Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HL mbl l
HL mbl
SK.dv
Miðasala opnar kl. 15.30
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.20 og 8 B.I 16 ÁRA
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I 10 ÁRA
Sýnd kl. 4 m. ísl tali
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 6 og 8
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 5, 8 og 11 B.I 16 ÁRA
SK.dv
Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA
Sýnd í Borgarbíói kl. 5.20, 8, 10.45 B.I 10 ÁRA
Fréttablaðið
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
MORGUNBLAÐIÐ
Cannes. Morgunblaðið. | Úrslit á Kvik-
myndahátíðinni í Cannes voru óvenju
fyrirsjáanleg, en þau voru tilkynnt við
lokaathöfn hátíðarinnar sem fram fór
á laugardagskvöld í Lumiére-kvik-
myndasal Hátíðarhallarinnar. Flestar
myndanna sem taldar höfðu verið sig-
urstranglegar unnu til verðlauna og
virðist fátt í vali dómnefndar ætla að
valda deilum. Belgíska myndin L’En-
fant eða Barnið, eftir bræðurna Luc
og Jean-Pierre Dardenne, hlaut
helstu verðlaun hátíðarinnar, Gull-
pálmann. Það voru Óskarsverðlauna-
hafarnir Morgan Freeman og Hilary
Swank sem veittu þeim verðlaunin en
Freeman fékk í vikunni sérstök heið-
ursverðlaun Cannes-hátíðarinnar fyr-
ir framlag sitt til kvikmyndalistarinn-
ar. Barnið er afar vel leikið félags-
raunsæisdrama um ungan smáglæpa-
mann sem tekur til þess fólskubragðs
að selja nýfætt barn sitt og korn-
ungrar kærustu sinnar – án hennar
vitundar.
Næstmikilvægustu verðlaunin,
Grand Prix-verðlaunin, féllu í skaut
bandarísku myndinni Broken Flow-
ers, eða Visið blóm, eftir Jim Jar-
musch, en hún er um miðaldara
piparsvein, leikinn af Bill Murray,
sem leitar uppi gamlar kærustur sín-
ar eftir að hafa fengið veður af því að
hann eigi uppkominn son.
Þá fékk mynd bandaríska leikarans
og nú einnig leikstjórans Tommy Lee
Jones, The Three Burials of Melquia-
des Estrada, tvenn verðlaun. Guill-
ermo Arriaga frá Mexíkó fékk verð-
laun fyrir besta handritið og Jones
fékk sjálfur verðlaun sem besti leikar-
inn í þessari Eastwood-legu landa-
mæra-mynd, eins og Arriaga kallaði
hana á blaðamannafundi á föstudag.
Leikkonuverðlaunin fóru til ísra-
elsku leikkonunnar Hönnu Laslo, fyr-
ir frammistöðu hennar í myndinni
Free Zone eftir ísraelska leikstjórann
Amos Gitai en þótt hér sé á ferð
dramatísk ádeila þá er Laslo þekktari
í heimalandinu fyrir að vera grínisti.
Austurríkismaðurinn Michael Han-
eke fékk leikstjóraverðlaun fyrir
Caché eða Falin en margir höfðu spáð
þeirri mynd Gullpálmanum.
Kínverska dramað Shanghai
Dreams, eftir hinn virta Wang Xia-
oshuai, fékk sérstök dómnefndarverð-
laun.
Besta stuttmyndin var valin Podor-
ozhni eftir Igor Strembitskyy frá
Úkraínu og bandaríska stuttmyndin
Clara eftir hina áströlsku Van Sower-
wine. Caméra D’or verðlaunin, fyrir
bestu frumraunina fóru til tveggja
mynda; Sulanga enu pinisa frá eftir
Vimukthi Jayasundara frá Sri Lanka
og Me and You And Everyone We
Know eftir bandarísku kvikmynda-
gerðarkonuna Miröndu July. Dóm-
nefnd leidd af bandaríska kvikmynda-
gerðarmanninum Alexander Payne
veitti rúmensku myndinni Moartea
domnului lazarescu, eftir Christi Puiu,
verðlaun í Un certain regard-flokkn-
um þar sem Voksne mennesker eftir
Dag Kára Pétursson var einnig sýnd.
