Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 63
Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl. tali kl. 8 og 10.15 B.I 16 ÁRA T H E INTERPRETER   KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.I 16 ÁRA HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10  SK.dv  Sýnd í regnboganum kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30 Sýnd í Laugarásbíói kl. 3, 4.30, 6 og 9 - BARA LÚXUS- 553 2075☎ Nýr og betriMiðasala opnar kl. 14.00 Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3, 6 og 9 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS   POWERSÝNINg í laugarásbíóIá stærsta thx tjaldi landsins kl. 12 á miðnætti Sýnd kl. 2 m. ísl. tali TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH - sýningar merktar með rauðu MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 63 Ákvikmyndahátíðinni íCannes í Frakklandi er aðvanda staddur þónokkurfjöldi Íslendinga, enda um að ræða einhverja mikilvægustu há- tíð sem haldin er, ekki bara vegna keppninnar umtöluðu, heldur einnig sölumarkaðarins stóra sem er ein- hver besti boðlegi vettvangurinn fyrir kvikmyndir sem framleiddar eru utan stærstu markaðssvæðanna. Nokkrir Íslendingar eru að kalla má fastagestir á Cannes, koma á hverju ári. Meðal þeirra eru kvikmynda- gerðarmenn á borð við  Friðrik Þór Friðriksson, sem er hér bæði sem framleiðandi að selja Bjólfs- kviðu og sem leikstjóri að fjármagna og kynna Óvinafagnað, söguna af Þórði kakala, sem hann stefnir á að hefja tökur á síðla árs ef allt gengur að óskum en útitökur fara fram á Ís- landi og verður myndin á ensku. Anna María Karlsdóttir, framleið- andi og kona Friðriks Þórs, er einn- ig í Cannes; tekur þátt í dagskránni Producers on the Move, sem heim- færa mætti sem Framleiðendur á uppleið en hún er jafnframt að kynna og selja íslensk-kanadísku myndina Guy X sem hún framleiddi og var tekin á Íslandi. Þá kemur Snorri Þórisson framleiðandi og eig- andi Pegasus kvikmyndafyrirtæk- isins árlega til Cannes, í þeim er- indagjörðum að kynna þjónustu fyrirtækisins fyrir erlend kvik- myndafélög sem hafa í hyggju að taka upp myndir á Íslandi en einnig til að kynna og fjármagna fyrstu kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, Blóðbönd, sem er að fara í tökur um þessar mundir á Íslandi.  Sigurjón Sighvatsson er að sjálfsögðu í Cannes en sölufyrirtæki hans Kata- pult sér m.a. um sölu á íslensku myndunum A Little Trip to Heaven og Gargandi snilld, sem sýnd var á markaðssýningu. Stuðmannamynd- in Í takt við tímann, var einnig sýnd á markaðssýningu undir enska titl- inum Ahead of Time og var leik- stjóri myndarinnar Ágúst Guð- mundsson staddur í Cannes vegna hennar og annarra verkefns sem hann og kona hans Kristín Atladóttir framleiðandi eru með í pípunum. Þau héldu svo beint til Barcelona þar sem Ágúst áformaði að taka upp atriði fyrir væntanlega viðtalsmynd sína við Gunnar Eyjólfsson. Skúli Malmquist og Þórir Snær Sig- urjónsson framleiðendur hjá Zik Zak eru fyrir allnokkru komnir í hóp fastagesta sem ekki mega leng- ur missa af Cannes-hátíð. Þeir eru hér að sjálfsögðu sem meðframleið- endur Voksne mennesker sem er í Un Certain Regard dagskránni, en einnig eru þeir að selja önnur verk- efni sem þeir koma að eins og Last Winter, sem var tekin á Íslandi og aðrar myndir sem þeir eru með í undirbúningi, m.a. næstu mynd Dags Kára, A Good Heart, sem gerð verður á ensku, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Dagur Kári er í Cannes í annað skiptið, kom að sögn fyrst er hann var 12 ára, sem gest- ur, en miðað við viðtökurnar við Voksne mennesker má búast við að hann eigi eftir að komast í þennan hóp fastagesta. Júlíus Kemp fram- leiðandi og kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem venja komur sín- ar til Cannes, nú til að selja Strák- ana okkar, mynd Róberts Douglas, sem frumsýnd verður á Íslandi 1. september, og fjármagna og kynna önnur verkefni sín og þeirra Ró- berts, þ.á m. ónefnda vestra og hrollvekju.  Grímur Hákonarson er einn af örfáum útvöldum sem var boðið sérstaklega á hátíðina, en stuttmynd hans Slavek The Shit er sýnd í Cinéfondation-stutt- myndadagskránni. Forsvarsmenn nýja framleiðslufyrirtækisins Base- camp sem er í eigu Dags Group, þeir Þorfinnur Ómarsson nýskip- aður stjórnandi Basecamp og Sverr- ir Berg einn eigenda Dags Group, en með þeim er Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, afþreying- ararms Dags Group, sem rekur kvikmyndahús fyrirtækisins. Hinir bíóstjórarnir eru vitanlega á staðn- um til að skoða myndir sem þeir hafa þegar tryggt sér réttinn á og um leið að líta í kringum sig eftir öðrum áhugaverðum myndum.  Árni Samúelsson, Þorvaldur Árnason, Christof Wehmeier og Óm- ar Friðleifsson frá Sam-félaginu voru á staðnum og kváðust sáttir við afraksturinn; nóg af góðum mynd- um á leiðinni. Í sama streng tóku þeir Gunnar og Magnús Gunn- arssynir og Snorri Hallgrímsson hjá Myndformi sem rekur Laugarásbíó og dreifir fjölda mynda í kvik- myndahús og á mynddiskum, mikið af vænlegum myndum framundan sem þeir skoðuðu. Þá þurfa for- svarsmenn íslensku kvikmyndahá- tíðanna að kynna sér vel nýjar há- tíðarmyndir og voru þau bæði í Cannes  Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri og Anna Marin Schram frá Kvikmyndahátíð Íslands - IIFF og Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem haldin verður um mánaðamótin september-október nk. Aðrir fyrr- verandi og núverandi bíóstjórar sem sást til í Cannes voru Friðbert Páls- son og Jón Ragnarsson sem átti og rak Hafnarbíó og Regnbogann á ár- um áður.  Laufey Guðjónsdóttir og annað starfsfólk Kvikmynda- miðstöðvar Íslands er með bás á skrifstofu Skandinavian Films við La Croisette-breiðgötuna þar sem þau kynna nýjar og væntanlegar ís- lenskar kvikmyndir. Einar H. Tóm- asson verkefnastjóri Film in Ice- land hjá Fjárfestingastofu, kynnti skattaívilnanir fyrir þá sem kjósa að taka myndir á Íslandi. Kvikmyndir | Cannes-hátíðin Íslendingar í Cannes      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.