Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UM þessar mundir er hálf öld liðin
síðan fyrstu tölvuveðurspárnar voru
gerðar. Páll Bergþórsson, fyrrver-
andi veðurstofustjóri, hafði þar hönd
í bagga en í tvö ár dvaldist hann í
Stokkhólmi þar sem hann vann með
hópi erlendra sérfræðinga. Hlutverk
hans, ásamt sænskum starfsbróður,
Bo R. Döös, var að semja tölvuforrit
sem vann úr veðurathugunum til að
gera kortið sem spáin byggðist á, í
stað þess að veðurfræðingur teikn-
aði það. Sjálf spáin var svo reiknuð
allt upp í þrjá sólarhringa fram í
tímann. Fyrsta spáin sem var þann-
ig tölvureiknuð frá upphafi til enda
var gerð 23. maí 1955, fyrir fimmtíu
árum.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan. Þróunin var þó hæg í fyrstu,
og viðbrögð margra veðurfræðinga
einkenndust af tortryggni lengi vel,
en nú má segja að mönnum hætti
fremur til að nota þessar spár gagn-
rýnislítið og án tillits til nýrri veð-
urathugana, svo áreiðanlegar eru
þær taldar.
Spár frá samnorrænni miðstöð
Hér eru tölvuspár í dag fengnar
frá samnorrænni miðstöð sem Ís-
land er aðili að og frá Evrópuveð-
urstofu í Englandi. Páll er beðinn að
lýsa því hvernig þátttaka hans kom
til: „Mér bauðst að taka þátt í þess-
ari vinnu hjá Svíum sumarið 1953 en
þá hafði ég starfað á Veðurstofu Ís-
lands í fjögur ár. Vorið 1954 var ljóst
að við þyrftum meiri tíma og ég fékk
því leyfi frá Veðurstofunni til að
framlengja dvöl mína þar. Hinn
þekkti sænski prófessor, Carl-
Gustaf Rossby, sem starfað hafði um
árabil í Bandaríkjunum en flust aft-
ur til Svíþjóðar, stýrði þessu verk-
efni. Fékk hann til sín nokkra nor-
ræna, bandaríska og evrópska
veðurfræðinga til að taka þátt í því.“
Páll segir að tölvuspáin hafi náð
yfir Bandaríkin, Norður-Atlants-
hafið og Evrópu. Hver spá hófst á
því að mata tölvuna með upplýs-
ingum um loftþrýsting og vinda í 5
kílómetra hæð á um 200 stöðvum.
Þessi öflugasta tölva heims var þó
ekki burðugri en svo að aðeins var
hægt að setja inn athuganir frá 5
stöðvum í senn og tölvan varð síðan
að melta þær örlitla stund og finna
áhrif þeirra á kortið umhverfis í
til þess að fá eins konar meðaltal af
ókomnu veðurfari, einkanlega loft-
hitanum.“
Síðan Páll kom aftur til Íslands
eftir þátttöku í fyrstu tölvuspánum
hefur hann einmitt lagt stund á lang-
tímaspár, en út frá sérstökum for-
sendum. Þar kemur hið mikla haf á
jörðinni við sögu með óhemju mikl-
um varmaforða sínum sem endist ár-
um og jafnvel áratugum saman. Frá
vissum hafsvæðum berst kuldinn
eða hitinn með straumum og vind-
um, einna mest úr Íshafinu norður
af Íslandi. Eftir þessu hefur hann
spáð um árlegan hafís hér við land
síðan 1970, og á hverju ári síðan
1995 um loftslag næstu 5–7 ára um
allt norðurhvelið, en um gróðurfar
sumarsins hér á landi eftir því
hvernig vetrarhitinn hefur farið með
jörðina.
verði að hafa aðeins 15 kílómetra
milli punktanna í lárétta reikninet-
inu og eftir því þétta punkta í því
lóðrétta.
Þetta gerir kleift að spá og fylgj-
ast af meiri nákvæmni með um-
fangslitlum en þýðingarmiklum fyr-
irbærum eins og fellibyljum og
skörpum vindaskilum.
Spátíminn lengist
„Síðan hefur spátíminn verið að
lengjast og nú sendir Veðurstofa Ís-
lands frá sér 6 daga spár í útvarpinu.
Lengi hafa menn spáð fyrir 10
daga á Evrópuveðurstofunni og ég
býst við að spátíminn lengist smám
saman. Einstökum veðrum er þó
ekki talið hægt að spá nema í mesta
lagi nokkrar vikur fram í tímann. En
með því að taka tillit til gróðurhúsa-
áhrifa reikna menn spárnar í áratugi
reglulegum punktum með 300 kíló-
metra millibili. Síðan voru næstu 5
stöðvar afgreiddar á sama hátt. Þeg-
ar kortið var þannig fullgert hófst
síðan spáin sjálf, reiknuð eftir mjög
einfölduðum eðlisfræðilögmálum.
