Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Ferðablað Morgunblaðsins, Sumarferðir 2005, fylgir blaðinu föstudaginn 27. maí. Vertu með í Sumarferðum 2005 - blaðinu sem verður á ferðinni í allt sumar! Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 23. maí Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Sumarferðir 2005 Vertu með í ferðahandbók sumarsins! Baðheimar ehf. Fosshálsi 1 110 Reykjavík Sími 525 0800 www.badheimar.is Handklæðaofnarl f r i . l i j í í i . i .i VESTURLANDUmræðan daglegt málþing þjóðarinnar á morgun SPARISJÓÐUR Mýrasýslu var val- inn fyrirtæki ársins í Borgarbyggð og var veitt viðurkenning á atvinnuvega- sýningunni Gakktu í bæinn sem hald- in var í Borgarnesi á laugardaginn. Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri segir mikla uppsveiflu hjá Spari- sjóðnum sem flytur í nýtt hús um miðjan næsta mánuð. Síðasta ár var eitt besta ár í sögu Sparisjóðsins en þá var hagnaðurinn meiri en nokkru sinni áður í sögu hans Sparisjóður Mýrasýslu hóf starf- semi 1. október 1913 og stendur því á gömlum grunni. Gísli segir að alla tíð hafi verið litið svo á að Sparisjóðurinn væri eign héraðsins. Mikið hefur ver- ið lagt upp úr stuðningi við hvers kon- ar málefni, hvort sem um væri að ræða íþróttir, menningu, listir eða fé- lagsstarf. Árlega veitir Sparisjóður Mýrasýslu um 20 milljónir króna til hvers konar styrkja af þessu tagi. „Í gegnum tíðina hafa viðskiptavinir Sparisjóðsins verið honum ákaflega tryggir. Það er til dæmis mjög al- gengt að fólk haldi áfram viðskiptum eftir að það flytur úr héraðinu. Sama má segja um starfsfólk sjóðsins. Okk- ur hefur haldist vel á starfsfólki og hér er mjög lítil starfsmannavelta.“ Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam 192,2 milljónum króna eftir skatta árið 2004, samanborið við 133,5 milljónir árið 2003. Hagnaður- inn jókst því um 44,0% á milli ára. Nýlega keypti Sparisjóður Mýra- sýslu Sparisjóð Ólafsfjarðar en áður hafði hann keypt Sparisjóð Siglu- fjarðar. Þá hefur verið sett á stofn ný starfsstöð í Síðumúla í Reykjavík sem þjónar viðskiptavinum þessara þriggja sparisjóða. Í næsta mánuði flytur starfsemi Sparisjóðs Mýrasýslu í glæsilegt nýtt húsnæði við Brúartorg. „Þetta er mjög fallegt hús,“ sagði Gísli. „Okkur fannst að við þyrftum að reisa glæsi- legt hús á þessum stað, en það blasir við þegar ekið er yfir Borgarfjarð- arbrúna og inn í Borgarnes. Mér sýn- ist það hafa tekist vel.“ „Það er óhætt að segja að það sé góður gangur hjá Sparisjóði Mýra- sýslu. Það sama má reyndar segja um héraðið í heild. Maður finnur fyrir gríðarlegri uppsveiflu og ég man ekki eftir öðru eins síðan um 1980. Mér finnst að þessi breyting sé í sambandi við opnun Hvalfjarðarganganna. Áhrif þeirra virðast vera að koma í ljós nú í auknum mæli.“ Um viðurkenninguna Fyrirtæki ársins í Borgarbyggð segir Gísli hana vera jákvætt uppátæki hjá bæj- arfélaginu. „Svona viðurkenningar hvetja menn til að gera vel.“ Auk Sparisjóðs Mýrasýslu fengu Vegagerðin og Lambastaðabúið einn- ig viðurkenningar. Sparisjóður Mýrasýslu fyr- irtæki ársins í Borgarbyggð Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Nýbygging Sparisjóður Mýrasýslu flytur í nýtt hús í næsta mánuði. UM 400 gestir voru á afmælishátíð Varmalandsskóla sem fagnaði 50 ára afmæli sínu á laugardag. Grunnskól- inn er rekinn í byggðasamlagi Borgarbyggðar og Hvít- ársíðuhrepps. 170 nemendur stunda nám við skólann og starfslið telur 38 manns, þar af 19 kennara. Á afmælishátíðinni rifjuðu þrír fyrrverandi nemendur upp skólavist sína frá liðnum tíma og 7. bekkingar fluttu dagskrá um Guðmund Böðvarsson skáld. Þá fluttu gestir ávörp auk þess sem boðið var upp á söngatriði að ógleymdum kaffiveitingum og pylsum. Einnig var haldin vorsýning á verkum nemenda og sýndar ljósmyndir úr skólastarfi fyrri tíðar. Flemming Jessen hefur verið skólastjóri Varmalandsskóla síðan 1991 og segir skólann hafa breyst mikið, ekki síst með því að hann var gerður að dagskóla í stað heimavistarskóla áður. „Nemendum hefur líka fjölgað með tilkomu hins stóra þorps í Bifröst og rúmur helmingur nemenda eru börn háskólanema,“ segir Flemming. Þess má geta að vinna er nú hafin við að rita sögu barnafræðslu Mýrasýslu fyrir síðustu 100 ár að því er segir í grein Helgu Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar og skólanefndarformanns á heimasíðu Borgarbyggðar. Ljósmynd/Unnur Ólafsdóttir Afmælisdagur Fjölmörg skemmtiatriði voru á afmælisdagskránni. 400 gestir í 50 ára afmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.