Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 17
LISTIR
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
HILMAR Jónsson leikstjóri hefur
fengið afar mikla og jákvæða um-
fjöllun um útskriftarsýningu sem
hann leikstýrði í vor hjá leiklistarhá-
skólanum í Luleå í Svíþjóð. Leikritið
sem hann setti upp ásamt útskrift-
arnemunum heitir Kalda barnið og
er eftir Marius von Mayenburg, einn
þýsku leikskáldanna sem komu
hingað til lands á Listahátíð í
Reykjavík á dögunum í tengslum við
Autobahn, leiklestra á fjórum þýsk-
um leikritum.
Í ýmsum blaðadómum um leik-
ritið segir að sýningin sé „vel heppn-
uð“, „geri miklar kröfur til áhorf-
enda“, „mjög góð“ og „eitt það besta
sem gagnrýnandi hefur lengi séð“.
Sá sami gagnrýnandi tók raunar svo
sterkt til orða í fyrirsögn að segja
„Framtíðinni borgið“ fyrir tilstilli
nemenda leiklistarháskólans í Luleå.
Hilmar segist hafa orðið nokkuð
hissa á þessum viðbrögðum í fyrstu.
„Skólanum í Luleå var boðið að sýna
verkið í leiklistarháskólanum í
Stokkhólmi, svona til að gefa þeim
tækifæri til að sýna sig þar sem allt
er að gerast. Við sýndum fjórar sýn-
ingar þar og strax var skrifað í Dag-
ens Nyheter að þetta væri eitthvað
sem allir yrðu að sjá. Þá áttaði mað-
ursig á að þetta átti eftir að vekja
töluverða athygli,“ segir hann.
1-0 fyrir Luleå
Það vill svo til að Dramaten í
Stokkhólmi, þjóðleikhús Svíþjóðar
og virtasta leikhús landsins, setti
sama verk upp, Kalda barnið, fyrir
nokkru. Báðar sýningarnar voru síð-
an valdar til sýninga á sænska leik-
listartvíæringnum núna í byrjun
maí, og varð nokkur samanburður í
umfjöllunum um sýningarnar. Í
flestum tilfellum voru þær hins veg-
ar Hilmari og hans fólki í vil, eða
„Dramaten 0, leiklistarháskólinn 1“
eins og sagði upphafi umfjöllunar
stærsta dagblaðs Norður-Svíþjóðar,
Kuriren, um sýninguna.
Þó var það ef til vill leiklist-
argagnrýnandi stærsta dagblað Sví-
þjóðar, Ingegärd Waaranperä hjá
Dagens Nyheter, sem tók sterkast
til orða. „Luleå kýldi Dramaten nið-
ur“ var fyrirsögnin í dómi um nem-
endasýningar leiklistarháskóla Sví-
þjóðar á tvíæringnum. Þar sagði
m.a.: „Leiklistarháskólinn í Luleå er
yngsti skólinn og hefur hingað til
ekki valdið miklu fjaðrafoki. Nú
setja þau upp sama verk og Dramat-
en kemur með á tvíæringinn, Kalda
barnið eftir Marius von Mayenburg.
Staffan Valdemar Holm [leikstjóri
sýningar Dramaten, innsk. Mbl.]
sýnir allt jafnvægi þjóðleikhússins
og frábærlega kaldan leik. En há-
skólinn kýlir áhorfendur með miklu
brjálaðri uppsetningu sem snýr inn
og út úr stykkinu og sýnir hversu
uppreisnargjarnt það getur líka ver-
ið.“
Þegar leikhúsið verður list
Dómi Dagens Nyheter um skóla-
sýningarnar lýkur á eftirfarandi orð-
um, og á þar við uppsetningu Hilm-
ars á verkinu: „Og mikilvægast af
öllu: hér upplifir allur leikhópurinn –
og gleymir því vonandi aldrei –
hvernig það er að vera leikari þegar
leikhúsið verður skyndilega list.“
Hilmar segir að sér þyki sér-
staklega vænt um að heyra þessi
orð. „Ég var nýbúinn að segja það
við leikhópinn, þegar ég áttaði mig á
að sýningin hafði slegið í gegn, að
þau yrðu að geyma þetta augnablik í
hjarta sínu, því þetta er ekkert alltaf
svona. Þessi móment, þegar allt
gengur upp, verða næringin manns
þegar verr gengur,“ segir Hilmar og
nefnir sýninguna Edith Piaf sem
hann leikstýrði í Þjóðleikhúsinu,
sem dæmi um þetta. „Maður þarf að
gera sér grein fyrir því þegar slíkt
móment á sér stað, og þetta er eitt af
þeim. Maður veit auðvitað aldrei fyr-
irfram hvort sýning heppnast og ég
vissi það heldur ekki með Kalda
barnið, ekkert frekar en fyrir einu
og hálfu ári hefði mér ekki dottið í
hug að ég væri enn að tala um aktú-
ella Edith Piaf.“
Tekur í sama streng
Gagnrýnandi Värmlands Folk-
blad, Malin Palmqvist, tók í sama
streng og gagnrýnandi Dagens
Nyheter í umfjöllun sinni um sýn-
ingu Dramaten á Kalda barninu.
