Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
SKIPVERJARNIR tveir á Hildi
ÞH, sem sökk austur af Raufarhöfn
á föstudag, voru allt að 30 mínútur í
sjónum áður en þeim tókst að kom-
ast um borð í gúmbjörgunarbát og
kveikja á neyðarsendi, sem skipti að
öllum líkindum sköpum fyrir björg-
un þeirra. Hlutirnir gerðust gríð-
arlega hratt að sögn Jóns Bjarna
Helgasonar, skipstjóra á Hildi, eftir
að vélarrúmið fór skyndilega að fyll-
ast af sjó þegar þeir voru á siglingu.
Jón Bjarni losaði ásamt skips-
félaga sínum, Jan Geisler Poulsen,
gúmbjörgunarbát í miklum flýti en
þegar báturinn átti að opnast og
blásast upp í sjónum gerðist ekkert.
Félagarnir náðu með
naumindum að komast
í flotgalla áður en þeir
stukku af Hildi og
svömluðu í sjónum án
þess að hafa björg-
unarbát. Svo mikill var
flýtirinn að Jóni
Bjarna gafst ekki ráð-
rúm til að renna gall-
anum almennilega upp
áður en þeir stukku í
sjóinn. „Þetta var
rosalega tæpt,“ sagði
Jón Bjarni. Þeir syntu
eins langt og þeir gátu
frá sökkvandi bátnum
til að forðast að þeir
flæktust í netum og færu niður með
honum. Nokkru síðar hengdu þeir
sig á fiskikar sem
maraði í hálfu kafi og
hugsuðu sitt ráð. Þeim
var ljóst að ekkert
neyðarkall hafði bor-
ist frá Hildi þar sem
rafmagnskerfið hafði
dottið út áður en bát-
urinn sökk og því var
eina vonin um björgun
sú að gerð yrði leit síð-
ar þegar það uppgötv-
aðist að þeir hefðu
dottið út úr tilkynn-
ingaskyldunni.
En þá gerðist undr-
ið. Annar gúmbjörg-
unarbátur Hildar,
sem þannig er útbúinn að hann
sprengist frá sökkvandi skipi við
ákveðinn þrýsting, kom upp á yf-
irborðið og þandist út fyrir aug-
unum á þeim. „Báturinn birtist bara
allt í einu og við syntum að honum
og kveiktum á neyðarsendi.“ Þeir
kveiktu einnig á neyðarblysi og
skutu upp neyðarflugeldi sem var
um borð í björgunarbátnum þegar
þeir sáu til björgunarmanna.
„Björgunarskipið var ótrúlega fljótt
að koma og líklega hefur ekki liðið
nema um klukkutími frá því við
lendum í sjónum þar til okkur er
bjargað. Okkur var ekki kalt til að
byrja með og sáum til lands. Við
vissum að fyrr eða seinna næðum
við til lands því það var talsvert rek.
En þeir eiga mikið hrós skilið björg-
unarmennirnir á Gunnbjörgu enda
stóðu þeir mjög vel að verki.“
Skipverjarnir á Hildi ÞH sem sökk á örskotsstundu austur af Raufarhöfn
„Þetta var rosalega tæpt“
Jón Bjarni Helgason
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÞÓRDÍS Jóna Hrafnkelsdóttir, læknir í Gauta-
borg, bjargaði mannslífi á laugardaginn eftir að
hafa hlaupið hálfmaraþon. Rétt eftir að Þórdís
kom í mark í Göteborgs-Varvet, sem var haldið í
26. skipti á laugardag, heyrði hún kallað eftir
læknishjálp. Hún veitti manni um sextugt í
hjartastoppi skyndihjálp ásamt hjúkrunarfræð-
ingi sem einnig kom
á staðinn og notuðu
þær hjartahnoð og
blástursaðferð til að
halda lífi í mannin-
um hátt í tíu mínút-
ur þar til neyðarbíll
kom á vettvang með
hjartastuðtæki sem
kom hjarta hans aft-
ur í gang.
Maðurinn var
einn af þátttakend-
unum í hlaupinu og
var nálægt því að
koma í mark þegar
hann fékk höfuð-
högg og missti með-
vitund. Þórdís hefur
starfað á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu –
Östra í Gautaborg í tíu ár en hún er lyflæknir og
hjartasérfræðingur og þekkir því vel til við svona
aðstæður.
Góð tilfinning að sjá hann hafa þetta af
Hún segir þó tvennt ólíkt að vera inni á sjúkra-
húsi með öll tæki við hendina eða úti á gangstétt
án alls. „Ég fann fyrir svolítilli vanmáttarkennd
og fannst sjúkrabíllinn mjög lengi á leiðinni með
tækjabúnaðinn. En þetta gekk vel, við hjúkr-
unarfræðingurinn unnum vel saman og það var
mikilvægt til að lífi mannsins yrði bjargað,“ segir
Þórdís sem hljóp Gautaborgarhálfmaraþonið í
sjötta skipti á laugardag og náði reyndar besta
tíma sínum til þessa, 1:50:20. „Ég hef nú velt því
fyrir mér hvenær kæmi að því að ég þyrfti að
beita sérfræðiþekkingunni við þessar aðstæður
því það kemur alltaf eitthvað upp á í tengslum við
svona hlaup,“ segir Þórdís.