Í Cinéfondation-stuttmyndaflokkn-
um, þar sem stuttmynd Gríms
Hákonarsonar Slavek The Shit var
sýnd, sigraði bandaríska myndin Buy
It Now eftir Spánverjann Antonio
Campos.
Alþjóðasamtök gagnrýnenda Fipr-
esci völdu Caché eftir Michael Han-
eke bestu myndina í aðalkeppninni og
mexíkönsku myndina Sangre eftir
Amat Escalante í Un certain regard-
flokknum.
Dardenne-bræður hafa áður unnið
Gullpálmann, árið 1999, þá fyrir
myndina Rosetta. Þótt þeir séu lítt
þekktir utan geira hinna listrænu
kvikmynda þá njóta þeir mikillar
virðingar í Evrópu, einkum í hinum
frönskumælandi löndum. Þeir tileink-
uðu Gullpálmann leikurum og tökuliði
myndarinnar sem og frönsku blaða-
konunni Florence Aubenas og bíl-
stjóra hennar Hussein Hanun al-
Saadi sem voru tekin í gíslingu í jan-
úar. Er þeir voru spurðir, að lokinni
verðlaunaathöfninni, hvers vegna
þeir hefðu valið að tileinka Aubenas
verðlaun sín þá svaraði Jean-Pierre:
„Kannski vegna þess að Kvikmynda-
hátíðinni í Cannes er sjónvarpað út
um allan heim og það kann að gefa
þeim einhverja von.“
Í þakkarræðu sinni vottaði Jim
Jarmusch kollegum sínum og keppi-
nautum í aðalkeppninni virðingu sína,
sem og hátíðinni og sagði að hinn
sanni heiður hefði falist í því að fá að
vera í félagi með svona merkilegum
kvikmyndagerðarmönnum. Jar-
musch þakkaði einnig aðalleikara
myndar sinnar, Bill Murray, fyrir
framlag hans en Murray hafði fyrir
þótt líklegur til að vinna leikaraverð-
launin.
Emir Kusturica, formaður dóm-
nefndarinnar í aðalkeppninni, sagði
við upphaf hátíðarinnar að dómnefnd-
in, sem einnig hafði m.a. að geyma
leikarana Sölmu Hayek og Javier
Bardem og rithöfundinn Toni Morr-
ison, myndi láta tilfinninguna og hin
listrænu gildi ráða vali sínu og að póli-
tík kæmi þar hvergi við sögu. Var
hann klárlega þar að skjóta á valið í
fyrra þegar Fahrenheit 9/11 eftir
Michael Moore fékk Gullpálmann.
Serbinn Kusturica þykir býsna mikið
ólíkindatól og því var fyrirfram búist
við að niðurstöður dómnefnda yrðu
óvæntar og umdeildar. En sú varð
ekki raunin, sem sumpart staðfestir
líka orðspor dómefndarformannsins
sem manns sem er alltaf að koma á
óvart.
Fyrirsjáanleg úrslit
Kvikmyndir | Belgískur sigur í Cannes
Eftir Skarphéðin Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þeir hlutu Gullpálmann í ár. Jean Pierre og Luc Dardenne.
Leikarinn og nú leikstjórinn
Tommy Lee Jones ásamt January
Jones sem lék í mynd hans Three
Burials Of Melquiades Esterada.
Caméra D’Or-verðlaunin fyrir
bestu frumraun féllu í skaut Vimu-
kithi Jayasundara frá Srí Lanka og
Miröndu July frá Bandaríkjunum.
