Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ketill Högna-son fæddist í Reykjavík 20. maí 1944. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru Högni Helgason, fulltrúi hjá Raf- magnsveitum rík- isins í Reykjavík, f. 26. sept. 1916, d. 14. apríl 1990, og Kristín Halldórs- dóttir, verslunar- maður í Reykja- vík, f. 3. júlí 1920. Systkini Ketils eru: Guðrún, f. 18. des. 1941, d. 21. nóv. 1969; Hildur, f. 9.des. 1946; og Haukur, f. 1. ágúst 1950. Hinn 26. des. 1964 kvæntist Ketill Hildigunni Davíðsdóttur, f. á Bergsstöðum í Aðaldal í S-Þing. 27. jan. 1943. Foreldrar hennar voru Davíð Áskelsson kennari, f. 10. apríl 1919, d. 14. júlí 1979, og Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 7. nóv 1918, d. 30. nóv. 1972. Börn Ketils og Hildigunnar eru: 1) Helgi, húsasmiður, f. 27. maí 1965, kvæntur Guðrúnu Jó- hönnu Sveinsdóttur, f. 5. sept. 1966. Þeirra börn eru a) Katla Dóra, f. 24. mars 1993. b) Hildi- gunnur, f. 10. júní 2005. Fyrir átti Helgi soninn Arnar Frey, f. 30. mars 1987. Barnsmóðir Auð- ur Sigurjóna Jónasdóttir. 2) Dav- íð, íþróttakennari og húsgagna- smiður, f. 14. des. 1969, kvæntur Drífu Lind Gunnarsdóttur, f. 12. júní 1969. Börn þeirra: a) Hildur, f. 7. mars 1997. b) Kjartan, f. 7. júní 1999. 3) Guðbjörg, sjón- tækjafræðingur, f. 8. apríl 1973, gift Mikael Svend Sigursteinssyni, f. 16. jan. 1970. Börn þeirra: a) Helena, f. 20. nóv. 1995. b) Krist- ján, f. 28. febr. 2001. Ketill lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1964, varð cand.odont. frá Háskóla Íslands 1972 og stundaði framhaldsnám í tann- réttingum við Óslóar- háskóla 1982–1984. Ketill starfaði sem tannlæknir í Reykjavík til 1973, bjó á Ísafirði 1973–1975 og rak tannlæknastofu, og á Selfossi frá 1975–1982. Hann var aðstoðar- kennari við Óslóarháskóla, Det Odontologiske fakultet, veturinn 1983–1984 og stundakennari í tannréttingum við tannlækna- deild Háskóla Íslands veturinn 1986–1987. Hann starfaði við tannréttingar í Reykjavík frá 1984 og rak eigin stofu þar frá mars 1986 til dauðadags. Hann starfaði jafnframt reglulega á tannlækningastofunni á Egils- stöðum frá 1991 til 2002. Ketill gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum; Hann var rit- stjóri Harðjaxls 1969, formaður stjórnar Félags íslenskra tann- læknanema 1970, í stjórn Félags sérmenntaðra tannlækna frá 1990. Hann var félagi í Lions- klúbbum á Ísafirði, Selfossi og í Kópavogi og formaður Samkórs Kópavogs 1998–2000. Útför Ketils Högnasonar verð- ur gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, er setning sem maður hefur oft heyrt og aldrei lagt neinn sérstakan skilning í hvað þýðir, en núna fyrst skilur maður almennilega hvað hún þýðir í raun og veru. Það að þú hafir þurft að kveðja þennan heim svo skyndilega og svo miklu fyrr en maður hafði reiknað með er eitthvað sem ég á aldrei eftir að sætta mig við. Þegar maður horfir um öxl og hugsar til baka þá eru margar góðar minningar sem koma upp í kollinn, til dæmis öll skiptin sem þú komst til þess að hjálpa okkur bræðrunum að byggja og maður þurfti nánast að reka þig heim á kvöldin því þú vildir bara halda áfram af því að veðrið var svo gott og þér fannst þetta svo spennandi og gaman, eða þær stund- ir sem við áttum saman þegar við fórum að veiða bæði uppi á Arnar- vatnsheiði og uppi í veiðivötnum. Veiðiskapurinn var kannski ekki