Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 15
Náttbuxur fyrir næturvætu
NÚ eru fáan-
legar sérhann-
aðar náttbuxur
með næturvætuvörn fyrir
börn. Buxurnar eru rakadræg-
ar og eiga að veita eldri börnum
vörn sem lítið ber á. Buxurnar
eru til fyrir börn á aldrinum 4-
15 ára. Það er heildverslun
John Lindsay ehf. sem er með
innflutning á náttbuxunum
12 tegundir B-vítamína
Júlía ehf. hefur
hafið innflutning á
B-vítamínum frá
Ledins heilsuvör-
um sem bera heit-
ið Mega-B og er um að
ræða lífræna framleiðslu með
tólf mismunandi vítamíngerð-
um, B1, B2, B3, B5, B12, B15,
fólínsýru, bíoin, Paba, Kolin og
Inositol. Vítamínin fást í öllum
Lyfja- og heilsu apótekum.
Fyrir blóðbúskapinn
Hemoplett er
heitið á nýrri
járnblöndu sem
Júlía ehf. hefur
hafið innflutning á og er frá
Ledins heilsuvörum. Hemop-
lett inniheldur B-12, fólínsýru,
járn, sink, C-vítamín, B6, B1,
B2, kalk og kraft úr netlum og
alfaafla. Hemoplett fæst í öllum
Lyfja- og heilsu apótekum.
NÝTT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 15
DAGLEGT LÍF | HEILSA
! " #
$ % & "
' ( ) ) *
+
,-. /010 222
3
0/400 045,
400 6400
6400 645,
645, 545,
' ( ) 7
89
$
3
: 6 ;
,400 <45,
.400 -410
$
Námskeið í indverskri grænmetismatargerð
Fæða fyrir sál og líkama
Afsláttur fyrir
8-10 manna hópa
Skemmtilegt eitt kvöld - grunnnámskeið
10. júní frá kl. 18.00-22.30 með
Shabön, símar 581 1465 og 659 3045.
Indversk matargerð í eldhúsinu þínu.
Ef þú vilt halda veislu, þá kem ég á staðinn
og sé um matinn.
Skemmtileg gjafabréf fyrir þá sem ætla
að gefa skemmtilega gjöf.
NÝLEG rannsókn Karls Krist-
inssonar læknis og vísindamanns um
hvernig hægt er að nota ilmkjarna-
olíur til lækninga við eyrnabólgu hef-
ur vakið mikla athygli. Eflaust hafa
margir foreldrar velt fyrir sér hvort
hægt er að nota þessa aðferð heima
við á börnin sín en Karl segir það
hættulegt. „Við erum bara búin með
fyrsta skrefið af mörgum og það var
mjög mikilvægt skref að sýna fram á
að ilmkjarnaolíur geti læknað eyrna-
bólgu.“
Karl bendir á að ennþá eigi eftir að
þróa aðferð til að nota olíurnar til
lækninga og eftir eigi að athuga
hættuna af þessari meðferð eins og
hvaða aukaverkanir geti komið fram.
„Þó að það sé búið að sýna fram á
virknina þá vitum við ekki hvort þessi
efni sem við höfum verið að nota séu
hættulaus, sumar olíur geta nefnilega
verið stór varasamar. Ef að vissar
tegundir af olíu komast í eyrnagang-
inn geta þær ert hann verulega. For-
eldrar ættu alls ekki að prófa þetta
því það getur valdið skaða. Við ætlum
að þróa þessa aðferð áfram þannig að
olíurnar snerti ekki eyrnaganginn.
En áður en rannsóknin heldur áfram
þarf að vita að olíurnar valdi engum
skaða.“
Að sögn Karls eru til margar teg-
undir af ilmkjarnaolíum og sumar
þeirra geta verið hálf eitraðar og aðr-
ar geta valdið ofnæmi.