Aðsóknin að bíómyndum í Frakklandier sögð ráðast á fyrsta sýning-ardegi, en það er jafnan miðviku-dagur, því þá er stokkað upp í kvik-
myndahúsunum. Ef þessi regla fer eftir ætlar
nýja Stjörnustríðsmynd Georgs Lucas að slá
öll met. Bíófólkið sogaðist inn í eina biðröðina
til þess að athuga hverju allir hinir væru að
bíða eftir.
Þetta er sjötta Stjörnustríðsmyndin. Sú
fyrsta kom fyrir 28 árum – en inn á milli var
16 ára hlé, því Georg Lucas var ekki viss um
hvernig hann ætti að halda frásögninni áfram.
Hann sá líka, eftir að hafa búið til Jurassic
Park með Steven Spielberg, að hægt var að
skapa trúverðugar skepnur með nýju
tækninni, stafrænu, og að sú tækni opnaði
nýjar dyr út í alheiminn.
Það eru reyndar trúverðugu stafrænu
skepnurnar sem halda athyglinni betur en
leikarar af holdi og blóði að þessu sinni.
Tæknin og trixin hafa tekið yfir og úr verður
nokkurs konar rafsuðuópera, sem er þrátt
fyrir allt nýtt listrænt form, og ekki ófor-
vitnilegt. Hins vegar eru á myndinni augljósir
og þreytandi agnúar, eins og allt of löng bar-
dagaatriði og miður gáfuleg samtöl. Þetta síð-
ara mun hafa háð fyrstu Stjörnustríðsmynd-
inni líka, a.m.k. sagði Sir Alec Guiness,
Obi-Wan Kenobi á efri árum, að erfitt hefði
verið að taka sér þau í munn. Annars var sú
fyrsta mynd fín eins og ég man hana.
En hér fer mynd sem er dekkri á lit-inn en hinar fyrri. Anakin góðiumturnast og breytist í djöful.Fyrir því eru þó manneskjulegar
ástæður og það er gert skiljanlegt. Ég get vel
unnt nýja Stjörnustríðinu allrar heimsins að-
sóknar, því á bak við hana finnur áhorfandinn
fyrir skapandi og velviljuðum huga leikstjóra
– sem gengur svo langt að láta hafa það eftir
sér opinberlega að menntun sé það eina sem
geti fleytt mannkyni áfram og orðið til þess að
það komist af.
En þar sem ég vil helst í hverjum pistli
skrifa um mynd sem hefur hrifið mig upp úr
skónum, þá kom það tækifæri þegar ég sá
óvart aftur mynd finnska leikstjórans Aki
Kaurismaki, Maður án fortíðar, og nú í sjón-
varpi. (Ekkert tengir hana hins vegar
Stjörnustríðinu annað en rafsuðan, því Maður
án fortíðar reynist vera rafsuðumaður). Ég
hef áður skrifað um myndina og ausið lofi, en
fyrst keyrði um þverbak að sjá hana aftur. Ég
er ekki viss um að hafa séð margar bíómyndir
sem vaxa heilan helling við að sjá þær aftur.
Eitt og annað kemur í ljós sem maður hafði
ekki tekið eftir í fyrsta sinn, en yfirleitt marg-
faldast heildaráhrifin ekki í annað sinn.
Það gerðist sem sagt með Mann ánfortíðar, eina bestu mynd sem éghef séð um mannlega reisn og virð-ingu og um möguleika manneskj-
unnar í aðstæðum sem virðast vonlausar. Um
manninn sem er barinn svo illa að hann missir
minnið og veit ekki hver hann er. Hann er því
ekki til á pappírnum og síst af öllu fyrir þeim
opinberu stofnunum sem ættu að sjá um
hann. En þá kemur til óopinber samhjálp og
ást, sem birtist á svo einlægan og frumlegan
hátt að mér finnst að öll heimsbyggðin ætti að
sjá Mann án fortíðar og það fyrr en seinna.
B í ó k v ö l d í P a r í s
Bíókvöld úti í geimnum
Anakin verður að óþokka í síðustu Stjörnu-
stríðsmyndinni.
Eftir Steinunni Sigurðardóttur