að- alatriðið hjá þér heldur það að vera úti í náttúrunni og það að geta verið saman. Ferðin sem við fórum í fyrra- sumar þú, ég, Davíð bróðir, Mikael mágur og Haukur bróðir þinn er eitt- hvað sem ég á aldrei eftir að gleyma. Eins öll skiptin sem fjölskyldan var saman komin í bústaðnum, þar sem þið mamma reynduð að vera eins oft og þið gátuð. Þar var þín paradís og þar leið þér alltaf best, að ganga um landið þitt og skoða trén sem þið mamma höfðuð sett niður hundruð- um ef ekki þúsundum saman, fylgj- ast með þessu stækka ár frá ári og njóta þess að finna friðinn þarna uppfrá. Minningarnar eru margar og þær eru eitthvað sem ég mun geyma og varðveita í hjarta mínu um aldur og ævi. Það verður ekki eins að vera til í þessum heimi eftir að þú ert farinn og ég bið guð um að veita öllum þeim sem þig syrgja styrk til þess að tak- ast á við þessa miklu sorg. Ég kveð þig, pabbi minn, með þessum fátæklegu orðum Ég elska þig, pabbi. Þinn sonur Helgi. Elsku Ketill, þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir og erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér með stríðnissvip og bros í augunum, því alltaf var stutt í stríðnina og hlát- urinn. Þú hefur alltaf staðið við hlið okkar í einu og öllu og hefur það ver- ið okkur ómetanlegt og ekki síst fyrir Hildi og Kjartan sem elska þig svo heitt. Við höfum átt margar góðar stundir saman í gegnum árin en þær stundir sem við höfum átt uppi í sum- arbústað finnst mér standa upp úr. Það var ótrúlegt að fylgjast með þér uppi í bústað og sjá hversu mikla al- úð þú lagðir í að rækta landið og byggja upp stað fyrir okkur öll þar sem okkur gæti öllum liðið vel sam- an. Það voru ófá skiptin sem ég horfði á eftir þér þar sem þú gekkst með krökkunum hönd í hönd um landið og sýndir þeim hvar fuglarnir höfðu búið til hreiður eða fræddir þau um lífið og tilveruna. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á þau, taka þau í fangið, strjúka þeim um bakið eða bara halda í hendina á þeim og hefur það gefið þeim minningu um góðan afa og „hjartsaman“ eins og Hildur hefur orðað það. Elsku Ketill, takk fyrir allan stuðninginn, þann styrk og þá hlýju sem þú hefur gefið okkur. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir, Drífa. Elsku afi Ketill, við söknum þín svo mikið, okkur þykir svo óendan- lega vænt um þig og elskum þig svo heitt. Við biðjum góðan guð að gæta þín og hugsa vel um þig. Við vitum að þú munt halda áfram að passa okkur og vera hjá okkur og hjálpar það okkur að sjá ljósið í myrkrinu. Við kveðjum þig með þessu ljóði, sem langafi Davíð samdi og heitir „Við leiði afa míns“. Ég spyr þig, heimur, hvert er takmark þitt? Og hvaða tilgang áttu, jarðarbarn? Er lífið aðeins leit að gleym-mér-ei á leiðið mitt? Er lífið aðeins lítið kertisskar, er lýsir skammt og slokknar allt of fljótt? Vor fyrirheit: tár, og athvarf: opin gröf? – – Nei, ekkert svar. Ef þetta líf er bara blekking tóm, bára við strönd, sem laus við takmark deyr, skilurðu þá, þú skelfda jarðarbarn, þinn skapadóm? Var þá í blindni unnið afrek hvert, sem áður virtist spor á þroskabraut? Er allt vort lífsstríð unnið fyrir gýg og einskisvert? – – Nei, minningin um löngu drýgða dáð í draumi um nýja framtíð markar spor. Og hvert þitt verk mun vitna um lífsins rök, ef vel er gáð. Ég kveð þig, afi minn, og þakka þér, að þennan arf og skoðun gafstu