Hún sagðist hafa haft uppsetningu
leiklistarháskólans í Luleå í hug-
anum allan tímann meðan hún horfði
á sýningu Dramaten og sagði skóla-
sýninguna hafa einkennst af meiri
hraða. „Þar sem textinn byggist á
þversögnum og samtengingum gerir
marglaga nútími [sýningar Luleå-
skólans] í hröðu tempói textann
sannari og skiljanlegri. Þegar Lena,
hér leikin af Nadja Weiss [hjá
Dramaten], kastar fram spurning-
unni „Hvers vegna gerist allt um leið
núna?“ hljómar það, því miður, ekki
eins sannfærandi og í sýningu
Luleå.“
Malmqvist skrifaði áður gagnrýni
um uppsetningu Hilmars á verkinu
og gaf sýningunni góða einkunn.
„Útskriftarhópur leiklistarskólans í
Luleå gefur áhorfendum sínum
flotta, hvassa og mjög nálæga lýs-
ingu á hinu (svo kallaða) stórkost-
lega lífi hér á jörð. Hvernig sam-
anburðurinn við Dramaten verður
síðan á eftir að koma í ljós.“
Sérstakt og skemmtilegt leikrit
Hilmar segir Kalda barnið eftir
von Mayenburg vera mjög sérstakt
og skemmtilegt leikrit. „Þetta er
ótrúlega módern dramtík,“ segir
hann. „Þetta er fjölskyldusaga, þar
sem tíminn og rúmið renna saman í
atburðarás. Það er nokkuð um of-
beldi í því, en samt er það farsi, eig-
inlega gróteskur farsi. Hann sjálfur,
von Mayenburg, segist einmitt hafa
áhuga á ofbeldi per se.“
Hann segist vonast til að sjá leik-
rit eftir von Mayenburg á fjölunum
hérlendis. „Fyrsta verkið hans er til
þýtt á íslensku. Það heitir Eldfés og
hefur verið sýnt um alla Evrópu.
Það var frumsýnt árið 1998 en náði
aldrei inn á sviðin hér. Alltaf sama
óheppnin í íslenskum leikhúsum –
þau missa alltaf af því sem skiptir
máli í nýrri dramatík, undanfarinn
áratug að minnsta kosti.“
Vinsæll hjá nemendum
Í sænsku blaðagreinunum kom
ennfremur fram hversu vinsæll
Hilmar var hjá nemendum sínum í
Luleå. „Að vinna með honum hefur
verið hápunkturinn hérna í skól-
anum. Allir hafa fengið að taka þátt í
hinni listrænu vinnu,“ sagði einn út-
skriftarnemanna í viðtali.
Aðspurður segist Hilmar ekki
vera á leiðinni að flytja til Svíþjóðar,
þrátt fyrir þessa miklu velgengni.
Hann neitar því þó ekki að ýmsar
umræður séu farnar í gang um
möguleg verkefni þar ytra. „En það
er hægara sagt en gert að fylgja því
eftir. Ég rek leikhús á Íslandi, svo
það er ekki hlaupið að því að fara.
Maður hefur nóg að gera hér og það
er meira til gamans að maður fer
þarna út. En það er þröngur og lítill
heimur sem maður býr í hérna
heima, svo það er gaman að koma út.
En mig langar ekkert að búa í Sví-
þjóð.“
Hilmar hefur áður leikstýrt út-
skriftarverkefni við leiklistarháskól-
ann í Luleå. Það var fyrsti útskrift-
arárgangur skólans, árið 2000, sem
sýndi Grandaveg 7 og segir Hilmar
röð tilviljana hafa ráðið því að hann
varð fyrir valinu þá. Hins vegar hef-
ur skólayfirvöldum greinilega líkað
það vel við Hilmar að þau buðu hon-
um að koma aftur, og ekki að
ástæðulausu miðað við viðtökurnar
síðan. Hann segir erfitt að henda
reiður á hver galdurinn var í sýning-
unni sem vakti svo mikla lukku með-
al sænsks leiklistarfólks. „Maður
mætir bara með opinn hug og hjarta
og gerir sitt besta,“ segir hann að
síðustu.
