Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA gekk mjög vel fyrstu 25 mínúturnar en svo fór mér snögglega að líða verr. Ég reyndi að gefa í en í staðinn fyrir að vera dofinn af kulda varð mér bara skítkalt og ég fór að skjálfa í sjón- um,“ sagði Heimir Örn Sveinsson sem ofkældist og var hætt kominn þegar hann reyndi að synda milli Skildinganess og Álftaness á Jónsmessunótt. Líkamshiti hans fór niður í 30°C og hann man illa eftir síðustu mínútunum í sjónum og þeim fyrstu um borð í björgunarbátnum. Heimir Örn var keppnismaður í sundi fram til 1996 og hefur sl. tvö ár æft sund með Görpunum, sem er deild fyrir „eldri“ kempur í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hann er bæði góður sundmaður og í góðu líkamlegu formi, jafnvel er hann í of góðu formi því Heimir Örn telur að hann hefði haft gott af því að hafa meiri fituforða utan á sér. Jónsmessusundið var á vegum Sjósundfélags Íslands og lögðust sex manns, þrjár konur og þrír karlar, til sunds. Þetta átti að verða fyrsta langa sjósund þeirra Heimis Arnar og félaga hans Hálf- dáns Örnólfssonar. Þeir eru báðir byrjendur í sjó- sundi en höfðu æft sig þrisvar sinnum í Nauthóls- vík áður en þeir lögðu í hann frá Skildinganesi. Fyrir sundið höfðu þeir sammælst um að missa ekki sjónar hvor af öðrum og, þar sem þeir væru byrjendur, krafist þess að tveir bátar myndu fylgja hópnum yfir Skerjafjörðinn. Snöggkólnaði Sundið lagðist vel í Heimi Örn og fyrstu 10 mín- úturnar hugsaði hann með sér að þetta væri ekk- ert mál. Þó að sjórinn væri kaldari en hann hafði áður vanist taldi hann sig ágætlega undir það bú- inn, í þykkri skýlu og með sérstaka sjósundhettu sem hann hafði fengið lánaða. En eftir því sem fjær dró landi varð öldugangurinn meiri og það truflaði hann að sjór tók að leka inn í sundgler- augun. Straumar gerðu honum líka erfitt um vik sem og öldugangur en á tímabili var ölduhæðin um 150 sentimetrar. Vegna kuldans stífnaði hann í andliti og gleypti þess vegna talsverðan sjó þeg- ar öldurnar smullu framan í hann. Nokkrum sinnum þurfti Heimir Örn að stoppa til að lagfæra gleraugun sem varð til þess að hann kólnaði enn frekar. „Svo er eins og mig minni að mér hafi snöggkólnað eða að ég hafi lent í köldum straumi. Þá fór ég aðeins að gefa í til að halda lík- amshitanum en það virðist ekki hafa dugað,“ sagði hann. Ekki gekk heldur að skipta um sundaðferð og synda baksund. Enn lenti hann í vandræðum vegna gleraugnanna og á tímabili missti hann sjónar af Hálfdáni en þeir náðu sem betur fer saman á ný. Þegar krafta Heimis Arnars þraut að lokum náði Hálfdán að kalla á björgunarsveit- armenn frá Ársæli sem fylgdu sundhópnum og björguðu þeir honum um borð í bát. Þegar þarna var komið sögu sagðist Heimir Örn hafa verið svo þrekaður að hann hefði ekki haft krafta til að kalla sjálfur á hjálp þó að hann gæti talað við Hálfdán og sagt honum að honum væri „dálítið kalt“. Það sem hann sagði skildist þó varla þar sem Heimir Örn var orðinn verulega þvoglumæltur. Þegar Heimir Örn var dreginn um borð í björg- unarsveitarbátinn hríðskalf hann af kulda og hann hætti ekki að skjálfa fyrr en hann hafði verið í um klukkustund á bráðamóttökunni í Fossvogi og fengið meðferð gegn ofkælingu. Vanlíðanin minnkaði þó ekki að ráði fyrr en eftir tvo klukku- tíma og í gær var hann enn bæði andlega og lík- amlega þreyttur. Aðspurður sagðist hann ekki hafa óttast um líf sitt meðan hann var í sjónum en nú meti hann að- stæður með öðrum hætti. Honum hafi verið sagt að ofkæling gæti haft lamandi áhrif á stuttum tíma og vissulega hafi hann verið orðinn töluvert kaldur. „Ég þráaðist við eftir