Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 23 MINNINGAR ✝ Steinunn Mar-grét Norðfjörð fæddist í Reykjavík 20. október 1943. Hún lést á heimili sínu á Ljósvallagötu 20 í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Hilmar Norð- fjörð loftskeytamað- ur, f. á Sauðárkróki 2. september 1906, d. 24. mars 1988, og Vil- borg Octavía Grön- vold (kölluð Stella) fóstra og húsmóðir, f. í Reykjavík 1. október 1917, d. 2. desember 1977. Hálfsystir Stein- unnar samfeðra er Ingveldur Hilmarsdóttir, f. 27. júlí 1937. Steinunn giftist 18. október 1969 Guðmundi Þ. Jónssyni vara- formanni Eflingar, f. á Gjögri í Árneshreppi 25. desember 1939. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Stella María Guðmundsdóttir ferðaráðgjafi, f. 23. mars 1970, sambýlismaður Dale Odle verka- maður, f. 11. desember 1966. Dóttir hennar frá fyrra sambandi er Sunna Sasha Larosi- liere, f. 12. des. 1991.Dætur Stellu og Dale eru Sóley María Odle, f. 28. ágúst 1998, og Sara Sól Odle, f. 26. júní 2002. 2) Hilmar Þór Guðmundsson ljós- myndari, f. 24. maí 1972, maki Una Björk Kjerúlf há- skólanemi, f. 5. apríl 1975. Dóttir þeirra er Auður Ísold Hilm- arsdóttir Kjerúlf, f. 28. febrúar 2004. Steinunn giftist 21. desember 1982 Kristni Hilmarssyni sjó- manni, f. 18. febrúar 1950. Þau skildu. Steinunn ólst upp í Reykja- vík og bjó þar alla sína tíð. Hún vann ýmis skrifstofustörf, m.a. hjá Morgunblaðinu, Landsímanum og Borgardómara. Útför Steinunnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Við sjáumst.“ Ef minnið svíkur mig ekki þá kvaddi ég Steinunni tengdamömmu með þessum orðum í síðasta skiptið sem ég talaði við hana, daginn sem hún lést. Ekki átti ég von á að þetta yrðu okkar síðustu orðaskipti enda ætlaði ég að tala aft- ur við hana daginn eftir til að athuga hvort hún vildi verða samferða í fermingu elstu ömmustelpunnar, hennar Sunnu, sem fermdist á hvíta- sunnudag. Ég veit hún hafði lengi hlakkað til fermingardagsins og það er sárt að hún fékk ekki að eiga þann merkisdag með okkur. Steinunn var að mörgu leyti sér- stök kona, ég hef aldrei kynnst neinni manneskju eins og henni og á eflaust aldrei eftir að gera. Mér er minnisstætt fyrsta skiptið sem við hittumst og er það um margt lýsandi fyrir hennar persónuleika. Það var á fallegum síðsumarsdegi heima hjá Hilmari syni hennar, núverandi eig- inmanni mínum en þáverandi kær- asta. Ég var ein í kotinu og átti ekki von á neinum þegar ég heyrði að lykli var snúið í skránni. Ég fór fram til að athuga hvaða óvænti gestur væri á ferðinni. Í dyrunum stóð ókunnug ljóshærð miðaldra frú með bleikan varalit. Við vorum báðar jafnhissa því hvorug okkar átti von á hinni. „Hver ert þú?“ spurði hún með ákveðinni röddu. Ég kynnti mig fyrir henni og þegar hún heyrði hver ég var kom strax annað hljóð í strokkinn. Steinunn hafði verið á gönguferð og ákveðið að koma við heima hjá syninum til að fá sér vatnssopa og sígarettu. Hún vissi mætavel að sonurinn vildi ekki reyk- ingar í nýju íbúðinni sinni en þar sem hún vissi líka að hann var ekki heima ætlaði hún að stelast. Hún tók af mér loforð um að segja honum ekki frá. Því leyndarmáli er nú uppljóstrað. Þennan dag áttum við langt og áhugavert samtal. Það snerist að mestu leyti um einkasoninn, kosti hans og galla, þó einkum kosti. Hún spurði mig líka ýmissa ansi persónu- legra spurninga að því er mér fannst, en þannig var hún, blátt áfram og hispurslaus. Ég vissi í fyrstu ekki alveg hvernig ég átti að taka þessari konu en þorði ekki ann- að en svara öllum spurningum henn- ar af bestu samvisku. Steinunn tók af mér annað loforð þennan dag, ég yrði að lofa að vera góð við son henn- ar, og vil ég meina að mér hafi tekist prýðilega að halda það loforð. Þann- ig hófust okkar kynni. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og heilsuleysi síðustu árin þá var alltaf grunnt á húmorinn hjá Steinunni, sem gat verið ansi kaldhæðinn. Þar náðum við ágætlega saman. Fyrir nokkrum árum síðan lét hún mig hafa gluggaumslag sem hún hafði skrifað aftan á fyrirmæli um tilhög- un við útför sína. Orðalagið var sér- staklega skorinort og laust við allan hátíðleik en um leið bráðfyndið. Hún gat auðveldlega gert grín að dauðans alvöru enda hræddist hún ekki dauð- ann og hafði staðfasta trú á annað líf eftir þetta og að í nýjum heimkynn- um myndi hún hitta þá ættingja og ástvini sem hún hafði misst. Sú trú hennar var einlæg og hrein. Það er alltaf erfitt þegar fólk fer snögglega, erfitt að fá ekki að kveðja. Það er huggun harmi gegn að Steinunn skildi sátt við þennan heim. Það voru bjartir tímar fram- undan og hún full tilhlökkunar og þakklætis. Það heyrði ég og skynjaði þegar ég talaði við hana í síðasta sinn. Hún talaði svo fallega um sína nánustu, sérstaklega ömmustelp- urnar sínar fjórar sem voru í svo miklu uppáhaldi. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að við áttum þetta góða samtal. Rétt áður en við kvöddumst sagðist Steinunn ætla að leggja sig því hún væri þreytt. Ég vona og trúi því að hún sé úthvíld þar sem hún dvelur nú. Mér finnst við hæfi að kveðja tengdamömmu með sömu orðum og síðast. Við sjáumst. Una. Elsku amma. Nú er komin kveðju- stund og það verður erfitt að sleppa þér. Þú ert búin að hafa áhrif á líf okkar allra og það mun taka sinn tíma að reyna að sætta sig við að þú sért farin. Við erum samt öll glöð að þú sért á betri stað, með langafa, langömmu og öllum þeim sem þú ert búin að hlakka til að sjá aftur. Við vitum líka öll að þú ert alltaf með okkur, í anda, hjarta og huga. Þínar ömmustelpur, Sunna, Sóley, Sara og Auður. STEINUNN MAR- GRÉT NORÐFJÖRÐ Nafn Gils Guð- mundssonar sá ég fyrst í tengslum við vin hans og samverkamann, Valdimar Jóhannsson bókaútgefanda, sem var raunar sveitungi minn og stundum talað um heima. Gils tók saman Öldina okkar og Öldina sem leið og Valdimar gaf þær út á forlagi sínu, Iðunni. Þessar bækur voru undirstöðufræðsla mín sem margra annarra um sögu þjóð- arinnar á nítjándu og tuttugustu öld og seint þreyttist ég á að fletta þeim á unglingsárunum. Eftir að Öldin okkar kom út var Þjóðvarnarflokkurinn stofnaður. Valdimar var formaður, en Gils vann þingsæti fyrir flokkinn 1953 og hafði með sér annan mann á þing. Um þessar mundir reis andstaða gegn er- lendri hersetu hátt með þjóðinni. Ýmsir vildu leggjast þar á árar án þess að styðja Sósíalistaflokkinn sem talinn var of undirgefinn sovétvald- inu. Mönnum ber saman um að fram- ganga Gils hafi skipt sköpum um gengi Þjóðvarnarflokksins. Hann var málsnjall, prúðmannlegur en jafn- fram einarður og sló á strengi þjóð- rækni og þjóðernishyggju, sem þá átti mikinn hljómgrunn, en nú er víst ekki talið alls kostar fínt. Þjóðvarnarflokkurinn náði ekki að festa sig í sessi til frambúðar og seinna samdi hann um samvinnu við Alþýðubandalagið. Gils sat á þingi fyrir þann flokk í sextán ár. Þing- mennsku hans fylgdist ég lítt með, en man eftir skemmtilegum greinum í Þjóðviljanum og ræðum í útvarpi sem fluttar voru af þunga. Fyrst man ég hann vel frá landsfundi Samtaka hernámsandstæðinga, sem svo nefndust þá, á Bifröst 1966. Þá stóð ég á tvítugu og sá og heyrði í fyrsta GILS GUÐMUNDSSON ✝ Gils Halldór Guð-mundsson fædd- ist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík föstudaginn 29. apríl og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 6. maí. sinn ýmsa menn sem mér hafa orðið eftir- minnilegir. Og lok- aræða Gils á fundinum er eitt af því minnis- stæðasta. Gils Guðmundsson var góður útvarpsmað- ur, áheyrilegur og fundvís á skemmtilegt efni, enda flestum mönnum