Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 19
sér í sveit Hún segir a sé pláss s. „Já, að tur meðal num,“ seg- fum við á að halda.“ ólrún fast t nk. þeg- tir, þing- maður Samfylkingarinnar í Reykja- víkurkjördæmi norður, lætur af þingmennsku. Ingibjörg hefur verið fyrsti varamaður kjördæmisins á kjörtímabilinu. Mikil vinna framundan Ingibjörg Sólrún segir að lokum að gríðarlega mikil vinna sé fram- undan. „Það verður verkefni forystu flokksins og framkvæmdastjórnar að skipuleggja þá vinnu sem fram- undan er, þannig að við verðum mjög vel undirbúin undir sveitar- stjórnarkosningarnar að ári og al- þingiskosningarnar eftir tvö ár.“ Hún segir að mikill vinnuandi hafi einkennt landsfundinn og að fé- lagsmönnum sé vel ljóst að það skipti flokkinn miklu máli að fara með skýra og markvissa stefnu inn í næstu kosningar. arsviðið kominn ugur flokkur“ Morgunblaðið/Árni Torfason ttir og Bryndís Hlöðversdóttir á landsfundi flokksins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 19 ÁGÚST Ólafur Ágústsson alþing- ismaður var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi á laugardag með tæplega 62% greiddra atkvæða. Hann hlaut 519 atkvæði en 839 landsfund- arfulltrúar tóku þátt í kosningunni. Alls 893 voru á kjörskrá. Lúðvík Bergvinsson alþing- ismaður hlaut 297 atkvæði og Heimir Már Pétursson upplýsinga- fulltrúi hlaut tíu atkvæði. Ágúst Ólafur, Lúðvík, og Heimir Már gáfu formlega kost á sér í embættið. Samkvæmt lögum flokksins eru þó allir landsfundarfulltrúar í kjöri. Ágúst Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem flokksmenn hefðu sýnt sér í kjörinu. „Þetta er ótví- ræður sigur,“ sagði hann. „Ég held að flokksmenn hafi sýnt ákveðna djörfung og þor með þessari ákvörðun. En nú er aðalatriðið að við snúum bökum saman og vinnum að því að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Það er stóra mark- miðið.“ Heilu bílfarmarnir af krökkum Er blaðamaður spurði Lúðvík um niðurstöðuna í varaformanns- kjörinu sagði hann: „Þegar heilu bílfarmarnir af krökkum tóku að streyma í hús þá sá maður að út úr þessu gætu komið óvæntar nið- urstöður.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um varaformannskjörið. Ágúst Ólafur segir aðspurður að hann hafi víða notið stuðnings í varaformannskjörinu. „Ég fékk stuðning víða. Það er hægt að ræða við marga utan af landi sem voru opinberir stuðningsmenn mínir. Ég hefði aldrei farið í þennan slag ef ég hefði einungis stuðning ungs fólks.“ Hann segir að ungt fólki hafi hins vegar haft mikinn áhuga á lands- fundinum, eins og margir aðrir. „Þúsundir Íslendinga skráðu sig í flokkinn vegna formannskjörsins og við getum ekki amast við þátt- töku ungs fólks.“ Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, vísar því á bug að ungum jafnaðarmönnum hafi verið smalað í stórum stíl á fundinn til að taka þátt í varafor- mannskjörinu. Ungir jafnaðarmenn hafi hins vegar verið áberandi og kröftugir á landsfundinum. Öflugt uppbyggingarstarf innan ungliða- hreyfingarinnar sé greinilega að skila sér. Rúmlega átta hundruð lands- fundarfulltrúar tóku þátt í varafor- mannskjörinu, en rúmlega fimm hundruð fulltrúar tóku þátt í ritara- kjörinu sem fór fram um einum og hálfum tíma síðar. Andrés segir það rétt að landsfundarfulltrúum hafi fækkað eftir að varaformanns- kjörinu lauk. „En það var ekki bara ungliðum sem fækkaði – langt í frá,“ segir hann. Hann segir að tæplega 270 ung- liðar hafi verið skráðir til þátttöku á fundinum en þeir hafi ekki allir skil- að sér. Telur hann að milli áttatíu og hundrað ungliðar hafi komið á fundinn, en til þess þarf að greiða þátttökugjald. Aðspurður segir hann að sum félög innan Ungra jafnaðarmanna hafi greitt lands- fundargjöldin fyrir sína félaga, en bætir því við að það eigi við um fleiri félög innan Samfylkingarinnar. Gjöldin séu greidd til að hvetja fólk til að mæta á landsfundinn. Ágúst Ólafur Ágústsson kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar „Ótvíræður sigur“ Heilu bílfarmarnir af krökkum streymdu í hús, segir Lúðvík Bergvinsson Morgunblaðið/Árni Torfason Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. GÍSLI Ó. Valdimarsson, formaður kjörstjórnar landsfundar Samfylk- ingarinnar, segir aðspurður að eng- ar formlegar athugasemdir hafi verið gerðar við framkvæmd kosn- inganna sem fram fóru á þinginu. Kosið var rafrænt í fjölmörg emb- ætti flokksins. Hver landsfundar- fulltrúi, sem hafði greitt landsfund- argjaldið, fékk kvittun með nafni sínu, kennitölu og fundarnúmeri. Auk þess var á henni lykilorð til að nota í kosningunum. Mörður Árnason þingmaður spurði í umræðum á landsfundinum í gærmorgun hvort landsfundar- fulltrúar mættu greiða atkvæði fyr- ir aðra en sjálfa sig. Gísli svaraði því til að skv. lögum flokksins væri eng- um landsfundarfulltrúa heimilt að skila nema einum kjörseðli