„Þessi tölvureiknuðu veðurkort og
spárnar sem á þeim byggðust voru
fyllilega sambærileg við kortin sem
veðurfræðingar unnu í höndunum
eftir sams konar athugunum,“ segir
Páll. En munurinn var sá að með
þessum spám hófst þróun sem hefur
leitt til stórkostlegra framfara.
Frá þeirri þróun var meðal annars
skýrt á ráðstefnu sem Páli var boðið
til í háskólanum í Maryland í Banda-
ríkjunum í fyrra til að minnast upp-
hafs tölvuspánna. Nú er ekki aðeins
tekið tillit til loftþrýstings og vinda í
5 kílómetra hæð, heldur eru líka
teknir til greina aðrir þættir veðurs-
ins, hiti, geislun, úrkoma, uppgufun
og skýjafar, í gervöllu gufuhvolfinu
um allan hnöttinn, enda hafa veð-
urbreytingar í einum heimshluta
áhrif í fjarlægum löndum. Hitageisl-
un frá öllum hæðum gufuhvolfsins út
í geiminn er nú mæld með gervi-
tunglum og þannig nást samfelldar
upplýsingar frá öllum hnettinum
þegar í upphafi spátímabils. Til að
gera þessu sem best skil bíða menn
jafnvel þess að ofurtölvur nútímans
verði ennþá öflugri, svo að hægt
Fimmtíu ár í dag frá fyrstu tölvuveðurspánni
Lengri spátími og meiri nákvæmni
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Fyrir 50 árum, 23. maí 1955, var vindakort tölvureiknað í fyrsta sinn eftir
veðurathugunum dagsins og notað sem upphaf að tölvuspá fyrir næstu
daga. Aðferð Páls og Svíans Bo Döös við gerð upphafskortsins leysti af
hólmi handavinnu veðurfræðinga og var síðan tekin upp í öðrum löndum.
Í pallborðsumræðu á ráðstefnu í Maryland í Bandaríkjunum í fyrra rifjuðu þessir heiðursmenn í hópi veðurfræð-
inga upp upphaf og undirbúning tölvuveðurspánna fyrir hálfri öld. Frá vinstri Ronald McPherson, stjórnandi um-
ræðunnar, Harry E. Nicholson, Páll Bergþórsson, Norm Phillips og Fred Shuman.
GÍSLI Torfason kenn-
ari við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja lést síðast-
liðinn laugardag lið-
lega fimmtugur að
aldri.
Gísli var fæddur 10.
júlí árið 1954 og hóf
störf við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja árið
1980. Kenndi hann
stærðfræði auk þess
sem hann starfaði sem
námsferilsstjóri í skól-
anum.
Á yngri árum var
Gísli knattspyrnumaður í fremstu
röð. Hann lék fjölmarga unglinga-
landsleiki og gekk til
liðs við meistaraflokk
Keflavíkur árið 1971.
Um miðbik áttunda
áratugarins var hann
ennfremur fastamaður
í íslenska knattspyrnu-
landsliðinu og lék á
þriðja tug landsleikja
fyrir Íslands hönd.
Síðar sneri hann sér
að briddsíþróttinni og
vann til margra verð-
launa á þeim vett-
vangi.
Eftirlifandi maki
Gísla er Rósa Sigurðardóttur og
eignuðust þau einn son.
Andlát
GÍSLI TORFASON
NÁGRANNAR Laugafisks á Akra-
nesi, sem Morgunblaðið ræddi við,
segjast hafa misst alla þolinmæði
gagnvart starfsemi fyrirtækisins og
lyktinni frá því. Einn sagði þetta
ekki lengur geta kallast „peninga-
lykt“ heldur „hreina og klára skíta-
lykt“, sem Akranes gæti ekki verið
þekkt fyrir. Bæjaryfirvöld yrðu að
taka tillit til þessara kvartana.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hefur heilbrigðisnefnd
Vesturlands gert Laugafiski að
draga úr starfseminni um helming í
sumar, vegna kvartana.
Þura Björk Hreinsdóttir, íbúi við
Vesturgötu, segir það varla vera
hægt að hengja þvott út á snúru
lengur, allir gluggar séu hafðir lok-
aðir á heimilinu til að forðast lyktina.
„Ég keypti mér nýjan bíl og hann
var orðinn angandi eftir smá tíma.
Mörgu af þessu tagi höfum við kvart-
að yfir,“ segir Þura, sem ásamt fleiri
nágrönnum fyrirtækisins hefur
ítrekað kvartað yfir menguninni.
