Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Mikil eftirspurn hefur verið eftir vinnu-afli nemenda á framhalds- og há-skólastigi hjá Stúdentamiðlun Fé-lagsstofnunar stúdenta í sumar. Rósa Guðný Þórsdóttir, verkefnisstjóri, hvetur atvinnu- lausa nema til að skrá sig á vef miðlunarinnar www.studentamidlun.is. Enn sé töluvert framboð af störfum á gagnvirkum vef miðlunarinnar. Hvernig virkar vefurinn? „Nemendum stendur til boða að skrá atvinnu- umsókn ókeypis á vefnum. Fyrirtæki kaupa sér svo aðgang að gagnagrunninum til að leita að heppilegu starfsfólki. Fyrirtæki og stofnanir hafa lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið og eft- irspurnin eftir vinnuafli nemanna hefur verið mjög mikil í sumar.“ Er meiri eftirspurn eftir einum hópi nemenda heldur en öðrum? „Mikið hefur verið leitað eftir nemendum til að sinna bókhaldi. Ég held að ekki einn einasti við- skiptafræðinemi sé enn eftir á skrá hjá miðluninni. Hið sama er að segja um verkfræðinema. Þá er mikil eftirspurn eftir fólki í aðhlynningu, verka- mannastörf og ferðaþjónustu. Sumarið í sumar hefur verið algjört metár hjá okkur miðað við und- anfarin ár.“ Hversu margir hafa fengið vinnu? „Ég veit að við vorum með á bilinu 300 til 400 um- sóknir á skrá þegar mest var í maí. Þótt einhverjir séu enn á skrá eru margir þeirra eflaust búnir að fá vinnu. Umsóknirnar detta út af skrá sjálfkrafa 30 dögum eftir að þær eru settar inn á vefinn.“ Hvaða störf vantar helst í um þessar mundir? „Þörfin er mest í mötuneytum og hvers konar aðhlynningu. Svo sé ég að enn vantar fólk í skrif- stofustörf, sölustörf og þarna er auglýst eftir stuðningsfulltrúa,“ les Rósa Guðný af vefnum. „Núna er verið að auglýsa eftir fólki í ein 18 störf sem er harla gott á þessum tíma. Auk þess sem mörg fyrirtæki auglýsa ekki heldur leita í gagna- grunninum á vefnum.“ Eru strákar jafn móttækilegir fyrir aðhlynning- arstörfum og stelpur? „Nemarnir krossa við hvers konar störf þeir geta hugsað sér að vinna. Rétt eins og stelpurnar krossa margir strákanna við aðhlynningarstörf.“ Eru nemendur aðallega að leita eftir reynslu á framtíðarstarfsvettvangi sínum? „Margir hafa áhuga á því að kynnast betur framtíðarstarfsvettvangi sínum. Aðrir vilja kynn- ast einhverju allt öðru eða þrá jafnvel að vera úti undir berum himni, t.d. í garðvinnu eða einhverju slíku. Sumir vilja vinna úti á landi en þeir eru í minnihluta. Ég veit að mörg ferðaþjónustu- fyrirtæki úti á landi eiga í erfiðleikum með að fá starfsfólk.“ Atvinna | Stúdentamiðlun Félagsstofnunar stúdenta Metár í vinnumiðlun  Rósa Guðný Þórs- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1958. Hún út- skrifaðist úr Leiklistar- skóla Íslands árið 1985 og starfaði lengi vel við leiklist í fullu starfi. Nú sinnir hún leiklistinni jöfnum höndum með starfi sínu hjá Stúd- entamiðluninni. Rósa Guðný hóf störf hjá Stúdentamiðluninni í febrúar árið 2004. Hún er í sambúð, á eina uppkomna dóttur og eitt barnabarn. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 O-O 6. Be3 a6 7. e5 Rg4 8. De2 Rxe3 9. Dxe3 d5 10. h4 Bg4 11. Rh2 Be6 12. O-O-O Dc8 13. h5 Hd8 14. Rf3 b6 15. hxg6 hxg6 16. Bd3 c5 17. Hh4 Rc6 18. Hdh1 Bg4 19. f5 Bxf3 Staðan kom upp á opnu móti sem lauk fyrir skömmu í Minneapolis í Bandaríkjunum. David Howell (2416) hafði hvítt gegn Dimitry Kishinevsky. 20. Hh7! Bh5 20... cxd4 hefði verið svarað með 21. Hxg7+ og hvítur mát- ar. 21. H1xh5! gxh5 22. Dg5 Kf8 22...Kxh7 hefði verið svarað með 23. f6+ og hvítur mátar. 23. f6 Bxf6 24. Dxh5 Bg5+ 25. Dxg5 Ke8 26. Bf5 og svartur gafst upp þar sem eftir 26...e6 27. Dg8+ Kd7 28. Dxf7 hefur hvítur gjörunnið tafl. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hafnargarðar NÚ ERU hafnargarðarnir hættir að hrynja, þökk sé nýrri gerð garðs sem kallaður er „bermugarður“, á erlendu máli „berm breakwater“. Orðið „berm“ er hið sama og ís- lenska orðið barmur eða bakki og þá t.d. hallandi bakki á skipaskurði. Væri þá ágætt að kalla þessa gerð af garði bara bakkagarð, en það var einmitt á Bakkafirði sem fyrsti bakkagarðurinn var gerður, hér á landi, á árunum 1981–83. Þekkingin barst hingað frá Kanada vegna fyrirhugaðrar hafnargerðar í Helguvík. Forsagan er að á Kodiak ey við Alaska þurfti að framlengja flugbraut út í sjó. Ekki var þarna á eynni til nógu stór krani til þess að hífa stóra steina út í hefðbundna brimvörn. Einhverjum datt þá í hug að búa til þykka fyllingu, úr ekki mjög stóru grjóti, sem jarðýta gæti rutt út. Fram að þessu var hafn- argarðagerð þannig að fyrst var gerður garður úr smæsta efninu úr grjótnáminu, þar utan á var sett s.k. milligrjót þar sem þyngd stein- anna var u.