Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 59
GULU fimmtudagstónleikar SÍ voru að þessu sinni með hefð- bundnara sniði. Fyrst konsert- forleikur eða ígildi hans, þá ein- leikskonsert, og eftir hlé klassísk/ rómantísk sinfónía. Helzta frávikið var að einleikskonsertinn var tvö- faldur, s.s. fyrir tvo sólista í stað eins, og að auki næsta sjaldheyrð- ur, a.m.k. hjá ærukórónuðu stríðs- fákunum hvorum megin. Af þeim tveimur er Moldá eftir Bedrich Smetana óneitanlega sá er mest tengist tónlistaruppeldi. Í manni situr eftir fölnuð æsku- minning frá því þegar tónaljóðið um þjóðarmóðu Bæheims átti að koma manni á bragðið. Á þeim ár- um trónaði verkið jafnframt of- arlega í lýðvænum klassískum plötuantólógíum handa skólum og almenningi. Enda vinsælt að verð- leikum sem eitt innblásnasta hljómsveitarverk 19. aldar á vett- vangi þjóðlegrar prógramm- tónlistar. Því miður stóð grámóskulegur flutningurinn á fimmtudagskvöld ekki undir væntingum. Eftir hálfkaótískan tréblástursinngang í óljósri takttegund komst að vísu þokkaleg festa á framvindu. Aftur á móti vantaði epískan ævin- týrablæinn, hvað þá að nostrað væri nægilega við smærri atriðin. Einstaka snögg styrklækkun kom ekki í stað markvissrar stórmót- unar, og þó að t.d. sveitapolkinn væri þokkalega frísklegur, var flúðalýsingin álíka spennandi og að horfa á tannkrem kreist úr túpu. Jafnvægið var ekki heldur of gott. Oft hefði t.d. mátt hemja lúðrana betur, og yfirleitt verkaði leikurinn sem meira eða minna út úr fókus. Tvöfaldur klarínettkonsert Franz Krommers (1759–1831) frá 1802 var jafnnýr fyrir mér sem flestum öðrum, en ekki að sama skapi frumlegur. Miðað við sum önnur verk þessa oft skemmtilega smámeistara, er geisladiskvæðing 9. áratugar gróf upp úr 150 ára gleymsku, gutlaði hér gamalt vín á gömlum belgjum. Einleikararnir blésu hins vegar svo lipurt og inn- byrðis líkt að halda mætti að væru eineggja tvíburar – jafnvel svo greindust varla sundur aft- arlega úr sal, þrátt fyrir fimm metra millibil. Hljómsveitin var nú aðeins farin að hitna; þó ekki meira en svo að strengjasamleik- urinn í miðþætti var heyranlega ósamtaka á köflum þrátt fyrir 2⁄3 smækkun. Hin ástsæla 9. sinfónía Dvoráks „frá Nýja heiminum“ var síðust á dagskrá; drekkhlaðin eftir- minnilegum stefjum í glertærri orkestrun, þó að ofurlítið kald- hömruð samþætting stefja úr fyrri þáttum í fínalnum verki uppá- þrengjandi á suma. Miðað við út- komuna fyrir hlé bjóst ég satt að segja ekki við miklu, og varð því meira en lítið brugðið þegar hljómsveitin fór nú allt í einu að spila eins og englar. Þetta var nánast eins og hvítt við svart. Í stuttu máli var stórgaman að heyra loksins vel prófíleraða túlkun, verulega tjáningardýpt og sem næst fullkominn balans, kannski burtséð frá brassi loka- þáttar sem enn var í efri kanti. Strengjasveitin laðaði nú loks fram alla þá skógardulúð er lét sig vanta í Moldá og lék ýmist undra- þýtt eða af viðeigandi eldmóð og snerpu. Sömuleiðis var fjölmargt fallegt í tréblæstri, ekki aðeins „Hiawatha“-stefið fræga úr engla- horni Kristjáns Stephensen, og pjátrið sá um glampandi „grandioso“-staðina svo bragð var að. Ótrúlegt að hér færi sami stjórnandi og fyrir hálftíma! En seint er betra en aldrei, enda tókst honum að ljúka tónleikunum með tápmikilli reisn. Svart við hvítt TÓNLIST Háskólabíó Smetana: Moldá. Krommer: Konsert fyrir tvö klarínett. Dvorák: sinfónía nr. 9. Dmitri Ashkenazy & Einar Jóhannesson klarínett; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Gintarasar Rinkevicius. Fimmtudag- inn 19. maí kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Einar Jóhannesson Dimitri Ashkenazy Ríkarður Ö. Pálsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 59 MENNING ÁRNI Árnason og Ásgerður Bjarnadóttir píanónemendur halda burtfararprófstónleika í dag klukkan 15 og kl. 16 í sal Tón- listarskóla Garðabæjar að Kirkju- lundi 11. Ágerður F. Bjarnadóttir hóf píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1991 og var Karl Sigurðsson fyrsti kennari hennar en Ólafur Elíasson hefur verið kennari hennar síðan 2001. Árni Árnason hóf píanónám í Tónlistarskóla Akureyrar m.a. hjá hinum þekkta píanóleikara Philip Jenkins og lauk 7. stigi á meðan hann var í menntaskóla. Að loknu stúdentsprófi frá MA stundaði hann verkfræðinám og starfar nú sem slíkur hjá Línu- hönnun. Á unglings- og háskóla- árum lék Árni einnig á trompet í Lúðrasveit Akureyrar og Svan- inum. Á fimmtugsaldri tók hann svo aftur upp þráðinn og hóf nám í Tónlistarskóla Garðabæjar, fyrst hjá Gísla Magnússyni og síðan hjá Ólafi Elíassyni. Ásgerður F. Bjarnadóttir Árni Árnason Útskriftartónleikar í Garðabæ mbl.issmáauglýsingar Stökktu til Costa del Sol 8. júní frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Ótrúlegt tilboð til Costa del Sol þann 8. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Aðeins örfá sæti Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 8. eða 22. júní í viku. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 8. eða 22. júní í viku. REGÍNA Unnur Ólafsdóttir sópr- ansöngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Lang- holtskirkju í dag kl. 17. Regína þreytir nú í vor burtfararpróf í einsöng frá Söngskólanum í Reykjavík og eru tónleikarnir liður í því. Á efnisskránni eru m.a. ljóða- söngvar eftir Jórunni Viðar, Brahms, Ölmu Mahler og Duparc, Der Hirt auf dem Felsen eftir Schu- bert, en þar koma Hrefna Eggerts- dóttir píanóleikari og Kjartan Ósk- arsson klarinettuleikari til liðs við söngkonuna og aríur úr óperum eftir Mozart, Bizet og Gounod. Að- gangur er ókeypis. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Burtfarar- tónleikar Regínu Regína Unnur Ólafsdóttir Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.