Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 13
ERLENT
Verið umhverfisvæn
og finnið 3 svansmerki
umhverfismerki Norð-
urlanda sem leynast í
Morgunblaðinu og á
mbl.is dagana 23. maí-3. júní.
Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr
Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is
ásamt nafni og símanúmeri á netfangið
broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is.
1. __________________
2. __________________
3. __________________
Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í
þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend-
ur geta unnið USB minnislykil.
Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend-
um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og
umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival.
Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um-
hverfið á hreinu.
Kabúl, New York. AFP, AP. | Æðsti embættismað-
ur Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, Jean Ar-
nault, fordæmdi í gær meinta pyntingu banda-
rískra hermanna í landinu á föngum sínum og
fór fram á að gripið yrði til harðra aðgerða gegn
hinum seku. „Misþyrmingar sem þessar eru
með öllu óviðunandi og ganga þvert gegn því
starfi sem alþjóðasamfélagið vill vinna í Afgan-
istan,“ sagði Arnault í harðorðri yfirlýsingu.
Dagblaðið The New York Times greindi frá
því fyrst allra fjölmiðla á föstudag að tveir afg-
anskir fangar í haldi Bandaríkjahers í Bagram-
herstöðinni í Afganistan hefðu verið pyntaðir til
bana árið 2002.
Harðorð yfirlýsing Arnaults kemur í kjölfar
svipaðra ummæla Hamids Karzai, forseta Afg-
anistans, í fyrradag áður en hann hélt í opin-
bera heimsókn til Bandaríkjanna.
Karzai, sem hittir George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í dag, fór þá
fram á að þeim er tekið
hefðu þátt í pyntingunum
yrði refsað, framferði
þeirra væri „óafsakanlegt“.
Sameinuðu þjóðirnar
fara fram á fyrirheit um að
svipaðir atburðir eigi sér
ekki stað aftur og jafnframt
óskaði Arnault eftir því að
fulltrúar afgönsku mann-
réttindanefndarinnar fengju aðgang að föngum
í vörslu Bandaríkjahers og að híbýlum þeirra.
Fréttir af pyntingum á afgönskum föngum
koma í kjölfar óeirða sem urðu í Afganistan og
víðar í múslímaheiminum vegna fréttar í tíma-
ritinu Newsweek þess efnis að kóraninum hefði
verið sýnd óvirðing í Guantanamo-herstöðinni
bandarísku á Kúbu. Dóu a.m.k. fimmtán manns
í óeirðum sem brutust út í Afganistan. Er því
talið ljóst að þeir Karzai og Bush munu hafa um
ýmislegt að tala á fundi sínum í Hvíta húsinu í
dag.
Karzai gagnrýndur
Karzai er raunar sjálfur gagnrýndur í skeyt-
um sem gengið hafa á milli bandarískra emb-
ættismanna og sem The New York Times
greinir frá í gær. Þar er hann sakaður um að
hafa staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að
hrinda í framkvæmd áætlunum er miða að því
að lama framleiðslu og útflutning á heróíni frá
Afganistan. Heróínframleiðsla er gífurlega um-
fangsmikil í Afganistan og héraðshöfðingjar í
landinu, sem græða á sölu efnisins, því tregir til
að breyta háttum sínum. Saka bandarískir
embættismenn Karzai um að „hafa verið ófáan-
legur til að láta til sín taka“ í þessum efnum.
Hamid Karzai
Erindreki SÞ fordæmir
pyntingar í Afganistan
GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, er að hugleiða lagasetningu sem tak-
marka myndi rétt sænskra dagblaða til að
birta myndir af létt-
klæddum konum. Pers-
son gagnrýndi sænska
fjölmiðla í ræðu sem hann
hélt á kvennafundi Jafn-
aðarmannaflokksins á
laugardag og sagði þá
nota myndir af létt-
klæddum konum til að
bæta sölutölur.
AFP-fréttastofan segir
að í október hafi hagstofan sænska greint
frá því að 18% launamunur væri enn á kon-
um og körlum í Svíþjóð. Í frétt BBC segir
hins vegar að Svíþjóð hafi nýverið verið út-
nefnt það land þar sem mestur efnahags-
legur jöfnuður væri með kynjunum tveimur.
Í ræðu sinni á laugardag sagði Persson að
alls ekki mætti slá slöku við í jafnréttismál-
unum. „Hvert sem maður fer í Svíþjóð í dag
þá sér maður myndir af ungum konum,
næstum allsnöktum,“ sagði Persson. „Við
þurfum að bregðast við þessum niðurlægj-
andi ... næstum klámfengnu kvenímyndum
sem okkur er boðið upp á í sumum fjöl-
miðlum.“
Persson kvaðst enn vona að sænskir fjöl-
miðlar gætu upp á sitt eindæmi ratað aftur á
hinn gullna meðalveg. Hann gaf hins vegar í
skyn að nauðsynlegt kynni að reynast að
setja löggjöf til að „hreinsa“ burt ófagn-
aðinn. Sagði hann það alls ekki jákvæða þró-
un ef sænsk dagblöð yrðu eins og götublöðin
í Bretlandi, sem leggja mikið upp úr birt-
ingu mynda af fáklæddu konum.
