Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hallgrímur EgillSandholt fæddist í Reykjavík 31. jan- úar 1936. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Egill Villads Sandholt, f. 21.11. 1891, d. 27.8. 1966, og Kristín Brynjólfsdóttir, f. 24.9. 1898, d. 25.1. 1980. Bróðir Hall- gríms er Brynjólfur Sandholt, f. 18.9. 1929, maki Agnes Aðalsteinsdóttir. Hallgrímur kvæntist 21.12. 1958 Þóru Bergsdóttur, f. 22.4. 1938. Foreldrar Þóru eru Bergur G. Gíslason, f. 6.11. 1907, og Ingi- björg Jónsdóttir Hjaltalín, f. 30.4. 1915. Börn Þóru og Hallgríms eru 1) Bergur, f. 1.5. 1959, kvæntur Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur, börn þeirra eru Hafdís, Bergur Garðar og Hjálmtýr, fyrir á Berg- ur Ásu og Sigrúnu og Stella á Ágústu Ósk, barnabörn eru þrjú. 2) Kristín, f. 5.7. 1960, gift Ingvari Vilhelmssyni, börn þeirra Hallgrímur Andri, Fanndís Þóra og Ingunn Klara. 3) Ingibjörg, f. 14.5. 1964, gift Eiríki Óm- ari Sveinssyni, börn þeirra Egill Orri og Þóra Kristín, fyrir á Ómar Evu Björk, lát- in, og Svein Rafn. Hallgrímur Egill ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum í Norðurmýrinni. Tók stúdentspróf frá Menntaskóla Reykjavíkur 1957. Fór síðan í verkfræði í Háskóla Íslands og lauk námi í byggingaverkfræði frá Danmörku 1964. Fyrstu árin starfaði hann á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar, síðan hjá Byggingafulltrúa Seltjarnarnes- hrepps og mestan hluta starfsævi sinnar hjá Byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar og seinustu árin starfaði hann sem sjálfstætt starfandi verkfræðingur. Útför Hallgríms verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Hallgríms tengdarföður míns. Þegar ég ungur maður kom fyrst á heimili þeirra hjóna í Logalandi fékk ég strax hlýjar móttökur og þau tuttugu og þrjú ár sem vinskapur okkar stóð yfir brá aldrei skugga á það samband okkar. Hallgrímur var hæglátur maður, rólegur og yfirveg- aður í öllum sínum athöfnum. Þessir kostir gerðu hann að góðum verk- fræðing. Hann leysti öll sín úrlausn- arefni á sama hátt, skilgreindi verk- efnið í upphafi byggði það upp á traustum grunni og leysti það síðan á rökréttan hátt. Stærðfræði var honum hugleikin og oft var kallað á hjálp hans við að leysa hin ýmsu dæmi sem erfitt var að leysa. Nú er vor í lofti, gróður vaknar og birta eykst. Vorið hafði sérstaka merkingu fyrir Hallgrím, Þingvalla- vatn og sumarbústaður þeirra hjóna í Svínahlíðinni kallaði. Hallgrímur var hvergi sælli en þar, þar fann hann frið og ró. Hann byggði sinn bústað sjálfur einsog sönnum verk- fræðing sæmir. Hann hafði mikinn áhuga á trjárækt og gróðursetti fjölda trjáa sem nú umlykja bústað- inn á alla vegu. Ófá skiptin var farið í matarveislu til þeirra hjóna í bústaðnum. Alltaf var tekið vel á móti gestum og aldrei hef ég vitað um neinn sem þaðan fór svangur. Oft var setið fram eftir kveldi, málin rædd og gantast. Hallgrímur var hæfilega stríðinn maður og hafði gaman af að láta menn reyna getu sína á ýmsan hátt. Hann var einn þeirra fyrstu hér á landi sem stunduðu sjóskíði og þeg- ar vatnið var slétt var Hallgrímur ólmur að mana okkur til að reyna á hæfileika okkar á því sviði. Oft reyndi mikið á þolimæði hans þegar hann dró okkur út um allt vatn og vildi að allir skíðuðu sem best. Ég sé enn fyrir mig stríðnislegt bros hans þegar hann þurfti að taka okkur upp í bátinn eftir að hafa „skoðað botn- inn“ á vatninu einsog hann kallaði það þegar við duttum. Hallgrímur mun lifa áfram í minningu okkar og ég hef þá trú að ég muni ávallt finna fyrir nærveru hans þegar ég kem í sveitina hans. Ingvar. Nú hefur Hallgrímur Sandholt tengdafaðir minn kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Þegar ég lít til baka þá rifjast upp hve mér þótti alltaf ánægjulegt og notalegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna hvort sem var í sumarbústaðinn eða á heimili þeirra í Fossvoginum. Sér- stakleg eru minnistæð öll matarboð- in sem voru nánast alltaf um hverja helgi og var allri fjölskyldunni ávallt boðið og gekk mikið á þegar öll systkinin, makar og börn voru sam- ankomin. Þar var oftar en ekki mikil gleði og var Hallgrímur hrókur alls fagnaðar í þessum boðum með sinn einstaka húmor. Þau hjónin höfðu farið víða um heiminn til að stunda áhugamál sitt sem var skíða- mennska, bæði Evrópu og Ameríku. Hallgrímur hafði afskaplega gaman að segja frá hinum ýmsu ævintýrum og uppákomum í þessum ferðum þeirra hjóna og fannst mér alltaf birta yfir honum þegar rifjaði upp þessi ferðalög. Hinsvegar var hann hæglátur að eðlisfari og tjáði sig ekki um hluti nema að vandlega at- huguðu máli. Maður gat treyst því sem hann sagði ef leitað var ráða hjá honum og leysti mál af yfirvegun og skynsemi sem borin voru undir hann. Hallgrímur var afskaplega vel les- inn og fylgdist vel með öllum málum þannig að mjög skemmtilegt var að rabba um heima og geima við hann og mun ég sakna þessara stunda sem við áttum saman. Það er fátæk- ara lífið eftir að Hallgrímur er geng- inn og alltaf mun minning hans lifa í huga mér sem alúðlegur og traustur maður. Ómar Sveinsson. Elsku afi. Okkur þykir leiðinlegt að þú sért farinn frá okkur eftir svona stutt veikindi. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Loga- landið, þú varst alltaf svo góður við okkur. Við fjölskyldan komu oft í lambalæri eða hrygg á laugardögum og þú bjóst alltaf til bestu brúnu sós- una sem var algjört æði. Svo má ekki gleyma öllum minningunum úr sum- arbústaðnum, þá komum við til ykk- ar og við systurnar vorum duglegar að drullumalla og spila við ykkur. Við munum eftir því þegar þú sast alltaf við gluggann og horfðir yfir Þingvallavatn og fylgdist með bíla- og bátaumferð. Alltaf var nóg til af góðum mat og sætindum sem þú og amma gáfu okkur þegar við komum. Svo varst þú duglegur að draga alla á sjóskíði allan daginn þegar lygnt var á Þingvöllum. Og á þriðjudögum þegar mamma var að vinna lengi komst þú alltaf með uppahálds kökuna okkar, „möndluköku“. Eftir að þú og amma fluttuð í Furugerðið þá komum við oft í heimsókn og alltaf var jafn skemmtilegt að koma til að hitta þig. Við viljum þakka þér fyrir þá tíma sem við áttum saman og við vonum að þér líði vel uppi á himnum. Við ætlum að kveðja þig með þessu ljóði: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku afi Fanndís Þóra og Ingunn Klara. Elsku afi minn, mig langar að rifja upp fyrri tíma, sem við áttum saman. Þegar mamma var í háskólanum, og ég var nýfæddur, þá var ég öllum stundum hjá ykkur ömmu. Svo þeg- ar árin liðu þá hélt ég áfram að vera hjá ykkur. Við bjuggum stutt frá hvort öðru og það var létt fyrir mig aö rölta yfir. Oft gisti ég hjá þér og ömmu og þá varst þú oft búinn að ná í einhverja góða spennumynd, en við höfðum báðir áhuga á góðum spennumyndum. Á sunnudögum var mér og fjölskyldunni boðið