fróðari um menn og málefni fyrri tíðar. Hann las ýmsar ævisögur í dagskránni sem mikið var hlýtt á. Nefni ég aðeins flutn- inginn á hinu stórmerka riti Theó- dórs Friðrikssonar, Í verum. Þannig vakti hann endurnýjaðan áhuga bók- inni sem var gefin út aftur í kjölfarið. Á árunum 1979–83 var ég starfs- maður bókaútgáfunnar Iðunnar, for- lags Valdimars Jóhannssonar. Þá valdi Gils efni í ritið Mánasilfur, fimm binda úrval úr íslenskum endurminn- ingum og sjálfsævisögum. Ég vann töluvert að þeirri útgáfu og hafði af því mikla ánægju. Varð það til þess að ég kynntist þessari bókmennta- grein betur en ella og gerði mér grein fyrir að þar var margt hugtækt að finna. Í kjölfar Mánasilfurs kom svo safnritið Gestur með skyldu efni. Með þessum ritum og ýmsum öðrum sem hér verða ekki talin vann Gils vel að því að halda við og efla áhuga á þjóðlegri menningu og minnum um líf fyrri kynslóða í landinu. Eftir að lauk starfi mínu hjá Ið- unni og ég fór aftur að vinna hjá Rík- isútvarpinu voru samskipti okkar Gils minni. Hann hélt þó áfram að koma fram í dagskránni öðru hverju, m.a. fékk ég hann einu sinni til að segja frá mági sínum, skáldinu Jak- obi Jóhannessyni Smára. Nokkrar greinar birti ég einnig eftir hann í Andvara sem ég hef lengi verið rit- stjóri fyrir. Síðast hafði ég samband við hann seint á árinu 1993, í tilefni 150 ára afmælis Stephans G. Steph- anssonar. Á árinu 1975 höfðu verið fluttir fjórir þættir Gils um Stephan. Ég hafði átt aðild að því og vildi nú útvarpa þeim aftur. Með umsjónar- manni lásu nokkrir af helstu lesurum útvarpsins á þeim tíma. Þegar hér var komið voru þeir allir fallnir frá nema Gils. Ég talaði aftur við hann að loknum endurflutningnum og sagði hann þá að gaman hefði verið að fá á ný að heyra þessar kæru raddir. Nú er hans eigin rödd hljóðn- uð, en hún lifir áfram í minningunni. Gils var falslaus maður og prúð- menni, virtist í raun fremur halda eigin persónu til hlés. Hann var góð- ur fulltrúi sinnar kynslóðar og auð- vitað alls ólíkur ýmsum stjórnmála- mönnum sem nú hafa sig mest í frammi. Gils þurfti ekki að slá um sig til að menn legðu hlustir við máli hans. Hann átti traustar rætur í ís- lenskri alþýðumenningu og komst til mannvirðinga án skrums eða lodd- arabragða. Í mínum augum var Gils Guðmundsson í senn alþýðumaður og fyrirmaður. Hann lauk kveðju- ræðu sinni á Bifröst forðum með því að fara með lokaerindið í Vorhvöt Steingríms Thorsteinssonar: „Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog.“ Megi nú móðir okkar allra, ætt- jörðin sem hann unni af heilum hug, búa honum væra hvíld. Gunnar Stefánsson. Tíminn líður trúðu mér taktu maður vara á þér heimurinn er sem hála gler hugsaðu um hvað eftir fer. Já, tíminn líður, mér finnst það ekki svo langt, en fyrir rúmum 60 ár- um kynnti Góa frænka mannsefni sitt fyrir okkur, mér fannst hann hár, þvengmjór, rauðhærður, hægur og alvarlegur, en þetta breyttist. Vaxtarlagið óx, hárið fauk og al- varan var ekki eins mikil og sýndist, því undir niðri bjó mikill húmor og stríðni. Jón B. Kvaran var fyrir mér loft- skeytamaðurinn á ritsímanum, mað- urinn úr Austurnesi, en Onn var maðurinn hennar Góu frænku og að sumu leyti fannst mér hann mágur minn, þar sem konan hans var yngsta systir mömmu og alin upp að hluta hjá foreldrum mínum frá níu ára aldri, aðeins tíu árum eldri en ég. Fyrst þegar ég sá Onn eftir að hann fitnaði, fannst mér hann alltaf vera bólginn af hettusótt og hló mikið að honum. Þær eru ófáar minningar mínar af JÓN B. KVARAN ✝ Jón BjartmarKvaran fæddist á Seyðisfirði 18. apríl 1922. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 13. maí. samveru minni með þeim hjónum og nöfnin þeirra er tengd sem eitt í mínum huga, Onn-og- Góa. Hljóðlát stríðni Onns gat verið skemmtileg, hann þóttist finna „Petikúlur“ á okkur hér og þar. Benti stundum á bringu okkar og spurði hvað þetta væri, við litum strax niður, héldum okkur hafa sóð- að niður á fötin, þá sló hann fingri undir nef okkar og hló dillandi lágt. Hann bað líka alltaf um „blautt“ vatn að drekka og hvíslaði því gjarnan. Hann var eins og við vitum öll, fjölskyldur þeirra, mikill barnavinur og hjá þeim Góu vorum við systkinabörnin eins og jafnaldrar þeirra. Fyrst þegar ég kynntist honum lá við að ég þyrfti túlk, honum lá svo lágt rómur og kvað ekki fast að, sagði t.d. „já-hakk“ og „mei-hakk“ (já takk og nei takk). Mín fyrsta heimsókn til þeirra var fermingarárið mitt með Guðnýju ömmu, sú ferð varð nú lengri en ætlað var, því Góa fékk vinnu á símanum og ég passaði Hrafnhildi og Gunnar fram á haust, reynslunni ríkari um allt milli himins og jarðar, þau kenndu mér svo margt. Það varð svo að föstum lið, að ég fór á hverju vori í heimsókn með sæng og kodda án þess að gera boð á undan mér og alltaf var ég jafn vel- komin hvernig sem á stóð. Lífið var ekki alltaf dans á rósum þá frekar en nú. Þau byrjuðu að búa í Reykjavík á stríðsárunum og var þá erfitt að fá húsnæði og oft þröngt í búi, en alltaf vorum við velkomin hjá Onn, fólkið hennar Góu. Þegar þau fluttu á símstöðina á Brú í Hrútafirði varð erfiðara að komast þangað frá Ísafirði, ekki eins og í dag. Það mátti segja að þar væri „opið hús“ og „miðstöð“ fyrir alla ættingja, sem áttu leið um. Mína fyrstu heimsókn til þeirra þangað fór ég ásamt þriggja ára syni mínum, Hirti, Magnúsi Reyni og ömmu okk- ar. Þar vorum við í þrjár vikur. Þau hjón fóru með okkur um allar trissur, m.a. til Siglufjarðar að finna pabba minn, sem þar vann á plani, sú ferð tók tvo sólarhringa. Margt var skoð- að og við Magnús frædd um landið. Mikið reyndi nú sælgætisvinurinn Onn að kenna syni mínum að borða sælgæti, farnar margar ferðir í sjoppuna á Brú, en allt kom fyrir ekki, barnið kom bara með sælgætið í poka og gaf mömmu sinni. Eitt lærði hann þó hjá Onn, það var að borða íspinna og þegar haldið var heim keyrði Onn okkur í veg fyrir vest- anrútuna í Dalsmynni. Þegar langt var komið upp á Holtavörðuheiði, sér Onn að strákur er enn með íspinnann og spyr hvort hann ætli ekki að borða ísinn. „Nei, ég ætla að geyma hann, það fæst ekki ís á Ísafirði.“ Þá var Onn skemmt og hristist hann lengi af hlátri og síðast þegar við sáumst spurði hann mig hvort þessi sonur væri ekki búinn að læra að borða sæl- gæti og ég sagði, nei. „Hjörtur kann ekki,“ eins og hann svaraði Onn allt- af. Við hjónin fórum í myndatöku þeg- ar við giftum okkur, eins og flestir gera. Myndasmiðurinn spyr hvernig við viljum vera, fer svo og sækir myndir og sýnir okkur og segir að þetta séu fallegustu hjón, sem hún hafi myndað. Voru þetta þá Onn og Góa frænka. Hún gaf mér seinna þessar myndir, sem ég svo sendi þeim. Eitt er það sem er fast í minning- unni, en það er að sitja til borðs og borða með Onn. Hann hafði unun af að borða góðan mat, og ég sé hann setjast settlegan með hvíta servíettu og silfurhnífapörin sín. Þar var borð- að af list (listrænt) og virðulega, með saltstaukinn í seilingarfjarlægð. Mér þykir leitt að hafa ekki getað fylgt þér, kæri vinur, en ég hugsa mikið til alls þess, sem þið hjónin veittuð mér og mínum. Ég vil þakka allar samverustundirnar, símtölin, bréf og órjúfanlega tryggð og vona að þú hafir átt góða heimkomu til Góu og hinna allra. Það var mikil samheldni hjá systrunum sjö og þeirra fjölskyldum og nú er síðasti hlekkurinn brostinn hérna megin. Elsku Hrafnhildur, Gunnar og fjölskyldur, ásamt Elísabetu Kvaran og fjölskyldu, ég og mín fjölskylda sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Guðný M. Einarsdóttir (Dúddý). LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.