Úr leiksýningunni Kalda barnið í leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Leiklist | Hilmar Jónsson fær jákvæða umfjöllun um upp-
setningu hjá nemendaleikhúsi í Luleå í Svíþjóð
Kýldi Dramaten kaldan
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
GISSUR Páll Giss-
urarson, söngnemi á
Ítalíu hefur fengið
hlutverk Danilo í óper-
ettunni Káta ekkjan
sem sýnd verður í Vitt-
oriale-óperuhúsinu við
Gardavatnið á Ítalíu í
sumar. Undanfarið
hefur Gissur stundað
söngnám hjá Kristjáni
Jóhannssyni, en hann
nemur söng við tónlist-
arkonservatoríið í Bo-
logna.
„Já, það er nóg að
gera um þessar mund-
ir,“ segir Gissur sem hefur búið
ásamt eiginkonu sinni, sem einnig
lærir söng, á Ítalíu undanfarin fjög-
ur ár. „Á þessu tímabili höfum við
reynt að komast inn í málin hérna,
læra tungumálið og inn á menn-
inguna og kynnast fólki. Í vor tek ég
síðan próf frá skólanum mínum.“
Gissur lætur vel af náminu hjá
Kristjáni Jóhannssyni. „Hann er
mjög ánægður með mig og það er
gaman að segja frá því að ég er að
fara að syngja á tónleikum með hon-
um í Modena, sem eru haldnir hon-
um til heiðurs til að halda upp á 25
ára söngafmæli hans á Ítalíu. Hann
kemur sjálfur þar fram og ákvað að
taka með sér vonandi næsta efnilega
Íslendinginn á Ítalíu á tónleikana.“
Falleg staðsetning
Það bar til með nokkuð sér-
stökum hætti hvernig Gissur fékk
hlutverkið í Kátu ekkjunni. Þar eð
hann komst ekki í áheyrnarprófið,
sem haldið var við Gardavatnið,
bauð hann óperustjóranum einfald-
lega að koma heim til sín í Parma,
þar sem hann býr, og hlýða á sig
syngja. „Ég gerði því prívatáheyrn í
stofunni heima hjá mér, sem er
mjög fátítt held ég, ef ekki bara
einsdæmi,“ segir Gissur, sem var
boðið hlutverk í kjölfar
þessa. Vittoriale-
óperuhúsið, þar sem
óperettan verður færð
upp, er utandyra og
segir Gissur staðsetn-
ingu þess mjög fallega.
„Sviðið er þannig að
söngvararnir snúa baki
í vatnið, þannig að
áhorfendur sjá það í
bakgrunni. Þetta verð-
ur mjög spennandi.“
Gissur segist þakk-
látur fyrir þau tæki-
færi sem hann hefur
fengið á Ítalíu, en hann
hefur meðal annars náð að hitta
Riccardo Muti og vinna með Claudio
Abbado síðan hann flutti út. „Þetta
eru með allra frægustu stjórnendum
í heimi, en þeir eru náttúrlega
fleiri,“ segir Gissur sem söng í kór í
uppfærslu Cosi fan tutte eftir Moz-
art undir stjórn Abbado. „Það er
mjög erfitt að komast inn í svona
stórar uppfærslur. En við konan
mín lögðum mikla áherslu á að læra
tungumálið um leið og við komum út
og læra inn á samfélagið. Það er al-
veg nauðsynlegt til að ná sam-
böndum.“
Fyrsta sviðshlutverkið sem Giss-
ur fékk var hlutverk Ruiz í Il Trova-
tore við óperuhúsið í Ravenna árið
2003, þar sem eiginkona Riccardo
Muti stjórnaði, Cristina Muti. „Það
var líka mjög flott að fá það á fer-
ilskrána að hafa sungið þarna. Ég
held að það sem ég hef gert sé strax
orðið nokkuð skrautlegt til að setja
á ferilskrána. Ég get allavega ekki
kvartað yfir því hvernig mér hefur
gengið hér og stefni á að vera hér
áfram,“ segir Gissur Páll Giss-
urarson, söngnemi á Ítalíu, að lok-
um.
Tónlist | Gissur Páll Gissurarson syng-
ur í Kátu ekkjunni við Gardavatnið
Áheyrn í stofunni
Gissur Páll Gissurarson
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur