Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 137 . TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fita er góð –
í hófi
Ekki forðast fitu, en borðið góða fitu
segja næringarþerapistar | Heilsa
Fasteignir og Íþróttir í dag
Fasteignablaðið | Steiningin endurvakin Viðhaldsfrí garð-
húsgögn Hitastýring í Óperunni Íþróttir | Tryggvi með 200.
þrennuna í efstu deild Þórður Þórðarson neyðist til að hætta
ÓSKAR Ólafsson, bóndi á Steiná II í Austur-
Húnavatnssýslu, segir rafmagnsreikning
vegna húshitunar og reksturs kúabús hafa
hækkað um 13 þúsund krónur á mánuði eftir
breytingar á töxtum raforkufyrirtækjanna í
kjölfar nýrra raforkulaga sem tóku gildi um
áramót. Óskar fékk nýverið sendan fyrsta raf-
magnsreikninginn eftir aflestur síðan breyt-
ingarnar voru gerðar. Hann kveðst áður hafa
greitt 30–32 þúsund krónur á mánuði í raf-
magn en reikningurinn nú hljóði upp á 45 þús-
und krónur.
Óskar segir að ef fram haldi sem horfi stytt-
ist í að ódýrara verði fyrir hann að kynda með
olíu í stað rafmagns. Hækkunin nemi tvöföldu
til þreföldu því verði sem kostar að kynda íbúð
í þéttbýli.
„Það er náttúrlega sérkennilegt á Íslandi
þar sem við framleiðum með því mesta sem um
getur á mann í heiminum af raforku, að það sé
á mörkunum að þegnar landsins geti keypt
orkuna. Þá hljótum við að vera komin á sér-
kennilegar brautir,“ segir Óskar.
Hann hefur reiknað út að hann þyrfti 6–7
þúsund lítra á ári ef hann kynti með dísilolíu.
Lítrinn af dísilolíu kostar nú í kringum 51
krónu en það eitt gerir um 30 þúsund krónur á
mánuði í olíukaup.
Óskar er með meðalstórt kúabú sem fram-
leiðir um 140.000 lítra af mjólk á ári. Hann seg-
ir að hægt sé að skera niður raforkunotkun
með því að setja upp sérstaka plötukæla og
forkæla mjólk sem fer ofan í tanka. Þá sé
mögulegt að bæta einangrun íbúðarhúsnæðis.
Það vegi þó ekki upp á móti hækkunum á raf-
orkutaxta, auk þess sem ávinningur af slíkum
breytingum sé lengi að skila sér.
Bændasamtökin skoða nú breytingar á raf-
orkukostnaði bænda vegna nýrra raforkulaga.
Ódýrara
að kynda
með olíu
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
ÓSIGUR þýskra jafnaðarmanna í kosningum í
gær í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta
sambandslandi Þýskalands, varð til þess að
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sá sig
knúinn til að lýsa því yfir að hann vildi flýta al-
mennum þingkosningum í landinu. Sagði
Schröder að hann hefði ekki lengur óskorað
umboð til að framkvæma nauðsynlegar um-
bætur á efnahagskerfi Þýskalands. Því vildi
hann halda kosningar sem fyrst og að raun-
hæft væri að af þeim gæti orðið í haust; þ.e.
heilu ári á undan áætlun.
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) hefur ver-
ið við völd í Nordrhein-Westfalen samfleytt í
39 ár og því eru úrslit kosninga þar í gær mikið
áfall fyrir flokkinn. Þykja skilaboðin sem kjós-
endur í Nordrhein-Westfalen sendu Schröder
kanslara býsna skýr. Mikil óánægja er með
ríkisstjórn SPD og græningja og þá ekki síst
slæmt atvinnuástand í landinu, sem farið hefur
CDU og Frjálsir demókratar myndi saman
stjórn í Nordrhein-Westfalen.
Schröder varð kanslari Þýskalands eftir
kosningar 1998. Flokkur hans hefur hins vegar
tapað áhrifum í sambandslöndunum sextán æ
síðan. SPD var við völd í ellefu sambandslönd-
um 1999, ári eftir að Schröder komst til valda,
en eftir úrslitin í Nordrhein-Westfalen í gær
er SPD aðeins við völd á fimm stöðum.
Ríkisstjórn SPD og græningja hefur und-
anfarin misseri reynt að hrinda í framkvæmd
umdeildum umbótum á velferðarkerfinu
þýska, sem m.a. hefur þýtt lækkun atvinnu-
leysisbóta. Er markmiðið að blása lífi í við-
skipta- og atvinnulíf landsins og efla hagvöxt.
Schröder hefur hins vegar mætt mikilli and-
stöðu, líka í eigin flokki. Því var ljóst fyrirfram
að úrslitin í gær gætu orðið afdrifarík.
Angela Merkel, leiðtogi CDU, gaf til kynna í
gær að hún væri alls ekki andsnúin því að
kosningar yrðu haldnar strax í haust. Neðri
deild sambandsþingsins þýska mun þó þurfa
að samþykkja formlega að flýta kosningum.
versnandi; en atvinnuleysi í Nordrhein-
Westfalen mælist nú 12,1%, um það bil ein
milljón manna er þar án atvinnu.