að mér fór að líða illa því ég ætlaði að klára þetta. Gamla góða keppnisskapið kom upp í mér en náttúruöflin voru einfaldlega sterkari,“ sagði hann. Erfiðleikarnir hefðu stafað af blöndu af reynsluleysi, vandræð- unum sem hann lenti í með gleraugun og erfiðum aðstæðum á leiðinni. Sjósund væri ekki hættulegt, heldur hefði hann þurft að vera í betri æfingu. Heimir Örn vildi koma á framfæri þökkum til Hálfdáns og björgunarsveitarinnar Ársæls. STEINÞÓR Guðbjartsson, rit- stjóri og framkvæmdastjóri Lög- bergs-Heimskringlu, tók á föstu- daginn við heiðursverðlaunum fyrir greinar sínar í blaðið um ís- lenska samfélagið í Edmonton. Verðlaunin voru afhent í kvöld- verði samtaka blaðamanna og rit- höfunda sem fjalla um þjóðabrot í Kanada (The Canadian Ethnic Journalists’ and Writers’ Club). Í ræðu sinni sagði Steinþór að þegar Íslendingar komu til Maní- tóba á sínum tíma hefðu þeir viljað viðhalda sögu landnemanna og gefið því út bækur, tímarit og dag- blöð. „Íslendingar og fólk af ís- lenskum uppruna, hafa skrifað um lífið í Kanada í um það bil 130 ár. Lögberg-Heimskringla hefur ver- ið gefin út síðan 1886, og þetta er í fyrsta sinn sem blaðið fær slíka þjóðarviðurkenningu.“ Steinþór tileinkaði verðlaunin dóttur sinni, Guðrúnu, sem kom frá Íslandi til að vera viðstödd. „Hún er framtíðin og innblástur minn,“ sagði Steinþór í ræðu sinni og hafði einn dómaranna á orði eftir athöfnina að ræða Steinþórs hefði komið henni til að gráta. Steinþór hefur skrifað mikið um Íslendinga í Kanada og Norð- ur-Ameríku. Hann tók við rit- stjórn Lögbergs-Heimskringlu í mars í fyrra. Steinþór Guðbjartsson og Guðrún dóttir hans eftir athöfnina. Hlaut heiðursverð- laun fyrir skrif sín Tileinkar verðlaunin dóttur sinni MIKILL hafís fyrir vestan og norð- an land kemur í veg fyrir að hægt sé að leita að loðnu og er útlit fyrir að ekkert verði af sumarvertíðinni af þessum sökum. Formaður LÍÚ von- ast til þess að hægt verði að vinna upp tekjutapið með meiri veiðum í haust og í vetur. Sex loðnuskip ásamt hafrannsókn- arskipinu Bjarna Sæmundssyni leit- uðu loðnu í síðustu viku en komust vart á veiðislóð sökum hafíss. „Við komust hvorki lönd né strönd, það er mjög mikill ís milli Vestfjarða og Grænlands og raunar vestur úr og norður úr öllu. Þannig að enginn af okkur hetjunum komst inn á neitt al- mennilegt svæði. Það eina sem við sáum var eitthvert smotterí á Kög- urgrunni en það var ekki neitt, neitt. Þannig að við erum með öngulinn í rassinum allir saman, eins og reynd- ar stundum áður,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnun og leiðangurs- stjóri í loðnuleitinni í samtali við Morgunblaðið. Undanfarin sumur hefur loðnan verið veidd milli Íslands og Græn- lands, í lögsögum beggja landa. Mestur er ísinn Grænlandsmegin en hann nær líka inn í íslenska lögsögu. Hjálmar sagði að á svæðinu væru hafþök af ís og miðað við stöðuna núna gæti þetta ástand varað fram í ágúst. Undanfarin sumur hefur heldur lítið veiðst af loðnu og í fyrra komu um 100.000 tonn í hlut Íslend- inga. „Þessar sumarvertíðir undanfarin ára hafa ekki verið mjög gjöfular, enda þótt það hafi verið töluvert af loðnu. Hún gefur sig ekki alltaf, ekki frekar en aðrar tegundir,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson. Ekki tapað fé Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna og forstjóri Síldarvinnslunn- ar, segist vongóður um að næg loðna sé á miðunum þó að hún hafi ekki fundist í þessum leiðangri. Hann er þó hálfpartinn búinn að gefa sum- arloðnuna upp á bátinn. Þetta þurfi ekki endilega að þýða tekjutap því væntanlega verði hægt að veiða loðnuna í haust