Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 51
ÞESSIR nemendur heimsóttu Morgun- blaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er sam- starfsverkefni á vegum Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verk- efnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma dag- blað er búið til. Kærar þakkir fyr- ir komuna, krakkar! Morgunblaðið. Morgunblaðið/Júlíus7. bekkur SV, Lækjarskóla. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 51 MINNINGAR Menn standa agn- dofa þegar dauðinn gengur í garð hjá þeim sem eru alltof ungir til að hverfa úr þessum heimi. Heiðar Alberts- son var rétt rúmlega 58 ára að aldri þegar maðurinn með ljáinn kvaddi dyra. Ævi hans hefði átt að verða miklu lengri. Hann hafði svo margt að gefa af sjálfum sér, og hafði ein- staklega hlýja og notalega návist. Hann glímdi um skeið við illvígan sjúkdóm og tókst á við hann af karl- mennsku og æðruleysi. Það var aðdáunarvert að fylgjast með bar- áttu hans. Hann hughreysti sjálfur börn sín og aðstandendur. Því miður hafði hann sára og bitra reynslu af hinum skæða vágesti, krabbamein- inu, sem að lokum dró hann til dauða. Hann hafði kynnst honum áð- ur. Kona hans, Guðbjörg, féll líka fyrir sama meini á besta aldri, fyrir réttum átta árum. Það varð honum og börnum hans mikill harmur, sem þau báru af stöku þolgæði. Síðar kynntist Heiðar og hóf sambúð með Margréti Sigurðardóttur, einstakri sómakonu. Við kynntumst Heiðari þegar Lilja dóttir hans hóf búskap með Guðmundi syni okkar. Hann reynd- ist Guðmundi hinn besti tengdafaðir og tók honum einsog sínum eigin syni. Heiðar var raunar þeirrar gerðar að hann tók öllum opnum örmum. Sýndi öllum áhuga og vin- áttu. Hlýtt þel hans gagnvart syni okkar og fjölskyldunni allri var ein- stakt. Fyrir það mun alltaf standa sérstakur ljómi um Heiðar í huga okkar. Gleði hans yfir barnabörnun- um sem við áttum saman og natni hans við þau var viðbrugðið. Hann naut þess að leika við þau og spjalla og kom fram við börn einsog þau væru jafningjar hans. Það er sjald- gæfur eiginleiki sem býr aðeins í hinum bestu mönnum. Það varð ekki til að spilla vináttu okkar við Heiðar að hann var alla tíð mikill félagshyggjumaður. Hann var málsvari þeirra sem áttu undir högg að sækja og það leyndist engum að HEIÐAR ALBERTSSON ✝ Heiðar Alberts-son fæddist í Skrúð í Skerjafirði 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 12. maí. hann hafði djúpa og ríka réttlætiskennd. Heiðar hafði alltaf lif- andi áhuga á landsmál- unum í heild og enginn kom að tómum kofun- um hjá honum þegar talið barst að pólitík. Þar hafði hann sterkar skoðanir sem gaman var að heyra hann rök- styðja. Það var því sér- stakt tilhlökkunarefni að hitta hann í fjöl- skylduboðum. Ósjálf- rátt dróst maður alltaf á langt og skemmtilegt spjall við hann um þjóðmálin, og raunar allt á milli himins og jarðar. Það voru stundir sem við gleymum seint. Atvinnumál voru Heiðari hugleik- in, ekki síst málefni landsbyggðar- innar, enda var hann sveitamaður að uppruna í þess orðs bestu merkingu. Hann var Fljótamaður og stoltur af því. Við vorum því nánast sveitungar enda öll úr Skagafirði. Hann lét til sín taka í sveitinni sinni og voru falin trúnaðarstörf. Þannig sat Heiðar í hreppsnefnd Fljótahrepps þar sem hann ávann sér traust allra fyrir samviskusemi og ósérhlífni. Hann lét ekki heldur sitja við orðin tóm þegar landsbyggðin og atvinnumál voru annars vegar. Heiðar var menntaður vélstjóri og varð stöðv- arstjóri Skeiðsfossvirkjunar í Fljót- um. Atorkusemi hans og stórhugur leiddu til þess að hann sá möguleika sem aðrir sáu ekki. Hann var að vissu leyti brautryðjandi í sinni sveit, og þó víðar væri leitað. Þannig átti hann þátt í að hrinda af stokkum fyrirtækinu Miklalaxi þar sem hann var um skeið stjórnarformaður. Í Skagafirði vann hann líka að sjávar- útvegi og starfaði hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki. Sjávarútvegurinn átti greinilega mikið í honum því eftir að hann fluttist suður vann hann hjá Þorbirni í Grindavík. Hvarvetna fór gott orð af honum fyrir eljusemi og dugnað. Við viljum að leiðarlokum þakka Heiðari einstaka og hlýja samfylgd. Hann bætti þá sem kynntust honum og betri vitnisburð er tæpast hægt að gefa nokkrum manni. Hlýjunni gagnvart fjölskyldu okkar gleymum við ekki. Guð blessi minningu hans og gefi Margréti og börnum hans, vinum og ættingjum styrk í sorgum þeirra. Stefán Gunnarsson og Stefanía Guðmundsdóttir. Við systkinin kveðj- um í dag ömmu okkar sem allt okkar líf hefur staðið vaktina heima á Stað. Alltaf var hún boðin og búin að aðstoða okkur og ávallt til staðar og vildi allt fyrir okkur gera. Alla sýna búskap- artíð á Stað hafði amma sinnt hús- móðurhlutverkinu af stakri prýði og þó að hún væri fyrir löngu búin að skila því starfi sem hægt var að ætl- ast til af henni þá var það hluti af hennar tilveru að sjá um að enginn færi út úr húsi án þess að vera vel saddur og vel klæddur. Trú hennar á mjólkinni er okkur í fersku minni en hún taldi nokkur glös af mjólk vera allra meina bót. UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Unnur Guð-mundsdóttir, hús- freyja á Stað í Reyk- hólasveit, fæddist á Haukabergi á Barða- strönd 7. júlí 1914. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 6. maí. Amma var mjög trú- uð og var mikið í mun að við færum ekki á mis við gildi kristinnar trú- ar. Það reyndist okkur ómetanlegt sem og það að fá að alast upp með ömmu inni á heimilinu. En sérstaka ánægju hafði hún af að fá til sín lítil börn að hugsa um og gerði allt sem hún gat til að létta undir með þær Védísi Fríðu og Anítu Hönnu. Védísi Fríðu þótti mikið vænt um langömmu sína og eins þótti ömmu vænt um hana og hún beið eftir henni á hverjum degi og talaði um hve hljótt og tómlegt væri í húsinu þegar hún var ekki þar. En amma gat ekki sökum veikinda verið við skírn yngsta langömmu- barnsins síns, en Aníta Hanna var skírð nokkrum dögum fyrir andlát hennar. Unnur amma hefur lifað tímana tvenna þau rúmu níutíu ár sem hún lifði. Við viljum kveðja eins og hún kvaddi okkur ávallt: Guð fylgi þér. Gauti, Harpa, Rebekka og fjölskylda. Morgunblaðið/RAX7. bekkur MB, Setbergsskóla, Hafnarfirði. Morgunblaðið/Golli7. bekkur AM, Setbergsskóla. Morgunblaðið/Golli7. bekkur AM, Borgaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.