í amer- ískar pönnukökur í hádeginu hjá þér og ömmu. Það var það besta sem ég fékk. Við áttum margar góðar stundir á Þingvöllum í sumarbústaðnum. Ég man fyrst þegar þú tókst mig út á bát, þá var ég smástrákur, eftir það urðu það óteljandi ferðir um Þingvallavatn. Ég man, ég fékk allt- af að sitja frammí, hver sem var í bátnum. Oftast var það amma sem sat afturí og fannst mér það virki- lega gaman að vera alltaf í framsæt- inu. Stundum kom öll fjölskyldan nið- ur að bátaskýli og þú dróst þau öll á sjóskíði, ég var alltaf með þér í bátn- um og mitt verkefni var að fylgjast með hvort einhver myndi detta, þá átti ég að láta þig strax vita. Síðustu ár hafa afi og amma alltaf komið á þriðjudögum og kom afi allt- af með möndluköku með sér. Skorri hundurinn okkar var heldur ekki skilinn útundan og fékk alltaf restina af kökunni og beið alltaf spenntur eftir að afi gæfi honum seinustu sneiðina. Ég vil þakka honum fyrir hugljúf- ar og yndislegar samverustundir. Hallgrímur Andri. Elsku afi minn, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Ég á ótrúlega margar og skemmtilegar minningar frá mínum yngri árum hjá ykkur ömmu í Logalandinu, það var alltaf svo gaman að fara til ömmu og afa í Fossvoginn. Í mörg ár var það fastur liður að ég færi til ömmu og afa á fimmtudögum og þá var nú gert margt skemmtilegt, ef veðrið var gott þá var afi oft eitthvað að snyrta garðinn, slá grasið eða klippa trén og alltaf skottaðist ég á eftir honum en skemmtilegast fannst mér þegar hann var að vökva grasið og vatnið sprautaðist út um allt og ég hljóp út um allt á eftir bun- unni. Fyrsta markmiðið sem ég man eftir að hafa sett mér í lífinu var ein- mitt sett í Logalandinu, það var að verða jafn stór og afi þannig að ég þyrfti að beygja hausinn aðeins til að reka hann ekki í hurðarkarminn. Ég leit mjög upp til hans afa og fannst rosalega flott að vera svona hávax- inn og síðar skýrði ég einmitt aðal dúkkuna mína Hallgrímu í höfuðið á honum. Afi hafði alltaf áhuga á því sem ég hafði fyrir stafni hvort sem það var skólinn eða íþróttirnar sem ég stundaði, hann sagði alltaf um leið og ég kom inn og settist í sófann við hliðina á sætinu hans afa, jæja hvernig gengur í skólanum? Þessa spurningu fékk ég hvort sem ég var í grunnskóla, menntaskóla eða há- skólanum. Hann sagði alltaf að mað- ur yrði að leggja metnað sinn í lær- dóminn og æfa sig mikið til þess að ganga vel. En þegar ég byrjaði síðar í lögfræði í Háskólanum þá sagði hann, já en þá get ég ekki hjálpað þér meira, þú þarft að fara í verk- fræðina svo ég geti eitthvað hjálpa þér. Einnig hafði hann mikinn áhuga á þeim íþróttum sem ég stundaði og var hann mikill skíðaáhugamaður sjálfur og það voru einmitt afi og amma sem gáfu mér fyrstu skíðin mín. Ég man ennþá eftir minni fyrstu ferð í stólalyftuna með honum og ömmu, þau létu mig sitja á milli sín og ég held ég hafi aldrei verið jafn hrædd á ævinni en auðvitað sagði ég ekki neitt en þorði heldur ekki að líta niður, ætli þetta hafi ekki verið upphafið á skíðaáhuganum hjá mér. Þegar afi og amma voru að fara til útlanda á skíði þá tók hann alltaf upp Atlasinn og sýndi mér hvert þau væri að fara og hvað brekkurnar væru langar og við skoðuðum kortið í bak og fyrir. Það sama var ef ég var að fara eitthvað til útlanda á skíði, þá varð hann að skoða þetta í Atlasnum og við reyndum að mæla hvað þetta var langt frá þeim stöðum sem hann hafði