mér. Þín barnabörn, Arnar Freyr, Katla Dóra, Helena, Hildur, Kjartan, Kristján og Hildigunnur. Skarð er höggvið í hóp samhentrar fjölskyldu. Heimilisfaðirinn Ketill Högnason er kallaður burt í blóma lífsins. Kynni okkar systra og mága ná lengra en samband þeirra hjóna, því Ketill og Haraldur voru bekkjar- bræður og skátabræður frá barns- aldri. Kynnin endurnýjuðust er þeir „bræður“ hófu að gera hosur sínar grænar fyrir væntanlegum eiginkon- um og systrum, Ásrúnu og Hildi- gunni, sem bjuggu á Kópavogsbraut- inni. Í fyllingu tímans blómstruðu þau kynni með brúðkaupum, og nokkrum árum síðar bað Norðmað- urinn Ívar litlu systur, Kristínar. Ketill reyndist börnum þeirra, Ró- berti og Malín, ætíð einstakur frændi. Í þau fjörutíu ár sem fjölskyldur okkar hafa átt samleið höfum við átt óteljandi gleðistundir saman og að- eins fáar sorgarstundir; við lát syst- ur og föður Ketils og lát foreldra okkar systra, en þeim reyndist Ketill sem besti sonur. Þau Ketill og Hildi- gunnur hafa verið einstaklega sam- hent, unnið saman við tannlækning- ar, verið í leikfélögum og staðið á leiksviði saman, sungið saman í kór og bæði skapað listaverk úr tré og gleri. Þau reistu saman sumarhús í Fossholti, sem átti hug Ketils allan, störfuðu saman að ræktun og breyttu og bættu heimili og garð í Melgerðinu. Þau ferðuðust saman, og er skemmst að minnast samveru okkar er húsbíllinn var vígður í ferð á ættarmót okkar systra norður í Að- aldal sl. sumar. Við höfum haldið saman jól, nær ár hvert, ýmist á Ís- landi eða í Noregi og sérlega minn- isstæð eru jólin í Noregi, þar sem Ketill var við framhaldsnám í Ósló í tvö ár. Þar létu þau tannlæknahjónin sig ekki muna um að drýgja fram- færslulífeyri fjölskyldunnar með vinnu við þrif. Við höfum verið sam- an um fjölmörg áramót og dansað saman á Óperuballinu ár hvert og ljúfar eru minningarnar frá sam- verustund á Kanaríeyjum, aðeins nokkrum dögum áður en sjúkdómur sá, er dró Ketil til dauða á tveimur mánuðum, var greindur. Ketill hefur verið börnum og barnabörnum einstök hjálparhella og vinur. Þau eru ófá handtökin sem hann hefur átt við uppbyggingu heimila þeirra. Hann var barnabörn- unum hlýr og hjálpsamur afi, enda hændust þau mjög að honum. Ómet- anlegt var að honum hlotnaðist að halda Hildigunni Helgadóttur ný- fæddri í faðmi sér, hún fæddist að- eins tíu dögum fyrir andlát hans. Við kveðjum vin, mág og svila með miklum trega og þökkum fyrir að eiga svo ómetanlegar minningar um samverustundir. „Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var“. Hildu systur, börnum, barnabörn- um, móður og systkinum færum við samúðarkveðjur á þessari sorgar- stundu, en minning um góðan vin mun lifa. Ásrún og Kristín Davíðs- dætur, Haraldur Frið- riksson og Ívar Ramberg. Glaðr ok reifr skyldi gumna hverr, unz sinn bíðr bana Þessi orð Hávamála eiga vel við snaran þátt í lífi Ketils Högnasonar. Flestum hygg ég hafi getist vel að græskulausri glettni hans, en oft leyndist alvara að baki. Sterk rétt- lætiskennd og hjálpsemi hans er mér hugstæð. Ógleymanlegar eru hátíð- ar- og gleðistundir á heimili þeirra Hildigunnar bróðurdóttur minnar þar sem húsbóndinn lék á als oddi og „kláravín, feiti og mergur með“ voru til rétta veitt. Að loknum ströngum degi á stofu voru þau vinnufélagarnir samhent í að sinna sameiginlegum hugðarefn- um, svo sem kórsöng, glerlist, út- skurði