Sænska dagblaðið Aftonbladet hefur þeg-
ar fordæmt hugmyndir um reglur er tak-
mörkuðu birtingarréttinn á myndum af fá-
klæddum konum. Kallaði blaðið slíkar
hugmyndir ritskoðun, sagði þær ekki í anda
þeirra lýðræðisgilda sem Svíar héldu í
heiðri.
Persson
gagnrýnir
sænska
fjölmiðla
Segir of mikið lagt upp
úr myndbirtingum af
fáklæddum konum
Göran Persson
ÓKVÆÐISORÐ voru hrópuð að Lauru
Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, þegar
hún heimsótti tvo helga staði í Jerúsalem í
gær en hún er á ferðalagi um Mið-
Austurlönd. Þegar forsetafrúin heimsótti
grátmúrinn í borginni stóð hópur gyðinga
þar fyrir mótmælum, hrópaði „frelsið Poll-
ard strax“ en fólkið berst fyrir því að Jon-
athan Pollard, bandarískur gyðingur sem
afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir
njósnir fyrir hönd Ísraelsríkis, verði látinn
laus. Þurftu öryggisverðir forsetafrúar-
innar að taka á honum stóra sínum til að
verja Bush fyrir ágangi mótmælendanna.
Þegar Laura Bush síðan heimsótti Al-
Aqsa-moskuna, sem er helgur staður í
augum múslíma, hrópaði hópur reiðra Pal-
estínumanna „hvernig vogarðu þér að
koma hingað?“ og „hvers vegna áreitið þið
múslíma?“ Sumir hrópuðu einnig „niður
með Bandaríkin“. Sést á myndinni hvar
Bush hraðar sér í bíl sinn undan ágengum
mótmælendum. Sögðu fulltrúar Hamas,
herskárra samtaka Palestínumanna, að
heimsókn Bush í moskuna, sem er í aust-
urhluta Jerúsalem sem hernuminn er af
Ísraelum, staðfesti að Bandaríkjastjórn
viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísr-
aelsríkis.
Ókvæðisorð hrópuð að Lauru Bush
AP
Búkarest. AFP, AP. | Mannræningjar
í Írak slepptu í gær þremur rúm-
enskum blaðamönnum og íröskum
leiðsögumanni þeirra sem þeir
höfðu haldið í gíslingu í næstum
tvo mánuði. Rúmensk stjórnvöld
greindu frá þessu í gær en forseti
landsins, Traian Basescu, sór og
sárt við lagði að ekkert lausn-
argjald hefði verið greitt til að
tryggja frelsi fólksins.
Fólkinu var rænt 28. mars sl. í
úthverfi Bagdad-borgar. Mannræn-
ingjarnir tilheyrðu samtökum er
kölluðu sig Muadh Ibn Jabal-
hersveitirnar og höfðu þeir hótað
að drepa fólkið ef Rúmenar kölluðu
ekki 860 manna herlið sitt frá Írak
fyrir 27. apríl. Rúmensk stjórnvöld
urðu hins vegar ekki við þeirri
kröfu. „Ég fullvissa ykkur um að
Rúmenía samþykkti ekki að breyta
utanríkisstefnu sinni, né greiddum
við lausnarfé [til að tryggja lausn
fanganna],“ sagði Basescu forseti á
fréttamannafundi í Búkarest í gær.
Um er að ræða tvo starfsmenn
Prima-sjónvarpsstöðvarinnar rúm-
ensku, Marie Jeanne Ion og Sorin
Miscoci, Eduard Ohanesian, blaða-
mann Libera, og Mohamed Munaf,
Íraka sem einnig hefur bandarískt
ríkisfang. Fólkið er væntanlegt til
Rúmeníu í dag.
Laus úr langri
prísund í Írak
AP
Arabar búsettir í Rúmeníu halda á lofti spjaldi með myndum af rúmenska
fjölmiðlafólkinu sem nú er laust úr haldi mannræningja í Írak.
Brasilíu. AP. | Eyðing regn-
skógarins á Amazon-svæðinu í
Brazilíu var í fyrra sú næst-
mesta í sögunni að því er fram
kemur í nýjum gögnum frá
stjórnvöldum í landinu.
Gervihnattamyndir og önn-
ur gögn sýna, að stórjarðeig-
endur, sojabaunabændur og
skógarhöggsfyrirtæki eyddu
öllum skógi á 26.130 km² frá
ágústlokum 2003 og til jafn-
lengdar á síðasta ári. Var það
6% meira en á árinu áður þeg-
ar 24.600 km² skóglendis voru
eyðilagðir. Metið var sett 1995
þegar 29.000 km² svæði var
rutt en það samsvarar allri
Belgíu.
Amazon-skógurinn þekur
um 4,1 milljón km², meira en
hálfa Brazilíu, og er eitt mik-
ilvægasta svæðið fyrir lífið á
jörðinni. Er hann oft kallaður
„lunga“ hennar vegna þess, að
skógurinn er mikil uppspretta
súrefnis í andrúmsloftinu og
bindur um leið gífurlega mikið
af koltvísýringi. Kalla sumir
skógareyðinguna harmleik
sem verði að stöðva. Að öðrum
kosti muni afleiðingarnar
bitna á öllum heimi.
Níðhöggur
nagar
„lungað“