Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR S-TILLAGAN svonefnda um deili- skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar hlaut meirihluta atkvæða í íbúakosningu á Sel- tjarnarnesi á laugardag. S-tillagan fékk 944 atkvæði eða 55,15% gildra atkvæða og H-tillagan fékk 768 atkvæði eða 44,85% gildra at- kvæða. Auðir seðlar og ógildir voru 15. Alls 3.314 íbúar voru á kjörskrá og greiddu 1.727 þeirra atkvæði eða 52,05%. Niðurstaðan er bindandi. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segir kosninguna tímamót fyrir Seltirn- inga; með henni fáist niðurstaða í mál sem hafi brunnið á bæjarbúum allt frá byrjun tíunda áratugarins. Hann segir niðurstöðuna jafnframt afgerandi; með henni séu yfirvöld komin með skýrar línur og gott umboð frá bæjarbúum til að vinna verkið áfram. Hann telur sömuleið- is að með kosningunni hafi verið brotið ákveðið blað í skipulags- málum á landsvísu, þar sem bæj- arstjórn hafi borið tvo skilgreinda kosti undir bæjarbúa, sem þeir gátu kosið um. S-tillagan, sú sem varð fyrir val- inu, gerir ráð fyrir því að íþrótta- völlur verði áfram á Suðurströnd og að eingöngu verði byggt á Hrólfsskálamelnum. H-tillagan, sú sem laut í lægra haldi, gerir hins vegar ráð fyrir gervigrasvelli á Hrólfsskálamel og að byggt verði nokkuð á Hrólfsskálamel og Suð- urströnd, þar sem nú er íþrótta- völlur. Jónmundur á von á því að skipu- lags- og mannvirkjanefnd bæjarins hittist í vikunni til að setja hug- myndirnar í formlegt ferli, með þeim breytingum sem til þurfi. „Ég á ekki von á öðru en að það ferli gangi allt snurðulaust og vel fyrir sig. Við gætum jafnvel náð að hefja einhverjar framkvæmdir, í það minnsta við knattspyrnuvöll- inn, með haustinu.“ Hann segir þó erfitt að segja til um það hvenær knattspyrnuvöllurinn gæti orðið tilbúinn. Aðspurður segist hann nokkuð ánægður með kosningaþátttökuna. „Um 52% þátttaka er vel við- unandi,“ segir hann. „Ég held að niðurstaðan sé afgerandi, þó það sé ekki nema tíu prósentustiga munur á bakvið hvora tillögu um sig, sem sýnir hversu málið er tví- skipt í hugum bæjarbúa. Ég held að niðurstaðan sé traustur grunnur undir næstu skref sem bæjarstjórn þarf að taka í málinu.“ Áfram verði haft virkt samráð Guðrún Helga Brynleifsdóttir, oddviti Neslistans, segist fagna því að niðurstaða sé komin í skipulags- mál á Nesinu. „Við fögnum nið- urstöðunni í skipulagsmálunum eft- ir fimmtán ára vandræðagang hjá meirihluta sjálfstæðismanna á Nesinu.“ Hún bendir á og gagn- rýnir um leið að sextíu milljónum króna hafi verið varið í deiliskipu- lagstillögur á Hrólfsskálamel og Suðurströnd á þessu kjörtímabili. „Og það er varlega áætlað,“ segir hún. „Við viljum líka vekja athygli á því að vinnu við aðalskipulag hefur ekkert verið sinnt. Það er mjög al- varlegt. Þá teljum við mikilvægt að áfram verði haft virkt samráð við íbúa um skipulagsmál á Nesinu.“ Aðspurð segist hún telja nið- urstöðuna afgerandi og kosn- ingaþátttökuna góða, í ljósi þess hve margir séu í sumarfríi á þess- um árstíma. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri um niðurstöðu kosninga á Seltjarnarnesi Gott umboð frá bæjarbúum til að vinna verkið áfram Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur þegar minnismerki um íslenska landnema í Utah í Bandaríkjunum var af- hjúpað í gær. Við athöfnina minntist Gordon B. Hinkley, forseti Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, þeirra Íslendinga sem námu land í fylkinu fyrir 150 árum síðan. Minnismerkið er endurgerð af vita og marmaraplata sem á eru letruð nöfn þeirra 410 einstaklinga sem lögðu upp í för frá Ís- landi áleiðis til Bandaríkjanna. Bandaríska dagblaðið Desert News greinir frá því að fyrstu Íslendingarnir hafi skírst til mormónatrúar í lítilli tjörn í fjörunni í Vest- mannaeyjum árið 1851. Steinn úr tjörninni var notaður í minnismerkið sem byrjað var að byggja árið 1936. Það var hins vegar ekki vígt fyrr en í gær. Þá greinir dagblaðið frá því að þegar ís- lensku landnemarnir komu til Utah hafi þeir sameinast