Þórdís segist vel hafa treyst sér til að hlaupa
tíu kílómetra í viðbót eftir að hafa bjargað
mannslífi. „Þetta var allt öðruvísi en inni á
sjúkrahúsinu og mun dramatískara en mjög góð
tilfinning þegar við sáum að hann hafði þetta af.“
Hátt í 40 þúsund manns voru skráð til þátt-
töku í hlaupinu og er þetta stórviðburður í borg-
inni.
Íslenskur læknir í
Gautaborg bjargaði
mannslífi eftir hálfmaraþon
Fannst sjúkra-
bíllinn mjög
lengi á leiðinni
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
Þórdís Jóna
Hrafnkelsdóttir
HILMAR Jónsson leikstjóri hefur
fengið afar mikla og jákvæða umfjöll-
un í sænskum
fjölmiðlum fyrir
uppsetningu
sína á Kalda
barninu eftir
þýska leikskáld-
ið Marius von
Mayenburg með
útskriftarhópi
leiklistarháskól-
ans í Luleå.
Þótti mörgum
gagnrýnendum sýning skólans betri
en uppsetning sænska þjóðleikhúss-
ins, Dramaten, á sama verki en báðar
sýningarnar voru sýndar á sænska
leiklistartvíæringnum í byrjun maí-
mánaðar. |17
Hilmar fær
góða dóma
í Svíþjóð
Hilmar Jónsson
♦♦♦
NÝJASTA skip HB-Granda hf. kom til landsins í gær frá Póllandi og
er þar um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Nafn skips-
ins er Engey RE-1 og er það um 7.000 brúttótonn að stærð og 105
metra langt. Skipið er 20 metra breitt og með sjö þilför. Skipið er
smíðað í Vigo á Spáni árið 1994 og er hið síðasta í röðinni af samtals
14 systurskipum sem voru smíðuð á árunum 1991 til 1994. Skipstjóri
er Þórður Magnússon. HB-Grandi keypti skipið í nóvember og hefur
það verið í umfangsmiklum breytingum í Póllandi síðastliðna mánuði.
Morgunblaðið/Alfons
Engey RE-1 stærsta fiskiskipið
ÞAÐ sem af er maímánuði hafa frostnætur
verið alltíðar. Sökum þessa hafa bændur víða
um land vissar áhyggjur af kornræktinni, en
ljóst má vera að sprettunni seinkar nokkuð
vegna kuldans. Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands lætur næri að í innsveit-
um hafi mælst frost aðra hverja nótt í mán-
uðinum. Þannig hafa frostnætur verið 12 á
Hjarðarlandi í Biskupstungum og 13 á Stað-
arhóli í Aðaldal. Í Reykjavík hefur næt-
urfrost einnig verið oftar en venja er til eða 8
sinnum, líkt og á Akureyri.
Mánuðurinn hefur hingað til verið heldur
kaldari en í meðalári, en á Norðurlandi hefur
meðalhitinn verið svipaður á saman tíma
undanfarin þrjú ár. Það sem af er mán-
uðinum hefur einnig verið þurrt og úrkoman
kornræktinni. „En ljóst er að margar frost-
nætur geta verulega seinkað kornsprettunni
og einnig grisjað kornakrana.“ Aðspurður
sagðist hann telja að kartöflurnar hefðu
sloppið býsna vel, enda grösin lítið byrjuð að
spretta og einnig ólíklegt að frostið hafi náð
það djúpt niður í jörð að útsæðið hafi
skemmst. Hvað grasræktina varðar sagði
hann grasið ótrúlega seigt og grösin þola
töluvert frost, þó svo að sprettunni gæti trú-
lega seinkað eitthvað vegna kuldans.
Spurður um áhrif á skepnur sagði Ólafur
ljóst að ekki væri gott fyrir ærnar þegar
saman færi frost og bleyta líkt og verið hefur
að undanförnu, enda þá mun meiri hætta á
að ærnar fái júgurbólgu, ekki síst þar sem
þær séu víðast hvar vetrarrúnar. Sagði hann
töluvert um það að bændur, sem búnir hefðu
verið að sleppa fénu út, reyndu að koma því
aftur inn í hús meðan kuldatíðin gengi yfir.
mælst um eða innan við 10 mm í flestum
landshlutum að undanskildu Norðaustur-
landi.
„Miðað við undanfarin ár er þetta óvenju-
legt ástand,“ segir Þorfinnur Þórarinsson,
stjórnarformaður Búnaðarsambands Suður-
lands og bóndi á Spóastöðum í Biskups-
tungum. „Það voraði snemma og menn voru
fremur bjartsýnir í aprílmánuði, en síðan
hefur vorið látið á sér standa,“ segir Þorfinn-
ur en tekur fram að enn sem komið er hafi
menn þó ekki orðið varir við neinar frost-
skemmdir á gróðri. Að sögn Þorfinns hafa
undanfarin ár verið afar góð með tilliti til
kornræktar, en hann hefur grun um að veð-
urfarið nú muni hafa áhrif á ræktunina í ár
til hins verra.
Á Ólafi G. Vagnssyni, héraðsráðunauti hjá
Búgarði, var það að heyra að á Norðurlandi
hefðu menn einnig ákveðnar áhyggjur af
Áhyggjur af kornrækt
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is