Undirskriftum hafi verið safnað fyr-
ir um tveimur árum, eftir það hafi
hlutirnir lagast eitthvað en samt sem
áður séu þeir ekki í lagi. Þura segir
lyktina berast víða um Akranes, ekki
bara í næsta nágrenni fyrirtækisins.
Hún segir nágranna sinn hafa leitað
til lögfræðings og fleiri muni styðja
þann málarekstur, þannig að starf-
semin fáist flutt burtu.
Bæjarráð mun reyna
að miðla málum
Guðmundur Páll Jónsson, formað-
ur bæjarráðs Akranessbæjar, segir
að bæjarráð muni óska eftir að
fulltrúar Laugafisks og heilbrigðis-
nefndar leiti leiða til þess að ná nið-
urstöðu um þá ákvörðun nefndarinn-
ar að skylda fyrirtækið til að draga
úr framleiðslu yfir sumarmánuðina
vegna ólyktar og kvartana frá ná-
grönnum. „Það þurfa allir að taka
höndum saman og leita leiða til að
þetta öfluga fyrirtæki geti verið í
þessu umhverfi hérna og þá í þol-
anlegri sátt við það. Það eru hags-
munir allra í málinu.“
Verkalýðsfélag Akraness hefur
lýst yfir áhyggjum með ákvörðun
heilbrigðisnefndar að fyrirtækið
dragi úr framleiðslunni um 50% yfir
sumarmánuðina vegna ólyktar.
Þolinmæði
nágranna
Laugafisks
er á þrotum
ÁTTA verkefni voru tilnefnd af hálfu
Íslands til Nýmiðlunarverðlauna
Sameinuðu þjóðanna 2005, World
Summit Award (WSA), á nýmiðlun-
arhátíð sem haldin var í Öskju, nátt-
úrufræðahúsi Háskóla Íslands, sl.
laugardag. Verkefnin verða nú send
áfram í heimskeppni Nýmiðlunar-
verðlauna Sameinuðu þjóðanna sem
haldin verður í Túnis í nóvember.
Tilnefndu verkefnin eru: InnoEd
frá Kennaraháskóla Íslands í flokkn-
um Menntun eða eLearning; Þjóð
verður til unnið af Gagarín/Þjóð-
minjasafni Íslands í flokknum Menn-
ing eða eCulture; Gagnavefsjá frá
Orkustofnun og ÍSOR (Íslenskar
orkurannsóknir) í flokknum Vísindi
eða eScience; Minn Garðabær unnið
af GoPro/Garðabæ í flokknum Opin-
ber stjórnsýsla eða eGovernment;
Ískrá frá Heilsugæslunni í Reykjavík
í flokknum Heilsa eða eHealth;
Ferðaþjónustukynning frá Markaðs-
stofu Austurlands í flokknum Við-
skipti eða eBusiness; dvd– kids frá 3-
PLUS hf, í flokknum Afþreying eða
eEntertainment og Bókaormar
BarnUng frá Kennaraháskóla Ís-
lands í flokknum efni sem stuðlar að
því að brúa bil milli menningarheima
eða eInclusion.
Háskóli Íslands, menntamálaráðu-
neytið og Samtök iðnaðarins stóðu að
landskeppni Nýmiðlunarverðlauna
Sameinuðu þjóðanna 2005.
Nýmiðlunarverðlaun SÞ er sam-
keppni sem haldin er samtímis um
heim allan. Er tilgangurinn með
verðlaununum að velja og kynna
besta rafræna efnið og nýmiðlun í
veröldinni um þessar mundir. Að
skipulagningu samkeppninnar
standa fulltrúar 168 landa í fimm
heimsálfum og er meginmarkmiðið
að brúa bilið milli þeirra sem skammt
og langt eru komnir í upplýsinga-
tækni og efla gerð net- og nýmiðl-
unarefnis í heiminum. Nánari upplýs-
ingar um Nýmiðlunarverðlaun
Sameinuðu þjóðanna 2005 má nálgast
á vefslóðinni: www.wsis-award.org.
Á nýmiðlunarhátíðinni um helgina
gafst gestum og gangandi tækifæri
til að kynna sér bestu afurðir ís-
lenskra nýmiðlunarfyrirtækja um
þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn
sem sýning af þessu tagi er haldin
hér en á henni voru sýnd og kynnt
þau fimmtán nýmiðlunarverkefni
sem dómnefnd landskeppni Nýmiðl-
unarverðlauna SÞ valdi í forval.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Katla Steinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands, tekur við
verðlaunum hjá Arnóri Guðmundssyni í menntamálaráðuneytinu.
Taka þátt í heimskeppni