Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. GÍSLI Marteinn Baldursson, sjónvarps- maður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar að taka þátt í prófkjöri innan flokks- ins fyrir kosningarnar næsta vor og sækist eftir sæti ofarlega á lista. „Það er kominn tími á kynslóðaskipti í hugmyndum. Að við breytum um áherslur,“ segir Gísli Marteinn í samtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag þegar hann er spurður hvort hann telji að tími sé kominn á kynslóðaskipti í forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni duga ekki ein og sér, ekki einu sinni þótt við bætist Lína Net og það allt. Fólk vill framtíðarsýn. Borgin þarf framtíðarsýn. Hana eigum við sjálf- stæðismenn eftir að leggja betur fram. Við höfum ekki enn sagt við fólk: Svona Reykjavík viljum við skapa með ykkur. Ef þú spyrð mann á götunni: Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni? verður of lítið um svör. En þessu munum við breyta, fyrr en síðar. Okkar ágæti leið- togi núna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, veit manna mest um borgina, sögu hennar og skipulag, en við þurfum að draga þekk- ingu okkar og hugmyndir betur saman í skýra heildarmynd og, sem ekki er síður mikilvægt, koma henni yfir til fólksins á mannamáli og af sannfæringarkrafti.“ Þarf þá að skipta um leiðtoga til að þessi framtíðarsýn komist til skila? Og munt þú sækjast eftir því hlutverki? „Ég mun að minnsta kosti sækjast eftir því að verða nógu ofarlega á lista til þess að allir mínir kraftar nýtist og fái notið sín,“ svarar Gísli. | Tímarit Kominn tími á kynslóða- skipti í hugmyndum Gísli Marteinn Baldursson Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is HÁLS- og bakdeild St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur verið boðin þátttaka í fjölþjóðlegu verkefni á vegum Evrópuráðsins, þar sem farið verður yfir menntun og þjálfun fagfólks á sviði greiningar og meðferðar kvilla í hreyfikerfinu og reynt að samhæfa hana og endurskipuleggja í samræmi við fyrirliggjandi vísindi. Það eru sextán stofn- anir í 13 Evrópulöndum, sem ætlunin er að taki þátt í verkefninu. Háls- og bakdeildinni í Stykkishólmi var komið á fót 1992 af Luciu de Korte sjúkraþjálfara, og Jósepi Ó. Blöndal sjúkrahússlækni. Á deildinni, sem er fimm daga deild, eru 13 rúm og meðallegutími er 11 dagar. | 26 Morgunblaðið/RAX Tekur þátt í evrópsku verkefni um hreyfikerfið ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast á Akureyri í gærmorgun en þar hafði snjóað nokkuð þegar bæjarbúar fóru á fætur og var jörð nánast hvít. Systk- inin Stefán Broddi og Auður Sigvalda- börn, sem eiga heima í Barrlundi, voru komin út í garð fyrir allar aldir með pabba sínum þar sem þau bjuggu til þennan fína snjókarl. Morgunblaðið/Kristján Snjókarlar í sumarbyrjun Qingdao | Fjölþjóðlega fyrirtækið Atlantis gerði í gær samning um að reisa 50 þúsund tonna frystigeymslu í borginni Qingdao í Shangdong- héraði í Kína. Að sögn Óla Vals Steindórssonar, forstjóra Atlantis, er um að ræða framkvæmdir að andvirði 15 milljóna dollara og munu Samskip sjá um reksturinn. Að samningnum standa Atl- antis, Samskip og Qingdao International Trade Group og var Ólafur Ragnar Grímsson forseti viðstaddur undirritun hans. Ólafur Ragnar sagði í ræðu á fundi með fólki úr viðskiptalífinu og íslensku viðskiptasendi- nefndinni í gær að um væri að ræða sögulegt samkomulag. Atlantis er fjölþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Óli Valur á fyrir- tækið að einum þriðja hluta og er stærsti hlut- hafinn, en aðrir hluthafar koma meðal annars frá Japan og Ástralíu. „Þetta er samstarfssamningur um uppbygg- ingu frystigeymslu í Kína,“ sagði Óli Valur í samtali við fjölmiðla í gær. „Þessi samningur er í versta falli fimmtán milljóna dollara virði og ég segi það vegna þess að í uppbyggingu er þetta eingöngu kostnaður. Við stefnum að 50 þúsund tonna frystigeymslu í upphafi og svo verður framtíðin að ráða því hvort við getum stækkað við okkur.“ Að sögn Óla Vals var för Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta til Kína „sementið“, sem tryggði að samningurinn náðist. Hann sagði að geymslurnar, sem fyrirhugað er að reisa, myndu tryggja betra aðgengi að hráefninu. „Þar að auki gefur þetta okkur færi á að koma upp miðstöð í Asíu og þaðan munum við geta með stuttum fyrirvara dreift okkar vöru yfir til Japans, Ástr- alíu eða Kóreu. Einnig getum við nýtt okkur að aðrir þurfa einnig að geyma fisk og hráefni og við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það verði sem ódýrast fyrir okkur til langframa.“ Hann sagði að nú væri staðan þannig að fyr- irtækið væri með fisk í geymslum hér og þar í Asíu, einkum í Japan. „Þar er geymslukostn- aður mjög hár og það getur þurft að geyma vör- una í þrjá mánuði eða lengur. Það er mjög mikið magn og hentar að setja inn í þessar fyrirhug- uðu geymslur, sem við stefnum að því að setja fyrsta gáminn í innan tveggja ára.“ Reisa frystigeymslu fyrir 50 þúsund tonn af fiski í Kína Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is  Kínaheimsókn | 6 ♦♦♦ MUNUR á lífeyri og lágmarks- framfærslukostnaði hefur minnkað á síðustu fimm árum samkvæmt samanburðarrannsókn Hörpu Njáls félagsfræðings. Jákvæðust er breytingin hjá lífeyrisþegum í sambúð. Mest minnkar munurinn hjá hjónum á örorkulífeyri úr 31.325 kr. (22,4%) árið 2000 í 5.117 kr. (–2,3%). Eins og fram hefur komið í greinaflokki um fátækt í Morgun- blaðinu hefur hið opinbera ekki reiknað út lágmarksframfærslu- kostnað einstaklinga/fjölskyldna á Íslandi eins og gert hefur verið á flestum hinna Norðurlandanna. Harpa útfærði slíkt viðmið með til- liti til leiðbeininga frá félagsmála- ráðuneytinu til sveitarfélaganna og samsvarandi þátta á hinum Norð- urlöndunum í tengslum við rann- sókn sína á fátækt á Íslandi árið 2000. Niðurstaðan leiddi í ljós að lífeyrisþega og notendur fjárhags- aðstoðar Félagsþjónustunnar vant- aði á bilinu 20 til 40% til að standa undir nauðsynlegum framfærslu- þáttum í nóvember árið 2000. Nú er munurinn oftast á bilinu 20–35%. Sem dæmi má nefna að munur- inn á bótum hjóna með lífeyri frá TR og lágmarksframfærsluviðmiði minnkaði úr 31.325 kr. (–22,4%) ár- ið 2000 í 3.798 kr. (–3,1%) árið 2005. Munurinn á örorkubótum hjóna með viðbótarstyrk frá félagsþjón- ustunni og lágmarksframfærslu- viðmiði Hörpu minnkaði úr 31.325 kr. (22,4%) árið 2000 í 5.117 kr. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga Minna vantar upp á lágmarksframfærslu Morgunblaðið/Golli Eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur ago@mbl.is  Dregið úr | 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.