Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 1
Íslendingarnir
í Cannes
Mesta hátíð kvikmyndaiðnaðarins er
orðin fjölsótt af Íslendingum | Menning
Tímarit og Atvinna í dag
Tímarit Morgunblaðsins | Sundknattleikurinn endurvakinn
Tíu síður um sumartískuna Lífshlaup Rósku Atvinna | Aukin
þensla á vinnumarkaði? Náttúrulegt atvinnuleysi
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Kabúl. AP. | Hamid Karzai, forseti Afgan-
istans, krafðist þess í gær að bandarísk
stjórnvöld refsuðu hverjum þeim liðs-
manni Bandaríkjahers sem sekur hefði
gerst um að misþyrma
föngum í Afganistan en
í Morgunblaðinu í gær
voru tíundaðar fréttir
af pyntingum banda-
rískra hermanna á
föngum þar í landi.
Uppljóstranirnar um
pyntingarnar koma á
viðkvæmum tíma,
Karzai hélt nefnilega í
fjögurra daga opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna í gær. Þá er
líklegt að annað mál varpi einnig skugga á
heimsókn hans, blóðug mótmæli gegn
Bandaríkjunum í Afganistan síðustu vikur
er kostuðu á annan tug manna lífið. Þau
mótmæli kviknuðu af frétt í Newsweek
um að bandarískir hermenn í Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu hefðu óvirt
Kóraninn.
Karzai lýsti því yfir í gær að hann
myndi ræða pyntingarnar við bandaríska
ráðamenn í heimsókn sinni. Hann tók þó
fram í samtölum við blaðamenn, áður en
hann hélt áleiðis til Bandaríkjanna, að
ekki ætti að dæma alla bandarísku þjóðina
út frá umræddum misþyrmingum. „Íbúar
Bandaríkjanna eru gott fólk,“ sagði hann.
Karzai
fordæmir
pyntingar
Hamid Karzai
Seattle. AFP. | Fyrrverandi barnaskóla-
kennari í Bandaríkjunum, Mary Kay
Letourneau, giftist í gær fyrrverandi
nemanda sínum sem hún var á sínum
tíma dæmd fyrir að hafa nauðgað. Brúð-
guminn, Vili Fualaau, var aðeins tólf ára
þegar samband þeirra Letourneau varð
kynferðislegt og mál þetta vakti því
mikla athygli á sínum tíma.
Letourneau er í dag 43 ára gömul,
Fualaau er tuttugu og tveggja. Brúðurin
var handtekin 1997 þegar þáverandi eig-
inmaður hennar fann ástarbréf hennar
til Fualaau. Var hún þá þunguð af völd-
um drengsins.
Letourneau var dæmd til sjö og hálfs
árs fangelsisvistar vegna nauðgunar en
sleppt eftir að hafa afplánað sex mánuði
af dómnum. Þegar lögregla kom að þeim
skötuhjúum í ástarleik í febrúar 1998 var
hún hins vegar send aftur í fangelsið og
lauk hún við að afplána dóm sinn í ágúst
sl. Ávöxt ástarleiksins, þ.e. annað barn
þeirra Fualaau, ól hún í fangelsinu. Fyrir
átti Letourneau fjögur börn.
Mikil leynd ríkti yfir hjónavígslunni í
gær enda munu sjónvarpsþættirnir Ent-
ertainment Tonight og The Insider hafa
tryggt sér einkarétt á allri umfjöllun.
Ástin varir
að eilífu
Mary Kay Letourneau og Vili Fualaau.
Los Angeles í Chile. AP. | Yfirmaður
herafla Chile segir næsta öruggt að
41 hermaður, sem saknað er eftir
kafaldsbyl í Andes-fjöllum um miðja
viku, sé látinn. Ricardo Lagos, for-
seti Chile, segir að þegar hafi þrett-
án lík fundist en hann ávarpaði þjóð
sína vegna málsins á föstudags-
kvöld.
Alls lentu 433 hermenn í mikilli
hríð í Andes-fjöllum á miðvikudag
þar sem þeir voru við æfingar.
Flestum tókst að koma sér í öruggt
skjól og var síðan bjargað en 41 er
saknað, sem fyrr segir.