þ.b. tíundi hluti af stein- unum í brimvörninni sem sett var yst. Galli þessara garða var hversu lítið vatn rúmaðist í holrúminu milli steinanna. Öldurnar óðu upp garðana, sumar ultu yfir og rufu þá að innan, aðrar komust ekki yfir og aðdráttarafl jarðarinnar dró þær niður framhliðina, sama aðdrátt- arafl togaði svo í steinana sem gátu losnað ef öldurnar voru nógu stór- ar. Bakkagarðurinn er þannig að fyrst er gerður garður úr smæsta efninu úr grjótnáminu, framan við hann er gerður bakki úr stærsta efninu, breidd bakkans er höfð það mikil að vatnsmagn u.þ.b. einnar öldu rúmist í holrúminu milli stein- anna, eða u.þ.b. tvöfalt dýpið ef grunnbrot er. Í stað þess að æða upp framhliðina eins og gerðist áð- ur gengur aldan nú inn í grjótfyll- inguna þar sem hreyfiorka bundin í vatninu jafnast út vegna núnings við grjótið. Nýlega var haldin hér á landi ráðstefna strandverkfræðinga, í fréttum af ráðstefnunni sagt frá Íslensku útgáfunni af bakkagarð- inum sem þykir fremri öðrum. Þessi íslenska útgáfa hefir valdið þeim er þetta ritar nokkrum heila- brotum, helst hefir hann komist að því að farið sé að setja grjótið í lög svona eins og í tertu, með þessu er eiginlega komin skýring á hruni gömlu garðanna, það er voða erfitt að setja randalínu upp á rönd. Gestur Gunnarsson, tæknifræðingur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ ER trúlega heldur fátítt að vara þurfi maraþon- hlaupara við mögulegum heimsóknum ísbjarna. Sú var þó raunin þegar nyrsta maraþon veraldar var hlaupið á dögunum. Maraþonið, sem tekur heilan sólarhring, fór fram í Spitsbergen sem er á Svalbarða þar sem sólin sest ekki allan sólarhringinn á þessum tíma árs. Varúð, ísbirnir! Reuters Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist alla mánudaga kl. 14. Boccia kl. 10. Vinnustofan opin alla daga. Ath. bókabíllinn kl. 13.30–14.00. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13– 16 brids, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Moggi, rabb og kaffi kl 9. Ganga kl. 9.30 Félagsvist kl 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gull- smára kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi er spilasalur opinn. Allar upplýs- ingar á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun og opin vinnustofa, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 há- degismatur, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–10. Böðun virka daga fyrir hádegi. Há- degisverður. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum. Betri stofa og Listasmiðja 9–16: Frjáls handavinna. Félagsvist kl. 13.30. Landsbankinn 6. og 20. júní kl. 10–10.30. Dagblöðin liggja frammi. Hádegismatur og síðdegiskaffi. Hárgreiðslustofa 568 3139. Dag- blöðin liggja frami. Nánari upp- lýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 opin fótaað- gerðastofa, kl 9 smíði, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11– 12 leikfimi (júní–júlí). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9.30 til 16.00, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, frjáls spilamennska kl. 13.00. Kirkjustarf Krossinn | Leiklistaræfing kl 18.30. Markviss leiklistar- og tjáning- arþjálfun í umsjón Tinnu Ágústs- dóttur. HOLLENSK prinsessa kom í heim- inn í gær. Willem-Alexander krón- prins Hollands eignaðist þá dóttur með eiginkonu sinni Maximu prins- essu, sem fæddi barnið á Bronovo- spítalanum í Haag. Stúlkan nýfædda er nú þriðja í röðinni, á eftir föður sínum og syst- ur sinni Catharinu-Amaliu, til að erfa hollensku krúnuna. Hjónin hafa enn ekki gefið henni nafn. Hollensk prinsessa í heiminn mbl.is smáauglýsingar MÁLVERK eftir írska listmál- arann Francis Bacon seldist á fimmtudaginn fyrir hærri upphæð en nokkru sinni áður hefur verið greidd fyrir verk eftir Bacon. Verkið, sem Bacon málaði af einum af elskhugum sínum George Dyer og nefnist „George Dyer horfir í spegil“, var boðið upp hjá Christie’s í Lundúnum. Það var slegið á 4.9 milljónir punda, eða tæpar 585 milljónir króna, sem er mun hærri upphæð en búist hafði verið við að yrði greidd fyrir það. Kaupandi verksins er einkasafnari frá Evrópu, að því vefútgáfa BBC- fréttastofunnar greinir frá. Bacon afhjúpaði verkið árið 1967 en hann og smáglæpamað- urinn Dyer hófu ástarsamband 1964 sem stóð til 1971 þegar Dyer framdi sjálfsmorð sama kvöld og stór yfirlitssýning með verkum Bacons var opnuð í Grand Palais í París. „George Dyer horfir í spegil.“ Verk eftir Bacon selt fyrir metfé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.