um búsetu með öðrum innflytj- endum frá Evrópu. Ólíkt þeim hafi Íslending- arnir hins vegar haldið fast í arfleifð sína. Hafi þeir varðveitt hana allt fram á þennan dag. Dagblaðið greinir frá því að fyrr um daginn hafi Ólafur Ragnar átt morgunverðarfund með starfsliði og erlendum nemendum við rík- isháskólann í Utah. Ræddi hann um þróun efnahagsmála á Íslandi. Minnismerki um landnema í Utah BJARNI Torfi Álfþórsson, formað- ur Íþróttafélagsins Gróttu, segist að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu kosn- inganna á Seltjarnarnesinu. Hann studdi H-tillöguna. „Niðurstaðan er þó ákveðin von- brigði fyrir mig, sem forystumanns íþróttahreyfingarinnar á Seltjarn- arnesinu,“ segir hann og heldur áfram. „Formenn og stjórnarmenn allra deilda innan Gróttu skoðuðu málið frá öllum hliðum og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga H væri félaginu fyrir bestu til lengri tíma litið, en aðrir sjálfskipaðir sér- fræðingar íþróttamála hvöttu fólk til að kjósa annað og vísuðu til metnaðarleysis forystumanna í íþróttafélaginu.“ Bjarni, sem einnig er fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Sel- tjarnarness, segir að nú verði unnið út frá tillögu S og „þeim miklu hug- myndum sem fylgismenn þeirrar tillögu hafa um glæsilegan knatt- spyrnuvöll með stúkubyggingu,“ segir hann. Hann bætir því við að forystumenn íþróttahreyfing- arinnar á Nesinu vilji að sjálfsögðu að slíkur völlur verði byggður sem allra fyrst. Hann telur að boðað verði til aukafundar hjá bæjar- stjórn á næstu vikum, svo hægt verði að setja málið strax í farveg. Bjarni var á Shell-móti í Vest- mannaeyjum, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Hann var stoltur af árangri félagsins á mótinu og sagði: „Sjötti flokkur fé- lagsins náði einum besta árangri sem náðst hefur í sögu knatt- spyrnudeildarinnar. Við erum í topp fjögur í a-, b- og d-liðum. Þá voru þeir valdir prúðasta liðið.“ Ákveðin vonbrigði STEFÁN Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, kveðst undrandi á viðbrögðum mennta- málaráðherra við ítrekun mennta- ráðs um að það fái að koma að end- urskoðun grunnskólalaganna. Haft var eftir Þorgerði K. Gunnarsdótt- ur í Morgunblaðinu á laugardag að ítrekun ráðsins væri makalaust upphlaup og tækifærismennska. Stefán Jón segir að ráðherra sé með þessum viðbrögðum sínum að fara ofan í pólitískan sandkassa í stað þess að svara erindi mennta- ráðs með málefnalegum hætti. Stefán Jón segir að í u.þ.b. sjö mánaða gömlu erindi ráðuneytisins til menntaráðs hafi komið fram að í ráðuneytinu lægju fyrir drög að frumvarpi til breytinga á grunn- skólalögum. Í erindinu hefði verið tekið fram að frumvarpið yrði kynnt fljótlega og að viðræður yrðu teknar upp við fræðsluráð Reykja- víkur, nú menntaráð, yrði þess ósk- að. „Bókun okkar í fyrri viku gerið ekkert nema minna kurteislega á þetta,“ segir Stefán Jón. Hann segir að menntaráði hafi reyndar komið á óvart á sínum tíma að í ráðuneytinu væru tilbúin drög að nýju grunnskólalagafrum- varpi. Hann segir ennfremur að ekki sé rétt, sem ráðherra haldi fram, að endurskoðun laganna hafi farið fram í fullu samráði við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. „Samband sveitarfélaga hefur ekki átt neina formlega aðild að þeirri vinnu,“ segir hann. „Lög- maður þess hefur verið áheyrnar- fulltrúi á fund- um sérfræð- inga ráðu- neytisins en ekki borið neina formlega ábyrgð á þeirri vinnu.“ Þá hafi þetta mál ekki komið inn á borð stjórnar. Ráðherra velti því fyrir sér í samtali við Morgunblaðið um helgina hvort ósk menntaráðs um aðkomu að frumvarpinu væri til marks um að það væri stefna borg- aryfirvalda að slíta samstarfinu innan Sambands íslenskra sveitar- félaga. Stefán Jón segir, þegar hann er spurður út í þetta, að fræðsluráð hafi látið gera mjög ít- arlega skýrslu um endurskoðun grunnskólalaganna. Þar með hafi ráðið sýnt ákveðið frumkvæði í málinu. Það hafi því viljað ræða við ráðuneytið um þá skýrslu. „Auk þess er Reykjavíkurborg með einn þriðja af allri grunnskóla- þjónustu í landinu,“ segir hann, „við eigum því mikilla hagsmuna að gæta“. Þá minnir hann á að ráðu- neytið hefði, fyrir sjö mánuðum, boðist til að ræða við borgina um grunnskólalögin. „Mér finnst að ráðherra eigi því að ræða málið efnislega en ekki með pólitískum slagorðum, sem engu skipta um mikilvægi málsins.“ Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur Undrast viðbrögð ráðherra við kurteislegri ítrekun Stefán Jón Hafstein „BÆJARBÚAR höfðu sigur í bar- áttu sinni [í skipulagsmálum], sem staðið hefur yfir í alllangan tíma, ég fagna því,“ segir Halldór Þór Hall- dórsson, íbúi á Seltjarnarnesi, um niðurstöðu kosninganna um deili- skipulag á Seltjarnarnesi. Halldór Þór studdi svonefnda S-tillögu, en hún hlaut 55,15% gildra atkvæða. Ólafur Egilsson, sem einnig studdi S-tillöguna, vonast til þess að nú taki við nýtt tímabil samstöðu í skipu- lagsmálum á Seltjarnarnesi. Halldór og Ólafur benda á að S-tillagan hafi ekki verið nema fimm daga gömul þegar starfi rýnihópsins um skipulagsmál lauk í vor. Tillagan hefði því þurft að fá ítarlegri vinnslu. Til að mynda hefði ekki ver- ið sinnt óskum fulltrúa Áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi í rýnihópnum um að tekið yrði meira tillit til íbúa fjölbýlishúsanna við Austurströnd. Þetta þurfi að lag- færa, segja þeir, og haga byggingu meðfram Nesvegi öðruvísi. „Tvö atriði eru bindandi eftir kosninguna; staðsetning knatt- spyrnuvallarins og hámarksbygg- ingarmagn [á Hrólfsskálamel]. Önn- ur atriði eru háð frekari útfærslu,“ segir Ólafur. „Við þurfum sem allra fyrst að fá botn í það hvar verslun og þjónustu á Nesinu verði best fyrir komið. Vonandi verður hún sem mest á Eiðistorgi, en brýnt er að fá á hreint hvort og þá hve mikið rými þarf að ætla henni annars staðar miðsvæðis í bænum,“ bætir hann við. Halldór tekur í sama streng. Hann leggur m.a. áherslu á að nú þurfi að vinna að aðalskipulaginu, svo hægt verði að fá fulla yfirsýn yfir skipu- lagsmálin, þ.m.t. staðsetningu þeirr- ar verslunar og þjónustu sem Sel- tirningar vilji hafa nálægt sér. Þeir nefna fleiri atriði sem nú þurfi að útfæra, og séu mikilvæg. „Við álítum rétt og eðlilega tillits- semi við eldri bæjarbúa að halda opnu svæði fyrir framan húsnæði aldraðra, ofan við Melinn, svo útsýni verði gott,“ segir Ólafur. Þá tekur Halldór fram að hann hafi lagt til að skólalóð barnaskólans yrði stækkuð, svo hægt yrði að koma þar fyrir sparkvelli með gervigrasi. Hann hafi ítrekað komið því á fram- færi í rýnihópnum. Hann segir auk þess að í S-tillögunni sé ekki tekið nægilega mikið tillit til íbúa við Austurströnd og Nesveg. Hann seg- ist m.ö.o. taka undir þau sjónarmið þeirra að byggðin þar sé of háreist og umferðarþunginn of mikill. Úr því þurfi að bæta. „Eftir að búið er að staðfesta á ný – og nú endanlega – framtíðar- staðsetningu íþróttasvæðisins á Nes- inu þarf að gera gangskör í því að undirbúa og síðan ráðast af krafti í langþráðar framkvæmdir við gervi- grasvöll svo og alhliða eflingu að- stöðunnar til útiíþrótta í takti við fjárráð bæjarins, sem góðu heilli hefur lengið verið vel rekinn,“ segir Ólafur. Aðspurður telur Ólafur að kosn- ingaþátttakan hafi verið betri en bú- ast mátti við, en hún var 52,05%. „Hún verður að teljast býsna góð og mikilsvert að meirihluti íbúa skyldi taka þátt. Að sjálfsögðu verður þó að gera ráð fyrir því að það hafi haft letjandi áhrif á kosningaþátttökuna að meðal allmargra íbúa Seltjarn- arness var óánægja með báðar til- lögurnar. En orsök þess var ekki síst sú að starfi rýnihópsins var slitið fyrr en skyldi þrátt fyrir mótmæli. Auk þess er nú komið fram á sumar og margir í sumarfríi.“ Þeir Halldór og Ólafur telja að forystufólk í Gróttu, íþróttafélagi bæjarins, verði fljótt að fella sig við niðurstöðuna og muni fagna henni síðar. Þeir segja að burtséð frá létt- vægari atriðum bæti hún aðstöðuna til íþróttaiðkana í heild meira en H-tillagan hefði gert. „Bæjarbúar höfðu sigur í baráttu sinni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.