Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stökktu til Rimini 2. júní frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini þann 2. júní. Njóttu fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Aðeins nokkur sæti Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 2. júní. Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 2. júní. SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarps- stöðva er nú yfirstaðin og þátttakendur sem og aðdáendur farnir að streyma til heim- kynna sinna. Íslenska lagið lenti í 16. sæti í forkeppninni. Morgunblaðið náði í gær- kvöldi tali af Jónatani Garðarssyni, far- arstjóra íslenska Evróvisjón-hópsins sem var þá staddur á Kastrup-flugvelli í Kaup- mannahöfn eftir aðra millilendingu í Berlín. Búin að jafna sig Jónatan sagði að Evróvisjónfararnir ís- lensku væru í sjálfu sér búnir að jafna sig á úrslitunum enda haft á sér fyrirvara allan tímann um að brugðið gæti til beggja vona í Úkraínu. Stemmningin í hópnum væri því ágæt á heimleiðinni. Þó hefði það gerst í Berlín að vegna mistaka SAS flugfélagsins sem yfirbókaði flugvél sína, hefðu tveir dansaranna auk förðunarmeistara hópsins orðið að verða eftir og þær kæmu ekki heim fyrr en í dag, í stað þess að koma í gærkvöldi. Margir Íslendinganna voru í salnum á keppninni á laugardagskvöldið en þó voru ekki sæti fyrir alla, þar sem frekar hafði verið reiknað með að einhverjir yrðu bak- sviðs. Jónatan sagði að eftir að keppninni sjálfri lauk og kom að stigagjöfinni hefðu flest haldið aftur á hótelið og að Íslending- arnir hefðu leikið sér aðeins í atkvæða- greiðslunni. Hann sagði sigur Grikkja alls ekki hafa komið á óvart, íslenski hópurinn hefði haldið eigin keppni mánuði fyrr og þar hefði Grikkland fengið flest stiganna. Annars hefði það valdið nokkrum von- brigðum að Noregur hefði ekki komist hærra, en skemmtilega hefði komið á óvart hve Dönum gekk vel. Vissu um úrslitin fyrir aðalkeppnina Eftir aðalkeppnina var formlega upplýst hvernig forkeppnin síðastliðinn fimmtudag hefði farið. Í ljós hefur komið að íslenska framlagið hafnaði í sextánda sæti. Jónatan sagði að það kæmi ekki sérstaklega á óvart, eftir að ljóst varð að Íslendingar voru ekki meðal tíu efstu hefði hann búist við hverju sem var á milli ellefta og tuttugusta og fimmta sætisins. Það væri kannski rétt sem sagan segði að hlusta þyrfti tvisvar á lagið sem Selma Björnsdóttir flutti til að ná til fólks. Raunar hefðu naskir blaðamenn verið búnir að grafa upp úrslit forkeppninnar áð- ur en þau voru tilkynnt og þau hefðu því vitað um úrslitin áður en aðalkeppnin byrj- aði. Von var á íslenska hópnum til Keflavíkur um miðnættið í gær. Íslenska lagið lenti í sex- tánda sæti í forkeppninni Reuters Forseti Úkraínu, Viktor Jústsjenkó, færir Helenu Paparizou sigurverðlaunin. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttir aps@mbl.is ÚTSÝNIÐ af svölunum á skrifstofu Helga Tómassonar, listdansstjóra San Francisco- ballettsins, er ekki amalegt, enda glittir í fjarska í ráðhús borgarinnar. Helgi tók nú um helgina á móti Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra og Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur borgarstjóra, sem voru meðal far- þega í fyrsta áætlunarflugi Icelandair til San Francisco. Fengu gestir Helga sérstaka skoðunarferð um húsnæði San Francisco-ballettsins, auk þess sem þeim gafst kostur á að fylgjast með dönsurum á æfingu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Helgi fagna þeirri ákvörðun stjórnenda Icelandair að bjóða upp á beint flug milli San Francisco og Íslands og upplýsti að hann væri nú þegar búinn að bóka sína fyrstu flugferð á þessari nýju áætlunarleið. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Helgi Tómasson listdansstjóri nutu útsýnisins af svölunum á skrifstofu Helga í San Francisco-borg. San Franc- isco-ballettinn heimsóttur FIDE-meistarinn Ingvar Ásmundsson (2288) sigraði rússneska stórmeistarann Aleksandr Karpatchev (2472) í annarri umferð alþjóðlegs skákmóts í Salou á Spáni. Óskar Bjarnason (2256) tekur einnig þátt og hefur hlotið einn vinning. Í fyrstu umferð sigraði Ingvar Spánverjann Antoni Barrau Cariñena en Óskar tapaði fyrir rússneska stórmeistaranum Oleg Korneev (2611), sem er stigahæstur keppenda. Í 2. um- ferð sigraði Óskar Spánverjann Emilio Caball- ero Gomez-Casero (1843). Ingvar gerði svo jafntefli við búlgarska stór- meistarann Vasil Spasov (2543) í 3. umferð sem fram fór í gær. Ingvar hafði 2,5 vinninga eftir þessa góðu byrjun og var þá í 5.–12. sæti. Ósk- ar byrjaði hins vegar ekki vel en hann tapaði fyrir Spánverjanum Raul Magnelli Miranda og hefur samtals hlotið 1 vinning. Í 4. umferð, sem fram fer morgun, mætir Ingvar þriðja stórmeistaranum í röð, Rússan- um Vladimir Burmakin (2552). Óskar mætir hins vegar Finnanum Sari Rautanen (1913) Efstir með fullt hús eru stórmeistararnir, Sergey A. Fedorchuk (2577), Úkraníu, Slavko Cicak (2530) og Tiger Hillarp Persson (2533), Svíþjóð, og Atanas Kolev (2524), Búlgaríu. Alls taka 77 skákmenn þátt og þar af allmargir stórmeistarar. Ingvar sigr- aði stórmeist- ara í Salou Gimli | Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, opnaði í gær íslenska sjávarútvegssýningu í Safni ís- lenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi (The New Iceland Heritage Museum). Sýningin nefnist Íslenskar fisk- veiðar í 100 ár og samanstendur af 17 veggspjöldum. Ráðuneytið útbjó hana með sýningar í Kanada í huga og verður hún í Gimli fram í sept- ember en gert er ráð fyrir að hún verði sett upp í Brandon, Edmonton og Vancouver á næsta ári. Fjölmenni var við opnunina. Sjáv- arútvegsráðherra greindi frá stöðu fiskveiðimála á Íslandi og Robert T. Kristjanson, fiskimaður, ræddi um fiskveiðar á Winnipegvatni, en Ís- lendingar og fólk af íslenskum ætt- um hafa stundað veiðar í vatninu samfellt frá 1875. Við sama tækifæri var sýningar- salur safnsins fyrir farandsýningar tileinkaður Stefáni Stefánsyni, fyrr- verandi fógeta, sem varð níræður í febrúar sem leið, og var honum af- hentur skjöldur því til staðfestingar. Sýningin Íslenskar fisk- veiðar í 100 ár opnuð í Gimli Morgunblaðið/Steinþór Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnar yfirlitssýningu um íslenskan sjávarútveg í Gimli. Með honum á myndinni eru Stefan Stefanson og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. „HÉR var allt vitlaust um helgina og við höfð- um nánast ekki undan að setja saman grillin og keyra heim til fólks,“ segir Björn Björns- son, verslunar- og lagerstjóri hjá Bílanausti, en um helgina unnu tugir starfsmanna hörð- um höndum við að setja saman gasgrill og keyra til kaupenda. Spurður hvernig skýra megi þessa mikla eftirspurn segir Björn margar ástæður liggja þar að baki. Nefnir hann sólskinið sem ríkt hafi í höfuðborginni undanfarna daga sem greinilega hafi kveikt í fólki grilllöngunina. Sett voru saman kring- um 150 grill á rétt rúmum sólarhring. Morgunblaðið/Árni Torfason Starfsmenn Bílanausts máttu hafa sig alla við að setja saman gasgrillin um helgina. Grillin ruku út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.