Emilio Cheyre, yfirmaður herafl-
ans í Chile, tók á föstudag þátt í leit
að mönnunum en þá hafði veðrið
gengið nokkuð niður. Hann sagði í
kjölfarið að ólíklegt væri að nokkur
fyndist á lífi. Áfram yrði þó leitað.
Cheyre sagði að aldrei hefði átt að
halda umræddar heræfingar í ljósi
veðursins. Hann hefur vikið þremur
yfirmönnum hersveitarinnar, sem
um er að ræða, úr starfi og fyrirskip-
að ítarlega rannsókn á tildrögum
þessa harmleiks.
Málið hefur vakið sterk viðbrögð í
Chile og ættingjar hermanna sem
nú eru taldir af hafa lýst mikilli reiði
sinni í garð yfirmanna hersins.
41 hermaður
talinn af í Chile
Reuters
Liðsmaður Chile-hers syrgir félaga sína í Los Angeles-borg, suður af
Santiago. 41 félagi hans er talinn af eftir kafaldsbyl í Andesfjöllum.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
var kjörin formaður Samfylkingar-
innar í allsherjaratkvæðagreiðslu
meðal félagsmanna með 66,6%
gildra atkvæða. Hún hlaut 7.997 at-
kvæði. Össur Skarphéðinsson hlaut
3.970 eða 33% gildra atkvæða. Alls
greiddu 12.015 atkvæði eða 60%
þeirra sem voru á kjörskrá. Átta
atkvæðaseðlar voru ógildir og auð-
ir seðlar voru fjörutíu.
Ingibjörg og Össur lögðu bæði
áherslu á það í ræðum sínum á
landsfundi Samfylkingarinnar eftir
að úrslitin voru kunngjörð í hádeg-
inu í gær, að flokksmenn gengju
sameinaðir frá fundinum.
Ingibjörg Sólrún sagði að úrslitin
í formannskjörinu væru ekki aðal-
atriðið. „Okkar hugur stefnir annað
og lengra. Við eigum okkur sameig-
inlegan draum, samfélagið á sér
sameiginlega þörf, við höfum verk
að vinna. Það er verkefni okkar í
næstu þingkosningum sem skiptir
máli. Persónulegir sigrar marka
engin sérstök tímamót í Íslandssög-
unni … Það eru aðeins sigrar hug-
sjóna og hreyfinga sem skipta máli.
Og þá og því aðeins skiptir nið-
urstaðan í þessu formannskjöri
máli, að hún leiði okkur til sigurs í
þeim kosningum sem framundan
eru. Þar liggur okkar sögulega
tækifæri,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Hún sagði einnig: „Tækifæri Sam-
fylkingarinnar felast ekki í því
hvort okkar Össurar leiðir flokkinn
í næstu kosningum. Forysta er
hópstarf en ekki einstaklingsfram-
tak.“
Ingibjörg sagði að hvað sem
flokknum viðkæmi hefði þráðurinn
á milli sín og Össurar ekki slitnað.
Þakkaði hún honum drengilega bar-
áttu og kvaðst hlakka til að vinna
með honum að málefnum Samfylk-
ingarinnar um ókomin ár.
Össur lengi í stjórnmálum
Össur Skarphéðinsson sagði að
úrslitin væru afgerandi; þau væru
sterk fyrir flokkinn og sérstaklega
sterk fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Nú
biði hennar það verkefni að feta hina
réttu leið „og koma okkur alla leið“.
Hann þakkaði Ingibjörgu Sólrúnu
hlý orð í sinn garð og sagði eins og
hún að þráðurinn milli þeirra hefði
aldrei slitnað. „Ég ætla að vera lengi
í stjórnmálum,“ sagði Össur.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir klökknaði er kjöri hennar var lýst. Hér rís hún úr sæti sínu og stuðningsmenn hennar klappa; frá vinstri Kristín A.
Árnadóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Árni Gunnarsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson eiginmaður Ingibjargar.
Sigurinn í næstu kosn-
ingum mikilvægastur
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is Ingibjörg Sólrún formaður Sam-
fylkingarinnar með 66,6% atkvæða
STOFNAÐ 1913 136. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is