og trjárækt, enda margt til lista lagt. Eflaust hafa þau vænst þess að geta helgað sig slíkum áhugamálum eftir að stofan hafði verið seld og þau hættu starfseminni þar fyrr á þessu ári. En „Völt er veraldar blíða“ eins og Davíð, tengdafaðir Ketils, nefndi ljóðabók sína. Vágestur sem fá boð gerði á undan sér og engin grið gaf, lagði Ketil að velli á örskömmum tíma án þess að nokkur fengi rönd við reist, á 62. aldursári. Votta ég bróðurdóttur minni og afkomendum þeirra Ketils og öllu skylduliði og tengdafólki dýpstu samúð mína og hluttekningu í sorg þeirra. Við sem eftir lifum erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með Katli um stund. En hvort heldur okkur þykja orð Hómers um að hinir ódauðlegu guðir muni „flytja sig til hins Elysiska vallar“ við hæfi eða við tökum undir inngangsorð hinnar ís- lensku Hómilíubókar um að „Fögn- uður verður þessa heims sá hæstur, er góður maður fagnar engla til- kvomu á dauðastund sinni“, er víst að minningin lifir um góðan dreng. Heimir Áskelsson. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum frænda míns Ketils Högnasonar, sem lést 19. júní, um- vafinn eiginkonu og börnum. Ég kveð Ketil með sárum trega og harm í hjarta eftir áralöng kynni. Eitt er víst að líf sem kviknar, mun síðar deyja. Að skrifa minningargrein um Ketil núna, er eitt af því sem ég átti alls ekki von á fyrir nokkrum mán- uðum. Mér brá mikið þegar Hildigunnur, eiginkona Ketils, hringdi í mig 15. apríl sl. og sagði mér að Ketill hefði greinst með krabbamein deginum áður. Núna, rúmum tveimur mánuð- um síðar, er hann allur. Náin samskipti okkar Ketils hóf- ust árið 1981, þegar eiginkona mín hóf störf á tannlæknastofu hans á Selfossi. Segja má að Ketill og Hildi- gunnur hafi verið ákveðnar fyrir- myndir í lífi okkar hjóna. Í framhaldi af sumarstarfi eiginkonunnar hjá Katli, æxluðust hlutir þannig að við fluttum til Selfoss haustið 1982 og búum þar enn. Haustið 1982 fór Ketill í fram- haldsnám í tannréttingum til Nor- egs. Það kom í hlut okkar, að gæta sumarhúss þeirra í Langholtslandi í Hraungerðishreppi. Sumarbústað- arlífið heillaði, og varð til þess að við hjónin byggðum okkar eigið sumar- hús. Frá árinu 1982 hef ég annast bók- hald, uppgjör og ráðgjöf fyrir Ketil og Hildigunni. Mjög gaman var að ráðleggja Katli í ýmsum málum. Hann vildi skilja hlutina og fá ná- kvæmar útskýringar, áður en ákvörðun var tekin hvað gera skyldi. Ketill var búinn að segja mér að hann vildi hætta störfum eftir um það bil tvö ár og selja tannlækna- rekstur sinn í framhaldi af því. Hann vildi njóta næstu ára og helga sig fjölskyldu sinni og áhugamálum. En eins og Hildigunnur eiginkona hans sagði, þá fékk hann ekki hálfan dag fyrir sjálfan sig. Frændi minn var hamingjusamur, mikill fjölskyldumaður og jákvætt hugsandi. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti. Honum var umhugað um velferð barna sinna og studdi þau vel. Góðmennska, örlæti, og gaman- semi kemur upp í hugann þegar hugsað er til Ketils og Hildigunnar. Þegar leiðir skilur um sinn, vil ég þakka honum innilega fyrir alla hans umhyggju og ástúð sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Hans verður sárt saknað í sköt- unni hjá foreldrum mínum 23. des- ember nk. Kæra Hildigunnur, Kristín móðir Ketils, börn og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Ketils. Ég vil enda greinina á síðustu setningunni sem Ketill sagði við mig. „Svona er lífið.