Jafnaðarmenn fengu skv. útgönguspám og
fyrstu tölum 37,3% í kosningunum í gær, tapa
5,5 prósentustigum. Kristilegir demókratar
(CDU) fengu hins vegar 44,7% og hrósuðu
sigri. Græningjar fengu 6,1%, sama fylgi og
Frjálsir demókratar. Má gera ráð fyrir að
Vill flýta kosningum
Gerhard Schröder segir nauðsynlegt að sækjast strax eftir endurnýj-
uðu umboði frá almenningi eftir slæmt tap SPD í Nordrhein-Westfalen
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Reuters
Gerhard Schröder var þungur á brún í gær.
Teheran. AFP. | Kjörstjórn í Íran hefur úrskurð-
að að aðeins sex einstaklingar fái að vera í
framboði í forsetakosningum sem eiga að fara
fram í landinu 17. júní nk. Alls höfðu 1.014 lýst
yfir framboði. Meðal þeirra
sem hefur verið meinað um
að bjóða sig fram er Most-
afa Moin, fyrrverandi
menningarmálaráðherra,
en hann var frambjóðandi
flokks umbótasinna. Þá
hlaut engin þeirra 89
kvenna, sem hugðu á fram-
boð, náð fyrir augum hinnar
íhaldssömu kjörstjórnar.
Fyrirfram var talið nokk-
uð víst að kjörstjórnin
myndi meina öllum konum að bjóða sig fram.
Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi for-
seti, verður í framboði en Rafsanjani, sem er
raunsær íhaldsmaður, þykir líklegastur sigur-
vegari í forsetakosningunum. Fjórir hinna
fimm, sem eiga að fá að bjóða sig fram, eru hins
vegar harðlínumenn. Einn umbótasinni fær að
bjóða sig fram, Mahdi Karroub, fyrrverandi
þingforseti, en hann hefur verið bandamaður
fráfarandi forseta, Mohammeds Khatami.
Sex fá að bjóða
sig fram í Íran
Akbar Hashemi
Rafsanjani
Engin kona hlaut náð
fyrir augum kjörstjórnar
MIKLAR gróðurskemmdir
urðu á Rjúpnahæð á Vatns-
enda í einum alvarlegasta
sinubruna af fjölmörgum á
höfuðborgarsvæðinu á þessu
vori. Slökkviliðsmenn hafa
miklar áhyggjur af þurrkum
næstu daga.
Í gær brann um hálfur
hektari á Rjúpnahæð og
varð bæði mosi og lyng eld-
inum að bráð. Friðrik Þor-
steinsson, stöðvarstjóri hjá
Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins, segir fyr-
irsjáanlegt að stórt sárið
muni blasa við fólki næstu
árin. Auk þeirrar augljósu
hættu sem sinubrunar valda
börnum ef þau lokast inni í
eldunum geta þeir ógnað ná-
lægri byggð að ógleymdri
mengun af reyknum. Morgunblaðið/Árni Torfason
Miklar
skemmdir í
sinubruna
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
nýkjörinn formaður Samfylking-
arinnar, segir að landsfundur
flokksins um helgina hafi markað
mikil tímamót í sögu hans. „Það er
alveg ljóst, af þessum fundi, að
kominn er fram á sjónarsviðið stór
og öflugur flokkur, sem hefur sýnt
samkeppnishæfni sína á hinum
pólitíska markaði með eft-
irminnilegum hætti.“
Hún segir að flokkurinn hafi
með öðrum orðum sýnt kraft sinn
og styrk. „Það var góð stemmning
Nýtt fólk var kjörið í öll helstu
embætti flokksins á landsfund-
inum um helgina. Ágúst Ólafur
Ágústsson var kjörinn varafor-
maður með tæplega 62% greiddra
atkvæða. Gunnar Svavarsson var
kjörinn formaður framkvæmda-
stjórnar, Helena Karlsdóttir ritari
og Ari Skúlason gjaldkeri.
Ingibjörg segir aðspurð að hún
óttist ekki að formannsslagurinn
milli sín og Össurar Skarphéð-
inssonar, fráfarandi formanns, eigi
eftir að kljúfa flokkinn. „Nei, það
hvarflar ekki að mér,“ segir hún.
samþykktar á fundinum. Tillögum
tveggja hópa, þ.e. um auðlindanýt-
ingu og umhverfisvernd annars
vegar og um varnar- og öryggis-
mál hins vegar, var á hinn bóginn
vísað til frekari vinnslu á stefnu-
þingi flokksins, sem halda á næsta
vetur. Ingibjörg segir að flokks-
menn hafi viljað ræða þessar til-
lögur frekar og neitar því að um
þær hafi ríkt ágreiningur. Hún
segir m.a. aðspurð að góður sam-
hljómur sé innan flokksins um nið-
urstöður síðarnefnda hópsins.
„Þær eru grunnurinn undir
stefnumótun okkar í öryggis- og
varnarmálum,“ segir hún.
á fundinum og mikil gleði í loftinu.
Fólk skynjaði mjög sterkt hvað
þarna er orðin til öflug hreyfing.“
Tillögur fjögurra starfshópa
framtíðarhópsins svonefnda, sem
eiga ásamt fleiri tillögum að
mynda grunn að heildstæðri
stefnuyfirlýsingu flokksins, voru
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar
Fundurinn tímamót í sögu flokksins
Landsfundur | 2 | miðopna
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
♦♦♦