„Svona olíur hafa aldrei verið not-
aðar við eyrað áður og því þarf að
rannsaka allt vel áður en notkun
hefst.“
Sumar olíur varasamar
HEILSA | Ilmkjarnaolíur við eyrnabólgu
FJÖLMARGIR Íslendingar taka E-vítamíntöflur
daglega og fylgja þar fordæmi margra annarra
þjóða. Tilgangurinn er að draga úr tíðni ýmissa al-
varlegra sjúkdóma, þ.á m. krabbameina, krans-
æðasjúkdóma og heilablóðfalla. E-vítamín er fitu-
leysanlegt vítamín og er í hópi svonefndra
sindurvara eða andoxunarefna. Talið hefur verið
að með því að hindra oxun kólesteróls megi draga
úr tíðni segamyndunar í kransæðum.
Eykur kyngetuna?
E-vítamín hefur einnig verið talið draga úr
myndun krabbameins með því að auka myndun
svonefndra stakeinda en í miklu magni geta þær
átt hluta að illkynja frumubreytingum í lík-
amanum.
Auk þess hafa verið uppi ábendingar um að
notkun E-vítamíns geti einnig aukið frjósemi og
kyngetu og jafnvel hamlað ótímabærri öldrun.
Svipaðir eiginleikar hafa einnig verið taldir fylgja
C-vítamíni og betakarótíni. Ekki er að furða að
margir hafi þyrpst í verslanir til að kaupa sér E-
vítamín.
En hvað er þá hæft í þessu? Eru góðar upplýs-
ingar um gagnsemi E-vítamíns í þessu skyni? Ný-
legar rannsóknir benda til að svo sé ekki. Í rann-
sókn sem birtist fyrir fimm árum og gerð var á
tæplega tíu þúsund manns yfir 55 ára aldri með
æðakölkun eða sykursýki kom í ljós að E-
vítamíntaka hafði engin áhrif á tíðni krans-
æðasjúkdóma hjá hópnum. Var fólkinu fylgt eftir
að þessu leyti í tæp fimm ár. Frekari rannsóknir á
hluta af sama hópi í sjö ár leiddu einnig í ljós að
vítamín E hafði heldur ekki áhrif á tíðni krabba-
meins, dánartölu af völdum krabbameins eða á
kransæðastíflu og heilablóðfall. Hins vegar reynd-
ust þeir sem tóku E-vítamín fá oftar hjartabilun
en þeir sem ekki tóku vítamínið.
E-vítamín og ellihrörnun í augnbotni
Rannsókn sem birtist fyrir nokkrum vikum
leiddi síðan í ljós að fólk sem tók E-vítamín og
hafði fengið krabbamein áður var líklegra til að fá
annað krabbamein en þeir sem ekki tóku E-
vítamín og virtist því notkun á andoxunarvítamíni
auka líkur á að fá krabbamein í annað sinn. Loks
birtist snemma á þessu ári samantekt úr 19 klín-
ískum rannsóknum sem tóku til rúmlega 135 þús-
und manns. Allar lutu að notkun E-vítamíns og í
ljós kom að dánartala þeirra sem tóku háan
skammt E-vítamíns (>400 alþjóðl. ein. á dag) var
hærri en búast mátti við og var þar horft til allra
dánarorsaka. Hins vegar eru vísbendingar um,
m.a. í rannsókn frá 2001, að hár skammtur E-
vítamíns sem tekinn er með sinktöflum geti dreg-
ið úr tíðni ellihrörnunar í augnbotni. Ljóslega
verður að vega þær niðurstöður í ljósi þess sem
síðar hefur komið í ljós.
E-vítamín í fæðu er nægilegt
Þess vegna bendir ýmislegt til að vonir um að
E-vítamín og önnur andoxunarefni á borð við C-
vítamín og betakarótín geti verið heilsubót hafa
því dvínað mikið og í stuttu máli eru ekki haldbær
rök úr stórum klínískum rannsóknum fyrir að
mæla með að almenningur án klínískra merkja
um E-vítamínskort taki E-vítamín umfram það
sem fæst úr venjulegri fæðu.
Hvaða fæða inniheldur E-vítamín?
Mest er af E-vítamíni í sólblómaolíu, maísolíu
og rapsolíu.
Einnig er mikið í möndlum, heslihnetum, jarð-
hnetum, sólblómafræjum og hveitikími.
Smjörlíki og lýsi er oft E-vítamínbætt.
Avókadó, rauð paprika, apríkósur, eggjarauður
og rækjur innihalda töluvert af E-vítamíni en í
kjöti eða mjólkurmat er lítið E-vítamín.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknir
Er E-vítamín
í stórum
skömmtum
gagnslaust?
E-vítamín er samheiti fyrir tvo flokka efna, tókóferól og tókótrienól.
E-vítamín er fituleysið andoxunarefni sem kemur í veg fyrir skaða vegna peroxunar fjölómettaðra fitusýra
í frumuhimnum. Magn E-vítamíns er gefið upp í alfa-tókóferóljafngildum (?-TJ) eða alþjóðaeiningum (ae).
Eitt milligramm af alfa-tókóferóli telst vera 1 ?-TJ eða 1,49 ae.
Þörfin fyrir E-vítamín eykst því meira sem er af fjölómettuðum fitusýrum og járni í fæði en járn hvatar
peroxun fitusýra. Greinilegur skortur á E-vítamíni er þó afar fátíður.
Íslenskar ráðleggingar fyrir E-vítamín miðast við ríflega neyslu af fjölómettuðum fitusýrum og eru 8 mg
?-TJ fyrir konur og 10 mg fyrir karla.
Sigurður Guðmundsson landlæknir
ÞÓREY Sigþórsdóttir vinnur mjög óreglulega
eins og margar leikkonur og hefur því í gegnum
tíðina stundað æfingar heima hjá sér, gjarnan
eftir spólum. „Fyrir jól fór ég á átta vikna nám-
skeið í Laugum í rope-yoga og ákvað strax eftir
jól að kaupa mér rope-yoga bekkinn og böndin,“
segir Þórey, sem hefur útbúið lítinn leikfimisal
heima, m.a með gömlu þrekhjóli úr Góða hirð-
inum. Hún gerir einnig Qi-Gong eftir spólunni
hans Gunnars Eyjólfssonar leikara, auk þess að
reyna að fara allra sinna ferða á hjóli.
„Ég geri ekki rope-yoga daglega, en þessa
dagana skiptist ég mest á því og Qi-Gong og tek
svona tarnir,“ segir Þórey sem er mjög ánægð
með rope-yoga æfingakerfið.
„Mér finnst þetta frábært. Þegar ég fór fyrst
á námskeiðið var ég með vöðvabólgu í bakinu,
og fannst svo mikil hvíld í því að liggja á bakinu
á meðan ég var að æfa. Og mér finnst það
ennþá,“ segir hún.
„Mér finnst mjög sniðugt að ganga út frá
kviðnum, og þess vegna keypti ég bekkinn. Ég
fann fljótlega hvernig það svæði opnast vel, ég
er með opnari mjaðmir, opna miðju, betri
göngustaða og ég tengi öndunina niður. Maður
finnur hvernig æfingarnar hreinlega nudda inn-
yflin og vessaflæðið fer allt í gang. En þar sem
maður er allan tímann með fæturna upp í loft,
styrkir það sogæðakerfið,“ útskýrir Þórey sem
er ekki síst ánægð með að æfingakerfið allt og
kenningarnar séu vel fram settar í mjög að-
gengilegt form.
HREYFING |Rope-yoga
Með leikfimi-
aðstöðu heima
Morgunblaðið/Eyþór
Þórey stundar rope-yoga heima.
Rope-yoga er æf-
ingakerfi þróað af
Guðna Gunnarssyni
þar sem notuð eru
sérstök bönd. Það er
líkams- og heilsurækt
með heimspeki í sjö
skrefum. Gengið er út
frá kviðnum sem
kjarna líkamans til að
koma á jafnvægi í
vöðvakerfinu og
virkja úrvinnslu lík-
amans á eiturefn-
unum og óuppgerðum
tilfinningum.
Rope-yoga