“ Hlöðver Örn Rafnsson og fjölskylda. Ketill frændi er farinn yfir móð- una miklu og hefur lokið sinni vist hér hjá okkur. Ketill frændi er þó ekki horfinn, hann lifir í minningunni og mun aldrei gleymast þeim sem nutu þess að fá að kynnast honum. Öll eigum við góðar minningar um Ketil og þori ég að fullyrða að flestar þeirra tengjast glettni og gríni þar sem hann lék aðalhlutverkið. Minn- ingar mínar um Ketil má rekja allt til æskuáranna. Strax sem barn gerði ég mér grein fyrir hversu skemmti- legur og traustur Ketill var og þegar hann og Haukur frændi hittust í fjöl- skylduboðum var alltaf glatt á hjalla. Þó var skemmtilegast þegar þeir bræður léku við okkur systkinabörn- in eða bara stríddu okkur sem þeim var svo tamt. Þegar ég varð eldri kunni ég enn betur að meta Ketill og hans skapgerð, enda verður seint sagt að hann hafi verið leiðinleg manneskja eða slæmur frændi. Ket- ill var mikill húmoristi og eins þegar hefur komið fram, verulega stríðinn. Hann var hins vegar alltaf tilbúinn að leika við okkur krakkana (bæði þegar við vorum börn og líka full- orðin) og hafði þá framkomu að mað- ur hlustaði á hann og tók mark á því sem hann sagði. Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir Katli, þrátt fyrir alla hrekkina sem hann gerði mér og hef farið eftir þeim heilræðum sem hann skaut að mér. Hrekkirnir hans Ketils voru reyndar allir góðlátlegir en höfðu þó ákveðnar afleiðingar því það urðu margir símasölumenn fyrir barðinu á mér þegar ég hélt að þar væri kominn Ketill frændi. Vafalaust hafa margir þeirra álitið að ég ætti frekar heima á lægra númeri á Kópa- vogsbrautinni en reyndin var. Við fráfall Ketils frænda hefur stórt skarð verið rofið í okkar ætt- garð. Galtarættin hefur rýrnað og mun það skarð sem Ketill fyllti ekki bætt. Þrátt fyrir veikindin sem lögð- ust svo skyndilega á Ketill mátti enn sjá stríðnisglampann í augunum og hann læddi einu og einu gullkorni að okkur. Elsku frændi, þér gleymi ég aldrei en veit að nú ertu kominn í vist á stað með öðrum góðum ættmennum okk- ar. Kæru amma, Hilda, Helgi, Davíð, Guðbjörg, Haukur og mamma, ekk- ert getur bætt ykkur þann missi sem þið hafið orðið fyrir en það er þó huggun harmi gegn að þið búið að góðum minningum um mann sem var meiri en margur annar. Við megum öll vera þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða Katli og sá tími mun koma að við hittumst öll aftur á öðrum og jafnvel enn betri stað. Höf- um í huga að það er betra að hafa átt og misst en aldrei kynnst. Með trega og söknuði kveð ég frábæran frænda og góðan mann. Elsku Ketill, takk fyrir öll góðu árin. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir.) Kristín Völundardóttir. Heiðursmaðurinn Ketill, besti vin- ur okkar hjóna, er farinn frá okkur svo skyndilega. Það er gott að eiga minningarnar, þær tekur enginn frá mér. Í gleðinni á sorgin sinn upp- runa. Sá sem aldrei hefur átt vináttu syrgir hana ekki heldur. Okkar samskipti hófust fyrir 30 árum þegar Ketill og Hilda fluttu í götuna okkar, Grashagann á Sel- fossi. Þá var sumarbyrjun eins og nú. Þetta sumar bundum við þau vina- bönd sem hafa haldið allan þennan tíma og orðið traustari með hverju árinu. Minningar leita á hugann. Ég man KETILL HÖGNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.