til kjör- stjórnar í hverri kosningu. Starfs- fólk kjörstjórnar hefði fylgst með því að farið var að þessum reglum. Mörður sagði, í samtali við Morg- unblaðið, að tilefni fyrirspurnarinn- ar væri orðrómur um að einhverjir fulltrúar á landsfundinum hefðu kosið fyrir aðra en sjálfa sig. Mörð- ur tók þó fram að enginn frambjóð- enda á fundinum ætti að taka þess- ar fyrirspurnir til sín, því öll úrslitin hefðu verið ótvíræð. Hann hefði hins vegar talið rétt að fá úr því skorið hvort heimilt væri að kjósa fyrir fleiri en einn á fundinum. Engar athugasemdir um framkvæmd kosninga Morgunblaðið/Árni Torfason fstöðu til herbúnaðar Bandaríkja- landi. Sumir vilji helst slíta öllu rfi en aðrir viðhalda því eins og kost- r að viðurkenna reining hiklaust“ r að viðurkenna þennan ágreining ameinast jafnframt um stefnu sem menn telja horfa til hins betra og geta sætt sig við,“ segir í tillögum psins. „Samfylkingin hafi því póli- ri að geta orðið fyrst íslenskra okka til að móta sér nýja örygg- lok kalda stríðsins. Ef tækifærið á rf að sameinast vel um þá stefnu og boða hana af sannfæringarkrafti og fyr- irvaralaust.“ Fram kemur að semja þurfi um stöðu Íslands í varnar- og öryggiskerfi Atlantshafsbandalags- ins og Evrópu án þess að stefna að uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin en án þess að hér verði endilega herbúnaður á vegum Banda- ríkjastjórnar. Íslensk stjórnvöld taki þannig að fullu við rekstri flugvallarins og flugbrautanna á Miðnesheiði. Sem fyrr segir var skilagrein framtíðarhóps- ins um varnir gegn aðsteðjandi vá vísað til með- ferðar í störfum flokksins og verður síðan lögð fram á stefnuþingi næsta vetur. Litlar umræður voru um stefnu flokksins í varnarmálum við af- greiðslu mála á landsfundi í gær. m varnarmál TVEIMUR tillögum framtíðarhóps Samfylkingarinnar var vísað inn í stefnuþing flokksins sem fram fer næsta vetur. Aðrar tillögur hóps- ins voru stamþykktar á lands- fundi. Samkvæmt tillögu formanns hópsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, verða þó allar tillögur hópsins áfram til umfjöllunar á stefnuþinginu næsta vetur. Tillögur sem ekki voru sam- þykktar eru tillögur um varn- armál (varnir gegn aðsteðjandi vá) og auðlindanýting andspænis um- hverfisvernd, sem vísað var til stefnuþingsins, sem fyrr segir. Engar meiriháttar efnisbreyt- ingar voru gerðar á tillögum framtíðarhópsins við afgreiðslu landsfundar. Svanfríður Jónasdóttir sem sæti á í framtíðarhópi Samfylking- arinnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að ótrúleg eindrægni hefði ríkt í starfshópum á lands- fundinum og í sal og lítill ágrein- ingur virtist vera um þær tillögur sem lágu fyrir fundinn um liðna helgi. Tveimur tillög- um framtíðar- hóps vísað til stefnuþings INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir sagði við slit landsfundar í gær að flokkurinn myndi mæta betur und- irbúinn til næstu alþingiskosninga en nokkru sinni. Hann myndi leggja í dóm kjósenda meitlaða og skýra stefnu í öllum málaflokkum ásamt meginatriðum í verk- efnaáætlun fyrir nýja ríkisstjórn. „Þegar þar að kemur munum við hvergi hvika frá grundvall- arhugmyndum jafnaðarstefn- unnar sem við eigum okkur öll draum um að geti breyst út hug- sjónum í veruleika. Íslenskt sam- félag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, við verðum að sparsla strax [...] í stærstu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdastjórn þessarar rík- isstjórnar.“ Ingibjörg sagði að flokkurinn hefði tekið afstöðu gegn „klíkum og kenjum“ vald- hafa og með lýðræði. Flokkurinn hefði m.a. gert það þegar hann lét „skilaboð um hvað væri valds- mönnunum í öðrum flokkum þókn- anlegt sem vind um eyru þjóta.“ Flokkurinn hafi farið í gegnum lýðræðislegasta ferli í leiðtoga- kjöri sem nokkur íslenskur stjórn- málaflokkur hafi farið. Hvergi hvikað Evrópusambandið. „Niðurstöðurnar undir þjóðaratkvæði.“ m um jafnrétti kynjanna segir m.a. rfi fyrir fyrirtækjum og félögum að m í ábyrgðarstöðum. Skili það ekki ngri beri að íhuga lagasetningu um í stjórnum. „Kynbundnum launa- að útrýma með samstilltu átaki og aðila vinnumarkaðarins,“ segir m um mannréttindi segir m.a. að t í land í réttindamálum samkyn- Réttur gagnkynhneigðra og sam- kynhneigðra para á að vera hinn sami á allan hátt m.a. hvað varðar ættleiðingar, gervifrjóvg- anir og lög um hjúskap.“ Í kaflanum um lýðræði segir m.a. að ráð- herra eigi ekki að gegna þingmennsku. Enn- fremur vill fundurinn að sett verði lög um fjár- reiður stjórnmálaflokka. Í kaflanum um menntamál segir að stefna skuli að gjaldfrjálsum leikskóla og í kaflanum um menningarmál segir að byggja eigi upp „hvetjandi skattaumhverfi sem örvar innlend og erlend fyrirtæki til að fjárfesta í íslenskri menningu og listum.“ starfsemi alþjóðastofnana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.