísöldina ljóslifandi í móbergsmyndum, mó-
bergshryggjum og móbergskeilum eins og
Keili. Þar eru líka eldborgir eins og Eldborg
undir Geitahlíð, þannig að þarna er að finna
mismunandi tegundir af gígum. Það sem ég
ætla að gera er að fjalla um hvernig ytri að-
stæður hafa áhrif á útlit eldstöðva. Fyrir mér
er jörðin lifandi. Hún hefur sín æviskeið og
markmiðið er að leitast við að skýra hvernig
jörðin fer stöðugt í gegnum nýmyndunar- og
hrörnunarferli. Það er alltaf eitthvað nýtt að
koma upp og annað að eyðast. Jörðin er sér-
fræðingur í endurvinnslu. Væntanlega hefur
flest allt efni sem er á yfirborði jarðar verið
þar einhvertíma áður. Reykjanes er alger perla
hvað þetta varðar með ólík hraun, gos undir
jökli, gos í sjó, gos í vatni og gos á þurru landi.
Spurningin er, hvernig var kvikan sem kom
upp? Var hún hrein eða þunnfljótandi? Með
miklu eða litlu gasi? Þetta er eins og að baka,
hvernig vill maður hafa kökuna, mikið eða lítið
lyftiduft. Síðan er það hinn flöturinn það er
veðrun og rof. Við tölum um innri og ytri öfl.
Innri öfl byggja upp með jarðskjálftum og eld-
gosum knúnum orku úr iðrum jarðar.“
Ásta segir að ætlunin sé að fara í aðra ferð
um Borgarfjörð í haust og skoða „gamla“ Ís-
land, en þar er hægt að skoða hátt í 13 milljón
ára gamalt berg. „Það er land sem varð til fyr-
ir ísöld og þar er hægt að skoða áhrif ytri afla
á landið eins og sólarinnar, frostsins, rigning-
arinnar, þ.e. hvaða áhrif veðrun hefur á ásýnd
landsins,“ segir hún. „Ekki má gleyma öllum
hverunum. Á Reykjanesi eru hverir sem tengj-
ast eldvirkni og svo eru það leirhverir með
sinn brennisteinsfnyk og sölt sem gefa maga-
pínu ef maður sleikir. Í Borgarfirði eru hverir
með jarðhita frá berginu sjálfu án þess að
kvika komi nálægt. Það eru allt öðru vísi hver-
ir.
Markmiðið með námskeiðinu er að gefa fólki
örlitla innsýn í þann stórkostlega heim sem Ís-
land er. Að geta ferðast um landið, skynja og
njóta og skilja það sem fyrir augu ber gefur
mikla dýpt. Það er eins og að ferðast um sögu-
slóðir og þekkja söguna.“
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama en far-
arstjórar hjá Útivist hafa forgang.
Jarðfræði Íslands | Myndun lands og mótun
Að skilja og njóta landsins
Ásta Þorleifs-
dóttir, er fædd í Þýska-
landi og ólst upp að
mestu í Reykjavík. Hún
er stúdent frá Mennta-
skólanum við Sund og
jarðfræðingur frá Há-
skóla Íslands. Hún er
með meistaragráðu í
jarðverkfræði frá Há-
skólanum í Birmingham
og er að ljúka námi í op-
inberri stjórnsýslu. Hún hefur starfað mikið
að náttúruverndar- og umhverfismálum en á
síðari árum hefur hún sinnt rafrænni stjórn-
sýslu. Maður hennar er Halldór Björnsson lög-
fræðingur. Hún á tvö börn, Lilju Steinunni og
Tómas Orra.
95 ÁRA afmæli. Sigurður M.Helgason, fv. borgarfógeti,
Dalbraut 18, Reykjavík, er 95 ára í
dag, 22. maí 2005.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Fréttir á SMS