komið á og síðan fundum við út hvaða hóla og hæðir ég yrði nú að prufa og segja honum síðan hvernig þær væru þegar ég kæmi til baka. Afi laumaði alltaf að mér austurrísk- um frönkum svo ég gæti nú keypt mér smá nammi til að hafa með mér í fjallið, það gæfi svo mikla orku í kuldanum. Nú kveð ég þig, elsku afi og veit að þú ert kominn á friðsælan stað, elsku amma, guð styrki þig á þessum erf- iðu tímum. Ása Bergsdóttir Sandholt. Kynni okkar Hallgríms hófust fyr- ir rúmum tuttugu árum en við erum giftir systrum. Þegar ég sit og skrifa þessi orð og horfi til baka þá koma upp í hugann margar minningar um samverustundir með Hallgrími og konu hans Þóru, hvort sem það var á heimili þeirra eða uppi í sumarbú- stað þeirra við Þingvallavatn, en þar áttu þau sinn sælureit. Hallgrímur vinur minn var vel af guði gerður, hár og grannur, kvikur í hreyfingum og afburðavel gefinn, en hann var ekki allra, en maður að mínu skapi, með lúmskan húmor, var ekki marg- orður um hlutina. Ég sé hann fyrir mér með smá vingjarnlegt bros á vör ef eitthvað var sagt sem ekki voru rök fyrir. Hann leiðrétti það sem sagt hafði verið ranglega með vin- gjarnlegum rökum, en læddi oft inn smá skoti á viðkomandi og þá stækk- aði brosið. Oft leitaði ég til hans með ýmis mál, t.d. byggingamál, en Hall- grímur var verkfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur allan sinn starfsferil, fyrir okkur hjónin leysti hann öll mál af fagmennsku eins og honum var lagið. Eina utanlandsferð fórum við saman, ásamt mökum og tengdaforeldrum, þetta var skemmtileg og eftirminnileg ferð, Hallgrímur sá um lestur vegakorta, en ég ók. Þarna vorum við saman í allmarga daga. Ég held að við öll höfum skemmt okkur vel í þessari ferð og hana hefði mátt endurtaka. Við Ása vottum fjölskyldu Hallgríms okkar samúð. Ólafur. Víst var dauðinn fjarri huga okkar bekkjarfélaga í nýlegum, árlegum fagnaði, hjá þeim Önnu Ottesen og Jóni Björnssyni, og komu þó til veik- indafjarvistir. Viðmót gestgjafanna og veitingar voru í fyrirrúmi, auk stað- og stílfærðra flökkusagna, söngs og fleiri gamanmála. Hvíta- sunnunni fylgdi síðan andlátsfregn Hallgríms Sandholt. Hár og vörpulegur var hann í 4. bekk stærðfræðideildar á haustdög- um 1954, efldur af símavinnu í Svarf- aðardal, byggingarvinnu við Stein- grímsstöð eða öðru álíka. Raungreinar lágu vel fyrir Hall- grími, en fleira kallaði, svo sem skemmtanir og skíðaferðir. Sem bekkjarfélagi var hann virkur en fá- máll og fylgdist vel með skoðana- skiptum okkar og þrasi. Styrkur hans þar var kímni, þögn og þolin- mæði og hnyttin niðurstöðuorð. Þegar líða tók á menntaskólaárin varð enn frekar ljóst hvert hugur Hallgríms stefndi. Meðal tísku- greina þeirrar tíðar var bygginga- verkfræðin og Hallgrími auðnaðist það, sem fáum úr okkar hópi tókst, sem sagt að komast í Verkfræðideild Háskóla Íslands. Raunar átti þá enn annað frekar hug Hallgríms, ung og ljóshærð glæsidama, Þóra Gíslason. Þau hafa fylgst að síðan, allt frá námi hans í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Hallgrímur reyndi helstu starfsform verkfræðinnar, launþegastörf, eigin rekstur og op- inber störf, en lengst starfaði hann sem deildarverkfræðingur hjá Byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þekkingar Hallgríms á verklegum framkvæmdum nutum við bekkjar- félagarnir oft, enda ætíð greiðvikinn. Síðustu fimmtán árin höfum við og makar okkar jafnan hist