eða vetur. Þó geti þetta komið illa við ákveðna staði s.s. Raufarhöfn og Siglufjörð. Í fyrra veiddust um 100.000 tonn og segir Björgólfur að miðað við stöðuna núna næmi verðmæti hennar um 1,2–1,4 milljörðum. „En þetta er ekki tapað fé,“ sagði hann. Sú loðna sem veidd væri á sumrin væri tekin af kvóta sem þá yrði eftir til að veiða úr í vetur. Björgólfur segir að síldveiðar hafi gengið vel og sömuleiðis veiðar á kol- munna, þó þær hafi verið heldur tregari. Formaður LÍÚ svartsýnn á sumarvertíð í ár Loðnan finnst ekki vegna hafíss Morgunblaðið/Kristján Hvalir voru víða fyrirferðarmiklir í loðnuleitinni norður af landinu. Hér dregur Gullberg VE nótina sem hnúfubakur svamlar í. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FÓLKSBÍLL valt út af þjóðveg- inum um Norðurárdal um kvöld- matarleytið í gær. Að sögn lögreglu missti ökumaður hægra framhjólið út í lausamöl og sveigði bílnum snöggt til vinstri og síðan aftur til hægri til að forðast árekstur við bíl sem kom á móti. Við þetta missti hann stjórn á bílnum sem fór út af og valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Forðaði árekstri og velti bílnum HÓPUR manna veittist að lög- reglumönnum þegar þeir voru að handtaka mann á Eyrarbakka. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var haldin Jónsmessuhátíð á Eyr- arbakka í fyrrinótt og var hringt í lögreglu vegna ófriðar. Þegar lög- regla kom á staðinn virtist allt með friði og spekt þar til einn maður tók sig til og sparkaði í annan, beint fyrir framan lög- reglubílinn. Þegar lögreglumenn- irnir þrír hugðust handtaka þann sem sparkaði reyndu félagar hans að koma í veg fyrir það með því að ýta og toga í lögreglumennina. Þeim tókst þó að ná sínum manni og héldu við svo búið á braut. Ekki urðu meiðsli og ekki frekari eftirmál. Veittust að lög- reglumönnum VIKTORÍA Áskelsdóttir sjósundkona sem m.a. synti yfir Breiðafjörðinn í fyrra og tók þátt í Jóns- messusundinu segir að aðstæður hefðu ekki verið svo afskaplega slæmar. Fimm af sex þátttak- endum luku sundinu. „Þetta var áreynsla en það var gaman að synda í öldugangi og enginn komst hjá því að súpa á,“ sagði hún. Sjósund krefðist á hinn bóginn tals- verðrar þjálfunar. Menn yrðu að æfa sig í að rata í sjónum en láta ekki öldurnar blinda sig og reyndir sjósundmenn áttuðu sig fyrr en aðrir á því hvenær aðstæður væru of erfiðar. Einnig yrði að þjálfa húðina til að þola kuldann en það væri einungis hægt með því að venja hana við kulda. Smátt og smátt lærðist húðinni að draga blóð úr ysta laginu og einangra þannig líkamann. „Svo virðist vera gott að vera með lag utan á sér, smávegis ein- angrun,“ sagði hún. Viktoría sagði sjósund bæði skemmtilegt og spennandi. „Þegar maður er kominn ofan í sjóinn er þetta svo mikið frelsi. Að fara aftur í sundlaug er eins og að vera hamstur í hjóli,“ sagði hún. Þarf að þjálfa húðina fyrir sjósund Líkamshiti Heimis Arnar Sveinssonar var um 30°C þegar honum var bjargað Hríðskalf af kulda í úfnum sjónum Ljósmynd/Stefán Þeir Hálfdán Örnólfsson og Heimir Örn Sveins- son æfðu sig þrívegis í sjósundi í Nauthólsvíkinni og er þessi mynd tekin fyrir eina slíka æfingu. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÖKUMAÐUR á átjánda ári velti bíl sínum á Eyjafjarðarbraut vestri við bæinn Saurbæ í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Skammt er liðið síðan hann fékk ökuréttindi sín. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur með sjúkrabíl á FSA. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Bíllinn er gjörónýtur. Ungur og ölvaður velti bíl sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.