Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 63
Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl. tali
kl. 8 og 10.15 B.I 16 ÁRA
T H E INTERPRETER
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.I 16 ÁRA
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
SK.dv
Sýnd í regnboganum kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30 Sýnd í Laugarásbíói kl. 3, 4.30, 6 og 9
- BARA LÚXUS- 553 2075☎
Nýr og betriMiðasala opnar kl. 14.00
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 3, 6 og 9
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
ÓVÆNTASTA
GRÍNMYND
ÁRSINS
POWERSÝNINg í
laugarásbíóIá stærsta thx
tjaldi landsins
kl. 12 á miðnætti
Sýnd kl. 2 m. ísl. tali
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH - sýningar merktar með rauðu
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 63
Ákvikmyndahátíðinni íCannes í Frakklandi er aðvanda staddur þónokkurfjöldi Íslendinga, enda um
að ræða einhverja mikilvægustu há-
tíð sem haldin er, ekki bara vegna
keppninnar umtöluðu, heldur einnig
sölumarkaðarins stóra sem er ein-
hver besti boðlegi vettvangurinn
fyrir kvikmyndir sem framleiddar
eru utan stærstu markaðssvæðanna.
Nokkrir Íslendingar eru að kalla má
fastagestir á Cannes, koma á hverju
ári. Meðal þeirra eru kvikmynda-
gerðarmenn á borð við Friðrik
Þór Friðriksson, sem er hér bæði
sem framleiðandi að selja Bjólfs-
kviðu og sem leikstjóri að fjármagna
og kynna Óvinafagnað, söguna af
Þórði kakala, sem hann stefnir á að
hefja tökur á síðla árs ef allt gengur
að óskum en útitökur fara fram á Ís-
landi og verður myndin á ensku.
Anna María Karlsdóttir, framleið-
andi og kona Friðriks Þórs, er einn-
ig í Cannes; tekur þátt í dagskránni
Producers on the Move, sem heim-
færa mætti sem Framleiðendur á
uppleið en hún er jafnframt að
kynna og selja íslensk-kanadísku
myndina Guy X sem hún framleiddi
og var tekin á Íslandi. Þá kemur
Snorri Þórisson framleiðandi og eig-
andi Pegasus kvikmyndafyrirtæk-
isins árlega til Cannes, í þeim er-
indagjörðum að kynna þjónustu
fyrirtækisins fyrir erlend kvik-
myndafélög sem hafa í hyggju að
taka upp myndir á Íslandi en einnig
til að kynna og fjármagna fyrstu
kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar,
Blóðbönd, sem er að fara í tökur um
þessar mundir á Íslandi. Sigurjón
Sighvatsson er að sjálfsögðu í
Cannes en sölufyrirtæki hans Kata-
pult sér m.a. um sölu á íslensku
myndunum A Little Trip to Heaven
og Gargandi snilld, sem sýnd var á
markaðssýningu. Stuðmannamynd-
in Í takt við tímann, var einnig sýnd
á markaðssýningu undir enska titl-
inum Ahead of Time og var leik-
stjóri myndarinnar Ágúst Guð-
mundsson staddur í Cannes vegna
hennar og annarra verkefns sem
hann og kona hans Kristín Atladóttir
framleiðandi eru með í pípunum.
Þau héldu svo beint til Barcelona
þar sem Ágúst áformaði að taka upp
atriði fyrir væntanlega viðtalsmynd
sína við Gunnar Eyjólfsson. Skúli
Malmquist og Þórir Snær Sig-
urjónsson framleiðendur hjá Zik
Zak eru fyrir allnokkru komnir í
hóp fastagesta sem ekki mega leng-
ur missa af Cannes-hátíð. Þeir eru
hér að sjálfsögðu sem meðframleið-
endur Voksne mennesker sem er í
Un Certain Regard dagskránni, en
einnig eru þeir að selja önnur verk-
efni sem þeir koma að eins og Last
Winter, sem var tekin á Íslandi og
aðrar myndir sem þeir eru með í
undirbúningi, m.a. næstu mynd
Dags Kára, A Good Heart, sem gerð
verður á ensku, bæði á Íslandi og í
Bandaríkjunum. Dagur Kári er í
Cannes í annað skiptið, kom að sögn
fyrst er hann var 12 ára, sem gest-
ur, en miðað við viðtökurnar við
Voksne mennesker má búast við að
hann eigi eftir að komast í þennan
hóp fastagesta. Júlíus Kemp fram-
leiðandi og kvikmyndagerðarmaður
er einn þeirra sem venja komur sín-
ar til Cannes, nú til að selja Strák-
ana okkar, mynd Róberts Douglas,
sem frumsýnd verður á Íslandi 1.
september, og fjármagna og kynna
önnur verkefni sín og þeirra Ró-
berts, þ.á m. ónefnda vestra og
hrollvekju. Grímur Hákonarson
er einn af örfáum útvöldum sem var
boðið sérstaklega á hátíðina, en
stuttmynd hans Slavek The Shit er
sýnd í Cinéfondation-stutt-
myndadagskránni. Forsvarsmenn
nýja framleiðslufyrirtækisins Base-
camp sem er í eigu Dags Group,
þeir Þorfinnur Ómarsson nýskip-
aður stjórnandi Basecamp og Sverr-
ir Berg einn eigenda Dags Group, en
með þeim er Björn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Senu, afþreying-
ararms Dags Group, sem rekur
kvikmyndahús fyrirtækisins. Hinir
bíóstjórarnir eru vitanlega á staðn-
um til að skoða myndir sem þeir
hafa þegar tryggt sér réttinn á og
um leið að líta í kringum sig eftir
öðrum áhugaverðum myndum.
Árni Samúelsson, Þorvaldur
Árnason, Christof Wehmeier og Óm-
ar Friðleifsson frá Sam-félaginu
voru á staðnum og kváðust sáttir við
afraksturinn; nóg af góðum mynd-
um á leiðinni. Í sama streng tóku
þeir Gunnar og Magnús Gunn-
arssynir og Snorri Hallgrímsson hjá
Myndformi sem rekur Laugarásbíó
og dreifir fjölda mynda í kvik-
myndahús og á mynddiskum, mikið
af vænlegum myndum framundan
sem þeir skoðuðu. Þá þurfa for-
svarsmenn íslensku kvikmyndahá-
tíðanna að kynna sér vel nýjar há-
tíðarmyndir og voru þau bæði í
Cannes Ísleifur Þórhallsson
framkvæmdastjóri og Anna Marin
Schram frá Kvikmyndahátíð Íslands
- IIFF og Hrönn Marinósdóttir
framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem
haldin verður um mánaðamótin
september-október nk. Aðrir fyrr-
verandi og núverandi bíóstjórar sem
sást til í Cannes voru Friðbert Páls-
son og Jón Ragnarsson sem átti og
rak Hafnarbíó og Regnbogann á ár-
um áður. Laufey Guðjónsdóttir
og annað starfsfólk Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands er með bás á
skrifstofu Skandinavian Films við
La Croisette-breiðgötuna þar sem
þau kynna nýjar og væntanlegar ís-
lenskar kvikmyndir. Einar H. Tóm-
asson verkefnastjóri Film in Ice-
land hjá Fjárfestingastofu, kynnti
skattaívilnanir fyrir þá sem kjósa að
taka myndir á Íslandi.
Kvikmyndir | Cannes-hátíðin
Íslendingar í Cannes