árlega. Nokkrum sinnum farið utan saman en þó oftar innan lands. Ein slík ferð var í sumarhús Þóru og Hallgríms við Þingvallavatn. Var þá nýtt og óvænt að komast út í Sandey og kynnast þar ósnortinni náttúru þjóð- garðsins fyrir tilstilli hans. Við þökk- um ánægjustundir, trausta vináttu Hallgríms og öll okkar skipti. Þóru, ekkju Hallgríms, börnum þeirra og öðrum ástvinum vottum við samúð og biðjum þeim blessunar. Bekkjarfélagar úr 6. Y Menntaskólans í Reykjavík 1957. Kær vinur hefur kvatt eftir löng og góð kynni. Við kynntumst um miðja öldina síðustu í skíðaíþróttinni sem við stunduðum af kappi þá og lengi frameftir. Við vorum samtíða í Menntaskól- anum í Reykjavík þar sem Hallgrím- ur lauk stúdentsprófi 1957. Þetta voru skemmtilegir tímar, gleðitímar ungra manna og stúlkna og lágum við Hallgrímur ekki á liði okkar í tómstundalífi þeirra tíma. Allt var þetta þó blandað þeirri alvöru sem skólinn krafðist og fór vel á því. Gömlu góðu daganna verður ekki minnst án þess að nefna æskuheimili Hallgríms og húsbændurna þar, Kristínu og Egil. Þar var útgangs- punktur okkar í skemmtanalífi helg- arinnar og núna átta ég mig á því að þau rausnarhjón hafa verið hundrað árum á undan samtíð sinni í uppeld- ismálum. Að loknu stúdentsprófi lauk Hall- grímur fyrrihlutaprófi í bygginga- verkfræði frá Háskóla Íslands og hélt að því loknu til Kaupmanna- hafnar ásamt Þóru og tveimur eldri börnum þeirra þar sem hann lauk síðari hlutanum eins og þá var hátt- ur. Að loknu verkfræðinámi starfaði hann um skamman tíma á verk- fræðistofu í Reykjavík en var ráðinn 1964 verkfræðingur og bygginga- fulltrúi á Seltjarnarnesi og starfaði þar í sjö ár. Þar var ég svo heppinn að njóta kunnáttu hans sem hann veitti af greiðasemi og ljúfmennsku. Var eftir því tekið hvað lausnir hans voru nákvæmar og snjallar og hafa kollegar hans sagt mér að hann hafi verið afar vandvirkur verkfræðingur og úrræðagóður. Lengst af starfaði Hallgrímur sem deildarverkfræð- ingur hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Skíðaferðir stunduðum við og fjöl- skyldur okkar af miklum krafti hér heima og árum saman fórum við í Alpana að renna okkur, frískar og skemmtilegar ferðir og hélst sá hátt- ur á meðan báðir höfðu þrek til. Eins og oft vill verða strjáluðust fundir okkar eftir því sem árin liðu en það var alltaf jafn gott að hitta þau hjón og sem betur fer var þráð- urinn sterkur. Oftast var stutt í brosið hjá Hall- grími en þrátt fyrir glens og gaman unglingsáranna var hann dulur mað- ur og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Þó vissum við að heilsan hafði brugðist honum fyrir allmörgum ár- um. Ekki verður Hallgríms minnst án þess að nefna Þóru sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og hefur ekki látið sig muna um að annast fimm kynslóðir. Við Bergljót kveðjum góðan vin og sendum Þóru, börnunum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Ólafur. Hallgrímur er látinn. Hallgrímur vann hér á Verkfræðistofunni Hamraborg um hríð og fengum við að njóta mikllar reynslu og kunnáttu hans. Hallgrímur var í hópi færustu burðarþolsverkfræðinga þessa lands. Við viljum þakka gott samstarf og áratuga góða viðkynningu. Að leiðarlokum viljum við votta fjölskyldu Hallgríms virðingu okkar. Verk hans munu varðveita minn- ingu hans. Vignir Jónsson, Sævar Geirsson. HALLGRÍMUR EGILL SANDHOLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.